Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 15
MORGUN'BLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 15 ERLENT YFIRLIT ☆ Óvissn um olgeru ☆ Demókrutur íyikjn ☆ Vuxundi spennn í ÁGREININGUR í SAIGON stöðvun loftúrúsu sér um Humphrey Miðuusturlöndum RÚMUR hálfur mánuður er liðinn síðan samningaumleitanir 1 Vietnam-málinu komust á það stig að eygja mátti möguleika á samkomulagi um, að Bandaríkja menn hætti loftárásum á Norð- ur-Vietnam gegn því að Norður- Vietnamar dragi einnig úr stríðs aðgerðum. Síðan hefur lítið gerzt, en samningaumleitunum er haldið áfram, og margt bendir til þess að fljótlega verði tekin ákvörðun um, hvort loftárásir skuli stöðvaðar eða ekki. For- setaefni repúblikana Richard Nixon, er greinilega við því bú- inn, að eitthvað óvænt geri3t í Vietnam-málinu fyrir kosningar nar. Opinberlega liefur Hanoi- stjórnin tekið jafn illa í síð- ustu tillögu Bandaríkjamanna um, að Norður-Vietnamar dragi úr stríðsrekstrinum og fyrri til- lögur þeirra. Um leið hefur greinilega komið í ljós, að suð- ur-vietnamska stjórnin er banda rísku stjórninni óþægur ljár í þúfu. ' Agreiningur virðist uppi í Sai gon-stjórninni um aðild Viet- Cong að hugsanlegum friðarvið- ræðum, og hefur Ellsworth Bunker sendiherra Bandaríkj- anna, setið á mörgum fundum með suður-vietnömsku ráða- mönnum vegna uggs þeirra um, að Bandaríkjamenn gangi of langt í þeirri viðleitni sinni að semja við Hanoi-stjórnina. Að vísu hefur Thieu forseti lýst yf- ir því, að Saigon-stórnin geti sætt sig við aðild Viet Cong að friðarviðræðum, ef hún eigi þar sjálf fulltrúa, en Ky varafor- seti hefur tekið ósveigjanlegri afstöðu. TVEGGJA ÁRA VIÐRÆÐUR Ljóst er, að samningaumleitan irnar eru á mjög erfiðu stigi, og þarf lítið út af að bera til þess að þær fari út um þúfur eins og fyrri tilraunir, sem gerðar hafa verið til að koma á friði. Sam- kvæmt athugun, sem brezka blað ið Sunday Times hefur gert í Bandaríkjunum, Vietnam, Ev- rópu og Hong Kong, verður sam- komulag, ef það næst, fólgið í því að gefin verður út yfirlýs- ing í Washington og París þess efnis, að Bandaríkjamenn hafi ákveðið að hætta öllum loftár- ásum á Norður-Vietnam. Þá muni Hanoi-stjórnin lýsa yfir því, að hún muni fyrirskipa vopnahlé með því skilyrði að hafnar verði friðarviðræður, sem Viet Cong eigi aðild að og Sai- gon-stjórnin einnig. Slíkt samkomulag yrði árang- ur tveggja ára samningaumleit- ana í höfuðborg Laos, Vientiane, höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, í aðalstöðvum SÞ, Sgiaon, París, London, Ottawa, Varsjá, Moskvu og Páfagarði. Góðar heimildir í Vientiane herma, að það sem seinkað hafi endanlegu samkomulagi sé andúð Saigon- stjórnarinnar á því að viður- kenna Viet Cong og sú von Ho Chi Minhs forseta, að eftirmað- ur Johnsons verði fáanlegur til að veita betri skilmála. Beinar viðræður milli Banda- ríkjanna og Norður-Vietnam hóf ust í desember 1966 eftir fimm mánaða leyniviðræður, en vegna misskilnings og skorts á sam- ræmingu í starfi utanríkisþjón ustunnar og rekstri stríðsins gerðu Bandaríkjamenn loft- árásir á skotmörk nær Hanoi en áður hafði verið gert þann 6. desember og þar með fóru þessar samningaum- leitanir út um þúfur. Önnur til- raun var gerð í fyrra, en fór út um þúfur vegna þess, að suður-vietnamska lögreglan handtók af misgáningi háttsett- an samningamann Viet Cong, þeg ar hann var á leið á hjóli til fundar við bandarískan fulltrúa í Saigon. Friðaráætlun sú, sem nú er í athugun í Hanoi felur meðal annars í sér, að bandarískar og norður-vietnamskar hersveitir verði fluttar frá Suður-Vietnam en áður verði hlutlausa beltið friðað og loftárásir stöðvaðar. Það sem nú er meðal annars rætt um, er tímasetning hinna ein- stöku liða áætlunarinnar. Bunk er sendiherra ræðir einnig við Thieu forseta um möguleika á samningaviðræðum milli Saigon- stjórnarinnar og Þjóðfrelsisfylk ingarinnar. REPÚBLIKANAR ÁHYGGJUFULLIR SÍÐASTA vika kosningabar- áttunnar í Bandaríkjunum stend ur yfir. Skoðanakannanir gefa enn til kynna, að Hubert' Hum- phrey dragi á Richard Nixon. Repúblikanar eru greinilega áhyggjufullir, en demókratar hafa fyllzt bjartsýni. Fylgi þriðja frambjóðandans, George Wallace, heldur áfram að minnka, en hann gerir lítið úr niðurstöðum skoðanakannana. Demókrataflokkurinn virðist ætla að fylkja sér einhuga um Humphrey á síðustu stundu. Johnson forseti hefur ákveðið að hjálpa Humphrey síðustu daga kosningabaráttunnar, með al annars með ræðum í sjón- varpi. Til þessa hefur forsetinn aðeins haldið eina ræðu til stuðnings Humphrey. Edward Kennedy hefur í nafni hins látna bróður síns Ro- berts Kennedy, skorað á demó krata að kjósa ekki Wallace, þar sem atkvæði greidd honum muni auka á sundrungu þjóðar- innar. Sagnfræðingurinn Arthur Schlesingar hefur lýst yfir stuðn ingi við Humphrey. Hann hefur mikil áhrif í Kennedy-armi flokksins og ADA, samtökum frjálslyndra demókrata. TVÍSÝNAR KOSNINGAR? Síðast en ekki sízt hefur Eug- ene McCarthy ákveðið að koma til liðs við Humphrey. Margir telja, að ákvörðun hans geri að verkum að Humphrey jafni bil- ið, sem verið hefur milli fylgis hans og Nixons, og verða þá kosningarnar tvísýnar. Hum- phrey hefur frá upphafi kosn- ingabaráttunnar lagt mikið kapp á að tryggja sér stuðning Mc- Carthysinna, og hafa sumir talið það mistök og hann hefði í þess stað átt að einbeita sér meir að þeirri hættu, sem honum stafar frá George Wallace. En klofningur frjálskyndu afl anna í Demókrataflokknum er alvarlegur sem fyrr, og kemur það væntanlega betur í ljós eft- ir kosningarnar. Flokkurinn er ekki aðeins klofinn í McCarthy- sinna og andstæðinga þeirra heldur einnig Kennedysinna, sem margir eru heiftúðugir and- stæðingar McCarthys. Beðið er með eftirvæntingu eftir fundi, sem McCarthy og stuðningsmenn halda eftir kosningarnar til að ræða framtíðaráform sín. Sumir búast við, að þá muni McCarthy lýsa yfir því, að hann muni hætta afskiptum af stjórnmálum, en fast verður að honum lagt að vinna að því að verða kjörinn forseti 1972 NIXON HERÐIR SIG Frambjóðandi repúblikana, Richard Nixon, hefur hert á har áttu sinni um allan helming síð- ustu daga. Hann ferðast meira én áður, heldur fleiri ræður og kemur oftar fram í sjónvarpi. Hingað til hefur hann forðazt sjónvarpsviðtöl, en nú kemur hann fram á fundum með blaða- styðja þá ráðstöfun, en aðeins ef lífum bandarískra hermanna verði ekki stefnt í hættu. HUMPHREY ÞREYTTUR Humphrey er þreytulegur og hás. Vinnudagur hans er átján til nítján klukkustundir. En hann hefur skyndilega fyllzt bjartsýni, þótt hann sé ekki al- veg viss um sigur. Nýlega sagði hann á kosningafundi, að hann fyndi að straumurinn væri með honum, en hann væri ekki viss um hvernig kosningarnar færu. Hann hefur lagt áherzlu á hrein skilni í kosningabaráttunni. Síðan skoðanakannanir fóru að sýna að bilið milli hans og Nixons færi minnkandi, hafa peningar streymt í kosningasjóði hans, og hann hefur fengið til liðs við sig trausta baráttumenn eins og Kenneth O’Donnell, sam- starfsmann Kennedys heitins for seta, og Joseph Rauh, fyrrver- andi aðstoðarmann Eugene Mc- Carthys öldungadeildarmanns. En þrátt fyrir bjartsýnina er mjög tvísýnt um úrslitin í kosn- ingunum, einkum í fjölmennustu ríkjunum eins og Kaliforniu, Tex as og New York. Hins vegar er Nixon spáð sigri í Illinois. í Kaliforníu hafa stuðnings- menn Robert heitins Kennedys og McCarthys neitað að styðja Humphrey. Síðustu daga kosn- ingabaráttunnar leggur Hump- hrey aðaláherzluna á Ohio, Penn sylvaníu, New York, New Jers- ey, Illinois og Kaliforníu. Stuðn ingsmenn Humphreys eru sann- færðir um sigur í kosningunum, ef hann sigrar í tveimur þessara þriggja ríkja: New York, Kali- forníu og Texas. Humphrey tel- ur sig hafa möguleika til jafns við Nixon til að sigra í Texas og New York — auk eftirtal- inna ríkja: Maine, Connecticut, Massachusetts, Pennsylvaníu New Jersey, Rhode Island, Del- aware, Ohio, Michigan, Missouri, Humphrey: aldrei eins bjart- sýnn. hafa hingað til ekki verið liður í kosningabaráttunni. EINS OG SIGURVEGARI George Wallace talar eins og sigurvegari þrátt fyrir dvínandi fylgi. Hann segir, að þeir sem stjórni skoðanakönnunum segi vísvitandi ósatt um fylgi fram- bjóðendanna. og reyni að hafa áhrif á kosningarnar auk þess sem þeim hafi oft skjátlazt. Fjö‘1 mennir kosningafundir semhann hefur haldið í New York og Cin cinnati í Ohio hafa stappað stál- inu í stuðningsmenn hans, en hann hefur verið á kosninga- ferðalagi um iðnaðarhéruðin í austur- og miðvesturríkjunum. Síðustu daga kosningabarátt- unnar ferðast hann um Missouri, Texas, Oklahoma, Michigan, West Virginia, Pennsylvaníu, Maryland og Virginia. Waltace segir, að þeir sem reyni að hleypa upp fundum hans, vinstrisinnaðir stúdentar Nunnur fagna Nixon í Hazelton í Pennsylvaníu. Hann berst af alefli síðustu daga kosninga- baráttunnar. mönnum í stærstu sjónvarps- stöðvunum. Síðustu daga kosn- ingabaráttunnar ferðast hann um sjö fjölmennustu ríkin: New York, Pennsylvaníu, Michigan, Ohio, Illinois, Texas og Kali- forníu. Um leið hefur Nixon aukið ár- ásir sínar á Humphrey, sem hann kallar hugmyndasnauðan og hlýðinn lærisvein Johnsons forseta. Hann hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að verja sig gegn afleiðingum þeim, sem samkomulag í Vietnammál- inu mundi hafa á kosningarnar. Ljóst er, að vígstaða Humphr- eys mundi batna að mun, ef loft árásunum á Norður-Vietnam yrði hætt og samið yrði um vopnahlé. Þess vegna hefur Nix on lýst yfir því, að verði loft- árásir stöðvaðar, muni hann Tennessee, Minnesota, Nevada, New Mexico, Maryland, Kent- ucky, Washington, Virginia, North Carolina og West Virg- inia. Sumir stuðningsmenn vara forsetans hafa úti'lokað Illinois og telja að erfitt muni reynast að sigra í Kaliforníu. En hvað gerist í New York og Texas? sem grípa fram í fyrir honum og kasta stundum að honum eggj- um og grjóti, hjálpi honum mest. Þeir eru ómissandi liður í kosn- ingabaráttu hans. Wallace kallar þá „stjórnleysingja" og „þess konar fólk sem þjóðin hafifeng ið sig fullsadda á“ og segir að „þeir færi mér milljón atkvæði í hvert sitt sem þeir láti sjá sig“. Wallace heldur því ákveðið fram, að hreyfing hans sé ekki bundin við Suðurríkin heMur nái hún til landsins alls. Hann fer háðulegum orðum um Hump- hrey, sem hann segir að „hver sem er geti sigrað“, og Nixon, sem hann segir að „segi eit.t í þessum landshluta og annað í einhverju öðru landshorni“. raunverulegum kappræðum, sem Hann hefur reynt að gera að Ein helzta von Humphreys og stuðningsmanna hans er fólg- in í því, að þeir geti svipt hulunni af hinum „nýja Nixon“, sem svo mikið hefur verið látið af og sýnt að hann hafi ekkert breytzt síðan hann gekk undir nafninu „Tricky Dicky“. Þeir vona, að þeim takist að fá Nix- on til að missa stjórn á sér í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.