Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1963 Guðmundur Guðmundsson læknir — Minning SLÁTTUMAÐURINN á bleika 'hestinum fer stundum geyst yf- ir og ber þá oft óvænt að garði. Hér var því þó ekki þannig far- ið, því vitað var um langt skeið, að hans gat verið von á hverri stundu. Guðmundur Guðmunds- son læknir lézt í Reykjavík 23. okt. sl. nær sjötugur að aldri. Guðmundur var fæddur í Reykjavík 12. des. 1898.' Foreldr- ar hans voru hjónin Þuríður Þórarinsdóttir Áxnasonar garð- yrkjumanns, systir hins kunna klerks séra Árna Þórarinssonar á Stóra-Hrauni, og Guðmundur Jakobsson, trésmíðameistari í Móðir okkar og systir Guðrún Sigtryggsdóttir Ingunnarstöðum, Kjós, andaðist a'ð heimili sínu 29. október. Fyrir mína hönd og ann- arra vandamanna. Björn Lúthersson. Ingibjörg Snæbjarnardóttir frá Hergilsey, andaðist að heimili sínu Stað í Reykhólasveit 30. þ. m. Vandamenn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar Jens Kaj Ólafsson matreiðslumaður, andaðist í Landakotsspítala 29. okt. Dóra Kristinsdóttir Kristinn Kaj Ólafsson Anna Hulda Norðfjörð. Guðbjörg Soffía Einarsdóttir Karlagötu 5, sem andaðist í Landsspítal- anum 27. okt. verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 2. nóv. kl. 10.30 f. h. Vandamenn. Útför, Ragnheiðar Elínar Jónsdóttur, fer fram frá Fossvokskirkju föstudaginn 1. nóv. kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofn- anir. Kjartan Stefánsson, Jóna Kjartansdóttir, Stefán Kjartansson, Reynir Kjartansson, Kjartan Kjartansson og tengdabörn. Reykjavík Jakobssonar prests á Sauðafelli í Dölum vestur. Börn þeirra Þuríðar og Guðmundar voru sex sem upp komust, tvær dætur og fjórir synir, og var Guðmundur læknir þeirra yngst ur. Af systkinum Guðmundar eru tvö á lífi, Þórarinn, fiðlu- leikari, og Magnea, sem búsett er í Kaupmannahöfn. Guðmundur ólst upp í for- eldrahúsum í Reykjavík ásamt systkinum sínum. Þegar Guð- mundur var barn að aldri, senm lega 9—12 ára, bjó fjölskyldan í Kaupmannahöfn um þriggja ára skeið og mun það hafa verið gert til þess að auðvelda eldri bræðr- unum tónlistarnám er þeir voru þá að hetfja. Þegar heim kom settist Guðmundur í Mennta- skólann og lauk stúdentsprófi 1917. Um haustið það sama ár hóf hann nám í læknisfræði við Háskóla íslands og lauk embætt isprófi í þeirri grein vorið 1923. Því næst hélt Guðmundur til Danmerkur og vann á ýmsum spítölum þar í landi um eins árs skeið. Með þennan undirbúning hóf Guðmundur svo lífsstarf sitt, fyrst sem aðstoðarlæknir hjá al- nafna sínum, héraðslækninum í StykkiShólmi, og var þar um tveggja ára skeið 1924—1926, eða þar íxl hann fékk veitingu fyrir Reykhólalækniáhéraði í Austur-Barðastrandarsýslu. Þessu erfiða læknishéraði gegndi Guðmundur í 16 ár eða til ársloka 1942 ,og auk þess stundum Flateyjarlæknishéraði, að undanskyldu árinu 1929—30, er hann dvaldi við nám og störf í Danmörku og Þýzkalandi, en einnig mun ferðin hafa verið farin í lækningaskyni honum sj'álfum til handa. Guðmundur var ennfremur um tíma læknir í Búðardal og Ólafsvík eftir að hann fór frá Reykhólum. Eftir að hafa gegnt erfiðum héraðslæknisstörfum í full tutt- ugu ár. hugðust læknishjónin, frú Jóhanna og Guðmundur, að setjast að í Reykjavík, en áð- ur en þar skyldi starf hafið héldu þau hjónin til Kaupmannaihafn- ar 1946 og dvöldu þar þrjú næstu árin. Sem sérgrein valdi Guð- mundur húðsjúkdóma og lagði það fyrir sig er heim kom 1948 ásamt almennum heimilislæknis- störíum. Lækningastofa var opn uð í ársbyrjun 1949 og brátt hafði Guðmundur nóg að starfa, því fól'k sóttist eftir að fá hann t Móðir okkar t Bróðir okkar, Þórey Björnsdóttir Bólstöðum, Reyðarfirði, Halldór Ásgrímur verður jaxðsungin frá Foss- Guðmundsson vogskirkju fimmtudaginn 31. frá Æðey, október kl. 1,30 síðd. andaðist í Landakotsspítala Fyrir hönd annarra vanda- 30. okt. ’68. manna. Sigríður Guðmundsdóttir, Börnin. Ásgeir Guðmundsson. Konan mín, móðir, tengda- móðir og amma Aldís Alexandersdóttir verður jarðsett föstudaginn 1. nóv. kl. 3 e.h. frá Foss- vogskapellu. Blóm vinsamleg- ast afbeðin. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Islands. Þorsteinn Hannesson Hrefna Þorsteinsdóttir Ásdis Þorsteinsdóttir Stross Wolfgang Stross og bamaböm. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eig- inmanns míns Halls L. Hallssonar tannlæknis. Fyrir hönd vandamanna. Amalía H. Skúladóttir. Innilegar þakkir sendum vfð öllum sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og jarðarför Ingvars Stefáns Pálssonar Balaskarðl. Sérstakar þakkir sendum við læknum og öðru starfs- fólki Héraðshælisins á Blöndu ósi fyrir góða aðhlynningu í veikindum hins látna. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda. Signý Benediktsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför Petrínu Margrétar Lárusdóttur. Bogi Ingjaldsson og vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar Þóru ólafsdóttur. Lára Valdimarsdóttir Haraldur Valdimarsson Óskar Valdimarsson. sem lækni sinn og þá alveg sér- staklega þeir er höfðu einhver kynni af honum áður og þá ekki sízt þeir ,er aðfluttir voru úr þeim lækníshéruðum er Guð- mundur hafði þjónað áður. En því miður naut hans ekki lengi við sem læknis í Reykjavík. Heilsu hans tók að hraka og að því kom, að Guðmundur varð að hætta læknisstörfum langt fyrir aldur fram. Árið 1943 kvæntist Guðmund- ur Jóhönnu Guðjónsdóttur ætt- aðri úr Rangárvallasýslu, mikilli mannkostakonu, sem reynzt hef- ur manni sínum afbragðs vel í margra ára heilsuleysi. Þeim varð ekki barna auðið. Hér að framan hafa verið upp- talin helztu æviatriði Guðmund- ar læknis, en manninum sjálf- um hefur eigi verið lýst og ef til vill mætti gera það með þess- kinum ásamt öðrum vanda- um orðum: „hann var ágætis maður í öllum greinum, réttlát- ur, gjöfull og góðgjarn" eins og sagt var um ísleif biskup. Guðmundur sat á Reykhólum í 16 ár svo sem áður er sagt við ágætan orðstír. Hann var hvort tveggja í senn, góður læknir og ekki síður maður. Það fór snemma orð af því hve glöggur hann var við sjúkdómsgreining- ar og það langt útfyrir hans læknishérað. Ég man eftir því, að ég heyrði um það talað í öðr- um læknishéruðum, er erfiða sjúkdóma bar að höndum, hvers vegna ekki væri leitað til Guð- mundar læknis á Reykhólum. Sýnir þetta nokkuð hvers trausts hann naut. Oft mun það hafa komið fyrir, að hann tók lítið sem ekkert fyr ir sjúkravitjanir, er fátækir áttu í hlut og ósjaldan mun hann einnig hafa gefið meðul. Flest þau 'ár sem Guðmundur var á Reykhólum tók hann ungl- Lnga til náms á vetrum og var ég einn þeirra. Ekki gerði lækn- irinn sér það til fjár því ég held að kennslulaunin hafi oft verið smá að minnsta kosti varð það svo bvað mig snerti. Guðmund- ur var ágætur kennari og var það nokkuð sama hvert fagið var, þó fannst mér að hann hefði mestar mætur á að kenna stærð- fræði. Sjálfur mun Guðmundur hafa verið í betra lagi sem náms maður, að minnsta kosti hafði hann nógar gáfur til þess að vera það. Hins vegar skildist mér að hann hafi ekki legið mikið yfir námsbókum á skólaárunum, enda mun hugur hans hafa girnzt' fleira á þeim árum svo sem tónlist, því hann var list- rænn í sér eins og fleiri syst- kini hans. Guðmundur var tæplega með- almaður á hæð og samsvaraði sér vel: ennið hátt, andlitsdrætt- ir nokkuð skarpir, augun blá og greindarleg sem og yfirsvipur hans allur. Smáfríður var hann ekki, en mjög geðugur og aðlað- andi í útliti og framkomu allri. Síðan ég kynntist fyrst Guð- mundi lækni fyrir röskum 30 ár- um hefur hann verið mér hug- leiknari en nokkur annar vanda laus maður sem ég hefi kynnst og ber margt til, en einkum þó kannski það, að ég hefi litið á hann ,sem minn velgjÖrðarmann og það ekki af tilefnislausu, og þannig mun ég minnast hans þótt hann sé horfinn af sjónar- sviði hins jarðneska lífs. „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið, hann reyndi ég svo að öllum hlutum". Eiginkonu Guðmundar og syst mönnum votta ég samúð. Friðjón Júlíusson. Þórey Björnsdóttir Bólstöðum — Minning F. 30.12. 1911. D. 22.10. 1968 Gott er sjúkum að sofa svefninn er náðargjöf líkama þreyttum að lofa langþráðri að hvílast í gröf. Sálin er létt og líður langt út í bláan geim þar sumar og sól hennar líður í síbjörtum friðarheim. Við kveðjum þig vina mín kæra hve mikil hetja þú varst og margt hefðum mátt af þér læra þú margfaldar raunirnar barst án þess að æðrast né kvíða örlaga bergðir þú skál þung-bæra þraut máttir líða þó var svo heilbrigð þín sáL Börnin þín blessa þær stundir er bjuggu við móðuryl þinn, hve mjúkar voru þær mundir er milt þerrðu tárin af kinn. Móðir þín kveður með klökkva kæra ástvininn sinn, henni í heimi finnst rökkva við hérvistarskilnaðinn. Systkini og vinir þig syrgja svo sárt, þú ert horfin á braut. Sorgarský sólina byrgja, en sál þín er losnuð frá þraut, losnuð úr líkamans böndum er lét hana fangna um stund, að sumarsins sólgullnu ströndum nú svífur á ástvinarfund. Ragna S. Gunnarsdóttir. öllum þeim sem sýndu okk- ur vinsemd og virðingu á gullbrúðkaupsdegi okkar sendum við beztu þakkir. Rannveig og Sigurjón Einarsson. Ég þakka innilega vinum mínum, skyldum og vanda- lausum, fyrir góðar gjafir og hlýjar óskir á sextugsafmæli mínu 18. okt. sl. Davíð Ásmundsson. STANLEY HANDVERKFÆRI í úrvali HEFLAR, margar gerðir HALLAMÁL, fl. stærðir STÁLHAMAR HJÓLSVEIFAR MÁLBÖND SPÓNHNÍFAR SPÓNSAGIR SVÆHNÍFAR SPORJÁRN BAKKASAGIR BRJÓSTBORAR TAPPABORAR TRÉBORAR ÚRSN.BORAR VINKLAR, AXIR o. fl. Allt á gamla verðinu. LUDVIG STORR Laugavegi 15. —• Sámi 1-3333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.