Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.10.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1968 Fyrirspurnir og svðr á fundi borgarstjóra Smáíbúða- Bústaða- og Háaleitishverlis ANNAR hverfafundur Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra, var haldinn sl. sunnudag fyrir íbúa Smáíbúða-, Bústaða- og Háaleitishverfis. Fundurinn var vel sóttur og fjölmargar fyrirspurnir bornar fram. Hér fara á eftir fyrirspurnir á þessum fundi og svör borgar- stjóra: Valdimar Jóhannesson: Hvers vegna eru götur eins og Bústaða vegur og Réttarholtsvegur ekki malbikaðar á undan íbúðagöt- um í sama hverfi. _ Safngötur hljóta að ganga fyrir. í öðru lagi: Er það rétt að unga fólkið og aðrir sem áhuga hafa á að byggja í smærri samtökum fái ekki kost á nýjum Fossvogi. Telja verður að bygging þess hverfis hafi gefið góða raun. Borgarstjóri: Þeirri stefnu hef- ur verið haldið í malbikunarfram kvæmdum að malbika jöfnum höndum umferðargötur og íbúð- argötur enda er erfitt að mal-. bika margar umferðargötur í sama hverfi samtímis og loka þannig götunum. Þá er spurningin um lóða- úthlutun til ungs fólks. Ég býst við því, að nokkrar lóðir verði ti'l ráðstöfunar áfram í austur- hluta Fossvogs, en þar að auki verða til ráðstöfunar lóðir í Breið holti, þar sem eins getur komið til greina, að ungt fólk bindist amtökum um byggingu íbúða. Ég býst við því, að fyrirspyrjandi eigi við að íbúðarstærðin og hús- formið í Fossvogi hafi hentað samtökum ungs fólks mjög vel og í þeim efnum vil ég ekki full- yrða að við fullnægjum óskum og þörfum annars staðar eins vel og þar er gert, en alla vega verða á nýjum svæðum tóðir til ráðstöfunar fyrir ungt fó'lk. Einar Yalur Ingimundarson: Á fundi Uno Ore, sem er félag framfarasinnaðra ungra manna, var gerð eftirfarandi samþykkt á fundi, sem var í gær, Uno Ore lýsir vanþóknun sinni á byggingu ráðhús við Reykjavík- urtjörn. í beinu framhaldi af þessari samþykkt vill félagið leggja fram eftirfarandi fyrir- spurn: Verður kostnaður við byggingu ráðhúss í Tjörninni ekki meiri en ef því yrði val- inn staður annars staðar á borg- arlandi eins og t.d. í hinum nýja miðbæ. f öðru lagi: Eins og kunn ugt er mun áformað að fleiri byggingar rísi af grunni í ná- býli við hið nýja ráðhús eins og t.d. nýr Seðlabanki, og æskulýðs miðstöð. Heldur borgarstjóri, að samgöngukerfi miðbæjar beri þær byrðar, sem slíkar stórbygg- ar hafi í för með sér. Nú þegar eitt hinna gömlu húsa, sem stóðu við Tjörnina er horfið gefst mönn um tækifæri til að sjá fyrir sér . þann fegurðarauka, sem opið svæði við Reykj avíkurtj örn hefði í för með sér. Telur borgarstjóri að ráðhúskassinn nýi komi til með að fegra umhverfið meira. Og séu einhver rök sem mæla með byggingu ráðhúss á þessum stað svo sterk að þau upphefji hina mörgu ókosti sem bygging- in hefur í för með sér þætti oss félagsmönnum fróðlegt að heyra. Borgarstjóri: Ég sk|l reyna að svara Einari Val Ingimund- arsyni. Það er þá fyrst til frá- sagnar, sem alkunna er, að með- al borgarbúa hafa verið mjög skiptar skoðanir um byggingu ráðhúss eða réttara sagt staðar- val ráðhúss, og ekki sú eining sem var á sínum tíma í borgar- stjórn Reykjavíkur, þar sem stað arvalið var samþykkt með sam- hljóða atkvæðum a'líra borgarfull trúa. Það var árið 1955 og upp úr því var hafizt handa um gerð teikninga. Fyrst var ætlunin að hafa samkeppni um útlit ráð- hússins en með því að ekki náðist samkomulag um útboðs- skilmála við Arkitektafélagið var horfið frá því og nokkrum arki- tektum falið að teikna ráðhúsið. Teikningar af ráðhúsi í norður- enda Tjarnarinnar voru svo sam þykktar í borgarstjórn með 12 atkvæðum af 15 og tveir af þeim þrem sem sátu hjá, gerðu grein fyrir því að þeir féllust á teikn ingarnar út af fyrir sig en ann- ar þeirra vildi gjarnan fá hálfs mánaðar frest til þess að kanna, hvort einhverjar breytingar ætti að gera og hinn að staðfesta skipulag miðbæjarins lægi fyrir aðra manna — að vísu sé erfitt um byggingarstað almennt í mið- bænum gamla milli Tjarnarinnar og hafnarinnar en norðurendi Tjarnarinnar er að engu leyti frábrugðinn byggingarstaður öðr um stöðum þar um slóðir. Varð- andi samanburð við nýja mið- bæinn, skal ég geta þess að það fer eftir því hvar í nýja mið- bænum nýja ráðhúsið risi, ef það væri t.d. næst Miklubrautinni, þá býst ég við, að kostnaður væri ekkert minni í nýja mið- bænum en í þeim gamla. Það er senni'lega hægt að finna stað, þar sem ódýrara er að byggja ráðhús í nýja miðbænum en hin- göngukerfið að geta þjónað þeim byggingum sem þarna er um að ræða, ráðhús, Seðlabanki eða æskulýðsmiðstöð. Nú er í þriðja 'lagi spurt um, hvort ég teljiráð- húsið verða til fegrunar. Og því er skemmst að svara, að ég greiddi ráðhúsinu á sínum tíma atkvæði, vegna þess að égtaldi að það mundi fegra umhverfi Tjarnarinnar. Mér er aftur á móti ljóst, að þeir sem eru á móti ráðhúsi, eru á móti því vegna þess, að þeir teíja það óprýða umhverfi Tjarnarinnar. Grundvöllur að afstöðu beggja aðila er sá sami, vilji til að fegra Tjörnina, þessa perlu ástæðan til þess er sú, að aðal- skipulagið gerir ráð fyrir gatna- kerfi á þessum slóðum og lokun Hólmgarðs í miðju er einn þátt- ur í þeirri breytingu. Mér er ljóst, að þetta nýja gatnakerfi mætir gagnrýni og einkum og sér í lagi sýnist það hafa verið gert of snemma, að loka Hólm- garði í miðju m.a. vegna þess, að Bústaðavegur er svo illur yf- irferðar, sem raun ber vitni um, að mikill gegnum akstur á sér stað um Hæðargarð. Ég býst við því, að þessi mál verði tekin til endurskoðunar af borgaryfir- völdum. Ég skal ekki fullyrða um niðurstöður þeirrar endur- skoðunar en í og með vonast ég til endurbóta að þessu leyti, þegar Bústaðarvegurinn verður Húsfyllir var á fundi borgarstjóra sl. sunnudag í Miðbæ við Háa leitisbraut. áður en ákvörðun væri tekin um byggingu ráðhúss. En greinilegt er, að meðal borgarbúa hafa aft- ur á móti verið mjög skiptar skoðanir um þetta hvort tveggja, staðarva'lið og teikningar þær, sem fyrir liggja. Hins vegar hef- ur á þessu tímabili verið unnið að frekari athugun á því hvern- ig ráðhúsið eigi að vera og nýt- ingu þess, m.a. hefur verið kann að hvort unnt væri að hafa undir sama þaki ráðhús og leikhús borgarinnar og ráðhúsnefnd, sem skipuð er borgarfulltrúum hef- ur gert það með opin augu fyrir því, að gárungarnir mundu þá fara að tala um litlu senuna og stóru senuna, borgarstjórnarsal- inn og leiksalinn, en þær athug- anir eru enn í gangi og þeim er ekki lokið. Við höfum í ráð- húsnefnd og í borgarstjórn tal- ið ára illa til þess að hefja bygg- ingu ráðhúss og meðan ekki er hafin bygging ráðhúss verða kannaðir alKr möguleikar og leið ir til þess að skapa meiri ein- hug borgarbúa um byggingu, sem á að vera sameiningartákn þeirra allra. Fyrirspurnirnar sjálfar, ef ég hef tekið rétt eftir voru í fyrsta lagi, hvort ég teldi að kostnaður væri meiri við bygg- inguna í Tjarnarendanum heldur en á nýja miðbæjarsvæðinu og þá segja góðir menn — og ég byggi það á umsögn tæknimennt um gamía en sannleikurinn er sá, að stefnan hefur verið sú, og er lýst í aðalskipulaginu, að höfuðstöðvar ríkis og borgar ættu fremur að vera í gamla miðbænum en einstaka stofnanir þá fremur í nýja miðbænum. Þessi sjónarmið eru m.a. miðuð við sögulega hefð landnáms Ing- ólfs og bústaðar hans, en ég skal ekki fyrir það taka, að hér geti verið um of gamaldags hugsunarhátt að ræða, sem unga fólkið vill breyta. í öðru lagi er spurt um það, hvort samgöngu kerfið þoli þessar byggingar og ég svara þeirri spurningu ját- andi. Það er gert ráð fyrir því, að gólfflatarmál í miðbænum gamla aukizt frá því að vera um 300 þús. gólfflatarmetrar á dag upp í það að vera 350 þús. gólfflatarmetrar við lok skipu- lagstímabilsins 1983. Umferðar- kerfið, gatnakerfið og bifreiða- stæði eru við það miðuð, með þeim fyrirvara þó, að bifreiða- stæði verða aldrei svo mörg, hvorki í miðbænum eða austur- bænum, að fullnægi þörfum þess ara hverfa og þess vegna þarf að fjölga og bæta strætisvagna- samgöngur við þessi hverfi. En vegna útlitsins er ekki unnt að draga meira úr byggingum á þessu svæði en svo, að það hljóti að koma þetta magn bygginga sem ég gat um, og þá á sam- Reykvíkinga. Ég er þess full- viss að meðan framkvæmdir hef j ast ekki og svo verður ekki á næstunni, verða gerðar áfram all ar athuganir á því, hvernig bezt megi sameina Reykvíkinga um þetta sameiningartákn borgar- búa um alla framtíð. Þórtr Davíðsson: Hvers vegna var ekki hafizt handa að laga til svæði, sem er í miðju smá- íbúðahverfi eins og lofað var á fundinum í Lido. Hvers vegna var Hólmgarður lokaður í miðju. Er hugsanlegt að fleiri borgar- búar njóti sömu hlunninda og hvað þarf til? Borgarstjóri: Með fyrstu fyr- irspurninni geri ég ráð fyrir, að átt 3é við opna svæðið við Grundargerði og þá er því til að svara eins og ég gat um í frumræðu minni, að þar var ætlunin að byggja næsta skrúðgarðinn í borginni eftir Miklatúnið. Ástæð an til, að framkvæmdir eru ekki hafnar,( er hreinlega sú, að fjár- magn hefur farið það mikið í Miklatúnið og önnur opin svæði, að ekki hefur verið unnt að hefja aðrar framkvæmdir. Ég skal ekki tímasetja nú fram- kvæmdir við skrúðgarð við Grundargerði, en þar verður gert fullkomið leiksvæði á næsta ári. Þá er spurt, hvers vegna Hólm- garður var lokaður í miðju og greiðfærari. Síðan er apurt hvort hugsanlegt sé- að fleiri borgarbúar njóti sömu hlunn- inda og þá er væntanlega átt við lokun Hólmgarðs og þá vildi ég svara því, að það er mjög sterkt einkenni í gatnakerfi að- alskipulagsins að loka íbúðar- götum. Gatnakerfið skiptist í fjóra höfuðþætti, hraðbrautir, tengibrautir, safngötur og íbúð- argötur. Það verður reynt að sjá svo um, að íbúðargöturnar verði lokaðar fyrir annarri um- ferð en til þeirra húsa sem við íbúðargöturnar standa. Þetta er gert til þess að treysta umferð- aröryggi og auka á friðsæld í- búðahverfa. Ami Pálsson: Hvenær verður Bústaðavegur malbikaður svo og Asgarður. f öðru lagi, væri ekki hægt að fá lýsingu og betri frá- gang á barnaleikvellinum við Ásgarð? Borgarstjóri: Ég gat um það, að unnt yrði að malbika Bústaða veg, aðra akreinina frá Tungu- vegi að Grensásvegi á næsta ári og sömuleiðis mundi ég telja, að Ásgarðurinn yrði malbikaður þá. Þá er spurt um lýsingu og betri frágang á barnaleikvellinum við Ásgarð og er mér ljúft að kanna hvaða úrbætur þar er hægt að gera. Ingólfur Geirdal: Gjörið svo ve'l og skýrið frá fyrirhugaðri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.