Morgunblaðið - 19.11.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGU'R 19. NÓVEMBER 1968
3
svartihærð með brún aiuigu).
Jobniine býr í róliegu íbúðar-
hverfi í Los Anigeles, og liifir
á því að sikrifa sjón'varpslei’k-
rit. iHún’ vair í tvö áir að vinna
feguirðarsaimlkeppnina hedima
fyrir. UppáballdsekiáM hennar
er Elisatoeth Barrett Birown-
inig. Hún er eikiki nemia tíu
mínútuir að yíkja tu'tituigiu íína
kvæði. Og í toiðröð uim daig-
km, er veriið var að sýna
sumdtooli, skrifaði hún í flýti
upphafið af hálfs'kirifaðri
skáMsögu sinnii er nefniöt:
,,Ekiki á morguin, heldiur
hinn“, sem er saiga um vel-
genigni oig ófairir nútíma
konu á laldrinum 15—45 ára.
Joy er frá Uiganda og er á
öðru báskólaári sínu í Raimp-
ala, og langar til að verða
sjónvarpsleikkona og upptöku
stj'óri. Hún Viar ek'ki vifau að
sigrast á níu keppendum í úr-
slitalkeppnd.
Hennli þykir mesit gaman að
T.S. Bilot og Wordisworitlh, en
ekiki ská'l'dum eiins og Rotoert
Browniing, isem fj'allar ein-
göngu um ástilna og samskipti
mannlegra vera.
Hún yrkiir kvæði fyrir
skólatolaðið um efmi eins og
þýðingaríeysi peniiniga, riign-
inigu, pop-iheiminn, dauða og
nló'tit. Hún er eikki hálíftima að
yrkja órímuð Ijóð, ag segir
bara að sór sé það tamt, og
annað ekki.
Dámairairnir segja, að John-
ine og Joy græði ökki meira
á skáldsfaaip sinum en ungfrú
ísradl á því að safna torúðum
og pósfkottum. Ungfirú Júgó-
síla'vía kaillar fóttooita tóm-
stuinidaiðju sína (uininusti
bennar er stj'aima), og umigfrú
Ástrailía segir frá því, að hún
haifi faomizt í bann krappast-
an, er hún festist í lyftu með
fjórtán herramönnum!
Herra Robinson salgði, að
spurniingar þær, sem laigðar
væru fyrir stúlbumar, væru
eingöiragu til þe'sis að prófa
jafravægi þeiirra, og væri því
nokkuð sama hvað þær segðu,
ef þær aðeiras svöruðu á rétt-
an hátt!
Ungskáld I fegurðarsamkeppni
Ungfrú Plummer gat varla
beðið til morguns að hringja
lieim til Ástralíu og segja
fréttirnar.
TITILLINN „Ungfrú Alheim-
ur 1968“ hlaut átján ára göm-
ul áströlsk stúlka, að nafni
Penelope Plummer. Hún vinn-
ur í bókasafni í Sydney í
Ástralíu. Önnur í röðinni varð
ungfrú Stóra-Bretland, Kath-
leen Winstantley og þriðja
nngfrú ísrael Mirey Zamir.
Keppendur voru sextíu itails
ins og fóru 'að drifa að hvað-
ainæva í fyrri viku. Keinindi
þar margra grasa, og sagði
Peter Robinton, stainfsmaður
við keppniraa, jafnvel tvö
uragSkáM vera í henni.
Stú'l'kurniar eru báðair 22ja
ára 'gamlar. Önmur er Jofan-
ine Avery (36-24-36 ummniál,
5 fet og 6 þumluingiair á hæð,
ljóshærð og mógráeygð) og
Joy Lehai (34-23-36 ummál,
5 fet og 4 þumrakungar á hæð,
Mirey
Zamir frá ísrael, Penelope Plummer ungfrú Alheimur og Kathleen Winstanley
Stóra Bretlandi,númer tvö.
frá
Menntamálaráð úthlutar styrkj-
um til listamanna
Nýtt jarðfrœðikort komið út
MENNTAMÁLARÁÐ hefur veitt
ýmiss konar fjárframlög frá upp
hafi til fræði- og bókmenntaiðk-
ana, en siðan 1964 hefur á hverju
ári verið úthlutað svokölluðum
listamannastyrkjum, sem ætlaðir
eru til utanferða listamanna, ým-
ist til þess að þeir þar vinni að
list sinni eða kynni sér listgrein
sína“, sagði Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, formaður Menntamálaráðs, í
upphafi fundar með blaðamönn-
um á mánudag, þegar kynnt var
starfsemi Menntamálaráðs. Við-
staddir fundinn voru aðrir með-
limir Menntamálaráðs, svo og
framkvæmdastjóri Menningar-
sjóðs.
„Úthlutun þessi er úr Menning
arsjóði, og fær hver maður kr.
30.000,00. Frá árinu 1964 hefur
verið útblutað kr. 1.080,000,00 til
36 aðila, og er þessa árs úthlutum
taflin þar með.
í ár hlutu þessir styrki: Jón
Þórarinsson, tónskáid; Svavar
Guðnason, listmá'lari; Agnar Þórð
arson, rithöfundur; Ásmundur
Sveinsson, myndhöggvari; Guð-
mundur Ingi Kristj.ánsson, skáld;
Steinþór Sigurðsson, leikmiynda-
smiður; Guðrún Stephensen, leik
ari; Eiríkur Smith, listmiálari og
Guðmundur G. Hagalín, skáld og
rithöfundur. Menntaimálaráð hef
ur einnig veitt á þessu ári, skrv.
sérákvæðum fjárlaga, nær 70
aðra styrki til fræðimanraa í sögu,
ættfræði, örnefnasöfnunar, ætt-
fræði og ýmiss konar náttúru-
fræði, al'ls um kr. 380.000,00. Þar
er og innifaldir styrkir tii ein-
stakra félaga og stofn.ana, svo
sem eins og Jöklarannsóknafélags
íslands og Grasgarðsins á Akur-
eyri, svo eitthvað sé nefnt.
Síðan Vísindasjóður var stofn
aður, hefur komizt á einekonar
verkaskipting milli hans og Menn
ingarsjóðs. Vísindasjóður veitir
hina stærri styrki, en fær eina
fúligu frá Menningarsjóði, kr.
800.000,00 til þeirra hluta. Þá fær
Listasafn ríkisins kr. 700.000,00
úr Menmingarsjóði til listaiverka-
kaupa, og þá er einnig framlag
til bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins.
Gat Vilhjálmur Þ. Gíslason þvi
næst ýmissa eldri útgáfuiverka
sjóðsins, svo sem Musica Island-
ia, 20 binda verk með íslenzkum
tóraverkum, leikritasafnið, 20
bindi, 16 bindi af íslenzku kvæða
safni, 18 bi-ndi í flokknum Lönd
og lýðir, og kvað eitt bindi, um
Færeyjar eftir Gils Guðmunds-
s-on, v.era væntaralegt á næstunni.
Þá gat hann íslandssögunnar í
7 binduim. Svo 'hefur Menntainála
ráð stefnt að því að láta gera röð
af sögu'legum mátverkum af ýms
um merkismönnum, og nú síðast
málverk af Kópavogseiðum, sem
Halldór Pétunsson gerir. — Þá
nefndi hann íslenzku orðabókima
og kvað íslenzka alfræðiorðabók
í undirtoúningi. Fyrir jólin koma
út Danté-þýðingar eftir Guð-
mund BöSvarsson, en áður voru
koimnar út Homiersfþýðingar
Sveinbjarnar Egilssonar. Einnig
hafa verið gefnar út vísindalegar
ritgerðir, einkum doktorsritgerð-
ir, og í samvinnu við Háskólann
visindalegt tímarit um málfræði
og bókmenntir.
Að lokum kynnti Vilhjálmur
nýtt jarðfræðikort af Miðvestur-
TILBOÐ um endurtryggingu
húsa voru opnuð í Borgarstjórn-
arsalnum í gær, en Húsatrygg-
ingar Reykjavíkur auglýstu eftir
tilboðum hinn 18. október síðast
Minningarsjóð-
x
ur um Armonn
Sveinsson
TEKIÐ verður á móti stofnfram
lögum í Minningarsjóð um Ár-
mann Sveinsson út þessa viku í
bókaverzlunum ísafoldar, Sigfús
ar Eymundssonar og Lárusar
Blöndals.
landi, sem nýlcga er komið út.
„Kortið er undirhúið af Guð-
mundi Kjartanssyni jarðfræðingi,
en Landmælingar íslands sáu um
gerð þess, og er það í mörgum
litum. Þetta er 4. kortið af 9, af
þessu tagi, en hin þrjú voru af
Suðvesturlandi, Mið-íslandi og
Mið-Suðurlandi. Áður var ekki
annað jarðfræðikort til, en kort
á tveim blöðum, gert af Þor-
valdi Thoroddsen, en það var orð
ið úrelt. Meginsala jarðfræðikort
anna er til erlendra vísindastofn-
ana. Gróðurkort hafa komið út
fyrr á árinu, og mörg eru vænt
anleg“, sagði formaður Mennta-
málaráðs að lokum.
liðinn. Er hér um útboðsgerð að
ræða, sem gerð er á 5 ára fresti.
Páll Líndal, borgarlögmaður
tjáði Mbl. í gær, að tilboðin
hefðu verið frá 5 aðilum —
Brunabótafélagi íslands, Erlingi
Reyndal fyrir hönd H. Brons í
Amsterdam, Sjóvátryggingafé-
lagi íslands hf., Tryggingu hf. og
Verði hf.
Tilboðin hafa ekki verið „rann-
sökuð enn og er því ekki unnt
að segja, hvert þeirra sé lægst.
Fyrir gengislækkunina var á-
ætlað að tilboðin yrðu ekki undir
33 milljörðum króna, en heildar-
verðmæti hins tryggða var í árs-
byrjun 28,3 milljarðar, en mun
hafa hækkað eitthvað.
5 tilboð í endurtrygg-
ingu húsa í Reykjavík
STAKSTEIMAR
Kommúnistar
ráðast á ASÍ
Það hefur ekki farið framhjá
neinum, sem fylgzt hefur með
skrifum kommúnistablaðsins að
undanförnu, að ritstjórum þess
er mjög uppsigað við Alþýðu-
samband fslands um þessar
mundir. Gengu óhróðursskrif
kommúnistahlaðsins um ASf og
einstaka forustumenn þess svo
langt að miðstjórn ASÍ sá sig til-
neydda að gefa út sérstaka yfir-
lýsingu um þessi skrif kommún-
istablaðsins og lýsa trausti á
einn miðstjómarmann í ASÍ
vegna skrifa kommúnistablaðs-
ins. Þessi yfirlýsing ASÍ er þeim
mun athyglisverðari vegna þess
að í miðstjóm ASf eiga sæti
ýmsir áhrifamiklir forustumenn
í Kommúnistaflokknum svo sem
Eðvarð Sigurðsson, formaður
Dagsbrúnar. Guðmundur J. Guð-
mundsson varaformaður Dags-
brúnar o. fl. Greinilega hefur
þessum mönnum hlöskrað svo
framferði kommúnistablaðsins að
þeir hafa ©kki séð sér annað fært
en veita því og ritstjórum þess
opinhera áminningu. En þessi
yfirlýsing miðstjórnar ASf og
skrif kommúnistablaðsins að und
anförnu henda augljóslega til
þess að blaðið virðist komið í
einhvers konar stríð við ASÍ —
ef til vill hefur leinhver ótti
gripið um sig á ritstjómar-
skrifstofum kommúnistahlaðsins
vegna ASÍ-þingsins, sem hefst á
næstunni og þeirra viðh?rfa sem
þar ríkja.
Ekkert bólar á
framkvæmda-
stjórninni
Ekkert þólar enn á fram-
kvæmdastjórn Kommúnista-
flokksins — æðsta valdaaðila
innan flokksins. Á miðstjórnar-
fundinum, sem boðaður var
strax eftir landsfundinn náð-
ist ekki samkomulag um fram-
kvæmdastjórnina og stendur við
við það sama enn eftir þvi
sem fregnir herma. Ástæðan
mun fyrst og fremst vera sú, að
menn fást ekki til þess að taka
sæti í framkvæmdastjóminni
a.m.k. ekki þeir, sem mestur á-
hugi er á að fá til starfa í henni.
Það er vissulega ekki einleikið
hversu tregir menn virðast til
þess að taka að sér trúnaðarstörf
í Konnnúnistaflokknum og á það
ekki sízt við um þá forustumenn
flokksins, sem mesta reynslu
hafa. Bendir tregða þeirra tU
þess að þeir hafi ekki mikla trú
á þessu fyrirtæki, sem sett var
upp fyrir nokkrum vikum. Á
annan veg verður ekki skilin
þessi eindæma tregða, sem veld-
ur því a3 kommúnistum hefur
ekki enn tekizt að koma saman
framkvæmdastjóm siuni.
„Forustan" ekki
tekin alvarlega
Þessi seinagangur á vali fram-
kvæmdastjórnar Kommúnista-
flokksins er þeim mun alvarlegri
fyrir kommúnista, vegna þess, að
þeim er nú að verða ljóst að sú
málamyndarforusta, sem þeir
kusu á landsfundinum og átti að
sýna andlit flokksins út á við,
er ekki tekin alvarlega. Fólk
lítur á formanninn, varaformann
inn og ritarann sem leppa og
handhendi annarra og áhrifa-
meiri aðila. f rauninni hafa við-
hrögð fólks þegar sýnt komm-
únistum að blekkingartilraunin
hefur mistekizt og þess vegna er
þýðingarmikið að koma þegar í
stað saman æðstu stjórn flokks-
ins, framkvæmdastjóminni. Það
verður fylgzt með þeirri við-
leitní af verðskuldaðri athyglL
<
*