Morgunblaðið - 19.11.1968, Side 4
MORGrUNBUAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968
BÍLAUEflGAN
- VAKUR -
Sundlau;ave;i 12. Simi 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
350,- kr. ðaggjald.
3,50 kr. hver kílómetri.
Slmi 22-0-22
Raubarárstig 31
"'“1-44-44
mum
Hverfisgötu 103.
Simi eftir lokun 31160.
MAGINIÚSAR
4KiPHom21 s»ma«21190
pHirlokun 4Q3S1 ■
LITLA
BÍLALEIGAN
Bergstaðastræti 11—13.
Hagstaett leigugjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 effa 81748.
Sigurður Jónsson.
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
SENDTM
NÝIR BtLAR ÁRG. ’69
SÍMI 8-23-47
M
MOON
SILK
SNYRTIVORUR
i... &
Halldór Jónsson f
Hafnarstræti 18
simi 22170-4 línur
0 Með afborgunarskil-
málum
Hér er bréf um afborgunarskil
mála og það sem fæst án þeirra:
„Kæri Velvakandi.
Ég má til með að geta þess
sem gott er og nú á ég við þátt-
inn um daginn og veginn mánu-
daginn 11. nóv., sem Guðmund-
ur Ó. Ólafsson stud. theol. flutti.
Þátturinn var sannarlega þörf
hugvekja á þessum síðustu og
verstu tímum. Vil ég taka und-
ir með Guðmundi, að gæta verð-
ur varúðar í skuldasöfnun vegna
afborganaáróðursins. Finnst mér,
að seta mætti takmörk fyrir því,
hvað menn mega kaupa með slík
um kjörum. Sérstaklega, þegar
um er að ræða hluti og þjónustu,
sem ekki geta talizt nauðsynleg-
ir eins og t.d. skemmtiferðir. Er
svo ekki kominn tími til að
stanza og athuga statusinn á eig-
in sjálfi og reyna svo að forða
þvi, að einn ein gengisfelling
verði á mati manna, hvað raun-
verulega hefur gildi í þessu lífi.
Þess vegna tek ég enn undir
með Guðmundi og segi, að nú
þarf algjört afturhvarf til spar-
semi, nægjusemi og reglusemi i
anda kristinnar trúar, sem ein
hefur það ráð sem dugir og fæst
án afborgunarskilmála. !!
Með beztu kveðjum,
H. S. Gröndal".
0 „Þarf frekar vitnanna
vi8?“
Eftirfarandi bréf er utan af
landi:
„Kæri Velvakandi.
Það er sunnudagsmorgun. Einn
af þessum kyrrlátu morgnum sem
svo alltof sjaldan koma til manns.
Atvinna í boði
Tvær fullorðnar stúlkur óskast í veitinga- og söluskála
úti á landi. Þurfa að vera vanar afgreiðsliu og að
smyrja brauð. Fæði og húsnæði á sfaðnum. Aðeins
reglusamar og prúðar stúlkur koma til greina.
Upplýsingar í síma 24380 milli kl. 15 og 17 í dag.
Bifreiðaeigendur!
Tiibúin áklæði og motlur í gamla bílinn —
í nýja bílinn.
Eigum fyrirliggjandi eða útvegum með stuttum fyrir-
vara tilbúin áklæði og mottur í flestar gerðir fól'ks-
bifreiða.
Tilvalin jólagjöf — tækifærisgjöf.
ALTIKABÚÐIN, bifreiðaáklæðaverzlun
Frakkastíg 7 — Sími 2-2677.
hreinsum
rúskinnsjakka
rúskinnskápur
sérstök meöhöndlun
EFNALAUGIN BJÖRG
Háaleitisbraut 58-60. Simi 31380
Barmahliö 6. Simi 23337
Morgunfréttirnar. Og svo úr for-
ustugreinum dagblaðanna. Ég sit
í stólnum mínum og læt mér llða
vel og ég hlusta. Nýlega hefir
verið háð 1 Reykjavík landsfund
ur Alþýðusambandsins og lands-
lýðnum talið trú um að nú sé
stefnunni breytt. Ekki siglt A,
heldur eitthvað annað. Ég er því
spenntur að hlusta á greinamar.
Trúi ekki öðru en tónninn sé
breyttur. Svo kemur forustugrein
Þjóðviljans.... Ég hrekk við.
Getur þetta verið. Sami tónninn ..
Moskva og pravdatónninn aldrei
skærari en nú .... Þarf frekar
vitnanna við. Allt I einu rifjast
upp fyrir mér frásögn ágæts
manns, sem hafði verið 1 einum
landamærabæ Rússlands um nokk
ur ár. Hann var hissa á því að
nokkur skyldi vera óánægður á
íslandi, bezta landi í heimi, sagði
hann. Islendingar mættu vera guði
sinum þakklátir að eiga slíkt
land. . En í Rússlandi. Þar er
ekkert, sem heitir öryggi,
sagði hann. Það er gagn að mað-
ur er þar ekki eins tungulangur
og kommarnir á íslandi. Ég veit
hver afdrifin hefðu orðið. Og ég
er ekkert hissa á innrás Rússa
í Tékkóslóvakíu. Innræti valdhaf-
anna kemur alltaf í ljós.“
0 „Við heyrum tóninn“
„Þetta var erlendur maður, sem
tók sér hér bólfestu .. Hann sagði
meira. Hann var steinhissa á þvi
að nokkur maður skyldi vera til
á íslandi, sem vildi innleiða í sitt
blessaða land annað eins sótsvart
andlegt myrkur og í Rússlandi
væri, eða allstaðar þar sem komm
arnir ráða. Hann sagði að þeir
væru ekki fáir, sem hefðu veitt
þessari þoku brautargengi og væru
nú fjötraðir inni í loftillum fang-
elsum.
Er það þetta, sem Alþýðubanda
lagið er að boða Islendingum I
dag? Við heyrum tóninn. Það er
Moskva og aftur Moskva. Hve-
nær eru stórar fyrirsagnir í Þjóð-
viljanum, þegar rússnesk her-
skip eru að sniglast hér við land?
Og þótt eitthvert ódæðisverkið sé
framið í kommúnistaríkjunum, þá
hrellir það ekki Þjóðviljann. En
ef aðrar þjóðir voga sér að verja
sitt eigið frelsi, þá er tónninn
annar.
Er ekki kominn tími til að við
íslendingar á seinni hluta 20. ald
arinnar, með alla okkar mennt-
un, förum að endurskoða og það
í alvöru og rækilega afstöðu okk
Skemmtifundurinn verður 22.
nóv. en ekki 29. nóv. eins og
áður auglýst.
Stjórniu.
ar til kommúnistanna, hvort sem
þeir breiða yfir sig gæru sósíal-
ista eða alþýðubandalags.
Á.“
0 Þarf stuðning allra
landsmanna
„Blindravinur" skrifar og segir
að augljóst sé að byggingarkostn
aður muni nú hækka að mun,
þótt ekki sé á þessari stundu
hægt að gera sér grein fyrir, hve
mikil sú hækkun verði. Síðan vek
ur bréfritari athygli á því, að
blindir séu að reisa mikið hús,
sem ætlað er sem dvalarheimili
og vinnusalur. „Allir, sem eitt-
hvað hafa fengizt við húsbygg-
ingar, vita að það má ekkert
útaf bera ef framkvæmdir eiga
ekki að stöðvast", segir hann,
og menn hljóti að geta gert sér
í hugarlund, hve það verður erf-
itt fyrir blinda fólkið að standa
í þeim framkvæmdum, sem þegar
eru hafnar.
Síðan segir í bréfinu:
„Það er von mín að þessar lín
ur verði til þess að opna augu
almennings fyrir þeirri nauðsyn
að rétta blinda fólkinu hjálpar-
hönd. Þegar mikið og gott mál-
efni er á ferðinni, málefni, sem
þarf stuðning allra landsmanna,
þá hefur almenningur alla tíð
brugðizt vel við til hjálpar. Það
er von mín, að allir taki nú
höndum saman og rétti blinda
fólkinu hjálparhönd við bygging
arframkvæmdir þess. Við getum
hjálpað þeim blindu, og getum
gert það myndarlega. Margt smátt
gerir eitt stórt....
íslendingar eru um 200.000, já
tvö hundruð þúsund. Ef hver mað
ur legði eitt hundrað krónur (kr.
100,00) i sjóð til blindra nú um
næstu mánaðamót, þá yrðu það
20 milljónir, og væri það góð og
myndarleg jóiagjöf til blindra.
Ég heiti á alla sem eitthvað
geta látið af hendi rakna að bregð
ast vel við. — Blindravinur“.
0 Eiga aðeins að vera í
Þjóðskjalasafninu.
Kona í Stykkishólmi biður fyr
ir eftirfarandi:
„Hversvegna eru blöð og út-
varp og sjónvarp að gera stáss
með ólátagemlinga, birta af þeim
myndir og gera veður út af því,
þegar þeir eru að verða sér og
landi til háborinnar skammar?
Því ekki að láta sem menn sjái
þetta ekki. Það þjónar engum til
gangi. Og það mega blöð og
þessi tæki vita að ekki batnar
siðferði unglinganna með þessu.
Þeir bara æsast upp.
Ég vona að þetta komi ekki
fyrir frekara. Látum lögregluna
siða þessa pevja og hún gæti svo
sem tekið myndir af þeim og
látið á þjóðskjalasafnið til minja
um að þeir hefðu orðið sjálfum
sér landi og þjóð til skammar
á því herrans ári 1968.“
Allar vörur verzlunarinnar
á lága verðinu
Aðeins þessa viku.
LAUFIÐ, Austurstræti 1.
Skautolélag Reykjavikur
Þeir meðlimir sem hafa áhuga á að taka þátt í 30 ára
afmælishátíð Skautafélags Reykjavíkur, sem haldin
verður í Félagsheimili Kópavogs 23. nóv. n.k. geri
miðapantanr í síma 84306 í dag og á morgun.
Skemmtinefnd.
;
%
9774