Morgunblaðið - 19.11.1968, Side 28

Morgunblaðið - 19.11.1968, Side 28
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968 Mikil samstaða á ráðherrafundinum sagði utanríkisráðherra við heimkomuna EMIL Jónsson, utanrikisráðherra, kom heim í gærkvöldi af ráð- herrafundi NATO-ríkja, sem hald inn var í lok síðustu viku í Briissel. Morgunbiaðið átti stutt samtal við ráðherrann, og spurði hvort hann vissi nokkuð frekar, hvernig tillögunni um aðstoð fs- lands vegna efnahagsörðugleik- anna hefði reitt af. — Tillaga þessi kom ekkert til okkar kasta svaraði hann, — var alis ekki til umræðu á ráðherra- fundinum sjálfum, en hins vegar skilst mér að hún hafi hlotið sam þykki á þingmannasambands- fundinum. Emil kvað atburðina í Tékkó- slóvakíu hafa verið aðalmálið á dagskrá fundarins. — Það vakti athygli mína, sagði ráðherra, — hve mikil samstaða ríkti nú á fundinum, einingin var meiri en oftast áður. Franski ráðherrann var að þessu sinni sama sinnis og aðrir fundarmenn, enda þótt hann hefði sér bókun. Lét hann þess og getið að meðan þetta á- stand væri ríkjandi í Evrópu, mætti ekki slaka á kröfum til Atlantshafsbandalagsins. Emil Jónsson sagði að lokum, að þrátt fyrir það, að menn hefðu einróma fordæmt aðgerð- ir Sovétríkjanna í Tékkóslóvak- íu, hefðu allir ráðherrarnir verið sammála um að halda bæri á- fram tilraunum til að bæta sam búðina milli austurs og vesturs. Emil Jónsson. Fiölmennur fundur Verzlunar r dðsins — um gengisbreytinguna VERZLUNARRÁÐ íslands efndi til fjölmenns fundar að Hótel Sögu sl. laugardag ásamt Félagi ísl. stórkaup- manna, Félagi ísl. iðnrek- enda og Kaupmannasamtök- um (slands. Haraildur Sveinsson, formaður Verzkmarráðsins, setti fundinn og stjórnaði honum, en aðalræð- una fhxtrti Jónas Haralz, forstöðu maður Efnahagsstofnunarinnar, og fjallaði hann um gengisbreyt- iinguina og þá þróun efnahags- og atvinnumála, sem leiddi til henn ar. Að íokinni ræðu Jónasar Har- alz var beint til hams fjölmörg uim fyrirspumum og tóku til máls: Sigurður Maignússon, Sveimn Vaifells, Friðrik Magnús- son, Ólatfur Einairsison, Villhjálm- Skemmdorverk og innbrot í Kópnvogi ANNASAMT var hjá Kópavogs- lögreglu aðfaranótt laugardags- ins, en þá voru þar skemmdar- vargar og innbrotsþjófar á ferð. Fyrst er frá því að segja, að bifreið var stoiið frá Hraun- tungu 1, og fannst hún á Ás- vallagötu daginn eftir, óskemmd. Þá var brotið Ijósaskilti í verzl- un sem stendur á mótum Álf- hólsvegar og Meltraðar og framrúða brotin í bifreið við Borgarholtsbraut. Þá var brotizt inn í Félagsheimilið og efnagerð- ina Vai, og skemmdarverk unnin, en engu stolið. ur H. Viihjálimsson og Pétur Sæ- mundsen. Fundurimn var sem fyrr segir mjög fjöknenmur. 3 dagar NÚ eru aðeins þrír dagar þar til dregið verður í hinu glæsi- lega bílahappdrætti Sjálfstæð isflokksins. Eins og flestum er nú kunnugt eru vinningar tveir Mercedes-Benz fólksbíl- ar og er verðmæti þeirra um 1 miilj. krónur. Miðarnir kosta á hinn bóginn aðeins 100 krónur og fást þeir á bíl- unum, þar sem þeir standa í Austurstræti. Sjálfstæðismenn í Reykja- vík, sem fengið hafa senda miða, eru vinsamlega beðnir um að gera skil sem allra fyrst á skrifstofu landshapp- drættisins ”ið Austurvöll, og ' Sjálfstæðismenn út á landi geri skii hjá umboðsmönnum. Æfingaskóli Kennaraskóla íslands flutti í nýja skólabyggingu um sl. helgi. Skólinn er á Kennaraskólalóðinni og verður í framtíðinni hverfisskóli. Kennarar nutu aðstoðar nemenda við að flytja inn í skólann. Það var kapp í krökkunum, þegar þau voru að hjálpa til við að flytja kennslutæki og tilheyrandi í nýja skólann og öll voru sæl og brosandi, enda spenn- andi að flytja í nýjan skóla. Á myndinni sjást þau með kennslubækur í kössum, landakort og jarðarhnöttinn sjálfan, sem allt snýst um. Sjá grein á bls. 20. (Ljósm. Mbl. Árni Johnisen) Þrjú taugaveikibróðu rtilf elli á Húsavík, grunur um 13 — Talið er að helmingur spítalasjúklinga þar hati smitazt FYRIR 10 dögum varð þess vart í sjúkrahúsinu á Húsavík, að sjúklingar höfðu veikzt af tauga- veikibróður og hefur sjúkdóm- urinn þegar verið greindur í þremur sjúklingum. Grunur leik- ur á, að 15 sjúklingar hafi tekið veikina, en niðurstöður rann- sókna liggja ekki fyrir enn. Samkvæmt upplýsingum yfir- læknisins, Daníels Daníelssonar, mun hér um að ræða taugaveiki- bróður, af sömu tegund og vart varð í Eyjafirði í fyrra. Sjúkling arnir, sem grunur leikur á, að sýkzt hafi, eru rúmlega helming- ur sjúklinga í sjúkrahúsinu, en að auki er grunur um eitt til- felli utan sjúkrahússins á Húsa- vík. Sýkillinn hefur þó ekki ver- ið greindur í því tilfelli. Ekkert er vitað um upptök sýkingarinnar, en verið er að leita að þeim. Afburðagóðar sölur skipa í Bretlandi TVEIR islenzkir bátar seldu i Grimsby i gærmorgun fyrir mjög gott verð. Jón á Stapa seldi 33,3 lestir fyrir 7.575 sterlingspund og Grótta seldi 32,6 Iestir fyrir 5.929 pund. Markaðsaðstæður voru afburða góðar, auk þess sem afli Jóns á Stapa var frábær að gæðum. — Mestmegnis var hann rauðspretta en að auki 9 lestir af stórlúðu. Meðferð áhafnarinnar á fiskinum er óaðfinnanleg. „Heimilisverzlun' lokai af lögreglu — meirihluti söluvarnings smygl AUGLÝSING í einu dagblaðanna í gær þess efnis, að í húsi einu i Reykjavík væri til sölu ýmis varn ingur, vakti athygli tollþjóna og svo fór að tollgæzlustjóri bað um lögreglurannsókn í málinu. Rannsóknarlögreglan fór á stað- inn og tók þar í sina vörzlu ýms- an vaming, sem að miklum hluta er smygl. Kona, sem reyndist reka heimilisverzlun þessa, hefur ekki verzlunarleyfi, en ætlaði að vinna sér inn aukapening til jól anna. Konan kveðst hafa keypt mik- inn hluta varningsins af mönn- um, sem hún veit engin frekari deili á, en einnig voru henni gefn ar ýmsar vörur. Meðal þess, sem rannsóknarlögreglan tók þarna í sína vörziu voru leikföng, tóbak, rafmagnsihárgreiður og sælgæti. Grótta var einnig með rauð- sprettu og meðferð aflans var þar einnig óaðfinnanleg, en rauð- sprettumagnið var 25 lestir. Allt að 25% söluverðsins fara í út- gjöld og tolla og að auki er 7,4% útflutningsgjald hér heima. Þá hefur heyrzt talað um að tölu- verður hluti brúttósöluverðs verði bundið í sérstökum reikn- ingi. f fyrri viku fóru fram í Bret- landi fjórar góðar sölur. Vigri seldi á þriðjudag í Grimsby 34,4 lestir fyrir 5.599 pund og var fiskurinn þó ekkert sérstakur, Sæ fari frá Tálknafirði seldi í Hull 18 lestir fyrir 4.081 pund, sem er afburða góð sala, Runólfur frá Grundarfirði seldi í Grimsby 36 lestir af þorski, þar af voru 11 ónýtar fyrir 3.668 pund og á fimmtudag seldi Gullfaxi einn- ig í Grimsby 32,6 lestir fyrir 5.623 pund. Ástæðan fyrir svo góðum söl- um er gæftaleysi við Norðursjó, auk þess sem afli bátanna var af- burðagóður. Komizt hann ó- skemmdur á markaðinn stenzt enginn fiskur hann samjöfnuð. Þá taldi útgerðarmaður Jóns á Stapa — Vílundur Jónsson í Ó1 afsvík, er Mbl. ræddi við hann 1 gær að lúðuaflinn hefði hleypt mjög upp aflaiverðmæti sikipsins. Unglingar ræna veskjum VESKJARÁN eru að verða daglegur viðburður í Reykja- vik. Á föstudagskvöld réðust í nokkrir unglingar á ölvaðan mann. sem var á gangi við Óðinstorg, og rændu hann veski sínu og um klukkutíma síðar réðist ungur piltur að konu á Freyjugötu og þreif af henni veskið. Maður, sem sá til piltsins, elti hann og tókst að ná af honum veskinu, en pilturinn slapp. Telja kon- an og maðurinn sig hafa séð tvo aðra pilta, sem voru í för með ræningjanum, og leikur grunur á, að þarna hafi sömu piltarnir verið að verki í bæði skiptin. Unglingar þessir voru ófundnir i gærkvöldi. FIMMTUG kona, Þórunn Ólafs- dóttir. Bergþórugötu 20, hlaut opið fótbrot, handarbrot og minni háttar höfuðmeiðsl, þegar hún varð fyrir bíl á Snorrabraut síðdegis á laugardag. Þóruhn var flutt í Slysavarðstofuna og það- an í Landspítalann, þar sem hún liggur nú. Síðar um daginn fótbrotnaði sextugur maður, Guðmundur Sveinbjörnsson, Ásvallagötu 27, þegar hann varð fyrir bil á 'Hringbrautinni. Guðmundur var á leið yfir syðri akreinina eftir gangbraut, þegar óhappið varð. Hann var fluttur í Slysavarð- stofuna og þaðan í Landspital- ann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.