Morgunblaðið - 19.11.1968, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968
— Nemendur eru 185 böm á
aldrinum 9—12 ára og fast-
ráðnir kennarar eru 6, en 5
þeirra hafa einnig kennslu-
skyldu við Kennaraskóla ís-
lands.
Æfingaskóli Kennaraskóla íslands heimsóttur:
,SKÚLI ATHUGANA OG TILRAUNA'
— rœtt við Cuðmund f. Guðjónsson yfirkennara
Það var ys og þys í nýja
Æfingaskóla Kennaraskólans,
þegar okkur bar þar að garði
sl. laugardag. Kennararnir
vom að flytja kennslutaekin
inn í nýja skólann og krakk-
amir hjálpuðu til full áhuga,
hress og kát. Húsnæðið er að
vísu hálf karáð, en 5 stofur
em nú þegar kennsluhæfar
og þar verður starfað um
sinn.
Áratuga baráttumál Kenn-
araskóla Islands að fá sérstak-
an Æfingaskóla í fullkomnu
hústiæði, er nú að rætast. Um
helgina flutti Æfingaskólinn
úr Kennaraskólabyggingrmni
í nýja Æfingaskólann, sem
stendur á Kennaraskólalóð-
inni. Skólinn er jafnframt fyr
irhugaður fyrir ákveðið hverfi
í borginni í framtíðinni með
4—5 skiptum aldursflokki á
skyldunámsstiginu og gætu
nemendur skólans því orðið
um 1000.
Æfingaskólinn er hluti af
Kennaraskóla íslands, en yfir
kennari skólans er Guðmund-
ur í. Guðjónsson. Guðmundur
hefur m.a. í umbo'ði dr.
Brodda Jóhannessonar skóla-
stjóri haft yfirumsjón ogskipu
lagningu á æfingakennslu
Kennaraskólans í skólum
Reykjavíkur og nágrennis.
Við ræddum stuttlega við
Guðmund I. Guðjónsson yfir-
kennara, og röbbuðum við
hann um nýja skólann. Fer
viðtalið hér á eftir:
— Hver er aðdragandi Æf-
ingaskólans?
— Frá upphafi Kennara-
skóla íslands, er hann var
stofnaður 1908, hefur skólinn
haft einhverja aðstöðu til æf-
ingakennslu.
Strax í upphafi var það
markmið að fá sérstakan
Æfinga- og tilraunaskóla við
Kennaraskólann, þar sem
æfingakennsia kennaraefna er
ein af höfuðgreinum skólans,
með þjálfun kennaraefna í
kennslu.
Á árunum 1944—’46 var
mikið rætt og áformað um að
hefja byggingu sérstaks Æf-
inga- og tilraunaskóla og var
m.a. veitt til hans á fjárlögum
500 þús. kr. alls í 2 ár. Ekki
varð þó úr byggingarfram-
kvæmdum, en veitt fjármagn
rann til nýrrar Kennaraskóla-
byggingar.
Það varð ekki fyrr en á ár-
inu 1967, að málið var komið
á þann rekspöl að það er búið
að teikna skóla og búið að fá
samþykki fyrir áð steypa
grunn 1. áfanga. Síðan var
skólinn boðinn út fyrir 1.
áfanga þar sem ætlað er að
gera húsið fokhelt og full-
gera 4—5 kennslustofur á jarð
hæð skólans. Þessi 1. áfangi
á að vera fullgerður á árinu
1970.
— Hvaða aðstaða er í 1.
áfanga?
— í 1. áfanga eru 15 kennslu
stofur, sérstök álma fyrir
skólastjóra og heilbrigðisþjón
ustu, tilraunastofur og einnig
er samkomusalur. Nú höfum
við 5 kennslustofur til afnota,
sem eru að mestu leyti full-
gerðar.
Nú hefur starfsemin sitt
eigi’ð fullkomið húsnæði, og
þá verður fyrst og fremst hæg
ara um alla skipulagningu og
framkvæmd.
Héma verður hægt að
byggja upp þann æfingaskóla,
sem til er ætlast við Kennara
auk þess, sem nemendur njóta
þeirrar aðstöðu, sem er í
Kennaraskólanum og Æfinga-
skóla hans.
— Hver eru nú áform skól-
ans?
— Skólinn er æfinga- og
tilraunaskóli, sem starfar í
sambandi við Kennaraskóla
Islands og verður um leið
skóli skyldunáms fyrir ákveð
ið hverfi Reykjavíkurborgar.
Markmið skólans er eins og
segir í lögum um Kennara-
skóla Islands að: „Æfingaskól
inn skal hafa með höndum
uppeldisfræðilegr athuganir
og tilraunir eftir því, sem við
verður komið. Skólastjóri
Kennaraskólans og aðalkenn-
ari skólans í uppeldis- og sál-
arfræði skulu í samráði við
skólastjóra Æfingaskólans
hafa umsjóri með rannsóknar-
starfi þessu, og geta kvatt sér
til ráðuneytis sérfræðinga, er
starfa að svipuðum verkefn-
Guðmundur í. Guðjónsson.
skóla Islands og móta starfið
eftir þörfum og þróun.
Hins vegar er það augljóst
mál að æfingakennsla úti í
skólum borgarinnar og ná-
grennis verður jafn nauðsyn-
leg og áður fyrir kennaraefn-
in, og ég vil taka það fram að
samstarfið við barna- og gagn-
fræðaskólana hefur verið
mjög gott i sambandi vi'ð æf-
ingakennsluna.
— Hvað eru margir nem-
endur og kennarar við skól-
ann?
Nýi Æfingaskólinn fyrir Kennaraskóla Islands.
Þegar verið var að flytja inn í skólann voru iðnaðarmenn
jafnframt að vinna þar og krakkamir fylgdust spennt með.
Einnig eru stundakennarar
í sérgreinum. Þá eru 165 kenn
araefni í Kennaraskóla Is-
lands, sem eru þjálfuð í
kennslu og fer sú kennsla
fram í flestum bamaskólum
Reykjavíkur, Hafnarfjarðar,
Kópavogs og Mýrarhúsaskóla,
Pálmi Pétursson kennari með sinn bekk í 1. tímanum í nýja
skólanum.
F.f. opnaði tvö
ný sæluhús —
Fór 96 ferðir og hélt 5 kvöldvökur
SVIÐAMESSA Ferðafélags ís-
lands var haldin í Skíðaskálanum
í Hveradölum sl. sunnudag, og er
það sú 26. í röðinnL Með henni
lýkur Ferðafélagið jafnan sum-
arstarfinu, að viðstöddum þeim
stjómarmönnum, og þeim sem
hafa unnið fyrir félagið og jafn-
framt er gefin stutt sikýrsla um
starfið fyrir viðstadda, þar á
meðal blaðamenn. Sigurður Jó-
hannsson, vegamálastjóri og for-
maður F. f. bauð gesti velkomna
og vísaði til framkvæmdastjór-
ans, Einars Guðjohnsens, sem
skýrði frá heJztu störfum sum-
arsins.
Farnar voru 96 ferðir með 2732
þátttakendur, og voru þær með
svipuðu sniði og árið áður, nema
hvað hlutur Þórsmerkuferða var
heOdur meiri, en tal um ís og
kulda framan af sumri hræddi
fólk frá Norðurlandsferðum. —
Annars sagði Einar, að ferðir inn
anlands væm orðnar of dýrar
miðað við utanlandsferðir, þar
sem svo mikill skattur er lagður
á flutningatæki. Þó höfðu ferð-
imar í sumar skilað betri arði en
árið áður. Sömu bílstjórar hafa
mikið ekið fyrir F. í. Þeir Ás-
mundur Sigurðsson á Vestfjarð-
arleið og þeir Gísli Eiríksson og
Baldur Sigurðsson.
Byggingarframkvæmdum var
haldið áfram í sumar og lokið
húsinu í Nýjadail við Sprengi-
sandsleið. En það er byggt fyrir
áeggjan og stuðning Vegagerðar-
innar og hefur Ferðafélag Akur-
eyrar tekið að sér að sjá um rekst
ur þess. Við Veiðivötn hefur
skáli verið reistur í félagi við
Veiðifélag Landmannaafréttar.
Þátttaka í ferðum þangað var
ekki mjög mitkil í sumar, e.t.v. af
því að fólik misskilur þær og
heldur að þar sé bara um veiði-
ferðir að ræða. í sumar var Hvera
vallahúsið Hka mikið endurbætt,
m.a. endurbyggt hitaveitukerfið
í því. Einnig vom önnur máluð og
lagfærð og lagði Haraldur Matt-
híasson og kona hans fram gott
lið þar. Bygginigameistari við öll
húsin var Páll Pálstson og var til
þess tekið hve snyrti'legt allt var
hjá honum, t.d. sást í Veiðirvötn-
um ekkert jarðrask í kringum ný
byggðan skálann. Þá hafur ver-
ið unnið að uppgræðslu í Þórs-
mörk, og hefur Áburðairverk-
smiðjém sýnt þar hjálpsemi. —
Næst hefur verið ákveðið að
stækka húsið í Landmannalaug-
um.
NÆSTA ÁRBÓK UM
SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLU
Þá skýrði Páll Jónsson frá ár-
bókum félagsins. Næsta Árbók
fjallar um S-Þingeyjarsýslu og
er handritið komið til setningar.
Bókina skrifar Jóhann Skaftason
á Húsavík, en hann ritaði einnig
bókina um Barðastrandarsýslu
1959, sem líkaði ákaflega vel. Ný
búið er að Ijósprenta uppseldar
árbækur frá 1933—1935 og er Ijós
prentun nú miklu betri en á bók
unum 1928—1932. sem áður höfðu
verið unnar. Verður haldið áfram
Ijósprentun á árbókum til 1949.
Annað er ekki endanlega ákveð-
ið, en ýmislegt kemur til greina,
eins og Árbók um Tungnáröræfi
eftir Guðmund Kjartansson og
Kjalvegur eftir Hallgrím Jónas-
son, en bókin um Kjalveg frá
1929 er orðin úrelt að ýmsu leyti,
einkum um vegakerfið. Einnig
Rangárvallasýsla austan Manka-
fljóts, sem Haraldur Mattíhíasson
mun s'krifa og Gestur Guðfinns-
son hefur verið beðinn um að
skrifa um Þórsmörk. Einnig ligg
ur fyrir handrit um Hnappadals-
sýslu eftir Guðiaug Jónsson, smá
þættir koma til greina, eins og
um Skagfirðingaveg eftir Guð-
mund Jósafatsson frá Brandsstöð
um og þættir um fjallvegi milli
Skagafjarðar og Eyjafarðarsýslu
eftir Kolbein Kristinsson á Skriðu
landi. Sagði Pál'l, að þeir gætu
vel farið saman með Svarfaðar-
dalslýsingu, sem Hjörtur Eldjárn
skrifar. Sem sagt er úr ýmsu að
velja, þó röðin á þvi sé ekki á-
kveðin.
Loks skýrði Lárus Ottesen, for
maður skemmtinefndar frá því,
að sl. vetur hefðu verið haldnar
5 kvöldvökur og 2 þegar á þess-
um vetri. Var frumsýnd ný land-
kynningarmynd. Eftir áramót
verður haldið áfram og efni fyrir
þær kvöldvökur tilbúið.
Félagatala í Ferðafélagi íslands
er um 6000 manns og stendur yl
irleitt nokkuð í stað enda ekkj
unr.ið sérstaklega að félagasöfn-
un. Nú hafði einn félagi tekið sig
til og talað við kunningja sína
og bætt við 100 félögum, sem for-
maður félagsins taldi til fyrir-
myndar og hvatti aðra til að
taka upp sama hátt.
Finnor og
Finnlondsvinir
í Norrænn
húsinn
FINNLANDSVINAFÉLAGIÐ Su
omi heldur aðalfund sinn og
kvöldvöku í Norræna húsinu 1
kvöld kl. 8.30.
Að aðalfundarstörfum loknum
flytur Kai Samila, lektor við há
skólann í Helsinki, erindi um sam
vinnu Finna og íslendinga. Joha
K. Pehura, sendikennari við Há-
skóla íslands, sýnir kvikmyndir
frá Finnlandi og útskýrir þær og
Hanna Bjarnadóttir syngur með
undirleik Hönnu Guðjónsdóttur.