Morgunblaðið - 19.11.1968, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968
21
- VETTVANGUR
Framhald af bls. 15
afl, skógar, beitilönd, jafnvel
gull og aðrir góðmálmar í jörðu:
Þetta allt til samans, rsegir ekki
til að kosta útgerð þess ofvaxna
rándýrs, sem við höfum leyft
okkur að gefa nafnið íslending-
ur, og tryggja honum fótfestu
og viðurkenningu í verö1dinni.
Þjóðfélag fábreyttrar verk-
menningar sem ekki er fært um
að framleiða iðnaðarvcrur, verð
ur sett við sama borð og þeir,
sem ekki eiga æðri skóla, og á
þar heima.
Iðja og iðnaður breyta frum-
skógunum í skip, hús og fagran
búnað, fiskinum í verðmiklar
ljúffengar krásir, gulisandinum
í skartgripi. Iðnaðurinn hundr
aðfaldar verðmæti hlutanna eins
og reiknivélin, og skiiar þjóð-
félagi sínu í arði í fjölmörgum
myndum, í fé, fasteignum ogauk
inni verkmenningu. Iðnaðurinn
er þáttur í almennri menning-
arviðleitni fólksins. og á vísan
stuðning þess. Enda hvarvetna
vart ef iðnaður eins lands dregst
saman, ótti og öryggisleysi knýr
dyra.
Nokkur vísir að iðncði hefur
smáþróast hérlendis í hálfa öld,
stundum sárhægt, öðru hverju
tekið kipp, einkum á árum heim-
styrjaldanna tveggja. Þetta hef-
ur þó náð að verða annar stærsti
atvinnuvegur landsmanna, og
tekið við verulegum hluta þess
fólks, sem aukin tækni í sjáv-
arútvegi cg landbúnaði hafa
skilað á vinnumarkaðinn. í
nokkrum greinum, revrdar sár-
fáum, er þessi iðnaður orðinn
það myndarlegur, að ástæðu-
laust var að hafa af honum nein
ar áhyggjur í venjulegu árferði.
En langmestur hluti hsns kann
að gefast upp vegna sívaxandi
samkeppni, undirboða og aug-
lýsingahernaðar, að ógleymdri
verðbólgunni hér heima. Án op-
inbers stuðnings beiniínis, og
meiri eða minni takmajkana um
verzlunarfrelsi, samkvæmt nú-
tíma skilgreiningu okkar hér, og
einkum þó velvilja almennings
mun mikill hluti hans leggjast
niður og böl atvinnuleysisins
ríða í garð að nýju.
Sem betur fer munu fáir fs-
lendingar sigla til útianda nú
orðið með erlendum sk!pum, eða
fljúga í öðrum vélum en þeim,
sem þjóðin á sjálf. Þetta þykir
nú alveg sjálfsagt og þjóðar-
nauðsyn. Sömuleiðis mun enginn
láta sér detta í hug að biðja
hér um d&nskt smjör eða ástr-
alskt kindakjöt, og það jafnvel
þó verðmunur sé veruJegur. En
þetta ætti þó hvað margar iðn-
aðarvörur áhrærir, að vera okk
ur ennþá meira keppikefli, þar
sem það er iðnaðurinn sem skap
ar gróðann, er menning og lífs-
þægindi hverrar þjóðar byggist
á, en án iðnaðar frekar en
menningar, listskóla, háskóla, get
ur þjóð ekki verið sjcifstæð til
lengdar. Ef við látum aðrar þjóð
ir fullvinna fyrir okkur allar
munaðarvörur, verða ekki önn-
ur störf eftir fyrir íslenzkar
hendur, en gerast öll með tölu,
frá verkamönnum til réðherra,
ófrjálst þjónus.tulið með tekjur
aðeins til hnífs og skeiðar. Og
þeirri ógæfu verður aðeins af-
stýrt með öruggri samheldni
þjóðarinnar þjóðlegri einingu og
víðtæku samstarfi.
Landbúnaður okkar mun því
miður ekki á næstu árum, taka
við fólksfjölguninni i landinu,
að sínu leyti, nema miklu fyllri
nýting hráefnanna komi til, en
þar eru vitanlega mörg og marg
vísleg verkefni fyrir höndum,
eins og landbúnaðarsýningin
færði okkur ótvíræðar sannanir
fyrir. Hið sama gildir um fisk-
veiðar okkar, þó möguieikar séu
þar auðvitað langmestir, ódýrt
hráefni við strendur lardsins.
Að því verður auðvitað að
stefna og vinna með miklu
þyngra átaki, skipulegu framtaki
og áætlunum einstaiklingá og hins
opinbera, að skapa greinar nýrra
útflutningsvara úr sjávarafla,
fullunnið eða hálfunnið af lands
mönnum sjálfum hér heima. Og
til þess þurfum við að eignast
fjölda sérmenntaðra manna í þess
um greinum.
Stóriðjuver eru í hverju nú-
tíma þjóðfélagi hin trygga kjöl-
festa og gildir þar hið sama fyr-
ir okkur og stærri þióðir. Hér
þarf stóriðja að þróast við hlið
aðalatvinnuveganna, sjávarútvegs
og landbúnaðar, ekki að koma
í þeirra stað og nauðsynlegt er
að gera sér ljóst, og horfast
í augu við þá staðreynd, að stór-
iðja, þar sem aðrar þjóðir, leggja
fram allt eða mestallt fjármagn-
ið, mun engan veginn á næstu
árum, veita þá atvinnu. eða skapa
þann gróða sem fjöldi smárra iðn
fyrirtækja skila í þjóðarbúið, ef
þau eru vel rekin og njóta fjár-
magns og aðbúnaðar á borð við
hin stóru, en oft vill gleymast.
Að sölumálum iðnaðarins mætti
eflaust vinna með utanríkissamn
ingum og vöruskiptum í einni
eða annarri mynd, að minnsta
kosti meðan komist er af stað.
Og til hvers eru allir þessir
sendiherrar?
Ef rétt er að vinzluvirði inn-
lendrar framleiðslu, megi skifta
í sem næsta þrjá hluta, þar sem
iðnaður og fiskveiðar eiga, hvor
um sig, nálega tvo hJuta móti
landbúnaði fiskveiðar lítið meir
en 10 prs. hærri en iðnaður, sýn-
ir það betur en annað mikil-
vægi iðnaðarins í þjóðo búskapn
um og brýna nauðsyr að efla
hann.
□
f þessum efnum virðist þó of
lengi fremur stefnt í aðra átt,
og vil ég hér lítillega minnast
á upphaf þeirrar öfugþróunar
hér á landi.
Hömlulaus dreyfing ókeypis
sjónvarpsefnis úr herbúðunum á
Reykjanesi og andvara og á-
birgðaleysið sem það lýsti frá
upphafi, að leyfður skyldi svo
harður ágangur á menningarhelgi
okkar og samvizku, eínmitt er
þjóðin var að byrja &ð ná sér
eftir heimsstyrjöldina og sýna al
menna viðleitni til sjálfstæðis og
sjálfsforsjár
Með þessu óheillabragði var
kippt fótum undan sjálfsvirðingu
margra og heilbrigðum jafnræð-
ishugsjónum, og reyndist þann-
ig spor ti'l baka, til neikvæðrar
sjálfstæðisbaráttu, eins og alkunn
ugt er, og nú er sopið seyðið
af. Þeir sem um þessi mál hugsa
af alvöru og sársauka, hlutu að
líta á þetta gæfuleysi sem stað-
festingu á því, að við dyggðum
ekki sjálf til neinna stórátaka,
og því allt hægt að bjóða okkur
Með þessum vanhugsuðu ákvörð
unum, var enn höggvið skarð í
þjóðlegar varnir okkar, menn-
ingarlegai og siðferðilegar og í
kjölfarið ultu inn í lardið hol-
skeflur a'lóþarfs varnings úr öll-
um heimsálfum, í nafni óskil-
greinds frelsis, með tilheyrandi
auglýsingahernaði, sem við vor-
um með öllu óviðbúin að mæta.
Frelsi — frelsi — þetta bless-
aða orð íslendinga í þúsund ár,
táknaði jafnrétti að njóta gæða
landsins og hæfileika fólksins,
skapa eigin sjálfstæða menningu
þar sem allir sátu við sama borð.
Þetta mikla orð má aldrei tengja
hégóma, lífsþægindagræðgi eða
flottræfilihætti. Og þó hugtök
eins og skoðanafrelsi og verzl-
unarfrelsi, séu í rauninni ná-
skyld og nátengd, megum við
aldrei falla í þá lágkúru, að af
sala okkur valdi hins æðra yfir
hinu lægra
Hið nýja frelsi, átti það ekki
að færa okkur allt hið bezta
frá öðrum, gefins eða undir raun
verulegu s&nnvirði í okkarlandi
skapa innlendri viðleitni á mörg
um sviðum vonlausa s&mkeppni
stórvelda. Útflutningsvcrur okk
ar, hráefni handa öðium að
vinna úr, eins og á frumbýlis-
árunum, kaupa sjálf allt full-
unnið.
Heimsmet í svokölluðu verzl-
unarfrelsi, er sannarlega fallegt
orð og eftirsóknarvert að mega
prýða með því tungu sína, ef
ekki fýlgir böggull skammrifi,
ef það þýðir ekki að afhenda
gjaldeyri lar.dsmanna, sem aflað
er með súrum sveita, fyrir hálft
verð eða minna, og fá í stað-
inn lítilsverðan fjöldafremleiðslu
varning, sem við auðveldlega get
um framleitt sjálf, eða lifað án.
Athyglisvert er að kynnast því
hvernig ein fremsta iðnaðarþjóð
Evrópu, hinir gömlu, grónuFrans
menn merkisberar fielsisins,
mæta sínum innanllands erfið-
leikum. Þegar þeir láta undan
ásókn um auglýsingar í sjón-
varpi sínu, gildir það fyrir inn-
lenda menningu og framleiðslu,
Ólíkt höfumst vér að bér — og
mundi kannske einhverjum finn
ast að yfirlæti okkar væri nóg
fyrir.
Ég stakk upp á því fyrir tveim
ur eða þremur árum í útvarps-
erindi, að leitað væri eftir fé
meðal landsmanna sjálfra, að
reisa raforkuverin miklu við
Þjórsá, stofna jafnvel í því skyni
almenningshlutafélag írlendinga
Ef þetta hefði verið gert þá,
væri'hér margt á annan veg og
betri en nú er. Héi þarf að
rækta frá grunni nýa cg öfluga
þjóðerniskennd. Þessa hugmynd
var mjög auðvelt að framkvæma
og kannske eina skyrnsamlega
leiðin þá, &ð fá dregið úr hinni
taumlausu óðaverðbóigu, og gefa
fólkinu nýja trú á mátt sinn til
sköpunar, einnig á verklegum
sviðum. Féleysi landsmanna er til
stórátaka kemur, er skiljanlegt,
og það hefur of lítið verið gert
að aðvara fólk og upplýsa um
það, á hverju sjálfstæði'byggist.
Næst sjálfri trúnni á land sitt og
þjóð, byggist það á eigin fjár-
magni, sem enginin vegur er
að skapa hér nema með skipu-
legri samheldni sparserri og iðju
semi, ekkert síður en atorku og
hugkvæmni Hið takmarkaða eig
ið fjármagn íslenzkra fyrirtækja
hefur bullandi verðbólgu nú étið
upp til agna, einkum hjá iðnað-
inum, og ein orsök erfiðleika
hans.
Nauðsynlegt er að gera sér
ljóst, að hið auma ástand þjóð-
arbúskapar okkar nú er því mið
ur' ekki einvörðungu afleiðing
hinna hrott&legu verðhækkana á
útflutningsafurðum okkar þó það
eitt nægi að skapa hér gífurlega
erfiðleika að glíma við. En það
eru líka sjálfskaparvíti og þau
eru verst, en vonandi ekki ó-
yfirstíganleg Við höfum ekki á
undanförnum góðærum kunnað
okkur neitt hóf. Og þetta snertir
langflest okkar, og þeirri skuld
skulum við ekki reyna að skella
á aðra en okkur sjálf Við höf-
um látið ginnast af raupi um ó-
raunhæft verzlunarfreisi, frelsi
sem háþróaðar iðnaðarþjóðir leyfa
sér tæplega. Miljarðirnir sem fóru
um hendur okkar síðustu fimm til
sex árin, hafa að alltof miklu
leyti runnið út í sand, og það
sem raunalegra er, þeu hafa á
ákafanum að eyða sjálfum sér,
tekið verkefnin frá fjölmenn-
um hópi þess fólks, er vann að
iðju og iðnaði í landinu, með
sæmilegum árangri. Þetta nálgast
að vera sambærilegt við þá ó-
gæfu, að setjast við glas og bíða
eftir að tíminn líði og vanda-
málin leysist.
Á íslandi er engin ástæða til
að kvíða framtíðinni, Við þurf-
um aðeins að taka höndum sam-
an, eins og við höfum gert oft
áður, koma öll með tölu. Strika
sjálf yfir nokkur gífuryrði frá í
fyrra og hittifyrra, og áður en
annarlegar hjálparsveitir spara
okkur ómakið. Við verðum að
læra af raunalegu fálmi okkar á
yelgengnisárunum. Og okkur vant
ar kannski ekki endilega ný
stjórnmálasamtök, en að minnsta
kosti ríflegt magn af nýju æsku
blóði í þau sem fyrir eru. En
í þetta sinn held ég ekki að
neinn megi skerast úr ieik,
Rvík. 1. nóv. 1968.
NANCY-bækurnar eru eftirlætis-
bækur allra ungra stúlkna. >—
■ HÚSSTJÓRN ARBÓKIN
sparar yður tíma og peninga.
Jóna bjargar vinum sínum heitir
nýja bókin um Jónu. — En nýja
PÉTUR MOST-bókin heitir Pétui
stýrimaður. — Spennandi bók.
—"'IT"—x
vandérvell)
-^Véla/egur^y
De Soto
BMC — Austin Gipsy
Chrysler
Buick
Chevrolet, flestar tegundir
Dodge
Bedford, dísil
Ford, enskur
Ford Taunus
GMC
Bedford, dísil
Thomes Trader
Mercedes Benz, flestar teg.
Gaz ’59
Pobeda
Volkswagen
Skoda 1100—1200
Renault Dauphine
Þ. Jónsson & Co.
Sími 15362 og 19215.
Brautarholti 6.
ALLT Á SAMA STAÐ
MICHELIN XB
ÞÉR AKIÐ FLEIRI KÍLÓMETRA Á MICHELIN
VÖRUBÍLSTJÓRAR KAUPA MICHELIN — VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER
ALLT ANNAÐ AÐ AKA A MICHELIN-HJÓLBÖRÐUM.
ÞEIR ERU MÝKRI, ÞEIR HITNA EKKI OG ÞAÐ ER GREINILEGUR
BRENN SLU SPARN AÐUR.
MICHELIN ER RADIALBYGGÐUR
HJÓLBARÐI. LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40.
Egill Vilhjálmsson hf.