Morgunblaðið - 19.11.1968, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 19.11.1968, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, URIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968 FUGLSLÍFI BJARGAÐ Það þykir svo sem engum tíð indum sæta þótt mikil vanhöld verði á bjargfugli á sumri hverju. Hann verpir á tæpum syllunum. Sums staðar eru fugla um og hann fljúgi af hreiðr- unum í ofboði, þá er viðbragð- ið svo snöggt, að egg eða ung- ar hrynja unnvörpum niður af syllunum. Sum staðar eru fugla björgin svo lág að varla er seilingarhæð upp í neðstu hreiðr in, en þar fyrir ofan er hreið- ur við hreiður. Og þá kemur það stundum fyrir, þegar ungar eru orðnir stálpaðir í hreiðr- unum, að brimalda kemur æð- andi að bjarginu og spýtisthátt upp eftir því með feikna afli. Þá þvær hún bjargið hreint, hún skolar burtu hverju einasta hreiðri, þar sem hún nær til, og þegar hún hnígur aftur er hún með fangið fullt af dauðum og deyjandi ungum. Þessa sjón mátti sjá í mörgum fuglabjörg um á Snæfellsnesi á sjálfan þjóð hátíðardaginn 17. júní í fyrra. Þegar nú slikir atburðir þykja ekki tíðindum sæta, þá mun hitt þykja heldur lítilfjörlegt írá- sagnar, þótt bjargað sé lífi eins bjargfugls. Að kvöldi fimmtudagsins 13. júní í sumar sem leið, kom skegla (rita) skríðandi upp úr ósnum hjá Búðum og kom með mörgum hvíldum heim á hlað. Auðséð var á ferðalagi hennar að hún mundi vera vanmegna af einhverjum sjúkdómi eða af hungri. Varla reyndi hún að bera fyrir sig vængi, þótt að henni v-æri gengið, og öll var hún und- arlega ótútleg og fiðrið sem í sneplum. Þegar betur var að gáð, sáu menn að hún mundi hafa fengið olíu i annan væng- inn og kviðfiðrið og þótti sýnt að hún væri komin að því að drepast. Drengurinn, sem sést hér á myndinni, aumkaðist yfir hana. Hann hljóp inn í eldhús, sótti þangað flak af hráum fiski og bar fyrir hana. Hún.tók þeg- ar ósleitilega til matar síns og létti ekki fyrr en hún hafði inn byrt allan bitann og sýndist hún þá töluvert stærri en áður. Eftir þetta lagðist hún á melt- una og kúrði sig niður í hlað- varpanum allt kvöldið. Næsta morgun var hún horfin, en með flóðinu seinni hluta dags barst hún með straumnum inn ósinn og baðaði sig í sífellu af eins mikilli orku og hún átti yfir að ráða. Síðan skreið hún á land og upp undir hótelið og mændi þangað vonaraugum. Pilturinn sótti henni þá nýjan skammt af hráum fiski og skar ekki við nögl sér, en hún gleypti það allt og var þá svo södd, að hún gat ekki hreyft sig um hríð, en þegar leið að miðnætti fór hún þó að aka sér í grasinu eins og hún vildi þurrká af sér olíu- brákina. Þriðja daginn kom hún enn í heimsókn, líklega til að þakka fyrir sig, og var nú hressileg í bragði og flaug fram og aftur yfir hlaðinu, en vildi ekkert þiggja. Síðan flaug hún niður í fjöru og fór að leita þar að æti Skeglan niðri í fjöru, brött og snotur orðin. til þess að sýna, að nú væri hún sjálfbjarga. Nú sást engin olía á henni og hún var. hvít og falleg á búkinn. Af þessu þóttust menn skynja, að fyrstu dagana eftir að hún lenti í ol- íunni, hafi hún alls ekki getað gengið sér að mat og verið að sálast úr hungri þegar húnkom fyrst heim að Búðum. En þá var það drengurinn sem bjarg- aði lífi hennar með þvi að gefa henni mat, svo að hún fékk kraft til þess að ná olíunni úr fiðrinu og vængnum. Lítils vert atvik — og þó kvað Jónas Hallgrimsson eitt af beztu kvæðum sínum um jafn lítilfjörlegt atvik. Á.Ó. Skeglan að lokinni máltið á hlaðinu á Búðum. Drengja-terylenfe-buxur íbúð til leigu og hringskorin telpnapils, framleiðsluverð. Saumastofan Banmaihlíð 34, siími 14616. í Stóragerði, 4ra herbergja, laus í janúar næstkiomandi. Tilboð sendist Morgun- blaðinu merkt: „6528“. Trésmíðavélar óskast Góð 3ja herb. íbúð Óska eftir að kaupa bútsög og hutlsuibor. Upplýsingar í síma 36263 eftir kl. 7 e.h. óskast til leigu strax, helzt í Austurbænum. Tvennt fullorðið í heimili. Tilhoð merkt: „6529“ óskast sent Mbl. Óska eftir 4ra herb. íbúð Brúðarkjólar til leigu Fernt fullorðið. Sími 19847. Upplýsingar í síma 32245 að Sogaveigi 127. Geymið auglýsinguna- BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Iðnaður — atvinna Til sölu góð og afkasta- mi'kíl prjónavél. Góður mankaður fylgir. Lítil út- borgun. Tilboð merkt: „Sjálfstæður — 6592“ send ist MbL Vorubíll Emm kaupendur a<5 notuðum 8 tonna vörubíl, í góðu ásigkomulagi. Lysthafendur láti vita í síma 1187, Sel'fossi. íbúð til leigu Rúmgóð 3ja herb. íbúð til leigu í Hvassaleiti. Upplýsingar í síma 24940. Til sölu Tvö stálfiskiskip 190 og 240 smálestir að stgerð. Bæði nýkomin úr 4ra ára klassa. SVERRIR IIERMANNSSON, Skólavörðustíg 30, sími 20625, kvöldsímar 24515 og 32842. Ný sending enskar / SÖFN 'Þjóðminjasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl 1.30 Eandsbókasafn íslands, Safnhúsinu við Hverfisgötu: Lestrarsalir eru opnir alla virka dag kl. 9-19. Útlánssalur er opinn kl. 13-15. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 er opið sunnudaga þriðjudaga og finomtudaga Ira kl. 1.30-4. Þjóðskjalasafn íslands Opið alla virka daga kl. 10- 12 og 13-19. Listasafn Einars Jónssonar. Er opin sunnudögum og mið vikudögum kl. 1.30-4. Gengið inrjfrá Eiríksgötu. Bókasafn Sálar- rannsóknafélags tslands Garðastræti 8, sími 18130, er op- ið á miðvikud. kl. ''/il** kl. 17.30—19. Skrifstofa SRFÍ og afgreiðsla ,,MORGUNS“ opin á sama tima. Héraðsbókasafn Kjósarsýslu Hlé- garðl Bókasafnið er opið sem hér) segir: Mánudaga kl. 20.30-22.00 þriðjudaga kl. 17.00-19.00 (5-7) og föstudaga kL 20.30-20.00 Þriðjudagstíminn er einkum ætl aður börnum og unglingum. Bókavörður Ameríska Bókasafnið i Bændahöllinni er opið kl. 10- 19. Mánudag til föstudags. Bókasafn Hafnarfjarðar opið 14-21 nema laugardaga. Hljómplötuútlán þriðjudaga og föstudaga frá kl. 17-19. Bókasafn Kópavogs 1 Félagsheimilinu. Útlán á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Fyrir börn kl. 4.30—6.00 Fyrir fullorðna 8.15—10.00. Barnabóka útlán 1 Kársnesskóla og Digra- nesskóla auglýst þar. Loftleiðir h.f. Bjarni Herjólfsson er væntanleg- ur frá New York kl. 1000. Fer til Luxemborgar kl. 1100. Er væntan- legur til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer til New York kl. 3015. Þorvaldur Eiriksson fer til Glasg- ow og London kl. 1100. Er væntan- legur til baka frá London og Glas- gow kl. 0015. Skipaútgerð Ríkisins Esja fer frá Reykjavík kl. 12.00 á hádegi á morgun austur um land til Vopnafjarðar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Reykjavíkur. Herðubreið er á Norðurlandshöfnum á vesturleið. Árvakur fer -frá Reykjavík í kvöld vestur um land í hringferð. Skipadeild S.f.S. Arnarfell er í Borgarnesi Jökul- fell er væntanlegt til New Bed- ford í dag. DísarfeU er væntanlegt til Reykjavikur á morgun. Litla- fell er væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Helgafell er i Ábo, fer það- an til Riga og Dundee. Stapafell er I Reykjavík. Mælifell er væntan- legt til Brussel á morgun. Fiskö er á Reyðarfirði. Andreas Boye er í Skarðsstöð. Eimskipafélag íslands h.f. Bakkafoss fór frá Hafnarfirði 18.11 til Austfjarða og Norðurlands hafna. Brúarfoss fór frá New York 11.11. til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Kefiavík 15.11. til Hulþ Grimsby Rotterdam, Bremerhaven Cuxhaven og Hamborgar. Fjallfoss kom til Keflavíkur 18.11 frá Bay- onne. Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn 18.11 til Thorshavn og Reykja víkur. Lagarfoss fór frá Cloucest- er 17.11 til Cambrigde, Norfolk og og New York. Mánafoss kom tU Reykjavíkur 18.11 frá Hull. Reykja foss fór frá Hamborg 18.11. til Ant- werpen, Rotterdam og Reykjavik- ur. Selfoss kom til Reykjavikur 16.11. frá Norðfirði. Skógafoss fór frá Reykjavík 18.11. til ísafjarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Hamborgar Antwerpen og Rotterdam .Tungu foss kom til Reykjavíkur 16.11. frá Leith og Færeyjum. Askja fór frá Akranesi 13.11. til London Hull Leith og Reykjavíkur. Polar Viking kom til Murmansk 14.11. frá Vest- mannaeyjum. Utan skrifstofutíma eru skipa- fréttir lesnar i sjáifvirkum sim- svara 21466. Hafskip h.f. Langá er í Svendburg Laxá fór frá Bordeaux í gær til Aveira. Rangá fór frá Vestmannaeyjum 13. til Napolí. Selá er í Reykjavík. Riberhus fór frá Reykjavik í gær til Akureyrar. VISUKORN Við skulum ekki tala um tál tryggjum heldur friðinn. Okkar gömlu ásta mál eru gleymd og liðin. Stefán Stefánsson frá Móskógum. Spakmœli dagsins Hræðilegt að hugsa til þess, að það, sem fólk segir um oss, skuli vera satt — L.P. Smith. vetrarkápur Einnig loðbryddaðar hettukápur Hagstætt verð. — PELSAR í úrvali. KÁPU & DÖMUBÚÐIN Laugavegi 46. EINANCRUNARCLER Mikil verðlœkkun ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tlboða. Fyrirliggjandi: RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu BOUSSOIS INSULATING GLASS >

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.