Morgunblaðið - 19.11.1968, Síða 19

Morgunblaðið - 19.11.1968, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968 19 störf hennar að mestu leyti við það bundin. Hún var ein af hin- um hógværu, kyrrlátu konum, sem vinna í kyrrþey mikið og merkilegt starf. Um húsmóður- og móðurstarfið hefur svo margt fagurt verið ritað og rætt, að óþarfi er að lýsa því mikilvæga hlutverki hér. Þótt Ragnheiður Elín annað- ist heimili sitt með prýði gaf hún sér þó alltaf tíma til þess að iðka önnur áhugamál sín. Ung lærði hún að leika á orgel- harmonium og síðar á píanó. Söngurinn var hennar yndi, eins og margra ættmenna hennar. Lengi söng hún með í söngsveit Fríkirkjunnar í Reykjavík. Einkenni margra ættfróðra karla og kvenoa er ættrækni og trygglyndi. Auk eiginmanns, barna, tengdabarna og barna- barna voru margir aðrir, sem nutu ástríkis hennar, vináttu og tryggðar. Mér er kunnugt um það, hve vel hún reyndist fóst- ursystur sinni og hennar fjöl- skyldu. Sterk voru bönd þau er bundu saman fjölskyldurnar í Jónshúsi og á Grímsstöðum. Náin frænka hennar, fékk einnig að reyna einlæga vináttu og órofa tryggð. Þær frænkur voru systkinadætur. Þessi frænka minnist þess, hve vinátt- an var traust og samúðin sönn, er hún stóð í erfiðum sporum. Alltaf var Ragnheiður Elín reiðubúin að koma til hennar, til þess að hjálpa henni, hug- hreysta hana og uppörva, þó að hún sjálf hefði um margt að hugsa og mikið að gera. í kringum Rönku frænku, en svo nefndum við frænidsystkin hennar ávallt Ragnheiði Elínu, var alltat þakklátur hlýhugur fjölda vina, bæði karla og kvenna. Við vildum öll reyna lítillega að auðsýna henni og ástvinum hennar þakklátan samhug, þeg- ar hún missti heilsuna fyrir fjórum árum. Þó að líkamleg heilsa væri að miklu leyti þrot- in þá, þraut ajdrei andlegur styrkur hennar. Veik vann hún heimili sínu allt það er hún megnaði og það stundum yfir megn fram, allt til dauðastundar. Hún er horfin héðan inn á æðra heimili. Frændfólk, vinir og kunningjar flytja fjölskyld- unni fyilstu samúð og hluttekn- ingu. Bæn vor er sú, að bless- un Guðs umvefji heimili henn- ar og fjölskyldu aila í nútíð og framtíð. Blessuð sé minning mætrar og göfugar konu. Magnús Guðmundsson. Anton Ingólfur Arngrímsson Fæddur 22. desember 1913. Dáinn 8. nóvember 1968. 15. nóv. var jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju vinur minn og kunningi Anton Ingólfur Am grímS'Son, er lézt að heimili sínu Þórshamrd Tálknafirði, þann 8. þ.m. Fáa af vinum hans hefði grunað að svo skjót yrði skifti, sem á varð, því Ingólfur virtist. hraustur maður, og kenndi sér ekki meins svo vitað sé. Þetta er leið okkar allra, að kveðja jarð- neska tilveru okkar, hvenær sem kallið kemur. Ingólfur var fæddur að Bú- lands'höfða í Eyrarsveit á Snæ- fellsnesi, sonur hjónanna Önnu Kristjánsdóttur og Arngríms Magnússonar er þar bjuggu, og yngstur sinna systkina. Þegar Ingólfur var á öðru ári, féll móð- ir þ-eirra frá, og heimilið leystist upp, systkinin dreifðust víðsveg- ar, en IngóLfur fylgdi elztu syst- ir sinni Kristensu, er réðist í húsmennsku, og ólst upp hjá henni á ýmsum stöðum á Snæ- fellsnesi, og í Hafnarfirði, þax sem hún giftist og hefir átt sitt heimili síðan. Ingólfur var alla tíð starfsmaður mikill. Ungur að árum hóf hann sjómennsku og starfaði við það fyrri hluta ævi sinnar, en síðar snéri hann sér j að öðrum störfum í landi, verzl- j un, rekstri fólksbifreiða og flutn i ingabifreiða, og nú hin síðari ár starfáði hann við útgerð og verzl unarstörf, hér á Patreksfirði og Tálknafirði. Ingólfur hóf rekstur vöruflutn ingabifreiða til Vestfjarða, fyrir um 12 árum, og frá þeim tíma var hann búsettur á Patreksfirði, að undanskildu nú síðasta ári í Tálknafirði. Hér eignaðist Ingólf ur traustan vinahóp, sem hann ávann sér fyrir mannkosti sína og framkomu alla, bæði í félags- starfi og öllum viðskiptum. Ingólfur var félagi í Lions- klúbb Patreksfjarðar, og var þar ávallt virkur og góður félagi. Okkur er öllum minnisstæð þau orð er hann lét falla til okkar félaganna á árshátíð okkar 2 nóv. sl., þegar hann hvatti okkur til áð efla félagssamtök okkar, og lýsti ánægju sinni af félagsstarf- inu. Engan okkar grunaði þá að þetta yrðu hans kveðjuorð, en þau eru okkur minnisstæð, og þau voru fögur. fK Stjörnu- smjörlíki í næstu verzlun. Hcildsölubirgðir DANÍEL ÓLAFSSON & CO H.F. Sírni 24150. Þessi fátæklegu kveðjuorð mín færa þér þakklæti mitt og fjöl- skyldu minnar allrar, fyrir marg háttaða vináttu okkur hjónum og börnum okkar til handa á undangengnum árum. Ég færi systkinum Ingólfs okkar dýpstu samúð við fráfall elskulegs bróð ur og fósturdóttur hans, og vona að guðs blessun megi með þeim verða alla tfð. Friður guðs sé með þér kæri félagi og vinur. Ágúst H. Pétursson. Guðmundur Guo- mundsson, skipstjóri Hinsta kveðja frá Önnu Cuðjónsdóttur frá Eyri Fæddur 16. sept. 1917. Dáinn 4. nóv. 1968. Það syrti fyrir sólu og svaian næddi um kinn, við bráða brottför þína þú bezti vinur minn. Nú stend ég h'ljóð og hnugigin við 'horfna æfiibraut. Enn minningarnar margar þó mýkja sorg og þraut. Ég syrgi sanni vinur þótt sorgin túl'ki fátt. Ég þakka af heiluim huga er höfum saman átt---- í leiik á æskuárum, og einniig síðar hér. Þú eydidir tómi og tárum, ég treysti ávallt þér. Þú hafðir eld í æðum og áttir drafann þrótt. Ei lágstu á liði þínu, frá legi björg var sótt. Að efla allt sem bætti var æðsta hugsjón þín. Þú varst svo gegn og glaður svo glæddist trúin mín. Ég kveð þig kæri frærvdl og kyssi beðinn þinn. og ástvinirnir aðrir hér eftir verða um sinn. Við treystum Guði góðum er gjörir allt svo vel að megum aftur mætast um morgun bak við hel. Ekkert kyrrstætt rafmcagn i þvottinum ef þér notið E-4 Bætið E.-4 í síðasta skolvatnið. Látið þvottavélina þvo þvottinn í 3 mínútur, þá drekkur það í sig þau endurbyggjandi efni, sem finnast í E.-4. (Við smáþvott eigið þér aðeins að hreyfa létt við þvottinum með hendinni). Spariö! Þvotturinn hefur nú verið endur byggður. Hver einasti þráður er þakinn ótrúlega þunnri E.-4 himnu, sem er á þykkt við móle- kúl. Þegar þvotturinn er þurr, „ýta“ himnurnar hinum einstöku þráðum hvorum frá öðrum, svo þvotturinn verður gljúpur, létt- ur og svalur, eins og hann væri nýr. Rafmagnið er horfið úr næl- onþráðunum, vegna þess að þeir nálgast ekki hver annan vegna hinnar þunnu E.-4 himnu. Það er auðvelt að ganga frá strauning- unni þegar þvotturinn hefur ver- ið skolaður í E.4. Koupið E-4 meðon verðið er óbreytt!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.