Morgunblaðið - 19.11.1968, Blaðsíða 12
12
MORGUNRLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1968
Þá skall hurö nærri hælum
— rœtt við Viktor Aðalsteinsson,
flugstjóra um Biatraflug
„JÁ, ÉG veit, að þeir era
margir, sem segja, að við höf-
um orðið hræddir, þegar árás
in var gerð á flugvéi Ka-
þólsku kirkjunnar, og þá flýtt
okkur heim með fyrstu ferð“,
segir Viktor Aðalsteinsson,
flugstjóri, þegar við heimsækj
um hann til að spjalla um
Biafraflug íslendinga, en Vikt
or var „þarna suður frá í hálf
an mánuð og fór sex ferðir yf
ir í óshóimann", eins og hann
sjálfur kemst að orði. „Sann-
leikurinn er hins vegar sá“,
heldur Viktor áfram, „að með
árásinni féll samningur okkar
við hollenzka flugfélagið
Transavía úr giidi og þar sem
vafi lék á um framhald flugs
ins og okkur fannst það ekki
lengur ná tilgangi sinum
vegna þjófnaða Biafraher-
manna, þá ákváðum við allir
að snúa heim aftur“.
— Hvers vegna fórstu þarna
suður eftir, Viktor?
— Ætli það hafi ekki mest
verið af ævintýraþrá, segir
Viktor og hlser við. Mig lang
aði til að reyna eitthvað nýtt
og þar sem ég hafði áður flog
ið til Grænlands í 40 stiga
frost, fannst mér tilvalið að
fara þarna suður eftir og
reyna fhxgið í 30—40 stiga
hita.
— En peningarnir?
— Já, ég hef heyrt sögur
um ævintýralegt kaup okkar,
en því miður eru þær fjarri
sanni. Við gerðum ákveðinn
samning við Transavía, sem
hljóðaði upp á venjulegt flug
samkvæmt hollenzkum flug-
umferðarlögum og kaup okk-
ar samkvæmt þessum samn-
ingi var að sjálfsögðu meira,
en það, sem við fáum hér
heima því þessu fylgdu ýms
útgjöld, er við greiddum sjálf
ir. Það var alls ekki um neina
ofsalega áhættuþóknun að
ræða, eins og ég hef heyrt
fleygt hér. Hins vegar greiddi
kirkjan flugmönnum sínum
geysihátt kaup; svo hátt að
ég þori bara ekki að nefna upp
hæðina, en þeir flugu líka al-
veg á eigin ábyrgð.
Þegar árásin hafði verið
gerð kom einn af yfirmönnum
Transavía þarna suður eftir
og tilkynnti okkur, að samn-
ingur okkar væri raunveru-
lega fallinn úr gildi, þar sem
félagið gæti ekki ábyrgzt ör-
yggi okkar lengur. Hins vegar
mættum við vera lengur, ef
við vildum en félagið gæti
ekki greitt neina áhættuþókn-
un. Við höfðum eðlilega enga
löngun til að láta skjóta okk
ur yfir í eilífðina og þegar
svo hitt bættist við, að um
framhald flugsins var allt á
huldu og við töldum þjófnaði
Biafra-hermanna á nauðsynj-
um, sem við þóttumst vera að
flytja sveltandi konum og
börnum, hafa rænt flug þetta
tilgangi sínum, þá ákváðum
við að snúa heim aftur.
— Voru Biafra-hermennirn-
ir svona stórtækir.
— Já, þeir voru farnir að
hirða töluverðan hluta farm-
anna og síðasta fluginu, sem
ég átti að fara í; það var kvöld
ið áður en árásin var gerð, af
lýsti kirkjan á þeim forsend-
um, að tilgangurinn með flug
inu væri ekki að ala Biafra-
hermenn, heldur hjálpa bág-
stöddum konum og börnum.
Um framhald Biafra-flugsins,
eftir að við fórum fyrri föstu
dag, hef ég ekkert heyrt og
veit því ekki, hvernig málin
standa þarna suður frá nú.
— Hvers konar árás var
þarna eiginlega um að ræða?
— Þarna var ekki um
sprengivörpuárás að ræða,
eins og fyrst var álitið, held
ur loftárás með eldflaugum,
hlöðnum stálflisum.
— Lentir þú ekki í neinu
sögulegu í flugferðum þínum?
— Ég varð aldrei fyrir neins
konar árás, ef það er það, sem
þú átt við. En í einu fluginu
fannst mér hurð skeila nærri
hælum.
— Nú?
— Þannig var, að venjulega
voru farnar tvær ferðir á
nóttu hverri og máttum við
ekki fara seinna í loftið frá
flugvellinum í Biafra í seinni
ferðinni en klukkan fjögur,
ef við áttum að hafa skjól af
myrkrinu nógu langt út fyrir
ströndina til að sleppa við her
skipin, sem þar voru. Ég tók
þátt í seinna fluginu eina nótt
og gekk seint að afferma flug-
vélina; það vakti annars furðu
mína, hvað fólkið virtist hafa
lítinn áhuga á að láta afferm
inguna ganga fljótt fyrir sig.
Jæja, þessa nótt fannst mér
allt ganga á afturfótunum og
þrátt fyrir stöðugan eftirrekst
ur minn var affermingu ekki
lokið fyrr en rúmlega hálf
fjögur. Við vildum auðvitað
komast sem fyrst í burtu, en
þegar við erum að fara yfir
vélina fyrir flugtakið; aðstoð
arflugmaðuT minn í þessari
ferð var hollenzkur, heyrum
við þessar líka litlu drunur og
finnum vélina kippast tiL Við
héldum, að nú væri verið að
gera árás á flugtvöllinn, en við
nánari athugun kom í Ijós, að
starfsmenn flugvallarins höfðu
ekið ræsihreyflinum beint á
einn hreyfil flugvélarinnar og
brotið í honum öll skrúfublöð
Okkur leizt hreiint ekki a
blilkuna. Við viss/um, að ef
vélin stæði áfraim á velllmum
yrði hún eyðilögð í árás strax
og bjatrt var orðið, en slífct
hafði komið fyrir áðuir. Hins
vegar voru engar aðstæður
þarna til að 'kanmia skemmd-
irnar nægilega. Eftir nokkra
athugun ákváðum við samit að
fatra og kölluðuim í flugturn-
inn og báðum um ljós á völl-
inn. Fl'ugturnimn er í þriggja
mílna fjarlægð frá veilliinum
og vi'ta mennimir þar ekkert,
hvað á sér stað á vellimiutm
sj-áifum, auk þesis sem erfiitt
er að ná saimba-ndi við þá þeg-
ar vélin er á jörðu niðri. Nú
tókst svo til, að við náðum
engu sambain-di við fLugtur-n-
inn og fengum því emgin ljós
á völilinm, en kiukkan tifaði
og tifaði. Við kölluðum stanz-
laust í flugtuiminin og loks á
slaginu fjögur 'kveiktu þeir
valiia-riljósin. Við urðum að
sj álf sögðu harl-a fegnir og
-Skel'itum ofckur af stað, en
ekki mátti það itæpaira stainda,
því þagair við flug-um yfir
ströndi-na vair orðið hálfbj-art
svo við gátum greinilega séð
h-erskipi-n. En ftuigið gekk
áfall-ailaust og lentum við á
Sao Tomé heilir á húfl
— Fraikkar senda Biafra-
mön-nuim vopn?
— Já. Mér firnnst þetta
hálfgerður hr-áskinnsleikur
hjá sitórveldunum. Bretar og
Rússar fóðra Níg-eríumen-n á
vopnum og F-raikkar Biatfra-
menn. Frönsku véLarnair flu-g-u
Viktor Aðalsteinsson og kona hans, Auður Hallgrímsdóttir.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)
auðvitað aðeins á nóttunni
eins og við, og aiiLtaf urðuim
við að bíða, þar til þær höfðu
lökið sér af, þó halda mætti,
a-ð sá vajrninigur sem við fhutt-
um, væri ekki -síður nia-uðayn-
legur en vopniin. En svona
var þa-ð -n-ú samit. O-g fólikið
virtist bafa smöggtum meiri
-áhuga á að afferma vopna-
flutninigavél-arnar heliduir en
þær fl-ugvéiar, sem fLulttu
þeim maitvæld og -lyf.
— En reyrudu þeir óbreyttu
ekkert að næla fitngruinuim í
varmingimn?
— Jú, biddiu fyrir þér. Þeir
voru stórþjófóttir Lítoa, þó þeiir
væru etoki eins stórtiækir og
hermemmimir. Þek óbreyttu
tróðu a-ll's 'kyms vörum i-nm á
sig og það va-r breiin furða,
hvað þeir „fitnuðu" þanm
tíma, sem þeir ummu við aif-
fermingumia.
Og þeir voru gr-áðugir í
benzínið. Það va-r seilit á svört-
um markaði fyrir svimiamdi
h-áair upphæðir.
— Hvemig urðu þeir sér
úti um það?
— Þeir báðu aLLtaf um ben-
sín á flugvaiiartækin. Ég
hafði þá venju, að láta að-
stoðarfiugmanninn fylgjast
með því, að þeir settu bensín-
ið á tækin, en einu sinni fórsf
það fyrir og stuttu síðar vom
þeir orðnir bensíniausir;
höfðu þá stolið bensíninu, sem
við létum þá fá. Þannig mátti
ekki líta af þessum mönnum.
— Hvermig var áðbúnaður-
inn á Sao Tomé?
— Hann var svona og svona.
Ég bjó nú ekki á þessu eina
gistihúsi, sem þarn-a er, held-
ur á einkaheimili og hafði þar
mitt rúm og minn stól, en það
var lítið annað.
— En maturinn?
— Hann var alveg óætur.
Ég léttist um þrjú kíló þenn-
an hálfa mánuð. Hins vegar
v-ar bjórinn þeirra ágætur.
Það eina, sem hægt var að
borða þarna var hænsnakjöt-
ið, sem þeir báru fram, og
morgunverðurinn var jú yf-
irleitt ágætur. En aðalmátíð-
ir dagsins! Þær voru ekki
beysnar.
Um leið og ljósmyndarinn
smellir mynd af þeirn hjón-
um, spyrjum við fr-ú Auði,
hvernig henni hafi litizt á
þetta flug bóndans suður frá.
„Mér var hreint ekkert um
þáð gefið“, segir hún.
Röskur sendisveinn
óskast hálfan eða all-an daginn.
GUNNAR ÁSGEIRSSON HF.,
Suðurlandsbraut 16, sími 35200.
BLAÐBURÐÁRFOUI
>
OSKAST í eftirtalin hverfi:
Sjafnargötu
Talið við afgreiðsluna i sima 10100
Dagsbrún segir
upp samningum
MBL. hefur borizt fréttatiikynn-
ing frá Verkamannafélaginu
Dagsbrún þar sem skýrt er frá
því að félagsfundur í Dagsbrún,
sem haldinn var sl. sunnudag
hafi samþykkt einróma að segja
upp samningum við atvinnurek-
endur frá 1. des. nk. Jafnframt
var samþykkt ályktun þar sem
mótmælt er gengisbreytingunni.
1 ályktuninni segir m. a.:
Fundurinn bendir á, að lífs-
kjaraskerðing gengisfellingarinn-
ar kemur til viðbótar stórskert-
um tekjum verkafóiks sök-um
minnkandi atvinnu og atvinnu-
leysis. Nú eru skráðir nokkuð á
þriðja hundrað atvinnuleysingja
í Reykjavík, þar af 160 verka-
menn. og yítað að þeim fjölgar
mikið á næstu vikum, ef ekkert
verður að gert. Fundurinn lýsir
ábyrgð á hendur valdhafanna
fyrir aðgerðarleysi í þessum efn-
um og skorar á ríkisstjórn og
borgarstjórn Reykjavíkur að
gera tafarlaust ráðstafanir til, að
hér verði' full vinna og að bægt
verði frá vofu atvinn-uleysisins.
Fundurinn telur nauðsynlegt,
að verkalýðshreyfingin beiti
samstilltu átaki til að hindra þá
stórfelldu kjaraskerðingu, er n-ú
blasir við og til að knýja fram
stjórnarstefnu, gem tryggi batn-
andi lífskjör, fulla atvinnu og
fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar.“
Tónleikai
í Kristskirkju
HAUKUR Guðlaugsson, organ-
leikari á Akranesi, heldur tón-
leika í Kristskirkju á miðviku-
dagskvöld kl. 21. Á efnisskrá
verða; Toccata og fúga (Doriska)
eftir J. S. Bach, 10 sálmaforleikir
eftir Bach og Choral í E-dúr
eftir César Frank.
Umræður um
Yvonneí Iðnó
ÁKVEÐIÐ hefur verið, að
eftir sýningu á leikrUum
Yvonne á miðvikudagskvöld
verði umræður um leikinn.
Munu leikstjóri og leikarar svara
spurningum, sem fram kunna að
koma frá áhorfendum.
Leikfélag Reykjavíkur hefur
áður efnt til slíkra umræðna,
þegar skiptar skoðanir hafa ver-
ið um leikrit þess, og hefur það
tekizt veL