Morgunblaðið - 24.11.1968, Qupperneq 15
MORGUNBÍLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1968
15
LANDBÚNAÐUR ÁRIÐ 2000
HVERNIG verð’ir landbúnað
urinn árið 2000? Verður hann
nógu háþróaður til að fæða
heim sem telur 7000 milljón
íbúa, helmingi fleiri en í dag?
Verða tækninýjungar nútím-
ans orðnar úreitar? Þettavoru
nokkrar þeirra spurninga sem
fengu Ford verksmiðjurnar til
að láta sérfræðinga Vinjia að
framtíðaráætlun fyrir landbún
aðinn. Það tók tvö ár og millj-
onir króna, en niðurstöðumar
eru líka vægast sagt forvitni-
legar. t lok skýrslunnar segir
svo: ,Hinn duglegi bóndi fram
tíðarinnar verður hámenntaður
sérfræðingur sem býr yfir ótrú
leg*i þekkingu og hefur yfir
stórkostlegum tækum að ráða“.
Tnktorar sem ekki þurfa
stjórnanda, mjólk úr gulrótum
og baunum, kýr sem eiga 1000
afkvæmi, gler eða plasthvelf-
ingar sem þekja fleiri ekrur
ræktarlands, kornplöntur sem
líkjast litlum trjám, búgarðar
á hafsbotni, stórkostlegar
kornuppskerur, þang og sjáv-
argróður sem mannamatur, allt
verður þetta daglegt brauð ár-
ið 2000. Skýrslan er að sjálf-
sögðu einkum miðuð við Banda
ríkin, en sagt að hjálpa verði
öðrum þjóðum að komas tá líkt
stig svo að heiminn þurfi ekki
að skorta landbúnaðarvörur.
Og tækninýjungarnar verða
mikið fleiri. Sumir bændur
munu nota vélar með rafeinda
augu sem skjóta fræum ofan í
jörðina með loftþrýstingi. Fræ
in verða húðuð með efnablöndu
sem gerir það að verkum að
þau byrja ekki að vaxa fyrr
en á réttum tíma. Vélar með
rafeindatækjum og tölvu-stjórn
uðum höndum munu ákveðj
hvenær kornið er svo þroskað
að uppskera eigi að hefjast.
Hún mun svo annast uppsker-
una og aðgreiningu og pökkun
jafnóðum úti á akrinum. Jafn-
óðum og þær skera upp munu
þær sá nýjum fræjum. Flug-
tæki, nokkurskonar sambland
af þyrlu og loftpúðaskipi verð-
ur notað tii að bera á og úða.
Gervihnettir munu senda frá
sér skýrslur um ástand og
þroska akranna, byggðar á
gæðum og styrkleika ljóssins
sem endurkastast frá jörðinni.
Þeir munu einnig uppgötva
skordýraplágur eða jurtasjúk-
dóma löngu áður en þeir geta
náð fótfestu. Ef jurtasjúkdóm-
ur kemur upp mun bóndinn
úða sterkum kemiskum efnum
yfir svæðið, aðeins nokkrum
grömmum á hveria ekru.
Árið 2000 munu bændur nota
skaðlaus skordýr til að hafa
hemil á plágum og skaðlegum
skordýrum verður eytt með eit
urefnum. Bóndabýli framtíðar-
innar munu ekki iíkjast mikið
bóndabýlum vorra daga.
Margra hæða byggingar verða
algengar og í þeim verða ekki
mann jskjur heldur kýr, kind-
ur, svín og hænsni. Hita- og
rakastigi, andrúroslofti og birtu
verður nákvæmlega stjórnað.
Úrgangsefnum frá dýrunum
verður skolað eftir pípum nið-
ur í sérstakan geymi þar sem
hlandið verður hreinsað og eim
að og breytt í drykkjarvatn
fyrir þau.
Sérfræðingar Ford sáu líka
fyrir traktora með drif á öll-
um hjólum, sem verður stjóm-
að af litlum tölvum eða raf-
eindaþreifurum. Aflgjafinn verð
ur rafmagn. Sumir traktorar-
nir munu þó hafa mannlegan
stjórnanda og sá mun sitja í
góðum hægindas*ól í loftræstu
húsi og hafa bæði matarhitun-
aráhöld, ísskáp og sjónvarp.
Nytin í kúnum verður orðin
fjórfö’ld á við það sem hún er
í dag og til þess að ekki verði
skortur á mjólk verður henni
blandað saman við gerfimjólk
úr gulrótum, baunagrösum og
kannski fleiri jurtum. Frjó egg
verða flutt úr góðum mjólkur
kúm í aðrar sem eru síðri og
með gerviírjóvgun getur ein
kú þannig eignast allt að þús-
und kálfa í stað tíu eins og ai-
gengast er í dag. Tii þess að
hafa algera stjórn á loftslagi
og gróðurskilyrðum verða reist
ar risastórar gler eða plast-
hvelfingar sem tá yfir tíu ekr
ur eða meira. Sjálfvirk mæli-
tæki fylgjast með vextinum
þannig að bóndinn getur stjórn
að ljósmagni, vökvun og nær-
ingu með því einfaldlega að
snúa takka. Kornstönglarnir í
dag munu tilheyra fortíðinni
en í þeirra stað verða komnar
lágvaxnari og bykkari korn-
plöntur sem geta betur nýtt
sólarorkuna. Þær munu líka
gefa af sér margfalda upp-
skeru gömlu stönglanna.
í samantekt um skýrsluna
sagði John A. Banning, einn
stjórnandi Ford verksmiðjanna:
„Landbúnaðurinn í dag er flók
in atvinnugrein sem kref st góðr
ar undirstöðumenntunar. Þegar
tækniundrum framtíðarinnar
verður bætt við, gæti árangur-
inn orðið stórkosttegur.
„Hjarta“ hins dugandi bónda
verður fullkormn stjórnstöð
með allskonar rafeindatækjum
og tölvum sem hjálpa honum
til að fimmfalda framleiðslu
sína frá árinu 1968 Vinnu-
mennirnir þurfa að vera sér-
hæfðir til að ge*a stjórnað hin-
um flóknu tækjum og bóndinn
sjálfur verður að hafa háskóla
menntun í ýmsum greinum eins
og t.d. viðskiptafræði rafeinda
fræði, töflurvæði, lífefnafræði
og lífeðlisfræði. Þetta kann að
virðast frekar ótrúlegt allt
saman, og þó, Fyr’r um það bil
65 árum var það talin fjar-
stæða að maðurim gæti nokk-
urntíma flogið.
Stjórnklefi traktors.
Þannig hugsar listamaður sér Amerískan bóndabæ árið
2000. Efst á miðri myndinni er gripahús þar sem andrúmsloft
inu er nákvæmlega stjórnað. Til vinstri við það er lítil verk-
smiðja sem breytir úrgangsefnum í drykkjarvatn. Tii hægri
á miðri myndinni sést í piasthvelfingu sem þekur ræktar-
Iand og vinstra megin við hanaesr bóndabærin. Fremst á mynd
inni er svo stjómstöðin.
NÝTT DEYFILYF
— Virkar allt að jbrjár vikur
Nytt deyfilyf scm verkar tíu sinnum betur en nokkuð
annað sem þekkt er í dag hefur verið unnið við Georgetown
háskólann í Washington. Til bráðabirgða hefur því verið gefið
nafnið (eða númerið SL-1112, og það er enn á algeru tilrauna-
stigi. Þegar því hefur verið sprautað í taugakerfi
humra, rotta og svína hefur það stöðvað starfsemi tauganna í
margar klukkustundir. Til samanburðar má geta þess að Procaine
(Novocaine) sem mikið er notað við staðdeyfingar verkar ekki
nema í nokkrar mínútur.
f tilraunaskyni var SL-1112 sprautað í hest, sem hafði slæmsku
í fæti og hann fann ekki fyrir sársauka í ÞRJÁR VIKUR
Annar kostur er sá að þótt lyflð deyfi vel það sem því er
ætlað, hefur það engin áhrlf á aðra líkamsstarfsemi og verkar
aðeins á mjög takmörkuðum bletti fyrir utan deyfistaðinn
Það mætti því kannski nota það við langvinnum (króniskum)
sársauka sem í dag verður aðeins læknaður með bví að skera á
taugina eða drepa hana með alkahóli eða pbenol. Vísindamað-
urinn sem vinnur ð tilraununum er dr. Seymour Ehrenpreis og
það er Hjartastofnun Bandaríkjanna sem stendur undir kostnaði
Stofnunin hefur mikinn áhuga á lyfinu því í ljós hefur komið að
það mætti nota tii að létta þeim tilveruna sem þjárst af Cardiac
Arrhythmias", eða óreglulegum hjartslætti.
Vetrarbrautin
HIÐ ósýnilega „lín..“ sem heldur Vetrarbrautinni saman með-
an hún æðir um geiminn með tæplega ljóshraða er mjög þunnt
eftir því sem Suður-Afríkanskur stjömufræðlngur segir. Vetrar-
brautin er disklaga þyrping 100 billjón stjama, og sólin okkar
er ein þeirra. Gormlaga armar teygja sig frá útjaðri þyrp-
ingarinnar þannig að Vetrarbrautin lítur út eins og hjólsagar-
blað.
Stjarneðlisfræðingar hafa lengi vitað að „límið“ sem heldur
stjörnuklasanum saman er aflsvið, segulafl og aðdráttarafl. Eng-
ir aðrir togkraftar náttúrunnar ná yflr svona stórt svið. Og nú
hefur Suður-Afríkanski stjömufræðingurinn dr. Gerit L. Ve-
schuu, uaælt styikleika aflsviðsins. Það er aðeins frá einum
tíuþúsundasta niður 1 einn hundraðþúsundasta af aflsviði jarðar-
innar.
T an n pína
Tannpína er hinn andstyggileg-
asti kvilli sem allir vilja vera
lausir við. Það ero ýmsar ráð-
stafanir gerðar til að hindra
tannskemmdir og hér *r ein ný
hugmynd. Fólk lætur smiða
plastmót fyrir tennurnar. Innan
á mótin er borið fluor og þau
borin í munninn nokkrar mínút-
ur annan hvem dag. Tilraunir
hafa sýnt að þetta hindrar tann-
skemmdir.
☆
,Radíó - my ndavél#
Tveir Bandarískir vísindamenn vinna nú að gerð myndavél-
ar sem notar endurkast radíóbylgja í staðinn fvrir ljósendur-
varp. Uppfinningin sem kölluð er „radíómyndavélin“ er enn á
tilraunastigi en þegar hún hefur verið fullkomnuð gefur hún
stórkostlega möguleika.
Dæmi: Skip geta fengið radar sem raunv-erulega ,.sér“ gegn-
um þoku, myrkur og storm. Lendingartæki flugvéla geta orðið
þannig að flugmaðurinn sér umhverfið á sjónvarprskermi sér
nákvæmlega hvar flugbrautin er, eða aðrar nálægar flugvélar,
hvernig sem veðrið er.
Læknar geta séð ófædd börn í legi móðurinnar og komis að
því hvernig þau liggja og hvort þau séu eitt eða fleiri. Flug-
virkjar g-eta séð í gegnum plast og önnur gerviefni sem notuð
ero til einangrunar i I raðfleygum flugvélum og eldflaugum. Það
er enn mikil vinna fyrir hönrtum og líklega verður „radio-
myndavélin" ckki algeng fyrr en eftir 10 ár eða svo, en byrjun-
in lofar góðu og þeir sem hafa næga peninga geta sjálfsagt
fengið sér eina nokkuð fyrr, ef þeir vilja ekki bíða eftir því að
fjöldaframleiðsla lækki verðið.
Póla-vindar eyða
andrúmsloftinu
ALVEG eins og sólin hefur „sólar-vinda“ sem blása frá yfir-
borði hennar, hefur jörðin „póla-vinda“ sem bera örlítinn hluta
andrúmslofts hennar út í geimin.n Það samanstendur af and-
rúmslofts-elektrónum, súrefni, helium, vetni og köfnunarefnL
Sem betur fer er missirinn lítill og engin hætta á að okkar lífs-
ins lind, súrefnið, hverfi alveg.
Tilvera „pólavindanna“ var staðfest á vísindaráðstefnu í Was-
hingtón, í september, og dr. Peter Banks. frá Kaliforníuháskóla
fékk heiðurinn af uppgötvuninni, en hún var staðfest af ekkl
minna „átoríteti" en gerfihnettinum Könnuði 31. Þinginu var
sagt að við hita frá sólinni ykist rúmmál loftsins yfir pólunum
og það blési sem vindur niður „hinn segulmagnaða hala jarðar-
innar“ og slyppi út á milli segulsviða.