Morgunblaðið - 06.12.1968, Side 1

Morgunblaðið - 06.12.1968, Side 1
32 SIÐUR 273. tbl. 55. árg. FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viet Cong boðar jólavopnahlé Deilur í Saigon um val fulltrúa í Parísarviðrœðunum Frá Róm. Háskólastúdentar safnast sanian til mótmælafundar við Colosseum, en síðan fóru þeir í mikilli mótmælagöngu um götur miðborgarinnar og kröfðust betri námsskilyrða og náms- fyrirkomulags. Mótmælagöngunni lauk fyrir utan byggingar háskólans í borginni. Mynd þessi var tekin sl. þriðjudag. Sólarhringsverkfall á Italíu — Rom og umhverfi sem lamað Ein og hálf milljón manns taka Jbátt i verkfallinu — Róm, 5. des. — NTB-AP UM ein og hálf millj. ítalskra verkamanna hófu snemma í dag sólarhrings mótmæiaverkfall og Róm og héruðin umhverfis voru sem lömuð. Fólk í Róm varð að vera án dagblaða, verkafólk úr verksmiðjum og í landbúnaði hélt sig heima, járnbrautarlestir stöðvuðust og flutningar milli Norður- og Suður-ítalíu stöðvuð- ust að verulegu leyti. Þá var öll- um skólum lokað í dag og sjúkrahúsiæknar og hjúkrunar- konur tóku aðeins til meðferðar sjúkratilfelli, sem ekki þoldu neina bið. Þá var einnig búizt við, að þarna yrði rafmagnslaust og gaslaust í dag. Það eru þrjú stærsitu verka- lý’ðssambönd Ítalíu, sem standa að verkfaUinu, ein þar er deilt um launakröfur. Kemur verk- fallið í kjölfar mikiliar ókyrrð- ar í landinu að undanförnu á meðal verkamanna og stúdenta. Tveir verkamenn á Sikiley voru skotnir til bana af lögreglunni fyrr í þessari viku og í gær kom til nýrra átaka milli verkamanna og lögreglu í mörgum itölskum borgum. Verkamennimir tveir á Sikiley sem létu lífið, þeir Giuseppe Scibilita, 45 ára og Angelo Sign- ona, 24 ára, voru jarðsettir í Avola á Austur-Sikiley í gær. Meira en 20.000 manns stóðu í ausandi regni við kirkjugarðinn ISTUTTU HUI ERFIÐ BARÁTTA • Hannover, 5. deis. (AP) — íbúar Neðra-S'axliands, sem freistast til að borða of mik- ið um hiátíðarnar, geta hringt í símanúmer, þar sem þeim er sagt: „Fremjið ekki sjátfs- morð með hníf og gafli“. og alls staðar á Itaiíu hættu hundruð þúsundir verkamanna vinnu sinni um tíma til þess að minmas't hinna lláitnu. Til árekstra kom milli lögreglu og verka- manna og stúdenta í Florems og Napoli. Hrópuðu vinstri sinmaðir stúdentar: „Lögreglan er 0101*0- imgjar“ og „Mótmælum hrotta- skap lögreglunnar". Á Sardiniu var gefin út til- kynning um 6 stunda allsherjar- verkfail í dag. >á hafa stúdent- ar tekið á sitt vald efnafræði- deildina við háskólann í Cagliari og lýst því yfir, að þeir haldi háskóladeildinni á sínu valdi um óákveðinn tíma. Ríkisstjómin hefur lýsf því yfir, að hún hafi ekki í hyggju að afvopna lögregluna. Var dráp verkamannanna tveggja á Sikil- Framhald á bls. 31 Tokyo og Saigon, 6. desember. AP—NTB. + VIET Cong tilkynnti í dag að vopnahlé yrði í Vietnam á jóla- dag og nýjársdag. Að sögn frétta stofu Norður-Vietnam hefur framkvæmdanefnd miðstjórnar Þjóðfrelsisfylkingarinnar Viet Cong ákveðið að hlé verði gert á árásum á óvinahermenn þessa tvo hátíðisdaga. + I Saigon skipaði Suður-Viet- namstjórn í dag Pham Dang Lam sendiherra formann sendi- nefndar sinnar í Parísar-viðræð- unum. Hann fer til Frakklands ásamt Nguyen Cao Ky varafor-, seta og öðrum samningamönnum á laugardag, að því er Tran Van Huong forsætisráðherra tilkynnti í dag. Forsætisráðherrann sagði, að nöfn annarra samningamanna yrðu birt í næstu viku, en þar sem fulltrúar á Suður-Vietnam- þingi gerðu á dag uppreisn gegn þeirri tillögu Van Thieus forseta, að atkvæðagreiðsla verði látin Rétturhöld í Póllandi Varsjá, 5. desember AP SEWERYN Blumsztajn og Jan Litynski, tveir ungir menn, sem talið er að hafi verið helztu leið ríkisráðuneytimi, og Rúdiger togar mótmælaaðgerða stúdenta TT 1J “ 1 1 fana fram um þá ákvörðun að senda fulltrúa til Farísar, getur tilkynningin um skipun nefndar- innar dregizt á langinn, að því er áreiðanlegar heimildir herma. Að því er áreiðanlegar heim- ildir hermia samþykktu þingmenn á stormasömum fimdi, sem hald- inn var fyrir luktum dyrum, að tillaga forsetans gæti aðeins feng Framhald á bls. 31 Sjólfsmorð enn í Bonn Bonn, 5. des. —■ AP. VESTUR-ÞÝZKA utanríkis- ráðuneytið tilkynnti í dag, að tveir af starfsmönnum þess, annar í Bonn en hinn í Haag, hefðu fyrirfarið sér. Síðan Hermann Liidcke aðmíráll réð sér bana í október hafa því níu vestur-þýzkir embætt- ismenn framið sjálfsmorð. Þessi sjálfsmorðsalda hefur komið af stað mikilli herferð gegn njósnastarfsemi og stendur hún enn. Talsmaður ráðuneytisins neitar þvi, að síðustu sjálfs- morðin eigi rætur að retkja til nj ósnastarfsemi. Þeir sem fyriirfóru sér voru Bernhard Dudek, 47 ára, ritari í uitain' i marz, voru leiddir fyrir rétt í Varsjá í dag. Erlendum frétta- riturum var meinað að fylgjast með réttarhöldunum og aðeins örfáum áhorfendum var hleypt inn í réttarsalinn. Efni ákærunnar hefur ekki ver ið birt. Talið er að réttarhöldin, sem eru síðasti liðurinn í stöð- ugum lögsóknum gegn stúdent- um, muni standa í eina viku. Herold, 54 ára, ritari í þýzka sendiráðinu í Haag. Talsmað- uriinn sagði, að Dudek hefði verið miður sin síðan kona hans dó í vor og áð hann hefði tekið inn of stóran skammt af svefnpillum. Her- old hengdi sig í sendiráðinu í Haag, þar sem hann hefur starfað síðan 1965, og var út- skrifaður frá sjúkrahúsi í Bonn fyrir þremur vikurn. Úkyrrðin í Frakklandi í rénun Hœttan á meiri háttar Lán til þróunarlanda tvöfölduð næstu 5 ár — segir Robert McNamara framkvœmdastjóri Alþjóðabankans árekstrum minnkandi í gœr PARÍS 5. desember, NTB. New York, 5 desember, NTB. — Robert McNamara, framkvæmda stjóri Alþjóðabankans, sagði í dag á fundi í efnahags- og fé- lagsmálaráði Sameinuðu þjóð- anna, að Alþjóðabankinn muni tvöfalda útlán sín til þróunar- landa á næstu fimm árum í því skyni að leggja sitt af mörk- um til aukningar matvælafram- leiðslunnar. Framkvæmdastjórinn, sem er fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi þau fyrir að hafa dregið úr efnahags- aðstoð sinni til þróunarlandanna. Mælti hann með öflugri sókn til þess að yfirstíga þau vandamál, sem samfara eru mikilli fólks- f jölgun í heiminum. — Á næstu fimm árum munu útlán okkar til Asíu meira en tvöfaldast, en Asía er þegar sá Framhald á bls. 31 Þrátt fyrir sex stunda verkfall við Renault bílaverksmiðjurnar, sem eru ríkiseign, virtist sem hættan á meiri háttar árekstrum í Frakklandi hefði minnkað í flag. Verkfallið náði til aðalverk- simiðjanna í Boulogne-Bá'llain- court og fleiri minni verksmiðja á Parísarsvæðinu og í Norður- Frakklandi. Þúsundir starfs- manna lögðu niður vinnu aðeins fáeinum klukkustundum, eftir að þjóðþingið hafði samþykkt lagafrumvarp varðandi réttindi verkalýðsfélaga. Voru úrslit at- kvæðagreiðslunnar talin veruleg- ur sigur fyrir rikisstjórnina. Bæði kommúnistar og aðrir vinstri menn voru samþykkir frumvarpinu, sem var samþykkt með 438 atkvæðum gegn 4, en 22 þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Stjórnmálaþróunin í landinu og þróunin á meðal verkalýðs- félaganna hefur leitt til þess, að flestir stjórnmálafréttaritarar reikna með því, að æsingin á meðal fólks hafi rénað verulega eftir hin sterku viðbrögð frá verkalýðsfélögunum vegna sparn aðaráförma stjórnarinnar. Þann- ig fengu verkfallsmenn við Ren- ault-verksmiðjurnar lítinn stuðn ing af hálfu margra aðila og áhrifaríkur aðili í CGT, stærsta verkalýðssambandi landsins, sem kommúnistar ráða yfir, sagði eft- ir stjórnarfund í verkalýðssam- bandinu, að verkfallsalda í fyrir- tækjum í ríkiseign kæmi ekki til mála. >á hafa stjórnmálafréttaritar- ar bent á, að blað kommúnista, Humanité, sem venjulega vekur mikla athygli á ákvörðunum verkalýðssambancLsins CGT, birti ekki fréttina um Renault-verk- fallið á forsíðu heldur á þriðju síðu. Er þetta skilið sem merki þess, að blaðið vilji gjarnan draga úr áhrifum af verkfallinu. Vinstri sinnaðir foringjar stúd- entasambandsins UNEF gerðu misheppnaða tilraun til þess að mynda samstöðu með framan- greindu verkalýðssambandi, sem fjandsamleg væri ríkisstjórnimi. Talsmaður verkamanna sagði eft ir fund, sem haldinn var milli UNEF og verkalýðssambandsins, að engar ákvarðanir hefðu verið teknar og að þessi fundur hefði verið talinn vera allt of þýðing- armikill. Einn af leiðtogum verkamanna ásakaði stúdenta um að reyna að hafa pólitískan hag af verkfallinu. Um 1Ö0 vinstri sinnaðir stúd- entar komu saman fyrir utan Renault-verksmiðjurnar í Boul- ogne-Billancourt, en þeim var skýu-t frá því, að verkamenn vildu ekki nein afskipti af mál- um sínum utan að.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.