Morgunblaðið - 06.12.1968, Qupperneq 7
MORGUNBLaÐH), FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968
7
Hefurðu heimsótt hárskerann þinn
Um þessar mundir byrjar eitt
vandamálið enn í Reykjavík, og
það er baráttan við að fá hár sitt
skorið fyrir jólin. Það jafnast
nefnilega á við það að fá enga
jólagjöfina, að fara í jólaköttinn,
eins og það var kallað í gamla
daga, að vera ósnyrtur á hári á
jólahátíðinni.
Og aldrei hafa máski jafn fáir
unnið verk fyrir jafn marga, eins
og rakarar í jólaönnunurn. Við átt-
um tal við félag þeirra fyrir
nokkru, og kom þá í ljós, að eitt-
hvað í kringum 70 hárskerar eru í
Reykjavik, og sjá þá allir í hendi
sér, hve mikil nauðsyn er á, að
allur sá mikli fjöldi, sem þarf að
snyrta hár sitt fyrir jól, mæti
snemma til leiks og jafnt. Sérstak-
lega benda þeir skólaæskunni, sem
kemur stundum ekki fyrr en eftir
að jólafrí er byrjað, að reyna nú
að koma fyrr. Nemendurnir geta
bara haft með sér eitthvað af
námsbókum og lesið á meðan á
biðinni stendur. Til þess að auð-
velda mönnum mætingu hjá rökur-
um, hafa þeir ákveðið að hafa op-
ið svolítið lengur á þessum dögum:
Laugardaginn 14.12 verður opið til
kl. 6., laugardaginn 21.12 verður
opið til klukkan níu á þorláks-
messu hinn 23.12 verður opin til kl.
9, og á aðfangadag verður opið til
kl. 12 á hádegi.
Síðustu skilaboð þeirra eru þau:
að biðja alla góða borgara að mæta
snemma til leiks, svo að illu eða
góðu sé aflokið sem fyrst. Mynd-
ina hér að ofan tók ljósm. Mbl. Sv.
Þorm. á rakarastofu einni á mið-
vikudag.
FRÉTTIR
Listasafn Einars Jónssonar er
lokað um óákveðinn tíma.
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj
unnar hefur fótaaðgerðir fyrir aldr
að fólk fimmtudaga frá kl. 9-12 í
Hallveigarstöðum, gengið inn frá
öldugötu. Tímapantanir í síma
13908,
Kirkjukór Nessóknar
í ráði er að kirkjukór Nessókn-
ar flytji kórvsrk að vori. í því
skyni þarf har.n á auknu starfs-
liði að halda. Söngfólk, sem hefur
áhuga á að syngja með kirkju-
kórnum er beðið um að hafa sam-
band við organista kirkjunnar,
Jón ísleifsson, sími 10964 eða for-
mann kórsins, Hrefnu Tynes, simi
13726 eða 15937
Kvenfélag Bústaðasóknar hefur
hafið fótaaðgerðir fyrir aldrað fólk
í safnaðarheimili Langholtssóknar
alla fimmtudaga frá kl. 8.30—11.30
árdegis. Pantanir teknar í síma
12924.
Kvenfélag Fríklrkjusafnaðarins !
Reykjavík hefur hafið fótaaðgerð-
ir fyrir aldrað fólk í Safnaðar-
heimili Langholtssóknar alla mið-
vikudaga milli kl. 2-5. Pantanir
teknar í síma 12924
Spakmœli dagsins
Minnið svíkur sjaldnast, þegar
það á að leiða oss að gröfumvorra
dánu vona. — Lady Blessington.
VÍSUKORN
Nota drottins náðarstund,
neitt ei til þess spara.
Guð hefur einstakt gáfnapund
gefið þér með að fara.
Páll skáldi.
Gengið
Nr. 135 — 5. desember 1968.
Kaup Sala
1 Bandar. dollar 87,90 88,10
1 Sterlingspund 209,60 210,10
1 Kanadadollar 81,94 82,14
100 Danskar krónur 1.172,00 1.174,66
100 Norskar krónur 1.230,66 1.233,46
100 Sænskar kr. 1.698,64 1.702,50
100 Finnsk mörk 2.101,87 2.106,65
100 Franskir fr. 1.772,65 1.776,67
100 Belg. frankar 175,40 175,80
100 Svissn. frankar 2.042,80 2.047,46
100 Gyllini 2.429,45 2.434,95
100 Tékkn. krónur 1.220,70 1.223,70
100 V-þýzk mörk 2.203,23 2.208,27
100 Lírur 14,08 14,12
100 Austurr. sch. 339,78 340,56
100 Pesetar 126,27 126,55
100 Reikningskrónur
Vöruskiptalönd 99,86 100,14
1 Reikningsdollar
Vöruskiptalönd 87,90 88,10
1 Reikningspund
Vöruskiptalönd 210,95 211,45
Leturbreyting táknar breytingu
á síðustu gengisskráningu.
Köttur einn á
flœking tór
Þessi köttur fór að heiman að
Þessi köttur fór að heiman frá
sér fyrir nokkru af Rauðalæk 35.
Hann heitir Lárentius, kallaður
Lalli, og gegnir þvi nafni. Þetta er
mikill heimilisköttur, og hefur ver
ið fjölskyldunni kær. Þeir sem geta
gefið upplýsingar um Lalla, gjöri
svo vel og hringi í síma 37120
só NÆST bezti
Jón á ÓlaifiSvöLlum saigði:
„Flestir stórbæinidur í Árniesisýsliu hafa 'hökutopp, Páll á Ásólfs-
stöðum, Böðvar á Daiuigairvaitni og ég. — Maóur telur ekki heLv . . .
hann Gústa í Steinskoti“, bætti hamin við.
Kaupið ódýrt Allar vörur á ótrúlega lágu verði. V erksmið jusalan, Laugavegi 42 (áður Sokka- búðin). Prestolite rafgeymar, sala, hleðsla og viðgerðir. 2ja ára ábyrgð, gerum gamla geyminn sem nýjan. Kaupum ónýta geyma hæsta verði. Nóatún 27, sími 3-58-91.
Hjúkrunarkona Vil kaupa
með 4 börn á skólaaldri óskar eftir að leigja íbúð. Helzt í Vesturbænum. Tilb. sendist Mbl merkt: „6365“. notaða eldhúsinnréttingu með stálvaski og eldavél. Uppl. í síma 92—6012, Keflavík.
Nýlegur Persian pels Til leigu
meðalnúmer til sölu að Hagamel 45 bjá Maríu Björnsdóttur, simi 21873. Einbýlishús á góðum stað í Kópavogi, 5 herb. Sími 13243.
Til sölu Ódýrir ullartreflar
50 w. Marchall söngkerfi, sem nýtt. Verð 32—36 þús. eftir samkomulagi. Uppl. í síma 99—4210 eftix kl. 7. 80 og 100 kr. stk. litaúrval. Góð jólagjöf. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Stúlka óskar eftir vinnu Vön skrifstofustörfum. — Uppl. í sima 34158.
Bandpússningavél
eða vél í sama tilgangi óskast tiil kaiups. Má vera
lítið notuð. — Upplýsingar á skrifstofunni.
KRISTJÁN SIGGEIRSSONR H.F.,
Laugavegi 13, sími 17172.
Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda
Basar og kaffisölu
í Tjarnarbúð sunnudaginn 8. des. kl. 2 e.h.
Kaffi með heimabökuðum kökum
Á basarnum er margt góðra muna
lientugra til jólagjafa.
Skyndihappdrætti
Seldir verða munir unnir af vistfólki í Skálatúni og
Lyngási, ennfremur munir frá félagi gæzlusystra.
©AUGLVSINGASTOFAN
Gisli Jónsson
þú sáir
Eins og
^ § 71 /T* * ** t '
Misgjöröir
feörannaE
Á síðastliðnu ári kvað sér hljóðs nýr skáldsagnahöfundur, Gísli Jónssdn,
fyrrv. alþingismaður. Það var með bókinni „Misgjörðir feðranna“. 1
þessari nýju skáldsögu, „Eins og þú sáir“, rekur höfundur margslungna
örlagaþræði íslenzkrar stúlku og frægs Iæknis, sem einn bjargast af
frönsku skipi, sem ferst í ofviðri við íátynd.
SETBERG