Morgunblaðið - 06.12.1968, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DES. 1968
tjltgiefandi H.f. Árvalcuir, iReykjavák.
Friamkrvæmdastj óri Haraldur Sveinsaon.
Œtitstjórai1 Sigurður Bjarnason frá VigUT.
Matfchías Jdhanniesstesa.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Eitstjómarfulltrúi Þorbjöm Guðmundssoxt,
Fréttaisitjóri Bjiöm Jóhannsson!.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritetjórn oig afgreiðsla Aðalstoseti 6. Sími KMiOO.
Auglýsingar Aðsdstræti ö. Síml 22-4-80.
Áakxiiftargjald to. 3J5O.O0 á mánuði innanlands,
í lausasölu kr. 10.00 eintakið.
AÐALFUNDUR LÍÚ -
OG RÁÐSTAFANIR TIL
EFLINGAR SJÁVAR-
ÚTVEGI
áLsA
y&j
UTAN ÖR HEIMI
Sovétríkin, og kapphlaupið
til tunglsins
EFTIR DEV MURARKA
Tllikið hefur verið rætt um
sjávarútvegsmál undan-
farið, enda eðlilegt þar sem
ráðstafanir ríkisstjórnarinnar
nú beinast ekki sízt að því að
rétta hlut hans. Ýmsum hefur
þótt sem þessi undirstöðuat-
vinnuvegur okkar sæti ekki í
því öndvegi, sem vera ætti.
Nú mun honum væntanlega
skipaður sá sess, sem hann á.
samkv. eðli sínu og mikilvægi.
Auðvitað eru allir á þeirri
skoðun, að efla beri sem frek-
ast er kostur höfuðatvinnu-
vegi þjóðarinnar og þá ekki
sízt sjávarútveginn. Aftur á
móti virðast ríkja nokkuð mis
munandi skoðanir á því,
hvort sjávarútvegurinn geti
staðið undir þeirri sókn
aukins fólksfjölda í at-
vinnulífið sem búast má
við hér á landi í náinni fram-
tíð. En engum dettur þó ann-
að í hug, en sjávarútvegurinn
verði meginstoð íslenzku þjóð
arinnar á næstu árum og hafa
aðgerðir ríkisstjórnarinnar
undanfarið verið viðurkenn-
ing á þeirri staðreynd.
Sjaldan hefur verið komið
eins til móts við sjávarútveg-
inn og nú, enda má segja að
oft hafi verið þörf en nú
nauðsyn. Sverrir Júlíusson,
formaður LÍÚ sagði á aðal-
fundi sambandsins, að það
væri sameiginlegt hagsmuna-
mál þeirra er að sjávarútvegi
vinna, sjómanna, útvegs-
manna og þeirra er vinna að
verkun aflans í landi, að ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar tak
ist giftusamlega. Um athugan
ir á afkomu sjávarútvegsins,
áður en ráðstafanirnar voru
gerðar, sagði hann:
„Sýna þær að töp í hinum
ýmsu greinum sjávarútvegs-
ins munu nema um 1700 millj.
króna og er þá sleppt opin-
berum stuðningi við sjávar-
útveginn á árinu. Eins og nú
horfir er mjög óvarlegt að
spá aflaaukningu á næsta ári
frá því sem verið hefir á
þessu ári eða verðhækkun
sjávarafurða erlendis.
Gengisbreytingunni 12- nóv
ember og þeim hliðarráðstöf-
unum, sem um er fjallað í
hinu nýja lagafrumvarpi, er
einmitt ætlað að jafna þenn-
an mikla hallarekstur á næsta
ári. En sjávarútvegurinn verð
ur að taka á sig hallarekstur-
inn á þessu ári, þótt vissulega
sé reynt að sneiða af sárustu
broddana með ráðstöfun geng
ishagnaðarins, eins og frarr
kemur í frumvarpinu.“
Þessar ráðstafanir verða
ekki einungis útgerðinni til
góðs, heldur einnig öllu fólki
í landinu, því að með þeim
eru væntanlega skapaðar for-
sendur þess, að vofa atvinnu-
leysisins nái ekki tökum á
okkur, þrátt fyrir að illa árar
í bili. En auðvitað er allt
undir því komið að fólkið í
landinu geri sér grein fyrir
því, að kaupgjaldsstríð geti
haft í för með sér aukna erfið
leika og skapað hér ástand,
sem enginn óskar eftir. Von-
andi tekst okkur með sam-
stilltu átaki að sigla fram hjá
þeim skerjum sem þjóðarskút
unni eru nú hættulegust.
Nú, þegar fundur LÍÚ fjall-
ar um sjávarútvegsmálin,
ættu menn vegna fyrr-
greindra ráðstafana að geta
verið sæmilega bjartsýnir um
framtíð þessarar atvinnu-
greinar. Með samstöðu út-
gerðarmanna og sjómanna
ætti að vera hægt að hækka
til muna risið á þessum höfuð
atvinnuvegi þjóðarinnar með
þeim happasælu afleiðingum,
sem það mundi hafa í för með
sér fyrir alla þjóðina. Útgerð-
armenn, sem komið hafa að
máli við Morgunblaðið, hafa
látið í ljós þá skoðun, að nú
muni færast fjörkippur í sjáv
arútveginn og þar af leiðandi
atvinnulíf allt í landinu, og
skulum við vona að svo verði
AUÐUNDIR
HAFSINS
að hlýtur í senn að vekja
athygli og ánægju hér
á landi, að í 2. nefnd allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna
skuli vera rætt um auðlindir
hafsins og framtíðarnýtingu
þeirra. Er þar til umræðu
skýrsla, sem samin var af sér-
fræðinganefnd um haf- og
fiskifræði, sem sett var á lagg
irnar af Sameinuðu þjóðun-
um 1966, og átti Jón Jónsson,
forstjóri Hafrannsóknarstofn-
unarinnar, sæti í sérfræðinga
nefnd þessari.
íslendingar hafa á undan-
fömum árum bent á það á
SOVÉZK yfirvöld bera sjálf-
sagt á móti því að eiga aðild
að kapphlaupinu til tunglsins,
en það er þó staðreynd að
mikið fjör hefur færzt í
t geimrannsóknir þeirra undan-
/ farna tvo mánuði. Yfirlýsing
J Bandarikjamanna um að þeir
I ætli að reyna að senda þrjá
menn í hringferð umhverfis
tunglið um jólin hefur ýtt
undir þessar tilraunir þeirra.
Sannleikurinn er sá að eftir
að hafa átt forystuna í geim-
/ ferðum tiil þessa (þótt Banda-
J ríkjamenn hafi smám saman
1 dregið mjög á þá), eru Rússar
i lítið hrifnir af því að hleypa
þingi Sameinuðu þjóðanna,
að hinar hraðstígu framfarir
í fiskveiðitækni valdi vaxandi
hættu á ofveiði og því sé senn
nauðsynlegt að kalla saman
nýja ráðstefnu um réttarregl-
ur á hafinu til þess að endur-
skoða gildandi ákvæði í þess-
um efnum. í þessu sambandi
hljóta ummæli fiskimálaráð-
herra Kanada að vekja mikla
athygli, en hann sagði að
hvorki 12 mílna fiskveiðilög-
sagan né starf svæðanefnda
veitti fiskistofnunum á land-
grunni Kanada nægilega
vemd eða tryggði hagstæða
nýtingu þeirra. Strandríki
hlyti að láta sig miklu varða
nýtingu og viðgang fiskstofn-
anna á landgrunninu.
Við íslendingar fylgjumst
rækilega með framvindu
þessa máls. Stór floti erlends
heimsveldis hefur aukið sókn
ina á fiskimiðin umhverfis
landið, samkeppnin harðnar,
á sama tíma og auðlindir hafs
ins umhverfis ísland eru nytj
aðar af fleiri aðilum. Á þessa
þróun mála getum við ekki
horft aðgerðarlaus, en fylgj-
Ban'daríkjamönnum fram úr
sér á þessu sviði, þar sem þeir
ruddu brautina á Sivo einstak-
an hátt er þeir fyrir rúmum
áratug seindu fyrsta „Sputnik-
inn“ á loft. Samt sem áður
fara þeir að öllu með sérstakri
gát, því huigsanlegt manntjón
í tunglferð yrði mikið áfail'l
fyrir málstað geimrannsókna
meðan þau vísindi eru enin
í bernsku, ef svo má að orði
komast. Þeir vilja sannarlega
ekki sitja undir ásök.umum um
að hafa tekið óþarfa áhættu,
og þeim er Ijóst að mástök á
þessu sviði gaetu vaJdið al-
mennri mótmæilaöldu.
umst rækilega með því sem
um þau er fjallað hjá S.þ.
Vonandi leiða afskipti S þ. af
auðlindum hafsins til þess að
fiskimið okkar og annarra
verði vernduð eins og nauð-
syn krefur — og á vísindaleg-
an hátt.
MIKILL ÁHUGI
F^undur Farmanna og fiski-
^ mannasambandsins og
þær umræður, sem þar fóru
fram hafa vakið athygli. Ftmd
armenn virðast hafa verið
þeirrar skoðunar, að grund-
völlur sé til að gera út 2500—
3000 tonna verksmiðjutogara,
og af undirtektum virðist
mikill áhugi ríkja á því máli,
en auðvitað verður að fara
varlega í sakimar og athuga
það vandlega. Margvíslegar
aðrar hugmyndir hafa skotið
rótum sjávarútveginum til efl
ingar. Verða þær vonandi
allar gaumgæfilega athugað-
ar, og þær framkvæmdar sem
góðar þykja. Við höfum ekki
efni á að halda að okkur hönd
um, meðan aðrar þjóðir efla
Af þesisiuim ástæðuim hafa
síð'ustu tilraunir Sovétríkj-
anna verið endurtekningar til
að ganga úr s'kugga um að
tækin verki eiins og þeim ber
við öll skilyrði. Þanndig var I
það þegar „Soyuz-2“ og 7
,,Soyuz-3“ var skotið á loft J
snemma í nóvember. Fyrra /
geiimfarið var mannlausit, en í 1
hinu var geimfarimn Gere- I
govoy ofursti, og stýrði hann t
„Soyuz-3“ tvisvar upp að /
,,Soyuz-2“ til að æfa stefnu- 1
mót í geimnum. 1
Nú hafa sovézkir vísinda- i
menn einnág tvívegis sent l
mannlaus geimför umlhverfis /
tunglið, oig hafa bæði verið 1
látin lenda aftur á jrðu, en 1
síðari tilraunin var betur út- i
færð. Fyrri tilraunin var gerð
með „Zond-5“, sem lenti á
sjávarútveg sinn, ekki sízt
Sovétríkin, sem hafa mjög
hert sóknina á miðin umhverf
is ísland og staðsett þar heilar
flotaborgir. Er okkur nauð-
synlegt að fylgjast með þess-
ari síauknu sókn þeirra á
mið okkar.
Enda þótt verksmiðjutogar
ar geti fært björg í bú, er
land okkar betra en nokkur
verksmiðjutogari, því að það
er staðsett á einhverjum feng
sælustu fiskimiðum heims og
hefur í sjálfu sér alla kosti
fram yfir slík skip. Þetta ber
auðvitað að hafa í huga, þegar
rætt er um smíði fiskiskipa
okkar, og enginn getur mót-
mælt því að vel hefur reynzt
að byggja upp hinn nýja og
glæsilega bátaflota, sem und-
anfarið hefur fært okkur
mikla björg í bú. Sá floti hef-
ur kostað mikinn gjaldeyri en
hann hefur ekki síður aflað
okkur tekna og haldið merki
íslenzks sjávarútvegs hátt á
loft. Því skulum við ekki
gleyma, þegar við ræðum um
smíði úthafsskipa og sókn á
ný og fjarlægari mið.
Indlandslhafi, en „Zoind-6“ var
hinsvegar létið lenda á landi.
Framhald á bls. 13.
Þetta er líkan af Vostok-geim fari og eldflaug, sem sýnt var á flugsýningu í París í fyrra.
Það var í Vostok-geimfari, sem Yuri Gagarin fór fyrstur manna út i geiminn 12. apríl 1961.