Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1968
I ’B/IA ÍF/CAN
Sími 22-0-22
Rauðarárstig 31
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
MAGIMÚSAR
4KiPnom21 5imar21190
eftir tokun llmi 40381
LITLA
BÍLALEIGAN
Berrstaffastræti 11—13.
Hapstætt lelgutjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748.
Sigurður Jónsson.
BÍLALEIGAN
AKBRAUT SENDUM . 3ÍMI 8-23-47
BILALEICAN
- VAKUR -
Sundlaugavegl 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 or 36217.
350,- kr. daggjaid.
3,50 kr. hver kílómetri.
Jólabókin til
vina erlendis
Passíusálmar
Hallgríms
Péturssonar
(HYMNS OF THE PASSION)
1 enskri þýðingu Arthur
Gook með formála eftir
Sigurbjörn Einarsson biskup,
Valjn gjöf handa vinum og
vandaanönnum erlendis.
Fást í bókaverzlunum og i
Hallgrímskirkju, Reykjavík.
Útgefandi.
0 Kunna ekki að gera
greinarmun á e og é
Þrándur skrifar:
„Heiðraði Velvakandi!
Það mun hafa verið minnzt á
það áður (í dálkum þínum eða
annars staðar), að margir íslenzk
ir leikarar, upplesairar og söngv-
arar kunni ekki að gera greinar
mun á e og é í islenzkum kveð-
skap.
Ruglingur á þessu getur að
sjálfsögðu valdið því, að ljóð,
sem anmars er rétt kveðið, verð-
ur rangt ort í söng eða upp-
lestri. Það er sorglegt að heyra
ýmsum þekktustu og beztu kvæð
um á íslenzkri tungu misþyrmt
þannig. Með því eru frumregl-
ur íslenzkrar bragfræði brotnar.
Nú er það svo, að til skamms
tíma höfðu flestir íslendingar ó-
spillt brageyra, þ.e. þeir heyrðu
þegar, ef vitlaust var ort. Nú er
þessi hæfileiki kannske að deyja
út, en það minnsta, sem hægt er
að ætlast til að fólk, sem þiggur
fé fyrir að flytja kvæði á al-
mainnafæri, er, að það læri undir
stöðureglur íslenzkrar bragfræði.
í þessu tilfelli er það þó ekki
einu sinni nauðsynlegt, heldur
þarf hara að aðgæta, hvort e eða
é stendur 1 textanum, og fara
síðan eftir honum.
0 Island ögrum skorið ....
Ég skal nefna tvö dæmi.
Ríkisútvarpið hefur stundum
leikið plötu í dagskrálok, þar sem
óvenju spennandi skáldsaga
um ástir frægrar leikkonu og
duttlunga örlagana sem ógna
bœði henni og fjölskyldu
.hennar. Þetta var hættulegur,
leikur.
Flugið er allt með eðlilegum
hætti, þar til vélin er yfir
Arizona. Þá hverfur hún af
ratsjárskermi fyrir augunum
á skelfingu lostnum umsjónar-
manni.
Afgr. er í Kjörgarði síml 14510 Afgr. er I Kjörgarðl síml 14510
Jólogjöf golfmannsins
Hljóðfærahús Reykjavikur
Laugavegi 96. — Sími 13656.
„ísland ögrum skorið" er sung-
ið. Mjög greinilega má heyra,
að allir syngja „ég vil nefna þig“
í stað „eg vil nefna þig“. Þetta
er svo afleitur galli á plötunni,
að hún má aldrei heyrast framar
í sjálfu Ríkisútvarpinu. Með þess
um framburði er þessu guilfall-
ega erindi stórspillt, og það er
ekki lengur rétt ort.
Kammerkórinn söng um dag-
inn í útvarpið vísur Jónasar um
illa lækinn, sem hvert manns-
bam kannast við. Þá var ávallt
kyrjað „ég skal muna þig“ og
„ég skal gæta mín“. Þetta sker
í eyrun og er enda afbökun á
kvæðinu, sem ekki á að þolast.
f stuðlasetningu er vitanlega gerð
ur greinarmunur á e og é.
í von um birtingu,
Þrándur".
0 Samkomulag fráskil-
inna hjóna um börnin
Kona hér í borg, sem kallar
sig „fráskilda móður", skrifar
eftirfarandi bréf:
„Kæri Velvakandi!
Ég hef verið að lesa öll þessi
bréf um fráskilin hjón, þeirra á
meðal eitt í dag (8.des.) frá „ís-
lenzkri móður", og nú get ég
ekki lengur setið á mér með að
leggja orð í belg.
Þegar ég fór fram á skilnað,
gerði ég eiginmanni mínum það
ljóst, hversu mikils ég mundi
þarfnast handa sjálfri mér og
börnum okkar tveimur, til þess
að við gætum lifað sómiasamlegu
lífi. En ég gerði honum það enn-
fremur ljóst, að það væri alger-
lega undir honum komið, hvað
honum fyndist sanngjarnt í þessu
tilliti.
Árangurinn af þvi að höfða
svona beint til sórna-, heiðar-
leika- og réttlætistilfmninga hans
var sá, að hann greiðir okkur
mánaðarlega ákveðna upphæð, sem
er langtum hærri en sú, sem hann
er skyldur til að greiða lögum
samkvæmt. Þetta gerir hann vegna
þess að hann er einn 1 hópi þeirna
feðra, sem vita, að á þeimhvílir
ábyrgð gagnvart börnum þelrra.
Hvorugt okkar hefur fjárráð til
þess að geta farið frjálslega með
peninga, bæði komumst við svona
rétt sæmilega af. /
0 Vináttan er öllum
óskiljanleg
En nú kemur skrítni hlutinn af
sögunni. öllum er það gersamlega
óskiljanlegt, þar á meðal fjöl-
skyldu minni, að við skulum ekki
hata hvort annað, heldur er sam-
band okkar mjög vinsamlegt. Hann
kemur til þess að heimsækja okk
ur, hvenær sem hann langar til,
hann er með okkur á jólunum,
og þá gefum við hvort öðlru
gjafir, en það gerum við reyndar
oftar, svo sem á afmælisdögum.
Jólin, sem nú fara í hönd, verða
þriðju jólin okkar saman, síðan
við skildum, því að hvorugt okk
ar hefur gizft aftur, en jafnvel
þótt ég giftist aftur einn góðan
veðurdag, yrði hann alltaf vel-
kominn til heimilis mins, og hann
verður alltaf faðir bamanna, sem
við eigum saman. Níu ára sonur
minn spurði mig einu sinni:
„Mamma, hvað skeður, ef við
finnum nýjan pabba?" Ég svaraði
honum: „Þá verðurðu nú hepp-
inn, drengur minn, því að þá
áttu tvo pabba".
Mér er alveg óskiljanlegt, hve
öðru fólki er margt óskiljanlegt!
Fráskilin móðir“.
0 Engan æsing!
Velvakanda berast svo mörg
bréf, að vonlaust er að geta birt
þau öll jafnóðum og þau koma
Flest verða því að bíða nokkuð
eftir birtingu og sum birtasrt
aldrei, eins og gengur. Algengt
er, að bréf biði 10—15 daga eftir
birtingu, — sum birtast fyrr og
önnur enn seinna. Það er alveg
tilgangslaust að missa þolinmæð-
ina eftir nokkra daga og fara að
argast í Velvakanda með sím-
hringingum, frekjuskrifum og
jafnvel hótunarhréfum.
U N CÓ
KEFLAVÍK
í KVÖLD
Hljómar
Hljómar
skemmta í kvöld
FjölmenniÖ í UNGÓ í kvöld