Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1968 Ingibjörg H. Bjarnason hundrað ára minning í DAG minnumst við að hundr að ár eru liðið frá fæðingu einn ar merkustu konu- þessa lands, frk. Ingibjargar H. Bjarnason, sem var forstöðukona Kvenna- skólans í Reykjavík í full 35 ár. Hún var fædd 14. desember 1868 á Þingeyri við Dýrafjörð, dóittir Hákonar Bjamasonar, kaupmanns, Gísiliasonar, prests að Söndum í Dýrafirði og konu hams, Jóhönnu Þorleifsdóttur Jónssomar, prófasts að Hvammi í Dölum. Árið 1869 fluttust foreldrar hennar búferlum til Bíldudals í Arnarfirði, rak Hákon þar verzl un ásamit þiilskipaútgerð og bú- skap. Var heimili þeirra otrðlagt fyrir rausn og myndtu-brag í hví- vetna. Þeim hjónum varð 12 barna auðið, en af þeim dóu 7 í æsku, að líkindum úr barnaveiki ea: geysaði um þær mundir hér á landi, en þau 5, sem eftir lifðu, 4 synir og ein dóittir, urðu öll þjóðkunnir menn. Hákon faðir þeirra lézt árið 1877 á leið heim frá útlöndum, hafði hanm lent í skipbroti og varð úti á leið til byggða. Árið 1880 flutti frú Jóhanna með böm sín til Reykjavíkur, tQ þess að koma þeim til æðri mennta. Frk. Ingibjörg útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík vorið 1882. Tvo næstu vetur stundaði hún nám hér í Reykja- vík, en árið 1884 sigldi hún til Kaupmamnahafnar tU frekara náms og dvaldist þar til ársins 1893, að einu ári undanskildu, er hún var hér heima vegna veikinda móður sinnar. Ein £if þeim mörgu námsgreinum, er frk. Ingibjörg lagði stund á, á náms- árum sínurn í Kapumannahöfn, var leikfimi og er húm fyrsti fslendingurinm, er lokið hefur prófi í þeirri grein. Eftir hekn- komu sína lagði hún stund á ým- iss komar kennslu í Reykjavík, bæði við Kvennaskólann og barnaskðlann svo og í einka- tímum. Komu þá þegar í Ijós frábærir kenmarahæfileikar henn ar. Árið 1901 fór frk. Ingibjörg aftur utan og dvaldi erlendis tU ársins 1903. í þeirri ferð kynnti hún sér skólamál í Þýzkalandi og Svsis. Eftir heimkomu sína gerðist hún kennari á ný við IC.'ennuíikojann og barnaskólanin tU ársins 1906, en þá varð hún forstöðukona Kvennaskólans í Reykjavík og hélt því starfi til dauðadags 30. október 1941. Ár- ið 1906 hætti frú Thora Melsted þá háöldruð kona, forstöðu Kvennaskólans. Mún frú Mel- sted hafa ráðið því, að frk. Ingi- björg var beðin um að taka að sér stjórm skólans. í minningarriti „Kvennaskól- inn í Reykjavík 1874—1906“ eft- ir Thoru og Pál Melsted, segir frú Thora um frk. Ingibjörgu: „Mér er kunnugt um þrek henn- ar, þekkingu og dugnað. Húm hefur kennt bæði við Kvenna- skólann og víðar og áunnið sér ahnanna lof. Ég vona því að Kvennaskólinn sé komin í góð- ar hendur og §ð hanm nái mikl- um vexti og viðgangi undir henn ar stjórn“. Reyndist frú Melsited bar sanmspá. Frú Thora Melsted var ásaimt manni sínum fyrsti og mesti hvatamaður að stofnun Kvennaskólans og var hún for- stöðukona hams frá stofnun hans árið 1874 og stjórnaði skólanum í 32 ár. Sem að Mkum lætur vildi frú Thora veílja þá hæf- ustu og beztu konu, sem eftir- mann sinm og hugsa ég að allir, sem kynntust stjórmarhæfileik- um frk. Ingibjargar, séu á einu máli um það, að skólinn gat ekki komist í betri hendur. Á fyrstu skólastjóraárum frk. Ingibjargar var gam'la skólahús- ið orðið allt of lítið. Nemendum fjölgaði stöðugt og sárt var að neita stúlkum um inntöku í skól- ann og var hér úr miklum vanda að leysa, þar sem ekkert fé var fyrir hendi, hvorki til að byggja við gamla skólahúsið eða tU að reisa nýtt skólahús. Var mú það ráð tekið, að miklu leyti að ráð- um frk. Ingibjargar, að taka nýtt hús á leigu, það hús sem skól- inn starfar í tU þessa dags. Hús þetta var mun sitærra og hent- ugna og var nú hægt að tvö- falda og jafnvel þrefalda nem- endahópinn, allt að 120 memend um. Reyndist þetta vel ráðið og er skólinn, sem er sjálfseignar- stofnum, orðin eigandi að húsi þessu fyrir mörgum árum. Nú stendur skólimn því miður í sama vanda og þegar frk. Ingi- björg tók við skólast j órninni. Eins og þá er skólahúsið orðið aUt of Mtið fyrir nemendiafjöld- ann, sem nú er orðin 230, og verður að neiita fjölmörgum nem endum um skólaviat á hverju ári. Þtess má geta að í upphafi hafði frú Melsted hugsað sér Kvennaskólann sem 6 áxa skóla (sjá áður niefnt memningarrit) og er vonandi að sú ósk hennar megi rætast. Stjórnsemi frk. Ingibjargar H. Bjamason var með þeim ágætum og þeirri festu, sem bráitt varð þjóðkunn. Umhyggja hennar fyr ir skólamum var einstök og fyrir því að námsmeyjarnar fengju þá kennslu, sem þeim kæmi að sem beztum notum í líf inu. Hún lét sér ekki aðeinfl umhugað um fræðslu þeirra í skólanum, heldur engu að síður að þær venduat skyldurækni, snyrtimennsku og prúðmennsku og öðluðust þannig þann menn- ingarbrag og siðferðisþroska, sem er vottur sannrar menning ar. Frk. Ingibjörg var frábær kennari, hún hafði lag á því að vekja áhuga memenda sinna á námsefninu og enginn vildi standa sig illa í hennar kennslu- greinum. Hún var réttsýn og vUdi nemendum sínum vel og studdi þá með ráðum og dáð. Námsmeyjarnar kunnu líka vel að meta starf og umhyggju frk. Ingibjargar, þær bera innUegan velvilja og þakkarhug til henn- ar og gamla skólans síns og hafa oft sýnt það í verki. Frk. Ingibjörg fór oft tU út- janda á skólastjóraárum sinum tU pess að kynna sér nýungar í ennslumálum og er heim kom not færði hún sér það, er hún taldi að til bóta mætti verða við kennsl- uma. Frk. Ingibjörg var höfðingi heim að sækja og kunni flest- um betur að taka á móti gestum. Ég hafði þekkt frk. Ingibjörgu af umtaM frá því að ég man fyrst eftir mér, því að móðir mín var í fonstöðunefnd Kvennaiskól ans frá árinu 1910 til dauða- dags 1943. Alltaf heyrði ég talað um frk. Ingibjörgu með mikiUi virðingu og góðvilja og varþað sjálfsagður hlutur að ég færi í Kvennaskólann. Ég var svo lán- söm að allar mínar bekkjar- systur voru samhemtar og góðar atúlkur, sem allar höfðu mikinn áhuga á náminu og sem vUdu gera forstöðukonunni allt tíl geðs. Margar af mínum bezitu endurminningum eru frá skóla- árum mínum í Kvenmaskólanum. Ég minnist fonstöðukonunnar sem afburða kennara, en ströng var hún. Við fundum að það var af umhyggju þegar hún vandaði um við okkur og alltaf fundum við, að hún sýndi fyllsta réttlæti. Svo gat hún líka verið sérlega REGNKAPUR - REGNKÁPUR Dömur mínar, nú getið þið komið og skoðað ótrúlega mikið úrval af svissneskum terylene-regnkápum. Margir litir, fjölbreytt snið. VERIÐ VELKOMNAR kát og Skemmtileg, ekki sízt þegar hún var að hjálpa okkur við undirbúning að jólaskemmt- uninni, sem alltaf var haldin hér í skólahúsinu. Síðan varð ég kennari við skólann undir stjórn hennar í 22 ár og á ég aðeins góðar og bjartar endur- minningar um þann tíma. Ekki er hægt að minnast frk. Ingibjargar svo ekki sé minnst á önnur störf hiennar í þágu ís- lenzku þjóðarinmar. Árið 1915 fengu íslenzkar kon ur kosningarétt og kjörgengi til Alþingifl eftir langa og harða baráttu. Þar lagði frk. Ingibjörg fram starfskrafta sína og góðu hæfileika og var reiðubúin til að taka að sér hvert þð starf, er málefninu mætti verða til heilla. Eftir að sigur var unninn vildu konur minnast þeirra rétt arbóta á einhvem þann hátt, er þjóðinni allri yrðu til heilla. Ákváðu þær að beita sér fyrir byggingu Lamdsspítalans, var frk. Ingibjörg kosin formaður nefndarinnar og gengdi hún því starfi þar til málið var komið 1 höfn. Árið 1916 var annar sjóð uir stofnaður „Minningargjafa- sjóður Landsspítalans", sem fliest ir þekkja. Stofnun þessa sjóðs má öðrum frekar þakka frk. Ingibjörgu og var húm formað- ur hans. Sjóður þessi hefur starfað ÖU þessi ár til ómetan- legs gagns og hjálpar til sjúku fólki í landinu. Má nærri geta þvílík feikna starf formaðurinn hefur hér lagt af mörkum. Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan er sæti átti á Al- þingi, var hún landkjörinn þingmaður árið 1922. Kjörin af ópólitískum lista, er konur stóðu að, og sat hún á Alþingi til árs- ins 1930. Á Alþingi beitti hún sér mjög fyrir byggingu Landsspítalans svo og bættum kjörum kvenna og yfirleitt öUum mannúðar- og menntamálum, er mættu verða þjóðinni til hjeilla. Var það al- mianna mál að hún skipaði sæti sitt þar með prýði. Var hún kos- im af Alþingi í Menntamálaráð og átti þar sæti einnig eftir að hún hvarf að þingi. Ingibjörg H. Bjiarnason var sivakandi fyrir velferð Kvennaskólans. Áður en hún dó hafði hún gefið skólan- um peningagjöf tU þess að styrkja námsmeyjar skólans til fram- haldsnáms heima eða erlendis. f erfðaskrá sinni arfleiddi hún skólann að eignum sínum að undanskyldum einstökum munum er hún ánafnaði ættingjum og vinum. Á að verja vöxtum af fé þefls-u ttl að styrkja kennara, sem starfað hafa við skólann 20 ár eða lengur og þurfa á að- stoð að halda, er þeir hætta störfum. Náði umhyggja frk. Ingibjargar H. Bjamason fyrir Kvennaskólanum í Reykjavík út yfir gröf og dauða. Blessuð veri minning hennar. Sigríður Briem Thorsteinsson Fyrir rúmum 63 árum gekk lítil stúlka inn um hlið Kenn- araskólans í Reykjavík. Þetta var mánudaginn 2. október. Stúlkan hafði verið fermd dag- inn áður og kjarkurinn var ekki mikill til að ganga til náms í þessa einu menntastofnun, sem konur höfðu aðgang að þá, en stúlkuna langaði til að læra meira en barnaskólinn hafði veitt henni til náms og foreldrar henn ar vildu góðfúslega veiita henni aðstoð til meira náms og svo var sótt um inngöngu í Kvenmaskól- ann og allt gekk að óskum. For- stöðukona var frú Thora Mel- flted. Þau hjón PáU Melflted sagnfræðingur og kona hans, höfðu atofmað þennan skóla 1874 og unnu að því, með stakri elju og fórnfýsi, að gjöra hugsjón sína að veruleika, svo íslenzka kvenþjóðin, sem alltaf hafði orð- ið útundan til menntunar og skólagöngu, gæti áitt kost á að hljóta viðari sjóndeildarhring í hugsun og framkomu undir hand íleiðslu góðlra kennara. Þetta tókst þeim hjónum vel. Góð ‘kennsla, reglusemi og vöndun til orðs og æðis einkenndi skóla- lífið og var gengið eftir að stúlk ur tilieinkuðu sér þau atriði vel, en eins og gengur og vill brenna við nú á dögum, þá þolir untg fólk misjafnlega vel aga og skU ur ekki hvað því er fyrir beztu. Þess vegna er oft nefndur strang leiki það, sem seinrna á lífsleið- inni kemur í Ijós að betra hefði verið að gefa meiri gaum, nefni lega hinum góðu ráðum. Stúlkan, hún er undirrituð, nauit skólaverunnar vel, þótt all ar flkólasystumar væru eldri en hún. Hún settist í 2. bekk og fékk sæti efst til hægri við kennarann og þar sat hún all- an veturinn. Það var setið við langborð og varð' að skipta um sæti við hverja röðun, ef eink- unnir breyttust eitthvað. Kennarar voru hinir beztu, sem völ var á á þeim tímum, og einn af þeim var hinn góði kennimaður seinni tímans, séra Bjami Jónason, en þá var hann stud. theol. Annars gæti ég nefnt alla kennarana, þeir atanda svo Ijóslega fyrir mér, en það yrði of lamgt mál, aðeins vil ég geta þess, að ein af kennurunum var frk. Ingibjörg H. Bjarmaflon. Ég kunni vel við mig í skólanum, hann var til húsa í Thorvald- sensstræti 2, nú Sigtún, Var húfl ið eign þeirra hjóna ög var þetta síðasta ár frú Melsted sem for- stöðukona Kvennaskólans. Næsta ár var ég í 3. bekk og þá hafði frk. Bjarnason tekið við fltjóm skólans. Vorum við aðeins tvær bekkjarsystur frá árinu áður, sem settumst í þriðja bekk, alliar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.