Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 17
MOR.GUNB'LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBBR 19r68 17 - FJÁRLÖGIN Framhald af bls 32. unum, megi ætla, að innheimtur eignarakattur einataklinga verði 89.6 milljónir króna, árið 1968, en félaga 28,6 milljónir. — Þetta innheimtuhlutfall er mun hærra en náðist 1967, en þá var inn- heimtan af álagningu undir 70%. Með þessari tillögu er gert ráð fyrir óbreyttri álagningu eignar- skatts og sama innheimtuhlut- falli og á jrfirstandandi ári. Hins vegar er gert ráð fyrir að inn- heimta eftirstöðva aukist nokk- uð frá því sem er og áætlast því eignarskattur einstaklinga 95,4 millj. og félaga 31.3 millj. TEKJUSKATTUR. Varðandi tekjuskattinn gerir Efnahagsstofnunin ráð fyrir sama innheimtuhlutfalli á yfirstand- andi ári, það er 72.5%. Hins veg- ar befur tekjuþróunin 1968 ver- ið mjög misjöfn, og af þeim ástæð uim erfitt að gera sér grein fyrir breytingum skattagjalds tekna. Launataxtar hafa hækkað um rúmlega 6% frá ársmeðaltali 1967 til ársmeðaltals 1968, en hér á móti vegur minnkandi atvinna. — Talið er, að aflabrestur á síld veiðum vegi á móti auknum þorskafla og hækkun fiskverðs í heildaraflaverðmæti. — Gert er ráð fyrir, að nettotekjur til skatts hækki um 4% í heild og er þá tekið tillit til áhrifa hækkandi eignarskatts og eignarútsvars til frádráttar. Auk þess er gert ráð fjrrir, að skattvísitalan verði hækk uð, þannig að álagður tekjuskatt Air á einstaklinga hækki jafnt og netto tekjur, eða um 4%. — Hér er því lagt til að tekjuskattur einstaklinga og félaga haldist ó- breyttur. AÐFLUTNINGSGJÖLD. Talið er að samkvæmt því yf- irliti, sem fyrir liggur um toll- skyldan innflutning á fyrstu 10 mánuðum yfirstandandi árs, mætti búast við að tollskyldur innflutningur á árinu hefði orð- ið 6.550 millj. króna, miðað við óbreytt gengi. — Hér er gert ráð fyrir að gengisfellingin valdi um 16% rýmun magns þessa inn- flutnings á árinu 1969 og að toll- akyldur innflutningur verði þá um 8.500 millj. króna cif. á árinu 1969, miðað við nýja gengið. Þessi áætlun er byggð á reynslu áranna 1961 til 1968, um sam- hengi innflutnings, innflutnings- verðs og tekna. Þá má gera ráð fyrir, að við þennan samdrátt á magni, lækki meðaltals tollhlut- fallið á árinu 1969 í 26.4% frá því að vera 28.0% á yfirstand- andi ári. Þessar líkur benda því til þess, að rétt sé að áætla aðflutnings- gjöld 2.244.8 millj. króna, þeg- ar frá hefur verið dregið til jöfn unarsjóðs sveitarfélaga 118.2 millj. króna. SÖLUSKATTUR. Álagður söluskattur fyrstu þrjá ársfjórðunga 1968 var um 8% hærri en árið 1967. — f ár er hins vegar gert ráð fyrir, að á- lagður söluskattur verði um 1.400 millj. króna. Með hliðsjón af á- ætluðum breytingum einstakra þátta ráðstöfunar og framleiðslu í áætlun Efnahagsstofnunarinnar fyrir árið 1969, er hér gert ráð fyrir 12.2% aukningu álagning- ar frá yfirstandandi ári, þannig að söluskattur, það er hluti rík- issjóðs, muni nema um 1.440.14 millj. króna. REKSTURSHAGNAÐUR ÁFENG IS OG TÓBAKSVERZLUNAR RÍKISINS. Varðandi reksturshagnað ÁTV R, telur Efnahagsstofnunin að með óbreyttu verði á áfengi og tóbaki hefði reksturshagnaður minnkað verulega, og þá sérstak lega vegna hækkunar á innkaups verði. — Gera hefði mátt ráð fyrir, að hagnaðurinn á yfirstand andi ári hefði reynzt um 695 millj. króna, miðað við óbreytt gengi. Með hliðsjón af reynslu árs- ins 1968 og árangri síðustu verð- hækkana, telur Efnahagsstofnun in að hagnaðurinn hefði varla orð ið meiri en 511 millj. króna á árinu 1969, miðað við óbreytt verð. — Hér er hins vegar gert ráð fyrir, að hagnaður muni nema um 679 millj. króna miðað við það verðlag, sem ákveðið var hinn 1. des. sl. Samkvæmt þeim breytingartil- lögum, sem meirihluti fjárveit- ingarnefndar leggur til, varðandi tekjubálk fjárlagafrumvarpsins, — verða niðurstöður á tekjubálki samtals 7 milljarðar 15 milljón- ir 832 þúsund kr. GJALDABÁLKUR. Ég mun þá víkja að gjalda- bálki frumvarpsins. Við þann endurreikning sem átt hefur sér Sbað á gjaldabálki fjárlagafrumvarpsins, hefur í meginreglum verið stuðst við eft- irfarandi: 1. Laun hækka um 1.5%, en það er sú upphæð, sem á vantaði til þess að mæta þeirri launa- hækkun sem átti sér sbað þ. 1. des. sl. 2. Onnur rekstrargjöld hækka um 35%, en með því eru metin hlutföll erlends og innlends kostn aðar. 3. Á sama hábt hækkar viðhald um 20%. 4. Gjaldfærður stofnkostnaður er almennt látinn haldast óbreytt- ur, þó er um undantekningar að ræða, svo sem byggingar mennta skóla, ög gera má ráð fyrir, að nefndin beri fram breytingartil- lögur við 3. umr. málsins, sem fela í sér verulégar hækkanir á framlögum til nýbygginga skóla og hafna. 5. Yfirfærslur er gert ráð fyrir að haldist í flestum tilfellum ó- breyttar. Þó er um nokkrar und- antekningar að ræða, sem sér- staklega stendur á um. — Það er einkum þegar fjárveitingum er ætlað að standa undir erlend- um kostnaði. — f því sambandi má nefna, að framlög til ísl. náms manna hækka um rúml. 13 millj. kr. Til Landhelgisgæzlu hækk- ar framlag vegna erlendra skulda um 8.5 millj. króna og til bygg- ingasjóðs Síldarleitarskips, rúm- lega 2 millj. kr. 6. Liðir sem fjármagnaðir eru með fyrirfram ráðstöfuðum tekju stofnum breytast í samræmi við tekjuáætlun. — f því sambandi má nefna tekjur og gjöld Vega- sjóðs. —■ í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið, var tekið fram, að þar sem vegaáætlun lægi ekki fyrir, væru tölur varðandi vegagerð, einfaldlega byggðar á áætlunum um tekjur vegasjóðs, og útgjöldum skipt í sem næst sömu hlutföllum og á fjárlögum 1968. Við endurskoðun tekjuáætlun- ar vegasjóðs, er gert ráð fyrir minnkuðum tekjym og þá eink- um vegna minni bifreiðainnflutn ings, og eru útgjöld vegagerðar hér lækkuð í samræmi við það. — Hins vegar má gera ráð fyrir því, að þe^sar tölur breytist, þeg- ar vegaáætlun áranna 1969 til 1972 verður afgreidd frá Alþingi. 7. Liðir sem heyna undir vexti og afborganir lána, er lagt til að hækki til samræmis við breytt gengi og innlent verðlag varð- andi vísitölutryggð lán, þar sem slíkt á við. 8. Tekjur stofnana í A-hluta, eru í flesbum tilfellum óbreyttar. Ég mun þessu næst víkja að þeim breytingartillögum meiri- hluta nefndarinnar, sem eru á þingskjali nr. 143 og sem ég hefi þegar gert að umtalsefni. (Hér verða aðeins birtar helztu breyt- ingartill., Mbl.) FORSÆTIS- OG MENNTA- MÁLARÁÐUNEYTI. Stofnkostnaður menntaskóla er lagt til að hækki um 6,4 milljón- ir, eins og ég áður hef vikið að, og skiptist upphæðin þannig: — til Menntaskólcins á Akureyri 2.5 millj. — til Menntaskólans á Laugarvatni 1.6 millj. — og til Menntaskólans í Hamrahlíð 2.3 millj. króna. Heildarframlag rík- isins til stofnframlaga mennta- skóla, nemur þá samtals 38 millj- ónum og sextíu og átta þús. kr. Til kennaraskólans hækkar gjaldfærður kostnaður um 140 þúsund, — er það vegna kaupa á tækjum til eðlis- og efnafræði- kennslu. — Þá er tillagia um hækkun á launalið Kennaraskól- ans, vegna fjölgunar á bekkjar- deildum, 880 þúsund krónur. — Kennaraskólinn býr nú við mjög flröngan húsakost, miðað við nemendafjölda, og hefur aðsókn að skólanum aldrei verið meiri en á þessum vetri. Fjárveitinganefndin heimsótti skóla þennan fyrir nokkru síð- an, og gerði sér ljóst, að miðað við þann nemendafjölda sem nú situr skólann, er mjög brýn þörf fyrir aukið kennslurými, þó nefndin að þessu sinni sjái sér ekki fært að bera fram tillögu um framlag til nýrra bygging- Til Æfinga- og tilraunaskóia, Kennaraskólans er hins vegar lagt til að framlag til stofnkostn- aðar, hækki um 1 milljón króna. Til lánasjóðs ísl. námsmanna er lagt til að hækba fjárveitingu um 13.007 þúsund krónur, eins og ég áður hef vikið að. — Er það í beinu sambandi við erlendan kostnað. Verður þá heildarupp- hæðin: framlag til íslenzkra náms manna, kr. 44 millj. 752 þús. krón ur. Til Þjóðminjasafnsins er til- laga um 768 þúsund kr. fjárveit- ingu, — er það til viðhalds og endurbóta á hitalögn hússins. — Talið er að Þjóðminjasafnshúsið þurfi á verulegum endurbótum að halda á næstu árum. Er hér aðeins um einn áfanga að ræða, af þeirri heildarviðgerð sem tal in er óumflýjanleg. Þá er lagt til að liðurinn, Fram lag íslands til Norræna hússins, hækki um 707 þúsund, en það er það sem vantar að ísland leggi ur Norræna hússins í Reykjavík, fram sinn hluta af byggingarkostn aðinum. Heildarbyggingarkostnað er nú samkvæmt uppgjöri 46.800 þús. kr. og því hlutur íslands í byggingarkostnaðinum 7.800 þús. kr. ATVINNUMÁLARÁÐUNEYTIÐ Er þar fyrst tillaga um hækk- un á fjárveitingu til Landgræðsl- unnar að upphæð 1.700 krónur, vgena áburðarkaupa. — Er hér um hliðstæða fjárveitingu að ræða, við það sem leiddi af geng isrbeytingunni 1967. Þá er lagt til að framlag til togara 40 millj. kr. verði fellt niður. Er það í beinu sambandi við ákvæði um ráðstöfun á geng- ishagnaði, samanber frumv. til laga um ráðstafanir í sjávarút- vegi vegna breytingar á gengi íslenzkrar krónu. Framlag til byggingar síldar- Jeitarskips var áætlað samkv. frumvarpinu 3.750 þús. krónur, en vegna gengisbreytingar er lagt til að liðurinn hækki um 2.040 þúsund, og verður því samtals 5.790 þús. kr. Þá koma næst tillögur sem falla undir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. Þá er tillaga um 1.617 þús. kr. fjárveitingu til Landsspítalans vegna kaupa á tækjum til gervi- nýrnaþjónustu. Starfsemi þessi hófst á síðastliðnu sumri og þá með lánstækjum frá Svíþjóð, en með kaupum á þessum tækjum, er talið að fáist mun betri nýt- ing á vinnu læknis, sem stjóm- ar þessari meðferð. Þá er einnig lagt til að hækka framlag til Landsspítalans, til byggingar vegna háloftageislunar. — um 2.500 þúsund kr. — f þessu sambandi er rétt að geta þess, að áhugamenn, hafa í samráði við Krabbameinsfélag fslands boðið Landsspítalanum að gjöf, tæki til háloftageislunar svokölluð Cob- olt-tæki, sem eru að verðmæti 3—4 millj. króna, en reisa þarf sérstaklega byggingu fyrir þessa starfsemi. — Hér er þó aðeins um bráðabirgða ráðstöfun að ræða í þessu skyni, en ætlunin mun vera sú, að koma upp sérstakri byggingu við spítalann, eða geisla lækningadeild. Krabbameinsfélag íslands hef- ur þegar boðið fram verulegt fjár magn í þessu skyni. Lagt er til að liðurinn: Bygg- ingar sjúkrahúsa, sjúkraskýla og læknisbústaða, annarra en Rík- issjúkrahúsa hækki um 5.498 þús. — og verður því samtals 41.169 þús. — sem skiptist þannig: að til sjúkrahúsa, sjúkraskýla og heilsuverndarstöðva er varið 33.570 þúsund kr. og til læknis- bústaða 7.599 þús. kr. Að öðru leyti vísast til sérstaks yfirlits um fjárveitingar til einstakra sjúkrahúsa. Þá er fjárveiting til sit. Jósepsspítala í Reykjavík, að upphæð 2.950 þús. kr. — og til sjúkrahúss st. Fransiscusarsystra í Stykkishólmi, að upphæð 500 þús. kr. Liðurinn til heilsuverndar- stöðva hækkar um 1050 þús. kr. vegna þess að styrkir til heilsu- vemdarstöðva var vanáætlaður um þessa upphæð í frumvarp- inu. Þá er lagt til að veittar verði 300 þúsund kr. til kaupa á lungna röngentæki fyrir berklavamiar- deild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. — Gert er ráð fyr- ir að þetta sé fyrsta greiðsla af þremur, vegna kaupa á þessum tækjum. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Þá koma næst till., sem heyra undir félagsmrn. Liðurinn 270, framlag til almannatrygginga, er gert ráð fyrir að skipt verði með sérstökum lögum. Hér em tekn- ar inn 90 millj. kr., sem er áætl- aður hluti ríkissjóðs, vegna fyrir heits ríkisstjómarinnar um 150 millj. kr. hækkun á bótum al- mannatrygginga. Ekki hefur end anlega verið gengið frá skiptingu þessa fjár á einstabar tegundir bóta, en það mun verða gert með sérstökum lögum. Eins og ég áður hef sagt, hefur ekki endanlega verið gengið frá daggjaldamálum sjúkrahúsanna og er því hér til bráðabirgða gert ráð fyrir 16,1% hækkun. Það er sama hlutfallstala og er á gjöld- um ríkisspítalanna. LIÐURINN SVEITARFÉLÖG OG FRAMLÖG: Þar er lagt til, að liðurinn vatns veitur samkv. lögum hækki um 2.5 millj. kr. og verður þá samt 10 milljónir. Þetta er talið óhjá- í GÆR var lagt fram á AI- þingi stjórnarfrv- um breyt- ingu á lögum um Háskóla ís- lands þess efnis, að stofna skuli við Háskóla fslands pró fessorsembætti í ættfræði, sem tengt sé við nafn Einars Bjarnasonar, ríkisendurskoð- anda. Prófessorinn skal taka við störfum æviskrárritara, hann flytur fyrirlestur við háskól- ann og á að hafa þar á hendi kennslu skv. nánari ákvörð- un háskólaráðs og eiga sæti í heimspekideild. í greinargerð frv. segir: Þegar starf ævisknárritara varð laust á sl. vetri, fóru fram viðræður milli menntamálaráðu- neytisins og Háskóla íslands um möguleika á að tehgja þá starf- semi, sem æviskrárritara er ætl- að að hafa með höndum, rann- sóknum í mannfræði og ættifræði við Hásikóla íslanids. í framhaldi af þessum viðræðum var ákveð- ið að flytja frumvarp til laga SIGURÐUR Bjarnason mælti í gær á Alþingi fyrir nefndaráliti samvinnunefndar um samgöngu- mál sem unnið hefur að sikipt- ingu fjár að upphæð 13,6 milljón ir milli flóabátanna. Sagði Sig- kvæmiJegt, sérstaklega með til- liti til hækkana á afborgunum og vöxtum vatnsveitunnar í Vest- mannaeyjum. Þá er Jagt til að hækka fram- lag ríkissjóðs til atvinnujöfnun- arsjóðs um 50 millj. kr., en af þeirri upphæð er áætlað að verja allt að 30 milljónum til aðstoð- ar við frystihús, sem sérstaklega stendur á um. Sjúkraflugsþjónustan í land- inu á við mikla fjárhagsörðug- leika að etja um þessar mundir. Flugþjónustan h.f. sem Bjöm Pálsson og Flugfélag fslands tanda að annans vegar og Tryggvi Helgason á Akureyri hafa unnið gott og ómetanlegt starf. Að þessu sinni er lagt til, að liðurinn til sjúkraflugs hækki um 125 þús. kr. og verður þá samt. 500 þús. SAMGÖNGU- OG IÐNAÐAR- MÁLARÁÐUNEYTIÐ. Næst koma breytingartillögur meirihluta nefndarinnar við fjár- veitingar, sem falla undir sam- göngu- og iðnaðarmálaráðuneyt- ið. Er þar fyrst á liðnum 321 bygging strandferðaskipa. Lagt er til, að liðurinn hækki um 6 millj. kr., en það er vegna verð- tryggingarákvæða í byggingar- samningi um strandferðaskipin, sem nú er verið að byggja á Ak- ureyri. Þá er lagt til, að byggingar- styrkir til flóabáta hækki um 983 þús. kr., vegna gengisbreyting- arinnar, en það er vegna Breiða fjarðarbáts, að upphæð kr. 735 þús. og vegna Djúpbáts, að upp- hæð kr. 248 þús. Lagt er til, að veðurstofan hljóti 150 þús. kr. fjárveitingu til hafísrannsókna. Hér er talið, að um mikilsvert málefni sé að ræða og að þessi upphæð muni nægja til þess að leggja grundvöll að rannsóknum, sem ekki hafi ver- ið sinnt eins og skyldi á undan- förnum árum. um stofnun prófessorsembættis í ættfræði við Háskóla íslands, og skyldi prófessorinn jafnframt taka við störfum æviskrárritara. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að hið nýja prófessorsembætti verði tengt við nafn Ennars Bjarnason ar, rikisendurskoðanda, en hann er afkastamikill fræðimaður á sviði íslenzkrar ættfræði. Kostnaðarauki af stofnun pró- fessoræmbættis þess, sem hér um ræðir, ætti ekki að vera ann ar en mismunur á launum ævi- skrárritara eftir fyrri skipan og prófessors, þ.e. milli 20. og 26. launaflokks starfsmanna ríkisin3. Prestkosning í Hveragerði PRESTSKOSNING verður í Hveragerðisskóla á sunnudag n.k. Umsækjendur eru: Bryn- jólfur Gíslason, cand. theol, séra Tómais Guðmundsson, Patreks- firði, og séra Ingþór Indriðason, Mosfellssveit. urður að meginhluti þessa fjár færi til 4 stærstu bátanna, Akra- borgar, Baldurs í Stykkisihólmi, Djúpbátsins á ísafrði, og Drangs á Akureyri. Áður hefur verið skýrt frá nefndarálitinu í Mbl. Stjórnarfmmvarp á Alþingi: Prófessorsembætti í ættfræði stofnað — tengt nafni Einars Bjarnassonar ríkisendurskoðanda Fjármagn til flóabáta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.