Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNB-LAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 1S68 Sigrún Júlíusdóttir — Minningarorð Fædd 7. janúar 1892. Dáin 6. desember 1968. Frú Sigrún Júlíusdóttir, Miklu braut 84, andaðist að heimili sínu 6. þ.m. Fer útför hennar fram frá Dómkirkjumni í Reykja vík í dag. Er þar gemgin góð kona og hugljúf. Sigrún Júlíusdóttir var fædd á ísafirði 7. janúar 11892. Voru for- eldrar hennar hjónin María Maignúsdóttir frá Súðavík og Júlíus Símonarson sjómaður á ísafirði. Júlíus var alinn upp hjá frænduim sínum í Kollafjarðar- nesi í Strandasýslu, en fluttist síðar til ísafjarðar. Móðir hans var Guðrún dóttir Zakarías hreppstjóra á Heydalsá i Stein- grímsfirði Jóhannssonar prests í Garpsdal og Ragnheiðar ljósmóð- ur Einarsdóttur frá Kollafjarðar- nesi, systur hinna kunnu alþing- t Móðir okkar Ólöf B. Stefánsdóttir andaðist í Sjúkrahúsi Nes- kaupsstaðar 12. þ. m. Börnin. t Eiginma'ður minn, faðir og sonur, Þjóðólfur Lyngdal Þórðarson verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mámidaginn þann 16. des. kl. 1,30 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Sigurborg Pétursdóttir Pétur Gunnar Þjóðólfsson Jónasína Guffjónsdóttir. t Útfþr Arngríms Sigurðssonar frá Litlu-Gröf, Skagafirffi, fer franf frá Sauðárkróks- kirkju mánud. 16. des. kl. 2 síðdegis. Blóm vinsamlega afþökkuð. Gufflaug Arngrímsdóttir Þórir Arngrímsson Magnús Blöndal. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Kristínar Jónsdóttur Kirkjuvegi 14, Vestm.eyjum. Jón Waagfjörd Jón J. Waagfjörd Bertha Grímsdóttir Karólína Jónsdóttir Snorri P. Snorrason Símon Waagfjörd Elín Jóhannsdóttir Jónína L. Jónsdóttir Kari Magnússon Óskar W. Jónsson Auffur Jóhannsdóttir Auffur Jónsdóttir Jörundur Kristinsson • Vigfús Waagfjörd Þórdís Friffsteinsdóttir Anna Jónsd. Rasmussen Kurt R. Rasmussen. ismanna og héraðshöfðingja Ás- geirs á Þngeyrum og Torfa á Kleifum. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum á ísafirði. Hún giftist 28. júní 1913 jafnaldra sínum Helga Guðbjartssyni beykis Jónssonar á ísafirði. Helgi var þá verzl- unarmaður á ísafirði. Hann rak þar síðar um skeið í félagi við annan marrn myndarlegt kvik- myndahús .annaðist afgreiðslu Eimskipafélags ísLands á fsafirði um langt skeið og stofnaði eigin verzlun, sem hann rak þar til þau hjónin fluttust til Reykja- víkur árið 1944. Sigrún og Helgi eignuðust 3 börn, Maríu, sem nú er sima- kona í Reykjavík, Fanneyju, nú verzlunarstjóra í Reykjavík og Hörð, B.A. í þjóðfélagsfræði, nú fulltrúa við sendiráð íslands í ashington. Þau hjónin veittu börnum sínum hið bezta uppeldi og hafa hin síðari árin sýnt barnabörnunum 11 og barna- barnabÖTnum, sem eru orðin 12, hina mestu umhyggju. Sigrún Júlíusdóttir var kona vel gefin, fríð sýnum, vel vax- in ,létt og prúð í framgöngu, glaðvær svo af bar, en þó alvöru- kona er að kjamanum var kom- ið. Hún naut þeirrar gæÆu að eiga góð böm og mann, sem var henni á margan Ihátt skap- líkur og vildi ávallt létta henni hvert spor. Varðveitti hún og æskuþokka sinn fram á síðustu ár. Sigrún var mikil húsmóðir, sem heigaði heimili sínu, manni og börnum fyrst og fremst krafta sína. Bar heimiiið fagran vott um snyrtimiennsku og hógværa glaðværð þeirra hjóna beggja. Þrátt fyrir heknilisstörfin gaf Sigrún sér þó, einkum framan af meðan hún var á ísafirði, tima til að sinna mangs konar félags- málum. Hún var skemmtilegur leikari og tók mikinn þátt í leik- starfsemi á ísafirði. Hiún hafði einnig góða söngrödd og var eft- irspttur félagi í söngkórnum. Auk þess tók Sigrún mikinn þátt í starfi Kvenfélagsins Ósk- ar á ísafirði og var formaður þess íélags um skeið. Var það mikið starf, því auk armarra verkefna, sem félagið sinnti, rak það Húsmæðraskólann á ísafirði með miklum myndarskap, en tak mörkuðum opinberum styrk. t Innilega þökkum við samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Pálmars Finnssonar Stardal, StokkseyrL Vandamenn. t Hugheilar þakkir færum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns rníns Ingimundar Bernharðssonar, Heiffarveg 32, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til Gísla Gíslasonar og fjölskyldu fyrir ómetanlega hjálp. Fyrir hönd barna, tengda- bama og bamabarna. Jónína Eyleifsdóttir. Harald Balling — Minning Þau Sigrún og Helgi voru mjög hjálpeöm við alla, sem þau áttu samskipti við eða á aðstoð þeirra þurftu að halda. Þau voru miklir vinir vina sinna, eins og títt er um Vestfirðinga. Þau voru gestrisin, gáfu sér ávallt tima til að sinna vinum sínum og ágætir gestgjafar og gestir. Fylgdi þeim ávallt hin prúða glaðværð og kiátína, sem báðum var svo eiginleg. Ég, sem þessar línur rita, minnist þess með þakkilæti hve vel Sigrún frænka mín og Helgi tóku mér er ég kom fyrst, þeim ókunnur, til ísafajrðar. Allir minnumst við vinir þeirra margra ógleymanlegra stunda á heimili þeirra, bœði hér og á ísafirði og í Dalakofanum, sum- arbústaðnum þeirra, sem þau byggðu af smekkvísi, og höfðu valið betur stað við botn Skut- ulsfjarðar en nokkru öðru húsi „I faðmi fjalla blárra“. Við þökkum Sigrúnu órofa tryggð og vináttu og biðjum henni bless- unar á nýjum leiðum. Þeim, sem mest hafa misst við fráfall hennar, manni hetnnar og bömum, sendum við innilegar samúðarkveðjur. í DAG er gerð frá Lágafells- kirkju útför vinar míns Harald Balling. Hann var fæddur ní Mors0 á Limafirði 5. júni (Grundlovs- dagen) 1907 og var þar til sex ára aldurs. Ókunnugur er ég skyldmenn- um hans en faðir hans var sjó- maður og er löngu dáinn. Frá Mors0 flutti fjölskyldan til Sall- ing nálægt Skive, voru systkin- in þá orðin tíu. Tuttugu og þriggja ára hélt Harald til íslands í atvinnuleit. Fyrst vsir var hann vinnumaður norður í Eyjafirði, á 'bæjunum Ósi, Þrastarhóli og Kaupangi. Um tveggja ára skefð var Har- ald hjá Jóni Sigurðssyni í Hrepphólum. I Reykjavík vann hann enn að landbúnaði. Um tíma hirti hann Briemsfjós og síðar tók hann við búi MáUeys- ingjaskólans. Á þessum árum hófust kynni okkar og var Har- ald síðan heimilisvinur. Er ég fór frá búi Málleysingja skólans varð Harald eftirmaður minn. Nú hóf hann eigin búskap en gekk ekki vel, mun Harald hafa tapað því, sem hann hafði spar- að saman. Eftir þetta var hann á nokkr- uim stöðum í nágrenni Reykja- vítour, síðast hjá Jóni Guðmunds- syni á Reykjum. Sl. sex ár dvaldi Harald á Reykjalundi sem sjúklingur. Við vinirnir áttum margt sam- eiginlegt. Báðir Jótar, bá'ðir Is- landsfarar og báðir íslenzkir Danir. Eins og títt er um Jóta, höfðum við ákveðnar skoðanir á hlutunum og auðvitað höfðu báð- ir rétt fyrir sér, þegar við urð- um ósammála. IWa hefðum við kunnað við a'ð skíra okkur nýj- um nöfnuim, því að okkar eru józk. Fyrir tíu árum fór Harald til Danmerkur í kynnisferð og dvaldi um tíma hjá systkinum og aldraðri móður. Harald var meðalmaður á vöxt, hæglátur og vandaður maður. Ekki mun hann hafa talizt ham- hleypa til verka en vandvirkur og með afbrigðum trúr. Þetfca reyndi ég, þegar harm amnaðisit bú mitt í Danmerkurferðum mínoun. Til Islands kom Harald ungur og efnalaus, vann öðrum á kreppuárumum en orðinn heilsu- veill, þegax velmegun var mesit hér. Harald dó á Vífitsstö'ðum 7. þ.m., ókvæntur og barnlaus. Þrátit fyrir lanigvarandi heilsuleysi emdaði hann þrjátíu og átita ára dvölina hér sem efnalega sjálf- stæður maður. Og aldrei gleymdi hann boð- orðunum: Torfi Hjartarson. Jón Jónsson — Minningarorð JÓN JÓNSSON pipulagninga- meistari, sem andaðist á Hrafn- istu 8. þ.m. var fæddur 17/12 1873, að Hálsum í Skorradal Borgarfjarðarsýslu. Hann var yngstur af þrem börnum hjón- anna Guðrúnar Sigmundsdóttur frá Akranesi og Jóns Jónssonar frá Kjalvararstöðum, hann dó frá börnunum. Guðrún varð að bregða búi og taka ráðskonu- stöðu, sem henni bauðst hjá ekkjumanni í nágrenninu. Eldri sonurinn BrynjólfuT var um fermingu og fór að vinna fyrir sér en tvö yngrj börnin Karitas og Jón hafði Guðrún með sér í vistina. Síðar þegar hún giftist manninum, sem hún var ráðskona hjá, íót Jón að Gullberastöðum (eftir eigin ósk) og dvaldi þar fram yfir ferm- ingu. Ævi Jóns varð starfsöm og hljóðlát, reglusemin og prúð- mennskan frábær. Honum tókst að lifa lífinu án þess að eignast andstæð'nga eða óviídarmenn. Jón hafði um áratugi átt heima í Borgarnesi en vann vítt og breitt um héruðin í kring. Hann hætti að vinna fyrir tveim. þrem árum vegna sjóndepru, t Þökkum af alhug ölíum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Mattheu Guðnýjar Sigurbjörnsdóttur. Stóragerffi 9, Húsavík. Þorgrímur Maríusson, börn, tengdaböm og barnaböra. hraustur að öðru leyti, svo að hann lagði sig ekki út af til hvíldar að deginum til þó að hann væri kominn yfir nírætt. Nú er ljósið slokknað. Vertu sæll, Jón frændi minn, megi þín hljóða speki lifa æ hjá niðjum ættarlands. Guffrún Brynjólfsdóttir. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem á ýmsan hátt sýndu mér vinarhug á átt- ræðisafmæli mínu 28. nóv. sl. Ólafur Eggertsson Kvíum. Mit Land, Min Gud og min ære. S0ren B0geskov. Lelftur en ekki POB 1 FRÉTT í Morgunblaðinu hinn 12. þessa mánaðar var sagt að barnabókin „Mús og kisa" eftir Örn Snorrason, væri fró Bóka- forlagi Odds Björnssonar. Þetta er rangt, það er Leiftur sem er útgefandi. /^N Veljum M'Vislenzkt tll jólagjafa Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem veittu okk- ur aðstoð í erfiðleibuim okk- ar sl. vetur, með fjárframlög- um og öðru. Sérstaklega vilj- um við þó þakka sveitungum okkar ómetanlega hjálp. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og farsæld á kom andi ári. Jóhannes Guffnason og fjölskylda, frá Svansvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.