Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 1
24 SIÐUR 30. tbl. 56. árg. FIMMTUDAGUR 6. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgnnblaðsins. Bjarni Benediktsson, forsœtisráðherra um aðgerðir í atvlnnumálum: 100 MILLJÓNIR KRÓNA TIL ÍBÚÐABYGGINGA NÚ ÞEGAR — Stóioukin rekstrurlán til útgerðar og iðnaðar — Tunnuverksmiðjurnar á Akureyri og Siglufirði hefja starfrœkslu nú þegar I sem verið hefur, bæði afurða- lán og lán til útgerðarinnar í viðtali við Mbl. í gær, skýrði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra frá því, að á fundi Atvinnumálanefndar ríkisins í gær hefði legið fyrir loforð frá Seðlabankanum um 100 milljón króna lán til íbúðabygginga og mundi lán þetta væntanlega koma til út- borgunar í þessum mánuði. Sagði forsætisráðherra, að lánveitingu þessari væri ætlað að hraða framkvæmd- Biður nm stað- íestingu d út- breiðslubanni Washington, 5. febrúar, AP. RICHARD NIXON skoraði í dag á öldungadeild Bandarikjaþings að staðflesta sáttmálann um bann við frekari útbreiðslu kjarnorku vopna. Hann sagði, að staðfest- ing sáttmálans mundi auðvelda frekari samningaumleitanir Bandaríkjastjórnar við Sovét- stjórnina í framtiðinni. . Framhald á bls. 23 um við íbúðir, sem væru í byggingu, þannig að hægt væri að halda þeim áfram og ljúka þeim. Lán þessi væru fyrst og fremst ætluð þeim húsbyggjendum, sem fengið hefðu fyrri hluta láns sl. sum ar en einnig væri hægt að veita þau þeim aðilum, sem byggja hús og selja og komnir væru ámóta langt með sínar byggingar. Bjarni Benediktsson kvaðst vilja leggja áherzlu á, að lán þessi ættu að koma strax til útborgunar, en jafnframt væri nauðsynlegt að afla Byggingarsjóði ríkisins nýrra tekjustofna. Þá sagði forsætisráðherra, að á fundi Atvinnumálanefnd ar ríkisins í gær og raunar áður, hefði verið rætt um nauðsyn þess, að útgerðin kæmist sem fyrst af stað enda væri það mikilvægasti þátt- urinn í þeirri viðleitni að vinna bug á atvinnuleysi. Þegar væri ákveðið að veita stóraukin rekstrarlán frá því CIA yfirheyrir ,kínverska Philby' Washington, 5. febrúar. NTB. STARFSMENN bandarísku leyni þjónustunnar, CIA, yfirheyrðu í dag kínverska sendifulltrúann Liao Ho-shu, sem leitað hefur hælis í Bandaríkjunum, samtímis því sem bollalagt var í Washing- ton hvort flótti Kínverjans gæti haft þau áhrif að fyrirhugaðar viðræður Bandaríkjamanna og Kínverja í Varsjá síðar í þessum mánuði færu út um þúfur. Liao, sem var aðalfulltrúi Peking-stjórnasrinnar í Hollandi þar til hann „stakk af“ fyrir tólf dögum, kom til Washington í dag. Hans er vandlega gætt meðan CIA spyr hann spjörunum úr um starfsemi Kínverja á sviði stjórnmála og hermála í Evrópu og annairs staðar í heiminum. Flótta hans hefur verið líkt við flótta brezka njósnarans Kim Philbys til Moskvu. Peking-stjórnin hefur ekkert sagt um flóttann, en búizt er við yfirlýsingu frá henni þegar bandarískir og kínverskir full- trúar hefja að nýju formlegar viðræður í Varsjá eftir 13 mánaða hlé. Viðræ’ðurnar voru hafnair fyrir 14 árum í því sikyni að ganga úr skugga um hivort unnt væri að jafna ágreining ríkjanna þannig að þau gætu tekið upp stjórnmálasamband. Sumir sérfræðingar í Washing- ton telja, að Kínverjar muni nota Liao-málið til þess að gera að engu tiilraunir Bandaríkja- manna til að bæta sambúðina við þá. Kínverjar lögðu til í nóvember í fyrra að viðræ'ðurnar yrðu teknar upp að nýju og um svipað leyti fóru kínverskir leið- togar óvænt að tala um friðsam- lega sambúð. Aðrir sérfræðingar draga í efa að Kínverjaæ noti Liao-málið sem tæki í kalda stríðinu og telja að þeir stingi því undir stól. Hverjar svo sem stjórnmála- legar afleiðingar málsins ver'ða þá er flótti Liaos talinn afar mikilvægur vegna þess að talið er að Holland sé miðstöð njósna- starfsemi Kínverja í Vestur- Evrópu. Bandaríska utamríkisráðuneyt- ið hefur skýrt frá því að Liao verði hafður í „gæzluvarðhaldi". Ekkert hefur verið látið uppi um dvalarstað hans, en talið er a’ð CIA yfirheyri hann á leynileg- um stað skammt frá Washington. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. og einnig til iðnaðarins. For- sætisráðherra kvaðst von^, að verkfall sjómanna leystist hið fyrsta og sagði, að ríkisstjórn- in hefði leitazt við að beita áhrifum sínum í þá átt og stæðu vonir til að takast mundi að leysa deiluna áður en langt um liði. Bjarni Benediktsson sagði, að atvinnumálanefndum kjör dæmanna hefði verið falið að kanna, hvað af fiskiskip- um og fiskvinnslustöðvum mundu ekki hefja starfrækslu nema sérstök fyrirgreiðsla kæmi til og yrði þá haft sam- band við banka og aðrar lána- stofnanir í slíkum tilvikum. Þá upplýsti forsætisráðherra, að ráðstafanir hefðu verið Framhald á bls. 23 Morðið á John F.‘ Kennedy forseta: Réttarhöldin halda úíram New Orleans, 5. febrúar, iNTB. I BÚIÐ er að velja tólf manna kviðdóm fyrir réttarhöldin I yfir verzlunarmanninum Clay j Shaw, sem ásakaður er um | að hafa með Lee Harwey Os- wald lagt á ráðin um morðið [á John Kennedy, Bandaríkja- ) forseta. Clay Shaw, sem er 55 | ára gamall hefur setið í fang- ielsi síðan 1. marz 1967, en þá var hann handtekinn sam- (kvæmt skipun James Garri- jsons, saksóknara. Um tima stóð mikill styrr i um Garrison, þegar hann kom ' með hverja fullyrðinguna af I annarri um morðið á Kennedy i og þykja þær ekki allar á i sterkum rökum reistar. Garri- 1 son hefuæ frá upphafi haldið I því fram að niðurstaða Warr- i en nefndarinnar væri alröng, . en nefndin taldi Oswald hafa staðið einan að morðinu. Garri Framhald á bls. 2 Dubcek segir alvarlegt hættuástand liðið hjá Reyndu réttlínumenn oð brjósast til valda? Prag, 5. febrúar AP—NTB ALEXANDER Dubcek, flokks- leiðtogi lýsti yfir þvi í dag, að frjálslyndir flokksleiðtogar hefðu nýlega sigrazt á alvarlegum erfiðleikum, ef til vill hinum al- varlegustu sem þeir hefðu átt við að stríða eftir innrás Var- sjárbandalagsríkjanna í ágúst. Ummæli hans virðast gefa til kynna, að frjálslyndir leiðtogar hafi borið réttlínumenn ofurliði í valdabaráttu að tjaldabaki eftir sjálfsmorð Jan Palachs í síð- asta mánuði. Dubcek gagnrýndi íhaldssama andstæðinga er fylgj.a Rússum að málum í ræðu, sem hann hélt á fundi með 1500 yfirmönnum úr hernum. Hann skoraði á flokks félög að losa sig við sérstaka hópa, sem fylgdu stefnu er gengi í berhögg við stefnu flokksins, dreifðu flugritum og spilltu fyr- ir samstilltum átökum. Hann þakkaði hernum fyrir festu þá er hann hefði sýnt í þeim erfiðleikum, sem við hefði verið að glíma að undanförnu og virtist eiga við að herinn hefði vísað á bug beiðni íhaldsmanna um stuðning. Hann sagði, að síð- ustu atburðir sýndu að mikill meirihluti þjóðarinnar styddi stefnu flokksins og stjórnarinn- ar. Hann sagði, að gripið yrði til strangra ráðstafana gegn hvers konar öfgatilhneigingum og gagn rýndi ævintýramennsku og klofn ingsstarfsemi. Óbreytt utanríkisstefna Dubcek drap einnig á utanrík- ismál í ræðu sinni og sagði, að Tékkóslóvakar hefðu ekki um aðra kosti að velja en bandalag við Sovétrikin og önnur sósía- listaríki. Tékkóslóvökum bæri einnig skylda til að verja vest- urlandamæri valdablakkar sós- íalistaríkjanna. Brýna nauðsyn bæri til að efla hernaðarlega ein ingu Sovétríkjanna og annarra sósíalistalanda gagnvart utanað- komandi fjendum. Flokkurinn væri staðráðinn í að géra allt sem í hans valdi stæði til að efla herinn svo að hann gæti veitt Framhald á bls. 23 Von Hassel þingforseti Bonn, 5. febrúar. AP. KAI Uwe von Hassel, fyrrverandi varnarmálaráðherra kristilegra demókrata ,var í dag kjörinn forseti vestur-þýzka þingsins. Von Hassel tekur við af Eugen Gerstenmaier, sem sagði af sér 23. janúar vegna mikillár gagn- rýni sem hann sætti fyrir að taka við 280.000 mörkum í skaðabæt- ur fyrir tekjumissi af völdum nazista. Von Hassel hlaut 262 atkvæði tveimur atkvæðum fleira en til- skilið var, 123 greiddu atkvæði á móti, 29 sátu hjá og 43 seðlar voru ógildir. SKIPVERJAR PUEBLOS: Staðfesta framburð Buchers Kaliforníu, 5. febrúar. AP. NOKKRIR af áhanfarmeðlimum Pueblos hafa nú verið yfirheyrð ir og staðfestir vitnisburður þeirra í einu og öllu það sem Lloyd Buchner skipherra, hefur áður sagt. Einn þeirra, Stephan 1 Harris, liðsforingi, sagði frá því hvers vegna ekki hefði verið hægt að eyðileggja öll leyniskjöl. „Mennirnir hjuggu rafeinda- tækin í sundur eins og þeir gátu með öxum og köstuðu leyniskjöl unum ofan í logandi ruslafötur. Við höfðum nokkra sérstaka hnifa til að tæta blöð, en þeir voru svo seinvirkir að lítið gagn var að. Reykurinn varð brátt svo mikill að við gátum ekki hafst við, en fórum þess í stað að ’hjálpa þeim sem voru að troða skjölum í poka til að fleygja út- byrðis. Það var þó erfitt um vik þvi skothríðin dundj á skipinu, bæði úr vélbyssum og fallbyss- um. Duane Hodges (21 árs) greip pokann, stökk með hann út að borðstokknum og kastaði 'honum í sjóinn. En hann komst aldrei til baka, 57 millimetra fallbyssukúla hitti hann í fótinn, smaug upp í kviðarholið og sprakk þar. Veslings Duane sprakk nánast í tætlur og blóð og kjötflygsur dreifðust yfir okk Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.