Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969, 4 B(IALEIGANFAIURhf car rental service © 22-D-22- RAUDARARSTfG 31, ■ ^ SÍM11-44-44 mmim Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 31160. MAGIMÚSAR skiphou»21 simar2]190 eftir lokun simi 403S1 Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar ViSar, hrl. Hafnarstræti 11 - Sími 19406 Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axels Einarssonar, Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002. 13202, 13602. BiLAKAURem. Vel með famir bílar til sölu og sýnis f bílageymslu okkar aö Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bíiakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. '63 Gipsy 110 þús. '53 Dodge Weap., dís. 130 þ. ’67 Rússi diesel 200 þús. ’05 Vaux'hall Victor, 135 þ. '63 Daffodil 55 þús. '63 Benz, 17 farþ. 250 þús. ’65 Ford 500 vörub. 110 þ. ’63 Buick Electra 250 þús. ’65 Cadett station, 100 þús. ’68 Cortina 235 þús. ’62 Gipsy diesel 90 þús. ’64 Landrover, 130 þús. ’©5 Bronco 240 þús. ’60 Valiant atation, 60 þús ’63 Volkswagen 75 þús. ’65 Opel Record 140 þús. ’68 Landrover 265 þús. ’85 Gas ’69, 160 þús. ’62 Willys 130 þús. ’67 Volkswagen 1300 150 þús. ’65 Taunus 17 M, 180 þús. '67 Fiat 850 Coupé 160 þús. ’67 Fiat 850 135 þús. ’66 Dodge Dart, 250 þús. ’63 Fairlane 500 150 þús. ’67 Fairlane 500 - 395 þús. ’43 Willy’s, 130 þús. ’88 Hanomag, 245 þús. Ódýrir bílar, góð greiðslu. kjör: ’57 Volkswagen, 45 þús. ’54 Chevrolet, 30 þús. ’5ö Volksw., ný vél, 50 þús. Höfum kaupendur að ný- legum Volkswagen, Cort- ina, Saab og jeppabifr. Tökum góða bíla í umboðssölu Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss. UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466 0 Námsfrádráttur barna SL sunnudag birtust hér fyrir- spurnir frá framteljanda norður á Akureyri, þar sem aðallega var fjallað um námsfrádrátt barna. Af þessu tilefni hringdi Velvakandi til skrifstofu rikis- skattstjóra og fékk þar þær upp- lýsingar, að upphæð námsfrádrátt ar má þó ekki vera hærri en tekjnr barnsins (eða barnanna, hvers um sig), sem færðar eru í tekjulið 11. Vera má, að það sé Morgun- blaðinu að kenna, hafi einhvers misskilnings gætt um þetta hjá sumum, því að þegar Mbl. birti framtalsleiðbeiningamar, brengl- aðist sumt, en annað féll niður f sambandi við tekjur barna. Var því sá kafli prentaður aftur (og þá réttur) í heild í Mbl. þriðju- daginn 28. jan. á bls. 15, en bréf framteljanda til Velvakanda er dagsett 24. janúar. # „Karlalógik?“ Húsmóðir skrifar: „Kæri Velvakandi Um daginn sendi ég þér nokkr ar Hnur um efnl sjónvarpsins okkar og gagnrýndi ma. óvenju hrylUlega mynd, er þar hafði ver ið sýnd nýlega. Um leið og ég hvatti forráðamenn sjónvarpsins til að setja markið hátt og vanda val sitt á sýningarefni, lét ég í ljós þann grun, að framleiðendur hryllingsmynda kynnu að hafa gróðasjónarmið fyrir augum en ekki menningarlegan tilgang. Jafn framt benti ég á, að nóg væri af hryUilegum atburðum í frétta- myndunum frá Biafra og Viet- Nam, þótt okkur væri hlíft við slíku efni í skemmtidagskránni. Þetta virðist hafa farið illa i taugarnar á einhverjum ágætum heimilisföður. Hann talar um „kvindelogik” (maðurinn kann dönsku!) og heilaga einfeldni bles aðra kvennanna og kvartar um, hvað þeim sé gert auðvelt að auglýsa einfeldni sina fyrir al- þjóð. Jafnframt segist hann ekki ætla að færa frekari rök fyrir skoðun sinni! Ég er ekki svo lærð, að ég viti, hvernig á að flokka þessa „logik" hins ágæta heimilisföðurs. Ef það kynni að vera „karla- logik“, þá held ég að við kon- urnar megum vel við una að hafa okkar „kvennalogik". Það er vissulega gaman að svona körl um. Læt ég svo útrætt um þetta mál, og vona, að þú, Velvakandi góður, haldir áfram að gera öll- um auðvelt að birta alþjóð ein- feldni sína, bæði körlum og kon- um. Húsmóðir". 0 Dönsum á tjörninni! Eftirfarandi bréf átti að birt- ast I síðustu viku, en vonandi kemur ekki að sök, þótt það hafi hlotið yfir í þessa. Það er undirskrifað af fimm unglingum, og eftir stuttan inngang um, að fólki sé nauðsynlegt að skemmta sér nú sem áður, þótt eitthvað kunni auraróðin að hafa minnk- að, er komið með eftirfarandi hugmynd: „Nú er frost á Fróni. í ísnum á tjörninni eru fólgnir möguleik- ar til ódýrs skemmtanahalds. Við erum ekki að hvetja til skauta- iðkana. Við skulum dansa. Af hverju dansa? Það er gaman að dansa. Með öðrum orðum, við skulum halda dansleik á tjöm- inni næsta laugardagksvöld, ef veð ur leyfir. Mætum öU næsta laugardags- kvöld. Fjörið verður á ísnum. Góð loftræsting. Aðgangux ókeyp is. Hljómsveitarpallur: Hólminn. Hljóðfæri: 4 bumbur. Með þakklæti fyrir birtinguna, fyrir hönd almennings, nefndin". Beðið er um, að bréfið sé birt á frostdegi, en þvi þorir Vel- vakandi ekki að lofa. 0 Skyrsalan Erla Guðmundsdóttir, Álfa- skeiði 82, Hafnarfirði, skrifar: Dýrmæti Velvakandi! Þar sem þú virðist vera hinn eini aðgengilegi vettvangur fyrir þá málsvarslausu, sný ég mér til þín og legg orð í belg skyrdollu- málsins. Skyr og fiskur eru undirstöðu- fæða íslendinga og sú fæðutegund sem þeir leggja sér tU munns i ríkustum mæU. Skyr er aðalfæða ungbama, barna og ungUnga og fullorðnir neyta skyrs hlutfalls- lega mest af mjólkurafurðum. Þekkja alUr kosti þess, og vilja ekki án þess vera, ekki einungis vegna næringargildis þessk held- ur einnig vegna þess að það er ódýr og drjúg neyzluvara. Sú skyrtegund sem nú er borin fyrir íslendinga af Mjólkursamsöl unni, er úthrært skyr, selt á hærra verði pr. magn en venjulegt skyr hefir verið selt á tU þessa, og mismunur á verði kenndur endur bættum umbúðum. Umbúðirnar hafa ekkert gildi fyrir neytand- ann. Þeim er fleygt, og þarna er verið að seilast í pyngju almenn- ings með samvizkulausum ráns- höndum. önnur dulbúin ránsað- ferð er þarna einnig að verki, en það er útþynningin sem á sér stað — eflaust til þess að hægt sé að koma skyrinu fyrir í dollunum — úr þar til gerðum rándýmm vélum. Enga ástæðu sé ég ttl að borga fyrir vatn þetta og þá vinnu sem I þessu felst, unna af vélum og mönnum. Ef þessar nýju umbúðir em hagræðingarat riði fyrir framleiðanda skyrsins, þá er til þess mælzt, að hann í siðferðisskyni endurskoði þær hagræðingarráðstafanir sem hann ætlar ahnenningi að greiða fyi*ir fyrirtæki sitt. Ef sú hagræðingar- ald.a sem nú gengur yfir iðnað- inn í landinu beinist eingöngu að því að bæta hag framleiðanda á kostnað neytenda, sem varla haía orðið efni á að greiða fyrir nauðsynlegt viðhald Ukamans, — en ekki til þess að hagræða fyrir þjóðarheildina. Þá þurfa hagfræðingar annaðhvort að fara á viðbótarnámskeið, eða upp þurfa að rísa hagfræðingar fyrir neytendur. Síðan er þá hægt að fsara að berjast á því sviði líka eins og alls staðar þar sem réttur eins er niðurtroðinn öðrum í hag. Annars er ég með tillögu í þessu máli, sem nota mætti í neytenda þágu I fleiri hUðstæð- um baráttumálum. Ég kom að máU við kaupmann minn í gær, og bað hann um að panta meira pakkaskyr en gert hefði verið, en hann svaraði því til, að því miður þýddi ekkert fyrir hann að panta meira, því þeim væri sendur smáskammtur innpökkuðu skyri, og mættu víst þakka fyrir að fá það. Af sam- ræðum okkar varð sá árangur að hann samþykkti að setja upp áskriftarlista í verzlun sina, þar sem kvartendur gætu sett nöfn sín undir beiðni um pakkaskyr. Þessari tiUögu var einnig vel tek ið af nærstöddum viðskiptavinum Á vettvangi þínum, Velvakandi vil ég því beina þeim tilmælum til kaupmanna almennt, — sem einnig eru neytendur, — að þeir taki höndum saman við við- skiptavinina á móti einokunartil- raunum framleiðenda, og gefi neytendum kost á slíkum áskrift arlistum I verzlunum sínum. Get ur þá fengizt fram skoðanakönn- un um óskir neytenda, sem ættu að hafa tilverurétt i lýðfrjálsu landi. Gæti þetta jafnvel orðið upphaf að sjálfshagræðingu neyt- enda i öllum málum þar sem skórinn kreppir að. Dagblöðin gætu birt árangur sllkra skoðana kannana og notið sín til fulls í því efni hvað snertir þeirra upp- runalega tilgang sem fræðara al- mennings og í vissum skilningi uppeldisstofnun hinna fullorðnu 1 landinu. Húsmóðir í Hafnarfirði”. Innheimtufólk — onknvinnn Óskum eftir að ráða fólk til innheimtustarfa á kvöldin. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Dugnaður nr. 6143“ ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf. Myndntökur í heimnhúsnm við öll tækifæri, svo sem skírnir, kirkjubrúðkaup, afmæli og veizlur. Allar tökur á stofu í vönduðum litum Correct colour. Eina stofan er getur boðið þá þjónustu. 7 stillingar og stækkun, aðeins 1200.— kr. Pantið brúðarmyndatökur á föstudögum. Heimamyndatökur á sunnudögum. Athugið Stjörnuljósmyndir hafa alltaf verið ódýrasta stofan í bænum. STJÖRNULJÓSMYNDIR Flókagötu 45 — Sími 23414. Starfsmaður óskast Daggjaldanefnd sjúkrahúsa vill ráða starfsmann til að annast söfnun gagna um rekstur sjúkrahúsa og sam- fræðimenntun eða reynslu í bókbaMi, eða rekstri fræðimenntun eða reynslu í bókhaldi, eða rekstri fyrirtækja, kemur til greina. Ráðningartími fyrst um sinn 1 ár. Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun og starfsreynslu, sendist formanni nefndarinnar, Jóni Thors, deildarstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, fyrir 15. þ.m. Reykjavik, 5. febrúar 1969. Daggjaldanefnd sjúkrahúsa. JAZZBALLETSKÓLI BÁRU JAZZ — nýtt námskeið — Allir aldursflokkar — Innritun og skírteinaafhending í skólanum í dag og nœstu daga frá klukkan 5—9 eftir hádegi DÖMUR - ÚKAMSRÆKT — Líkamsrækt — megrunaræfingar fyrir konur á öllum aldri 3ja vikna kúr er að hefjast. — Sturtuböð — gufa. Innritun í skólanum í dag og næstu daga frá kl. 5—9 eftir hádegi. — Upplýsingar í síma 83730. JAZZ BALLETSKÓLI BÁRU. Stigahlíð 45 — (Suðurveri).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.