Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969.
3
Frá sýningunni „Náttúruvernd í Bretlandi“ sem haldin er í Bogasalnum.
Náttúruvernd í Bretlandi
á sýningu í Bogasalnum
NÆSTU 10 daga gefst almenn-
ingi kostur á að sjá sýninguna
„Náttúruvernd í Bretlandi", sem
haldin er í Bogasaj Þjóðminja-
safnsins. Er það farandsýning,
sem British Council lét gera, til
þess að sýna hvað gert er til
að vernda náttúru Bretlands og
leiða fólki fyrir sjónir hvaða
þýðingu náttúruvernd hefur.
Eiga mörg þau vandamál, sem
Bretar eiga við að glíma á sviði
náttúruvemdar, hliðstæður á ís-
landi og ættum við því margt að
geta lært af sýningunni og kvik-
myndinni, sem þar verður sýnd
hvert kvöld.
NáttÚTuverndarstarfsemi er
mjög öflug ag vel skipulögð í
Bretlandi ag er einkum þrennt,
sem að því stuðlar: lagalegur
grundvöllur náttrúruvemdar er
mjög traustur, áhugasamtök eru
öflug ag virk og síðast en ekki
sízt stendur brezk náttúruvernd
traustum fótum á vísindalegum
rannsóknum. Hefur Náttúru-
verndarstofnunin brezka 200 vis-
ipdamenn í sinni þjónustu og
vinna þeir að rannsóknum á
náttúru landsins. Er á það lögð
mikil áherzla á sýningunni, að
náttúruvernd og rannsóknir eru
samtvinnaðir þættir: rannsóknir
eru nauðsynlegur grundvöllur
náttúruverndar og eins er það
algert skilyrði fyrir náttúru-
rannsóknir í framtíðinni 'að tekin
séu frá svæði í þessu skyni nú
þegar.
Sýningin er aðallega bygg'ð
upp af ljósmyndum og frá ljós-
myndasjónarmiði er þarna um
merka sýningu að ræða, þar sem
myndirnar eru teknar af fær-
ustu náttúruljósmyndurum Breta.
Auk myndanna eru á gýning-
unni uppstoppuð dýr og fuglar.
Gesturinn á sýningunni sér
fyrst kort af Bretlandi og eru
þar mertet friðuð svæði, sem
þekja yfir 1000 ferkílómetra
svæði. Eru síðan sýndar myndir
af dýrum og gróðri, friðlöndum
og rannsóknum þar og rakin er
saga mannsins í Bretlandi. Eru
sýnd áhrif hans á umhverfið frá
upphafi til þessa dags og sýnt
hvernig nú er unnið að því að
uppræta áhrif, sem i'ðnvæðingin
í Bretlandi hefur haft á landið
allt frá iðnbyltingunni. Hefur t.d.
tekizt að hreinsa margar ár svo
að fiskur gengur í þær að nýju
eftir hundrað ára fjarveru.
Sýnd eru áhrif iðnaðar, land-
búnaðar, vatnsvirkjana og fleiri
framkvæmda á landi og sýnd
dæmi um það, hve miklu má fá
áorkað með góðu samstarfi iðn-
aðar- og orkuhagsmuna annars
vegar og náttúruverndarsamtaka
hins vegar. Eiga mörg af þeim
vandamálum, sem Bretar eiga við
a'ð glíma á þessu sviði hliðstæður
á íslandi. Á sýningin því mikið
erindi hingað og einnig má af
henni sjá, hvernig forðast má
náttúruspjöli eða draga úr þeim,
ef góður vilji er fyrir hendi.
Náttúrufræðinefnd Hins ís-
lehzka náttúrufræðifélags fékk
sýninguna lánaða hjá British
Council fyrir milligöngu Brian
Holt ræðismanns Breta á íslandi.
Jón Baldur Sigurðsson, formaður
náttúrufræðinefndarinnar, sá um
uppsetningu sýningarinnar. Var
sýningin opnuð kl. 17.30 í gær af
ambassador Breta á íslandi
Halford-Mac-Leod, en síðan
fluttu Birgir Kjaran, formaður
Náttúruverndarráðs, og Þorleifur
Einarsson formaður Hins ís-
lenzka náttúrufræðifélags ávörp.
Náttúruverndarsýningin verð-
ur opin kl. 16—22 daglega til 16.
febrúar og kl. 20.30 hvert kvöld
verður sýnd hálftíma kvikmynd
um náttúruvernd í Bretlandi.
Aili Akureyrartogara
meiri 1968 en 1967
í SKÝRJSLU, sem Mbl. hefur bor
izt frá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga hf., kemur fram, að afli Ak
ureyrartogaranna hefur orðið
nokkru meiri árið 1968 en hann
var árið 1967. Þannig öfluðu tog
ararnir fjórir, Kaldbakur, Sval-
bakur, Harðbokur og Sléttbak-
ur, samtals 15.251 lest árið 1968
á móti 11.669 lestum 1967.
Meginhluta þessa afla var
bæði árin landað á Akureyri,
8267 lestum árið 1967 og 11.828
lestum 1968.
Góðir vinningar í
Bingóinu hjó HVÖT
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt
efnir til Bingós á Hótel Borg í
kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst
það kl. 8.30.
Margir glæsilegir vinningar
eru á boðstólum. Ef heppnin er
með er hægt að vinna flugferð
til Kaupmannahafnar, fram og
aftur, tveggja daga sumardvöl á
sumarhótelinu á Búðum fyrir
tvo, heimilistæki, húsgögn og
matvöru.
Vilja Hvatarkonur hvetja
Reykvíkinga til að fjölmenna á
samkomuna.
i KARNABÆR
TlZKUVíJRZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330.
Síðnsti dogur vetrursölunnur
Storkostlegt tækifærí — ótníleg verí — 40%,í)Ö^'o,(i0o/o afsl.
DOMUDEILD
PEYSUR
KJÓLAR
PILS
DRAGTIR
SÍÐBUXUR
REGNKÁPUR
BLÚSSUR
KÁPUR
frá
frá
frá
frá
frá
frá
frá
frá
250,-
400-
400-
800-
350-
1.200-
300-
1.200.-
• SOKKAR þunnir frá 25—
• SOKKAR þykkir frá 35—
11 • MITTISJAKKAR
þykkir — ull frá 900—
• SKOKKAR frá 800—
• O. M. FL.
NYJAR VORUR
ÁVETRARSÖL-
UNNI:
BLÚSSUR
í úrvali
t. d. DRENGJA-
SKYRTUR —
MINI PEYSUR
HERRASKYRT-
UR o. m. fl.
HERRADEILD
SPARIFÖT frá 2.800.—
JAKKAR frá 1.500,—
DRENGJAJAKKAR
frá 1.000,—
SÍÐBUXUR
terylene frá 600.—
SPORT-síðbuxur frá 350.—
ULLAR- — frá 400,—
SKYRTUR frá 350.—
PEYSUR frá 350.—
FRAKKAR ull frá 1.800,—
IIÁLSKLÚTAR frá 90—
BELTI — leður frá 90—
SPORTPEYSU-
SKYRTUR frá 280—
NÝJAR VÖRUR í BÁÐAR DEILDIR TEKNAR UPP DAGLEGA
STAKSTFIWK
Heilsuspillandi
húsnæði
Siðar í þessum mánuði verða
teknar í notkun 52 íbúðir í
Breiðholti, sem eru eign Reykja-
víkurborgar og hefur verið
ákveðið að leigja þessar íbúðir
út til fólks, sem nú býr í heilsu-
spillandi húsnæði. í þessu sam-
bandi er ástæða til að minna á,
að enn býr nokkur hópur í hús-
næði, sem engan veginn er talið
viðunandi. Braggarnir eru að
vísu nær algjörlega horfnir, en
Höfðaborgin stendur enn. Fyrir
skömmu var hafizt handa um
niðurrif á hluta Höfðaborgar og
mun ætlunin að taka það hús-
næði smátt og smátt úr notkun.
Á vegum borgarinnar víða um
bæinn er einnig annað húsnæði,
sem ekki er boðlegt fólki, en
ástæðan fyrir því, að þetta hús-
næði hefur ekki fyrir löngu
verið tekið úr notkun er ein-
faldlega sú, að svo mikil ásókn
er í leiguhúsnæði hjá borginni,
að það hefur reynzt mjög erfitt
viðureignar.
Umbætur í
húsnæðismálum
Þótt enn sé töluvert af heilsu-
spillandi húsnæði í borginni,
sem höfuðnauðsyn er að hverfi
á allra næstu árum, er þó öllum
ljóst, að miklar umbætur hafa
orðið í húsnæðismálum borgar-
innar á síðari árum. Almennt
nú talið nægilegt framboð af
leiguhúsnæði og óhætt er að full-
yrða, að leigugjöld eru ekkl
jafn há og fyrir nokkrum árum
eða a.m.k. að þau hafi ekkl
haldið áfram að hækka. Fólks-
fjölgun í borginni er nú mjög
takmörkuð, og stuðlar það einnig
að því, að viðunandi ástand er
að skapast í húsnæðismálunum.
Samt sem áður má ekki gleyma
því, að ekki eru ýkja mörg ár
siðan húsnæðisekla var í Reykja
vík og aðeins örfá ár síðan veru-
legur skortur var á leiguhús-
næði. Fjölgi Reykvíkingum veru
lega á ný getur fljótlega skapast
svipað ástand og áður, og þess
vegna ríður á að halda í horfinu.
Endurnýiun eldri
borgarhverfa
Vöxtur Reykjavíkur hefur
verið mjög mikill á undanförn-
um árum og áratugum og borgin
hefur þanizt út. Nú er hins veg-
ar ástæða til að varpa fram
þeirri spurningu, hvort tímabært
sé að hefja endurnýjun eldri
borgarhverfa. Það er að sjálf-
sögðu mjög kostnaðarsamt að
undirbúa ný byggingarsvæði,
enis og gert hefur verið á undan
förnum árum, en í eldri borgar-
hverfum eru víða gömul hús,
sem lítið kostaði að rífa, en full-
frágengnar götur og allarlagnir.
Þess vegna er ástæða til þess
fyrir borgaryfirvöld að kanna,
hvort ekki sé ódýrara að endur-
nýja gömul borgarhverfi
með nýjum byggingum en
halda áfram að þenja borgar-
svæðið út í allar áttir. Enda
hlýtur að koma að því fyrr en
síðar, að gömul og úrelt hús
hverfi, en ný komi í staðinn.
< ■