Morgunblaðið - 06.02.1969, Side 23

Morgunblaðið - 06.02.1969, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969. 23 Lokuð hæli til endurhæf ingar drykkjusjúkum Áfengismálafélag verði stofnað 8. rebrúar Frá Bindindisráði kristinna safnaða hefur Mbl. borizt eft- irfarandi: 2. febrúar 1969. BINDINDISRÁÐ kristinna safn- aða gekkst fyrir ráðstefnu um málefni ofdrykkjumanna og hvað helzt væri til úrbóta í þessu mikla vandamáli. Ráðstefna þessi var í safnað- arheimili Hallgrímskirkju 2. febr. sl. Var þangað boðið fulltrúum allra helz.tu bindindis- og áfeng- ismálasamtaka þjóðarinnar, preatum á höfuðborgarsvæðinu og auk þess þátttakendum 20 safnaða á sama svæði. Aðalmálefni til umræðu voru þessi: a. Hver eru helztu úrræðin til verndar og varnar gegn böli áfengisins. b. Hvað gerir samfélagið til varnar gegn þessum voða og hvað ber því að gera samkvæmt lögum? c. Þörfin á lokuðum hælum til gistingar og endurhæfingar drykkjusjúku fólki. Framsögumenn voru: Úlfur Ragnarsson, læknir, Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, Steinar Guðmundsson, framkvæmdastjóri til stofnunar væntanlegs áfengismálaráðs fs- lands. - DUBCEK Framhald af bls. 1 örugga vernd gegn hættunni er stafaði frá heimsvaldasinnum. Tékkóslóvakar mundu leggja sinn skerf af mörkum til efling- ar Varsj árbandalagsins meðan NATO væri við lýði og meðan Evrópu væri skipt í tvær ríkja- blakkir og meðan ekki væri til sameiginlegt öryggiskerfi. Ludvik Svoboda, forseti, sagði á sama fundi, að eina vöm Tékkó alóvaka í sundruðum heimi fæl- ist í bandalaginu við sósíalista- Kndin og samvinnunni við þau. Hann varaði við vestrænum röddum, er þættust vera vin- samlegar og jafnvel hafa áhuga á sósíalisma. Hann sagði, að Tékkóslóvakar vildu aukin sam- skipti við kapítalistaríkin, en þeir gerðu sér engar tálvonir um stefnu þeirra. Rússar gagnrýna í Moskvu hélt málgagn aov- ézka rithöfundasambandsins, Lit eraturnaja Gazeta“ því fram í dag, að innlend og erlend öfl hefðu gert með sér samsæri síð- an Jan Palach avipti sig lífi til þess að koma af stað vandræð- um í Tékkóslóvakíu. Blaðið gagn rýndi tékkóslóvakíska blaðamenn og menntamenn og sagði að „starfsemi andsósíalistískra afla í Tékkóslóvakíu væri stjórnað af heimsvaldasinnum á Vesturlönd um.“ Vestur-Þjóðverjar voru að- allega sakaðir um að standa á bak við þessa meintu herferð. Blaðið sagði, að áróðursvélar heimsvaldasinna hefðu heilaþveg ið almenning í Tékkóslóvakíu og heiminum yfirleitt á skipu- lagsbundinn hátt og eftirtektar- vert væri, að þessi áróður hefði aukizt um allan helming síðan Tékkóslóvakar tóku að hverfa aftur til eðlilegs ástands. Blaðið sagði, að heræfingar NATO í Vestur-Þýzkalandi beind ust greinilega að því að styðja hægriöfl í Tékkóslóvakíu og vitnaði í bandarískar blaðafregn ir, þess efnis að einn liður í æf- ingunum væri ráðsrtafanir er grípa mætti til ef til svipaðrar uppreisnar kæmi og í Ungverja- Ræddar voru og samþykktar eftirfarandi tillögur: Skorað á ríkisstjóm og borgar- stjórn Reykjavíkur að koma sem allra fyrst til framkvæmda lög- um, sem nú þegar eru í gildi um hjúkrun, lækningu og lokuð hæli til endurhæfingar drykkjusjúku fólki. Meðan á þessum framkvæmd- um stendur telur ráðstefnan brýna nauðsyn að opna strax gistihæli fyrir heimilislausa hér í borginni, þar eð ástandið nú er allsendis óviðunandL Ráðstefnan vill vekja athygli og áhuga alþjóðar á að fylgja sér í raðir þeirra, sem ljóst og leynt vilja styðja áfengismála- félag það, sem stofnað verður 8. febr. Þetta ár til baráttu fyrir bættum hag og endurhæfingu drykkjusjúkra. >á telur ráðstefnan nauðsyn- legt að athuga sérstaklega hag og afkomu fjölskyldna ofdrykkju manna og bæta þar úr eftir föng um. Ráðstefna B.K.S. telur brýna þörf að opna strax hjúkrunar- stöð, þar sem unnt sé að veita drukknum mönnum viðtöku um stundarsakir, aðhlynningu og fyrstu tilraunir til hjálpar. (Sent frá formanni B.K.S. sr. Arelíusi Níelssyni). landi á árunum meðan á æfing- unum stæði. í Slóvakíu gagnrýndi aðalrit- ari slóvakíska kommúnistaflokk inn Gustav Husak „gasprara og lýðskrumara" í ræðu, sem hann hélt á fundi tékkóslóvakíska æskulýðssambandsins. Husak, sem talinn er í hópi íhaldssöm- uatu leiðtoga Tékkóslóvakíu, sak aði viss öfl um niðurrifsstarf- semi og sagði, að þau hefðu ekk- ert „jákvætt“ til máianna að leggja. Kadar í Moskvu Utanríkisráðherra Tékkóslóvak íu, Jan Marko, kom í dag til Moskvu. Tilgangur heimsóknar- innar er sagður sá að gera Marko kleift að kynnast sovézkum leið- togum. Þetta er fyrsta utanlands- ferð Markos siðan hann tók við embætti utanríkisráðherra. Ungverski kommúnistaleiðtog- inn Janos Kadar kom einnig til Moskvu í dag í óvænta óopin- bera heimsókn. Ekki hefur verið skýrt frá því hvers vegna hann fór til Moskvu eða hve lengi hann dvelst þar. Athygli vekur, að Kadar fór frá Búdapest skömmu áður en for- sætisráðherra Júgóslavíu, Mika Spiljak, var væntanlegur þang- að í heimsókn. Venja er í komm únistalöndum að erlendir leið- togar ræði við flokksleiðtoga. Kadar heimsótti Moskvu skömmú eftir innrás Varsjár- bandalagsríkjanna í Tékkóslóvak íu í fyrra. Langt er síðan Kadar kom síðast fram opinberlega, og hann hélt ekki ræðu á nýafstöðn um miðstjórnarfundi. Orðrómur er um að hann hafi verið veikur. Óstaðfe3tar fréttir herma, að flokksleiðtogar frá Varsjárbanda lagslöndunum, þar á meðal Tékkó slóvakíu, muni ef til vill halda með sér fund í Moskvu áður en langt um líður. Á það er bent að austur-þýzki kommúnistaleið- toginn Walter Ulbricht kom í óopinbera heimsókn til Moskvu í síðasta mánuði og er talið að hann sé nú í orlofi í Káksus. En tékkóslóvakískir heimildarmenn í Moskvu segjast ekkert vita um slíkan fund og telja ekki ástæðu til að setja heimsókn Markos í samband við slíkar fyrirætlanir. - PUEBLO Framhald af bls. 1 ur. Þegar við gátum ekki lengur komist að borðstokknum fyrir skothríðinni byrjuðum við að rífa skjöl og bækur í tætlur. Við vorum mjög æstir og rifum og tættum eins og óðir menn.“ Fyrsti stýrimaður skipsins, Edward Murphy, kvaðst íhafa verið — og vera enn — sam- mála skipherranum í öllu sem hann gerði meðan á árásinni stóð og meðan þeir voru fangar og staðfesti fullyrðingu Buohers um að Pueblo hefði aldrei farið inn í landhelgi N-Kóreu. Ýmsar getgátur hafa verið á lofti um að „CIA”, leyniþjónustan Banda ríska hafi átt þátt í starfsemi Pueblos, en í bréfi frá Richard Helms, yfirmanni leyniþjónust- unnar, er þessu neitað og sagt að skipið hafi aldrei gegnt nein- um störfum fyrir hana. Það hefur komið fram að marg ir af áhöfn Pueblos eru mjög reiðir út af þessari rannsókn, eins Og reyndar þúsundir ann- arra Bandaríkjamanna. Meðan Budher bar vitni, fyrstu dagana, barst honum skeyti frá skips- höfninni þar sem sagði: „Kæri skipper, við stóðum saman í Kóreu og við munum einnig ganga saman í gegnum þetta?“ Undirsrkriftin var „Buchers Bast ards“. - KÓPAVOGSBÆR Framhald af bls. 24 fræðingur tóku v»el í að þessi beiðni yrði athuguð og hefur bæjarráð síðan skipað viðræðu- nefnd af sinni hálfu og eiga sæti í henni, bæjarstjóri, bæjarverk- fræðingur og lögfræðingur Kópa vogsbæjar. Að því er Axel Jónsson bæjar- ráðsmaður Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, tjáði Mtol. í gær, er talið fullvíst, að greiða verði ein- hverjar bætur vegna skipulags- breytingarinnar en skoðanir manna hins vegar skiptar um það, hve miklar líklegt sé, að þær geti orðið. Þá kvað Axel heldur ekki liggja ljóst fyrir hvort bæjarsjóður Kópavogs eigi að greiða þær bætur eða hvort þær skuli greiðast af fram- kvæmdafé Hafnarfjarðarvegar- ins. Axel Jónsson sagði hins vegar, að bæjarstjóri og bæjarverkfræð ingur hefðu lýst því yifir, að þeir teldu einsýnt, að bótaskyldan hlyti að falla á vegasjóð. Ákveð- inn hefur verið aukafundur í bæjarstjórn Kópavogs um þetta mál n.k. mánudag. - 100 MILLJÖNIR Framhald af bls. 1 gerðar til þess að turinuverk- smiðjurnar á Akureyri og Siglufirði tækju þegar í stað til starfa. Bjarni Benediktsson sagði, að það tæki nokkurn tíma að ráðstafa þeim 300 milljónum króna, sem ríkisstjómin hefði tekið að sér að útvega skv. samkomulaginu um aðgerðir í atvinnumálum og yrði fyrst að fá yfirlit um það hvar þörf in væri mest. Hann sagði, að Atvinnumálanefnd Reykjavík ur kannaði nú möguleika á, að þeír togarar, sem legið hafa ónotaðir um nokkurt skeið hefji veiðar á ný, en kostnaður við það væri nokkru meiri en gert hefði verið ráð fyrir í fyrstu. Þá skýrði Bjarni Benedikts son frá því, að Atvinnumála- nefnd ríkisins hefði rætt starfsreglur nefndarinnar í gær og mætti búast við frétta tilkynningu um starfshætti nefndarinnar eftir helgina. Bjami Benediktsson, for- sætisráðherra lagði að lokum áherzlu á, að þessar aðgerðir kæmu að litlu gagni nema verkfall sjómanna leysist og vinnufriður haldist í landinu. - RÆÐA EYJÖLFS Framhald af bls. 16 að ná hagkvæmari samningum en náðust við Svisslendingana, þegar menn sjá, að erlend fyr- irtæki, eða fyrirtæki, sem er- lendir aðilar eiga einhverja að ild að, njóta fulls réttar á ís- landi og ekki þarf að óttast pólitískar aðgerðir til að koma þeim á kné, eins og óneitan- lega hefur hent víða um heim. Á íslandi er hafin iðnbylting og vissulega á hér vel við að „hálfnað er verk þá hafið er“. Framhaldið er svo miklum mun auðveldara en upphafið, að varla fer hjá því, að hvert stór fyrirtækið rísi af öðru alveg á næstu árum, aðeins ef við ein- beitum kröftunum að rannsókn náttúruauðlindanna og höfum djörfung til frjálslegra sam- skipta við erlenda menn á jafn- - BIÐUR UM Framhald af bls. 1 í boðskap til öldungadeildar- innar kveðst Nixon alltaf hafa verið fylgjandi útbreiðslubanni, en í fjrrrahaust hefði hann hvatt til þess að staðfestingu samnings ins yrði frestað vegna atburð- anna í Tékkóslóvakíu. Hann bætti því váð, að þótt hann færi fram á skjóta staðfestingu nú breytti Það í engu um það að hann hefði fordæmt atferli Rússa. Leiðtogi repúblikana í öldunga deildinni, Everett Dirksen sagði á blaðamannafundi í Hvíta hús- inu, að hann teldi engin vand- kvæði á því að öldungadeildin staðfesti samninginn. 90 ríkis- stjórnir hafa undirritað samn- inginn, en aðeins níu hafa stað- fest. hann. Dirksen taldi að samn ingurinn yrði staðfestúr í lok mánaðarins. f boðskap sínum til öldunga- deildarinnar kveðst Nixon fara fram á staðfestingu samningsins að loknum umræðum í Þjóðar- öryggisraáðu. Hann sagði, að staðfestingin yrði í þágu þjóðar- hagsmuna. - ELDSKÍRN Framhald af bls. 22 mætum standa mjög framar- Iega í handknattleik og eru afar erfiðar viðfangs á sín- um heimavelli. Við sknlum einnig vera minnugir þess að Danir urðu nr. 2 á síðustu heimsmeistarakeppni og Svíar nr. 5. Þess vegna er engin skömm að þvi þó einhver munur yrði á þessum liðum og okkar unga og upprennandi lið i keppni þeirra við rótgróin og reynd lið. En það er höfuðnauðsyn að okkar unga lið fái sína eld- skírn á erlendum vettvangi, áður en liðsmönnum verður att út í erfiða keppni sem framundan er í undanriðlum heimsmeistarakeppnL — Viltu spá einhverju um úrslit? — Ég er ekkert feiminn við að segja það hjartans álit mitt að ég tel það sigur fyrir okk- ar lið ef liðið tapar með minna en 5 mörkum í hvor- um leik, og verði markamun- urinn þar um bil tel ég það sómasamlega útkomu. Ég dreg þó enga dul á, að alltaf setur maður vonir sín- ar hærra og með slíku hugar- fari fer þetta landslið okkar að heiman í dag. Strákarnir voru hér heima hjá mér í fyrrakvöld og ég get stað- hæft að þeir eru staðráðnir í að gera sitt allra bezta — og helzt að koma með sigur heim aftur. Það eru góðar óskir fjölda manna sem fylgja handknatt leiksliðinu í dag og í leikjum liðsins á morgun og sunnudag og í borgakeppninni á þriðju- dag. Mbl. mun reyna að segja lesendum sem bezt og gleggst frá öllu og fer Atli Steinars- son utan með landsliðinu í því skynL réttisgrundvelli. Þessi fyrir- tæki verða að sjálfsögðu í vax- andi mæli í eigu íslendinga, og um það er líkur verða þau öll eign auðugrar íslenzkrar þjóðar, sem búa mun við betri lífskjör en annars staðar þekkjast. Það er regla en ekki undan- tekning, að ein stórframkvæmd kallar á aðra. Þess vegna má ekkert lát verða á virkjunar- framkvæmdum og er sjálfsagt að hefjast þegar handa um frekari virkjun í Þjórsá og jafnframt að fullrannsaka Dettifoss, Blöndu og önnur stór fljót, sem líklegust eru til virkj unar, svo að þar megi hefjast handa innan 3—4 ára. Ég tel engan vafa á því, að óhætt sé að halda áfram framkvæmdum við Þjórsá þótt ekki hafi ver- ið gerður orkusölusamningur, því að unnt muni verða að selja orkuna á því verði, sem hún mun þaðan kosta, nú á næstu árum, þótt það reyndist sjálfsagt ókleift eftir 10 ár eða svo. En þótt orka frá fallvötn- unum verði of dýr í framtíð- inni, nema orkuverin hafi ver- ið afskrifuð að verulegu leyti (þá er vatnsorkan ódýrari en nokkur önnur orka) eigum við aðra auðlind, þar sem er hvera hitinn, og nú er jafnvel gert ráð fyrir að virkja megi hvera- orkuna til rafmagnsvinnslu á 2 mill eða jafnvel 'lægra, sem yrði ódýrasta orka, sem á boð- stólum væri, a.m.k. nú um nokk urt skeið. En þar að auki yrði svo varminn notaður til ýmis konar framleiðslu, ekki sízt í efnaiðnaðinum. hið nýja ísland Já, við heyrum sögur af því, að fólk sé að flýja land, jafn- vel til fjarlægustu heimsálfunn ar, vegna þeirrar smáskvettu, sem gefið hefur á skútuna, eða hvað eru 2 eða 3 erfiðleikaár í sögu einnar þjóðar, ár sem þó eru ekki erfiðari en svo, að lífskjör geta orðið svipuð og fyrir fáum árum. Nei, þeir menn, sem nú flýja af hólmi, vita sannarlega ekki hvað þeir eru að gera, sér og sínum. En hið nýja ísland, ísland iðnvæðingar og hagsældar, verður ekki til alveg af sjálfu sér. Á næstu mánuðum mun reyna á manndóm og þroska íslenzku þjóðarinnar. A það mun reyna, hvort við berum gæfu til að lægja öldur ósam- lyndis og kröfuhörku. Á það mun reyna, hvort unnt verður að halda vinnufriðinn og hvort menn hafa þroska til að taka á sig byrðar um nokkurra mán aða skeið til þess að njóta stór felldra framfara og batnandi lífskjara um allan aldur. Ég held, að flestum eða öll- um skiljist nú, að við getum ekki treyst á sjávaraflann einan. Við verðum að efla iðn- aðinn á þann veg sem hér er um rætt, ekki með neinum smá- skammtalækningum heldur stórstígum framförum og öflug- um fyrirtækjum, sem í engu gefa eftir sambærilegum rekstri í öðrum löndum. Þegar það hefur verið gert, verður auðvelt að fást við erfiðleika £ sjávarútveginum. Það er hlutverk okkar Sjálf stæðismanna að slá skjald- borg um íslenzka hagsmuni og hopa hvergi fyrir óvinaher, því að gæfa íslands um langa fram- tíð verður ráðin einmitt á þessu ári. Ef við missum nú tökin á efnahags- og atvinnu- málum, er líklegt að þær dyr lokist, sem nú standa opnar, til allsherjar iðnvæðingar — og það sem meira er, þær dyr kynnu aldrei að opnast aftur, af þeirri einföldu ástæðu, að orkulindir okkar verða ekki samkeppnishæfar eftir að þró- un kjarnorkuvísinda hefur gert unnt að framleiða ódýrustu orkuna. Þá kynni syo að fara að erfitt yrði að letja menn Ástralíuferða. En svo fer ekki, það skulum við Sjálfstæðismenn sameinast um að tryggja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.