Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969. ■Úitgieflaindx H.f. Árvalcuir, Reykj'avlk. Fxiamkvæmdastj óri Haraldur Sveinsaœn. Œtitstjórai1 Sigurður Bjamiason frá Viguir. Matithias Joihanness'en. Eyjólfur Konráð Jónsaon. RitstjómarMItrúi Þoxbjörn Guðmundssonw liréttaisitjóri Bjöm Jóhannæom Auiglýsih'gastjóxá Árni Garðar KristinsBon. Eitstjórn og afgreiösla Aðalstrseti 6. Siml 10-109. Auglýsingaa? Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. ÁEkriltargjald kr. 160.00 á mánuði innarilands. í lausasjölu kr. 10.00 eintakið. TIL ÞESS ÞARFMANN DÓM OG ÞROSKA ¥jað sætir sannarlega engri * furðu, þótt ugg setji nú að mörgu hugsandi fólki um framtíð íslenzku þjóðarinn- ar. Ástæða slíks uggs er ekki fyrst og fremst sú, að afla- brestur og stórfellt afurða- verðfall hefur skapað okkur margvíslega efnahagserfið- leika. Það sem veldur áhyggj- um er hitt, hvemig nokkur hluti þjóðarinnar snýst við þessum erfiðleikum. Mikill meirihluti hugsandi íslend- inga gerir sér áreiðanlega ljóst, að þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur gert til þess að rétta við hag útflutn- ingsframleiðslunnar og stuðla að atvinnu í landinu eru skyn samlegar. Hvaða ríkisstjórn, sem setið hefði í landinu hefði orðið að gera þessar ráðstafanir. Það er þess vegna hörmuleg staðreynd, þegar þjóðinni ríður mest á því að öll hjól framleiðslu hennar snúist, að útflutningur aukist RÚSSAR RÁÐAST Á EFNAHAGS- SAMVINNU NORÐURLANDA Itlalgögn kommúnistaflokks Sovétríkjanna halda nú uppi hörðum árásum á fyrir- hugaða efnahagssamvinnu Norðurlanda. En hver er til- gangurinn með þessari fyrir- huguðu efnahagssamvinnu? Hann er fyrst og fremst sá að vinna að því að gera Norð- urlöndin smám saman að efnahagslegri heild í nánum tengslum við aðrar Evrópu- þjóðir. Með þessu hyggjast þjóðir Norðurlanda bæta efnahagsaðstöðu sína og lífs- kjör almennings í þessum löndum. og hver starffús hönd hafi atvinnu, þá skuli verkföll stöðva tæki útflutningsfram- leiðslunnar vikum saman, draga þannig stórlega úr gjaldeyrissköpun og stuðla að stórauknu atvinnuleysi í landinu. Þannig getur engin þjóð rétt við hag sinn, eftir að á henni hafa skollið óviðráðan- legir erfiðleikar. íslenzka þjóðin hefur fram til síðustu áratuga verið fá- tæk og atvinnulíf hennar fá- breytt. En hún á í dag af- kastameiri og fjölbreytilegri framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr. Hún á glæsilegan fiskiskipaflota og myndarleg- an fiskiiðnað. Fleiri og fleiri greinar iðnaðar eru að vaxa upp í landinu og stóriðja er að halda innreið sína. Um það þarf þess vegna ekki að fara í neinar grafgötur að íslend- ingar geta sigrast á stundar efnahagserfiðleikum og hald- ið áfram að bæta lífskjör sín og skapa öllum almenningi aðstöðu til þess að búa við atvinnuöryggi og þroskavæn- leg lífskjör. Spurningin er að- eins þessi: Höfum við mann- dóm og þroska til þess að mæta erfiðleikum æðrulaust og af manndómi og festu? íslendingar hafa til þessa fylgzt með þessum umræð- um, án þess þó að taka þátt í þeim, vegna sérstöðu Is- lendinga að mörgu leyti. En vitanlega gera íslendingar sér ljóst, að þeim ber nauðsyn til þess að taka þátt í vaxandi efnahagssamvinnu við grann- þjóðirnar á Norðurlöndum. Efnahagsviðskipti okkar við þessar þjóðir eru enn allt of lítil. Þær kaupa allt of lítið af okkur, þótt sumar Norður- landaþjóðirnar eigi við okkur allmikil viðskipti. Kommúnistablöðin rúss- nesku segja, að með efnahags samvinnu Norðurlanda séu „einokunarsinnar“ að stefna velferð mikils hluta Norður- landabúa í hættu. Þetta er að sjálfsögðu algjör rangtúlkun á staðreyndum. Leiðtogar Norðurlandaþjóð anna, sem um þessi mál fjalla munu í engu rasa um ráð fram. Þróunin mun ganga sinn gang og færa þessar náskyldu þjóðir saman á sviði efnahagsmála eins og á öðrum sviðum þjóðlífs þeirra. í þessu sambandi má minn- ast þess, að þegar Norður- landaráð var stofnað árið 1952 litu Rússar það óhýru auga. Af þeim ástæðum töldu Finnar sér ekki fært að gerast aðilar að þessum samtökum fyrr en nokkrum árum seinna. Þá hafði tortryggni Sovét- manna rénað. Á sama hátt mun vafalaust fara um af- stöðu þeirra til efnahagssam- vinnu Norðurlanda. Reynslan tÍL^I 11 f Mlfet Jf III 'AN IÍR HFIMI \iiiv U1 nll Uli ÍIlIIVII „Fiskistríð" úti fyrir vesturströnd S-Ameríku FYRIR utan Kyrrahafsströnd Suður-Ameríku geisar nú „fiskistríð“, sem heimurinn þar fyrir utan hefur ekki gef- ið mikinn gaum. Skip úr flot- um strandríkjanna þar taka botnvörpunga frá Norður- Ameríku þar að meintum ólöglegum veiðum og skip- stjórar þeirra eru síðan dæmdir í háar fjársektir. Sendiherrar Bandaríkjanna bera fram mótmæli vegna þessara aðgerða og síðan eru 1 borin fram gagnmótmæli af hálfu sendiráða Chile, Peru og Equadors í Washington. Samtímis verða blaðaummæli vegua þessa fiskistríðs stöð- ugt hvassari. Ekki hefur verið- unnt að komast hjá slíkum skærum á sjó, eftir að þrjú framan- greind Suður-Ameríkuríki sögðu skilið með svonefndri „Santiago-yfirlýsingu" við þriggja mílna landlhelgi og kröfðust réttar til 200 mílna land'helgi úti fyrir ströndum sínum .Bandaríkin vísuðu þessum kröfum á bug. „Sígilda“ þriggja mílna landihelgin var áður fullkom- lega viðurkennd á þessum slóðum og þar skírskotað til langdrægni strandfallbyssna. Síðar stækkuðu Sovétríkin, Noregur og fleiri ríki land- helgi sína upp í 12 mílur og lok’S þöndu nokkur ríki Suð- ur-Ameríku landhelgi sína í 200 mílur. Helztu rök þessara ríkja voru að skírskota til fæðu- skortsins í löndum sínum og nauðsynjarinnar á því að við- halda auðugum fiskistofnum Suður-Kyrrahafsins við. Það er engin tilviljun, hve auðug fiskimiðin eru þarna, því að fljót, sem streyma til sjávar frá Andesfjöllum, flytja með sé afarmikið magn af þörung um og svifi, sem eru undir- staða lífs í sj'ónum. Var sagt, að ákvörðun framangreindra þriggja landa væri að öðru leyti ekkert „einíhliða mál- efni“. Við þessar aðstæður, sem enginn botn er fenginn í enn- þá, hafa nokkrir útgerðar- menn á Kaliforníuströnd Bandaríkjanna sýnt af sér ábyrgðarleysi á þann hátt, að þeir hafa notfært sér það, hve óljós deilan er og sent fiski- skip sín inn á svæðið fyrir innan 200 mílna marka Perú, og Equador. Hala þeir hel'd- ur viljað bíða þeiss, að skip þeirra yrðu gripin að veiðum einstaka sinnum og greiða þá eftir á sektirnar, sem skip þeirra hljóta í stað þess að greiða fyrirfram fyrir veiði- leyfi í viðkomandi ríki (12 dollara fyrir hvert tonri). Strangt tekið þurfa þeir þess ekki heldur, sökum þess að þessi feiknarlega víðáttu- mikla landhelgi hefur ekki verið viðurkennd. Hins vegar er þessu atferli tekið mjög illa í löndum Suður-Ameríku, þar sem rík tillhneiging er fyr ir hendi til þess að líta á þetta sem brot á fullveldi þeirra. mun sanna að hún mun bæta aðstöðu hinna norrænu þjóða í lífsbaráttunni, og skapa frjálslegri og eðlilegri við- skiptahætti þeirra á meðal. DRYKKJUSKAPUR GRÆNLENDINGA Cænska blaðið Dagens Ny- ^ heter skýrði frá því sl. laugardag að drykkjuskapur Grænlendinga keyri nú úr hófi fram. Neyzla einstaklings í Grænlandi af hreinu áfengi á ári sé komin upp í 19 lítra af hreinu alkóhóli að meðal- tali, en það sé helmingi meira en í Danmörku, þar sem þessi tala sé 9 lítrar á mann af hreinu áfengi á ári. í þessu sambandi má geta þess að alkóhólneyzla íslendinga á ári var 2,1 lítrar af hreinu alkóhóli á árinu 1968 að með- altali, 2,3 lítrar 1967, 2,3 1. 1966 og 2,0 1. árið 1965. Hið sænska blað telur að ástæða hinnar stórauknu áfengisneyzlu Grænlendinga sé í senn bættur efnahagur og aukin samskipti við um- heiminn. Grænlendingum þykir það beinlínis „fínt“ að drekka. Þessar fréttir frá nágrönn- um okkar Grænlendingum, sem vissulega eru ískyggileg- ar mættu gjarna leiða athygli að áfengisvandamáli okkar íslendinga. Enda þótt hór sé drukkið miklum mun minna en í Grænlandi, er það þó staðreynd, sem engum hugs- andi manni á íslandi dylst að hér er drukkið of mikið. ís- lendingar fara illa með áfengi. Það er líka vitað að fjöldi afbrota hér á landi sprettur af óhóflegri áfengis- neyzlu. Danska stjórnin hefur gert ýmislegt til þess að draga úr áfengisneyzlu Grænlendinga. Lengi vel mátti ekki flytja áfengt öl til Grænlands. En Grænlendingar drukku þá þeim mun meira brennivín. Vonandi tekzt með skyn- samlegum, félagslegum að- Ríkisstjórnir framangreindra landa verða því að taka tillit til almenningsálitsins í þeim frá þessum sjónarlhóli einnig í viðleitni sinni til þess að leysa þetta deilumál. En Bandaríkjamönnum finnst brotinn réttur á sér einnig. Þingmenn í ríkjum Bandaríkj anna, sem að Kyrra hafi liggja, 'hafa komið á lög- gjöf, sem felur í sér skyldu til gagnráðstafanna gagnvart þeim ríkjum, er láta taká bandarísk skip að veiðum, sem eiga að vera utan allrar landhelgi. Þegar hefur verzl- unarmálaráðuneytið lagt 35% toll á niðursoðnar tón- fisksvörur frá Perú og Equa- dor. Frá því í fyrra hafa Banda- ríkin reynt að fá Suðor- Ameríku ríkin þrjú til þess að fallast á málamiðlunarlausn. Fulltrúi Bandaríkjanna á FAO-ráðstef nunni (Matvæla- og landbúnaðarstofnun S-am- einuðu þjóðanna) í Ghile lagði til í apríl í fyrra, að komið yrði á fót fiskveiði- stofnun á þessu svæði til þess að komizt yrði að hagfelldri lausn varðandi nýtingu fiski- miða á þessum h-luta Kyrra- hafsins. Felur sú tilliaga í sér, að bandarískum fiskiskipum verði heimilað að veiða að verulegu leyti innan 200 mílna markannia. Ohile hefur fyrir skömmu látið í ljós vilja á að falla frá 200 mílna landhelginni ekki h'vað sízt fyrir þá sök, að Argentína hefur gefið í skyn, að hún hafi áhuga á að færa sína landhelgi einnig út í 200 mílur og færi svo, kynni að koma til nýrra deilna um suð- urhorn álfunnar. (Þýtt og endursagt úr „Die Welt“). gerðum að ráða fram úr áfengisvandamáli Grænlend- inga. Þessi fámenna og frum- stæða þjóð, sem byggir þetta harbýla land, má áreiðanlega ekki við því að neyta svo óhóflega áfengis, sem raun ber vitni. Lestarræn- ingja leitað Brússel, 31. janúair. NTB. LÖGREGLAN gerði í dag I skyndileit í gistihúsi í belgíslku ( borgktni Liege, eftir að fnegn- . ir höfðu borizt um, að brezki' lestairnæninglnn Ronal'd | Briggs dveldi á hóitelinu. ( Leitin bar ekki áranguir, en] fullvíst er talið, að Briggs * hafi verið á hótelinu þar til j fyrir fáeinuon dögum. Briggs tókst að sleppa fra! Wandswerth fangelsiniu, eftir' að hafa afplánað 16 mánuði j af 30 ára fangeflisisdómi og | hefur hans verið leitað ákaft síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.