Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969. - RÆÐA EYJÖLFS Framhald af bls. 1S lýðgráðstefnu Sjálfstæðismanna vil ég undirstrika það, sem ég tel verá megingalla í íslénzku efnahags- og atvinnulífi, þ.é.a.s vanmátt fyrirtækjanna til þess að hrinda verkefnum í fram- kvæmd og koma við hepþileg- ustu vinnubrögðum á sér- hverju sviði. Einkareksturinn er með öðrum orðum ekki nægilega öflugur. Ég held, að á þessu stigi væri ekki úr vegi að eyða nokkrum mínútum í að leitast við að gera sér grein fyrir þróun atvinnumálanna hér 6Íðustu áratugina og stöðu einkaframtaksins. Ég ætla ekki að leitast við að upphefja neinn talnalestur eða prósentu- reikning á því, hver þáttur einkaframtaks sé í atvinnuveg- um þjóðarinnar og bera það saman við fyrri tíma eða önnur lömd. Væri það þó vissulega verðugt viðíangsefni þeim, sem slíka rannsókn gæti gert, enda minnist ég þess, að í einni af leyniskýrslum kommúnista, sem Morgunblaðinu bárust, lýstu þeir því áliti sínu, að þannig væri háttað í islenzk- um atvinnuvegum, að lítið þyrfti annað en skipta um menn í áhrifastöðum til þess, að kommúnisminn ætti greiða leið að lokatakmarki sínu hér á landi. En hvað sem um þá fullyrð- ingu má segja, er hitt víst, að tímabært er, að Sjálfstæðis- menn, sem berjast fyrir fram- gangi einkaframtaks og frjáls- ræðis hér á landi, geri sér grein fýrir því, hvar skórinn kreppir, og hvað geti orðið til úrbóta. Gjarnan megum við þó fyrst gera okkur ljóst, það sem vel er í þessum efnum og árang- ur, sem að undanförnu hefur náðst — og hann er langt frá því að vera lítill. . í þessu efni er þess þá fyrst að gæta, að á örfáum árum hefur fiskiskiþafloti lands- manna verið endurnýjaður og hundruð nýrra og glæsilegra fiskiskipa færa bfjörg í bú, þegar barnabrekum verkfalls- ' ins lýkur. Svo til allur þessi glæsilegi floti er í eigu fram- taksmanna og félaga þeirra. Þetta er hið öfluga einkafram- tak, sem að vísu á um þessar mundir við mikla erfiðleika að etja vegna óviðráðanlegra ytri aðstæðna. En þetta er ekki lít- ill árangur, þegar það er haft hugfast, að síðast þegar stór- átak var gert til að endurnýja fiskiskipin í styrjaldarlokin með nýsköpunartogurunum, reyndist mjög erfitt að fá einkaframtakið til að beita sér og bæjarútgerðir risu upp, eins og kunnugt er. Bæjarúígerðir og sam- vinnuútgerðir hafa týnt töl- unni eða dregið saman segl- in, en einkaframtakið heldur velli í sjávarútveginum. Og þetta er það einkaframtak, aem við helzt kjósum, framtak margra manna, sem flestir hafa unnið sig upp úr litlum eða engum efnum, en eru nú eig- endur eða sameigendur eins fiskiskips eða nokkurra. Um fiskvinnsluna er það að segja, að einnig þar hefur þok- azt í rétta átt. Er þar að lang- mestu leyti um einkarekstur að ræða, og á sviði sildariðn- aðar hefur það gerzt, að einka- framtak hefur sótt á, en fyrir tiltölulega fáum árum leit svo út sem Síldarverksmiðjur rík- isine yrðu einokunaraðíli á þessu aviði fiskiðnaðarins. Um fiskvinnsluna er auðvitað hið sama að segja og útveginn, að þar er um að ræða mikla tíma- bundna erfiðleika, sem allir hljóta þó að vona og treysta að sigrazt verði á. En í öðrum iðngreinum hef- ur einnig náðst verulegur ár- angur og mörg glæsileg iðn- fyrirtæki risið, þótt yfirleitt séu þau fremur smá í sniðum. I>ess er líka að geta í sam- bandi við iðnaðinn, að á síð- ari árum eru ný fyrirtæki nær eingöngu í einkarekstri, en áð- ur virtust Samband íslenzkra samvinnufélaga og kaupfélögin ætla að taka forystuna í upp- byggingu iðnaðar. íslenzkir iðn rekendur hafa nú sýnt og sann- að, að svo mun ekki fara, og er það auðvitað geysimikil- vægt, því að augljóst er, að iðnaðurinn mun stóreflast í ná- inni framtíð og fjarlægari og verða meginatvinnuvegur ís- lendinga eins og annarra fram- sækinna þjóða. Á sviði verzlunar hefur einnig stefnt í rétta átt. Frjáls- ræðið í verzluninni hefur orð- ið til þess að einkarekstur hef- ur styrkzt og hlutur samvinnu- félaga orðið minni en áður, þegar innflutningsleyfi sögðu til um það, hve mikið hver og einn mætti flytja til landsins. Um landbúnað þarf ekki að fara mörgum orðum. Þar er um einkarekstur að ræða eins og ætíð hefur verið. Hins veg- ar má segja, að einkaframtakið sé nær alveg afskipt við vinnslu landbúnaðarafurða. Þar eru samvinnufélögin í almætti sín- um, og áratugagamalt fyrir- komulag virðist nánast vera trúaratriði flestra þeirra, sem áhrif hafa í samtökum bænda og framleiðslufyrirtækjum þeirra. Á þessu sviði væri þó áreiðanlega þörf fersks and- rúmslofts og heilbrigðrar sam- keppni, ekki síður en á öðrum sviðum. Á sviði samgangna má segja að einkaframtakið standi sæmilega í ístaðinu. Hæst ber þar auðvitað Loftleiðir, Flug- fé'lag íslands og Eimskipafélag- ið. Þetta stutta yfirlit sýnir, að meginhluti atvinnutækja er í eigu einstaklinga og félaga þeirra, og einmitt þess vegna hafa framfarir orðið jafn mikl- ar og raun ber vitni. Hinsveg ar eru fjrrirtækin yfirleitt fjármagnssnauð — og á því eru einnig skýringar. Eftir því sem fyrirtæki stækka, t.d. bátar verða full- komnari og dýrari, þarf meira fjármagn til að komast yfir og reka slík tæki. Áður fyrr réð einstaklingurinn við að kaupa trilluna og jörðina, en nú eru fyrirtækin oft svo fjárfrek, að fáir eru þeir einstaklingar, sem við ráða. Úr þessum vanda leysa menn raunar oft með stofnun hverskyns félaga og samtaka sín í milli, en venju- lega er þá teflt á tæpt vað og lítið fjármagn aflögu til að mæta skakkaföllum og til að standa undir rekstri. Athafna viljinn er oftast mikill og þá gjarnan fjárfest meira en hyggi legt er. Loks þýðir ekki að dylja sig þeirri staðreynd, hvorki fyrir launþega né aðra, að atvinnu- rekstur á íslandi hagnast ekki með eðlilegum hætti. Menn benda að vísu á, að forstjór- ar virðast yfirleitt ekki lifa neinu hörmungarlífi, og rétt er það. Þeir hafa yfirleitt vel til hnífs og skeiðar, en því ferþó fjarri að þeir séu allir í stöð- um sem eru sældarbrauð. Oft fer mikill hluti starfsorku þeirra í fjárhagsáhyggjur, glím ur við bankastjóra og annað þess hátt, í stað þess að þeir einbeiti sér að því að bæta rekstur fyrirtækjanna og auka hann. Sannleikurinn er sá, að einka fjármagn er alltof lítið í ís lenzkum atvinnurekstri. Farið er af stað með fyrirtæki, sem bera svo þunga skuldabagga, að lítil sem engin von er til, að þau fái undir risið með skaplegum hætti. Mönnum finnst kannski ein- kennilegt, að ég skuli hér á ráðstefnu launþega sérstaklega ræða þetta vandamál og hverra úrbóta sé þörf. Þetta sé mál, sem fyrst og fremst varði vinnu veitendur, en ekki launamenn. Þar er ég þó á algerlega and- stæðri skoðun. Það er ekki síð ur hagsmunamál launþega en vinnuveitenda, að sá hugsunar- háttur nái að ríkja, að unnt sé að koma við hagkvæmum og hyggilegum rekstri í fyrir- tækjum, gagnstætt því sem því miður hefur svo oft viljað brenna við hérlendis. — Og það er aimenningsálitið í þessu efni, sem þarf að breytast. ÞÁTTTAKA ALMENNINGS I ATVINNUREKSTRI En auk þess spyrja menn auðvitað hér, þegar af bjart- sýni er talað um fjölmargar nýjar starfsgreinar og atvinnu fyrirtæki: Hvernig á að koma þeim á fót? Að þessu hvoru tveggja mun ég nú víkja nokkr um orðum. í nágrannalöndum okkar eru flest veigamestu atvinnufyrir- tækin í formi opinna hlutafé- laga með fjölda hluthafa. Oft skiptist fjármagn það, sem fyr- irtækin hafa yfir að ráða, þannig, að um það bil helm- ingurinn er í eigu einstaklinga sem hlutafé, en helmingurinn er fenginn að láni. Þannig er með öðrum orðum helmingur fjármagnsins fastur í fyrirtæk- inu og þarf aldrei að greiða hann þar út, gagnstætt því sem er um lán, sem greiða verður af afborganir. Að sjálfsögðu er greiddur arður af hlutafénu undir venjulegum aðstæðum, og þá oft nokkru hærri en vöxt- um mundi nema, en engu að síður er eigið fjármagn svo ríf- legt, að yfirleitt þarf ekki að standa í bardaga til þess að fá fé til daglegs reksturs. Þetta rekstrarform, almenn- ingshlutafélögin, verður auðvit að þeim mun mikilvægara og nauðsynlegra sem fyrirtækin verða stærri. Við íslendingar erum til dæmis andvígir því, að þróunin verði sú, að fáir auð- menn reki allan atvinnurekst- ur. Við vi'ljum sem mesta auð- jöfnun. En sú skoðum má hins- vegar undir engum kring- umstæðum leiða til þess, að við hlífumst við því að stofna fjár- sterk fyrirtæki. Við verðum að eins að búa þannig um hnút- ana, að þau eigi fjöldi manna, sem áhrif getur haft á stjórn þeirra með beinni eignaraðild og þátttöku í störfum þeirra. Og þessum fyrirtækjum á að búa heilbrigð vaxtarskilyrði, þannig að þau geti hagnazt, safnað sjóðum, greitt arð og aukið umsvif sín og bætt rekst ur jafnt og þétt. Því að þannig og aðeins þannig er unnt að bæta launakjör og lífsafkomu almennings. En það eru ekki einungis fjárhagsleg sjónarmið, sem því ráða, að þessi stefna er sú eina færa fyrir okkur íslend- inga, ef við ætlum að búa í heilbrigðu lýðfrjálsu landi. Óhjákvæmilegt er, að hér rísi öflug atvinnufyrirtæki, og ef þau ekki verða í eigu einstakra auðmanna hljóta þau að verða ríkisrekin, nema til komi það form, sem ég hef gert að um- talsefni. Menn kunna raunar að segja að ekki saki, þótt eitt og eitt fyrirtæki sé í eigu ríkisins. Við höfum t.d. sementsverksmiðj unia í slíku rekstrarformi, þó að ég að vísu telji það mjög ó- æskilegt og að miklu bet- ur hefði farið, ef um þá fram- kvæmd hefði verið stofnað op- ið hlutafélag, sem raunar má enn gera. En hér í þessum hópi hljótum við þó að vera sam- mála um það, að gjörsamlega sé útilokað, að allur meirihátt ar rekstur verði í framtíðinni í höndum ríkisins. Þar með væri alltof mikið fjármálalegt vald komið í hendur ríkisins og stjórnmálamanna, auk þess sem rekstrarafkoma slíkra fyr- irtækja gæti aldrei orðið eins góð og hún mundi vera í hönd- um atorkumanna. Það eru þannig — eins og ég áðan sagði — ekki einungis hin fjárhagslegu sjónarmið, sern við þurfum að hafa í huga, heldur sjálfur grundvöllur lýð ræðisins. Við verðum að dreifa valdinu yfir fjármagni þjóðfé- lagsins sem allra mest á með- al borgaranna. Þar er um að ræða þá skipan þjóðfélagsmála, sem nefnd hefur verið auð stjórn almennings eða fjár- stjórn fjöldans, þ.e.a.s. sjálfan grundvöll sjálfstæðisstefnunn- art að sem allra flestir verði fjárhagslega sjálfstæðir. Fyrir þessu hefur Sjálfstæðisflokkur inn barizt, t.d. í húsnæðismál- um, þar sem kapp er á það lagt, að sem flestar fjölskyld- ur geti eignazt eigið húsnæði, enda höfum við íslendingar lík lega náð á því sviði lengra en nokkrir aðrir. Á meðan atvinnureksturinn var einfaldari og atvinnutækin minni voru einstaklingar örfað ir til að kaupa sín atvinnutæki og reka þau sjálfir, og vissu- lega ber enn að keppa að því, að allur minniháttar atvinnu- rekstur sé í höndum dugmik- illa einstaklinga, sem kunna með fjármuni og atvinnufyrir- tæki að fara. Rétt og sjálfsagt er líka að þeir einstaklingar, sem bolmagn hafa til að reka miðlungsfyrirtæki, geri það, ýmist einir eða í samtökum sín á milli. En þegar til stórverk- efna kemur er óhjákvæmilegt að almenningshlutafélögin taki við. Á engan hátt annan er unnt að tryggja það fjárhags- lega lýðræði, sem við í Sjálf- stæðisflokknum berjumst fyrir. Þess vegna verður að segja það eins og það er, að það hef- ur tekið menn ótrúlega lang- an tíma að skilja þessi grund- vallarsannindi, þótt ég ha'ldi að almennt geri menn sér nú grein fyrir þessu, ekki einung- is í Sjálfstæðisflokknum, held- ur líka meira og minna í öðr- um f lokkum. Rétt er, að við leitumst við að gera okkur grein fyrir því, hvað til þurfi til þess að al- menningshlutafélög rísi upp og ýmis konar nýjungar verði teknar upp í atvinnumálum í samræmi við þau margháttuðu tækifæri á atvinnusviðinu, sem ég áður nefndi. Þar má fyrst nefna að upp þarf að rísa kaupþing eða verð bréfamarkaður, og er nú kapp samlega unnið að undirbúningi þess máls. Þá er þörf skattalagabreyt- ingar, svo að skattar af hluta- bréfaeign og arði séu ekki aðr- ir en af sparifé og vöxtum. í öðrum lýðfrjálsum löndum gegna þeir aðilar, sem hér mætti nefna frumkvöðla eða upphafsmenn að fyrirtækja- stofnunum, geysiþýðingarmiklu hlutverki. Þeir eru menn, sem stöðugt eru í leit að nýjum viðfangsefnum, rannsaka hug- myndir, sem fram koma, og er þeir hafa sannfærzt um ágæti einhvers atvinnufyrirtækis, hefjast þeir handa og koma því á legg, en selja síðan sína vinnu og hugmyndir öðrum mönnum, sem fyrirtækið vilja reka, og leggja til atlögu við ný viðfangsefni. Þannig verða fyrirtæki, smærri og stærri, oft og tíðum til. Þá er það altítt, að fyrirtæki og sjóðir geri það að atvinnu sinni að tryggja sölu hlutabréfa í nýjum fyrirtækjum eða félög um, sem eru að auka rekstur sinn og þurfa mikið fjármagn. Fyrir milligöngu þessara aðila er unnt að leggja út í félags- stofnanir, án þess að þurfa að eiga á hættu, að hlutabréfin muni ekki seljast og öll vinn- an sé þannig unnin fyrir gíg. Hér eru hinsvegar engar stofnanir, bankar eða sjóðir, sem kaupa hlutabréf eða tryggja sölu þeirra, þannig að mjög óhægt er um vik að koma af stað félögum eins og þeim, sem ég hér ræði um. Skoðun mín er sú, að mjög brýna nauðsyn beri til að vinda að því bráðan bug, að upp rísi hér eitt eða fleiri fyr- irtæki, sem sinni þessum verk- efnum. Til þess þarf ekki mjög mikið fjármagn, því að slíkar stofnanir mundu ætíð vinna að því að selja öðrum þau hluta- bréf, sem þær eignuðust, til þess að takast á við ný við- fangsefni, og þegar almenning ur hefði gert sér grein fyrir því, að nokkur fjárfesting í hlutabréfum væri jafn hepþi- leg eða heppilegri ráðstöfun fjármuna en t.d. fasteignakaUp, mundi markaður verða nægur fyrir slík bréf. Að þessum málum er nú unn- ið fyrir frumkvæði Verzlunar- ráðsins, og standa miklar von- ir til þess, að slíku fyrirtæki verði komið á laggirnar. Þá er þess að gæta, að alltof títt er í íslenzkum fyrirtækj- um, að bókhaldsstörf séu van- rækt og eigendur og stjórn- endur viti lítið sem ekkert um hag fyrirtækisins fyrr en seint og síðar meir. Framkvæmdafé- lög eins og það, sem ég áðan nefndi, mundu að sjálfsögðu gera mjög strangar kröfur ti'l þess, að þau fyrirtæki, sem þau ættu aðild að, hefðu gott og ítarlegt bókhald og mundu þannig vera þýðingarmikið að- hald að fyrirtækjunum. Mikil þörf er einnig á end- urskipulagningu fyrirtækja, bæði fjárhagslega og rekstrar- lega, og gæti slíkt félag að- stoðað við hana, en auk þess eru vafalaust mörg tækifæri til að sameina fyrirtæki og fá miklu betri rekstrargrundvöll fyrir þau en nú er. Einnig á því sviði væri mjög heppi- legt, að þriðji aðili kæmi til skjálanna og leitaðist við að laða menn til samstarfs um hag kvæmasta og bezta rekstur atvinnuf yrirtæk j anna. Við verðum að játa, að á góðu árunum var látið vaða á súð- um, ekki bara hjá einstakling um, heldur líka fjölmörgum fyr irtækjum, sem héldu að umsvif- in mundu stöðugt aukast og ekki væri brýn þörf á breytt- um vinnuaðferðum og bættum rekstri, hagurinn væri það góð ur og mundi stöðugt fara batn- andi. En svo vakna menn skyndilega upp við vondan draum. En til þess eru mistökin að læra af þeim — eða eigum við að segja á góðri íslenzku — vítin að varast þau —, og við getum marga og mikla lærdóma dregið af reynslu síðustu ára, en þó fyrst og síðast þá, að atvinnureksturinn verður að efla, og þannig verður að búa að íslenzkum atvinnufyrirtækj um, að þau geti skilað arði í góðu árferði og haldið áfram hinu mikilvæga uppbyggingar- starfi, þjóðinni allri til hags- bóta. GÆFUSPOR f SÖGU ISLENSKRA ATVINNUMALA Skoðun mín er sú, að gerð álsamninganna við svissneska álfyrirtækið hafi verið mesta gæfuspor í sögu íslenzkra at- vinnumála. Ekki vegna þess að þetta fyrirtæki sem slíkt ráði úrslitum í atvinnumálum okk- ar, jafnvel þó það yrði stækk- að í allt að 160 þús. tonna framleiðslu og yrði með stærstu álverum heims, heldur vegna þess, að með byggingu þessa iðjuvers var ísinn brot- inn. Menn sjá nú, að unnt er að semja við ís'lendinga að sið aðra manna hætti, en mjög urð- um við þess varir, sem unnum að undirbúningi að byggingu olíuhreinsunarstöðvar á sínum tíma, að vantrú var á því, að við vildum í raun og sannleika samstarf við erlenda fjármagns eigendur. Margsinnis var að því spurt, hvort pólitískur grund- völlur væri fyrir slíkum samn- ingum og þess vegna gekk ver en ellá að fá menn til alvarlegs samstarfs, þótt það tækist að lokum og málið strandaði ein- ungis á okkur — á því, sem samningsaðilar okkar óttuðust, að pólitískur jarðvegur væri ekki nógu jákvæður. Nú vita menn hinsvegar að það er ekki fleipur eða sjónar- mið fámenns hóps manna, þeg- ar rætt er um nýjar stórfram- kvæmdir, hvort heldur er bygg ing nýrrar álbræðslu eða sjó- efnaverksmiðja og olíuhreins- unarstöð. Og ástæða er líka til að ætla, að unnt muni reynast Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.