Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 24
fflegtmfritobífe
FIMMTUDAGUR 6. FEBRUAR 1969
AUGIYSIN6AR
5ÍMI SS*4*80
Ágreiningur milii Æsku
lýösráðs og borgarr áðs
— um nafn á hinu nýja œskulýðsheimili
ÁGREININGUR er kominn upp
milli Æskulýðsráðs Reykjavíkur
og borgarráðs um nafn á hinu
nýja æskulýðsheimili við Skafta
hlíð 24, þar sem áður var veit-
ingastaðurinn Lídó. Lagði Æsku
lýðsráð til við borgarráð, að stað
urinn hlyti nafnið „Tónabær" en
á fundi borgarráðs sl. þriðjudag
hlaut sú tillaga ekki nægan stuðn
ing en í þess stað samþykkti
borgarráð að staðurinn skyldi
nefnast „Hlíðarbær". Borgar-
stjórn hefur endanlegt úrskurð-
arvald í málinu og kemur það
fyrir borgarstjórnarfund í dag.
Svo sem kunnugt er af frétt-
um efndi Æskulýðsráð til verð-
launasamkeppni um nafn á hús-
inu og bárust tillögur frá 1040
aðilum með 870 nöfnum. Að lok-
inni úrvinnslu úr þessum fjöl-
mörgu tillögum samþykkti Æsku
lýðsráð að leggja til að staður-
inn hlyti nafnið „Tónabær“.
Hið nýja æskulýðsheimili verð
ur opnað n.k. laugardagskvöld 8.
febrúar.
Viðtolstímor borgarfulltrúa
SjólfstæðisUokksins
— Hinn fyrsti n.k. laugardag
Akveðið hefur verið að
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafi auglýstan við-
talstíma á laugardögum kl.
2—4, fyrst um sinn til loka
aprílmánaðar. Munu borgar-
fulltrúarnir hafa viðtalstíma
í Valhöll við Suðurgötu og
taka tveir fulltrúar á móti
sameiginlega hverju sinni.
í fyrsta viðtalstímanum á laug
ardaginn kemur munu Auður
Auðuns og Styrmir Gunnarsson
taka á móti en framvegis verður
auglýst á föstudag og laugardag
hvaða borgarfulltrúar taki á
móti hverju sinni.
Reykvíkingar eru hvattir til
þess að notfæra sér þessa við-
talstíma borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og koma þar á
framfæri óskum, ábendingum
og aðfinnslum eða öðrum þeirn
málum, sem þeir hafa áhuga á.
Yfirlitsmynd af líkani, sem gert hefur verið af hluta Reykjavíkurhafnar. Fremst á myndinni sést
vöruskemma Eimskipafélags Islands. Samkværnt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær hjá for-
stjóra Eimskipafélagsins gengur vinna við vöruskemmuna samkvæmt áætlun. Mun efri hæðin
verða tilbúin til notkunar um næstu mánaðarmót. Framkvæmdir við seinni helming hússins eru
hafnar og gert ráð fyrir að þeim verði lokið um svipað leyti að ári. Á hafnarbakkanum fjær sést
m.a. nýja Tollstöðin, Hafnarhvoll o. fl. Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Eimskip vill reka tollvörugeymslur í Stálu
— í Reykjavlk og á Akureyri
Tvær bækur
Irú íslandi
Márus á Valshamri
og Þjófur í Paradís
1 DAG verður bókmennta-i
verðlaunum Norðurlandaráðs J
úthlutað. Frá íslandi vorul
lagðar fram tvær bækur að t
þessu sinni, Márus á Vals-i
hamri og meistari Jón eftir)
Guðm. G. Hagalín í norskri 1
þýðingu ívars Eskeland, ogt
Þjófur í Paradís eftir Indriðaí
G. Þorsteinsson í danskri þýðj
ingu Eriks Sþnderholm.
EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
hefur sótt um leyfi til fjár-
málaráðuneytisins til að reka
tollvörugeymslu í Skúlaskála í
Reykjavík og væntanlegu hús-
næði félagsins á Akureyri. Málið
hefur ekki enn hlotið afgreiðslu
fjármálaráðuneytisins, en for-
stjóri Eimskipafélagsins, Óttarr
Möller, sagði í samtali við Mbl.
í gær. að hann vænti þess fast-
lega, að þetta Ieyfi fengist.
— Það var samkvæmf ósk
margra viðskiptamanna Eimskipa
félagsins, sem við sóttum um
l'eyfi til að starfrækja þessar
toilgeymslur, sagði Óttarr. Eim-
skipafélagið hefur um mörg ár
geymt ófollafgreiddar vörur í
vörugeymslum sínum, og þannig
starfað líkt því sem fríhafnir
gera erlendis. Einnig hefur fé-
lagið haft frílager í sambandi
við vörur og varahluti, sem not-
að er um borð í skipum félags-
ins. Tollvörugeymsla yrði þriðja
stig í tollgeymslumálum Eim-
skipafélagsins. Er um hana sótt
samkvæmt ósk viðskiptavina og
tilgangurinn með benni að auka
þá þjónustu sem félagið hefur
veitt, til hagsbóta fyrir viðskipfa
vini þess í Reykjavik og á Norð
urlandL
óttarr Möller gat þess enn-
fremur, að teikningar og smíða-
lýsing að væntanlegu húsi fé-
lagsins á Akureyri yrðu tilbúnar
í þessari viku og á næstunni yrði
gengið frá samningum um smíði
þess húss. Mætti gera ráð fyrir
að fyrirtæki á Akureyri ynni
verkið.
Kaupir Kópavogsbær
fjölbýlishús
vegna vegaframkvœmda?
TIL mála hefur komið, að
Kópavogsbær kaupi fjölbýlis
húsið við Ásbraut 3-5 í Kópa-
vogi. Ástæðan er sú, að breyt
ing hefur verið gerð, frá því
sem upphaflega var ráðgert,
LOFTLEIÐIR MUNU BJÓÐA
LÆGRI FLUGFARGJÖLD
LoftleiðÍT munu............M5
Morgunblaðið sneri sér í gær
til blaðafulltrúa Loftleiða, Sigurð
ar Magnússonar, og innti hann
frétta af viðbrögðum Loftleiða
við fyrirhuguðum fargjaldabreyt
ingum IATA. Sigurður sagði:
— Enn liggja ekki fyrir upp-
lýsingar um að IATA-samsteypan
sé búin að ganga frá nýjum flug-
gjaldatöxtum á leiðunum yfir
Norður-Atlantshafið, en hins
vegar eru vissar breytingar tald-
ar mjög sennilegar.
Loftleiðir munu halda þeirri
stefnu, sem félagið hefur fyrir
löngu markað, en hún er sú, að
bjóða lægri fargjöld en keppi-
nautarnir á flugleiðunum yfir
Norður-Atlantshafið, og mun fé-
lagið breyta sínum töxtum í sam
ræmi við það, eftir að búið er
að staðfesta nýju IATA-fargjöld-
in.
Að því er Norðuxlöndin varðar
þá er rétt að minna á, áð samið
hefur verið um að Loftleiðir megi
bjóða lægri fargjöld en SAS-
samsteypan til og frá Skandinav-
íu og gildir það samkomulag þó
að breytingar verði nú gerðar á
þeim fluggjöldum, sem í dag eru
í gildi hjá IATA-féiögunum.
á væntanlegri tengingu Kárs-
nesbrautar við hinn nýja
Hafnarfjarðarveg og felur
breytingin í sér, að gatan fær
ist nær fjölbýlishúsi þessu
en eigendur þess eru mjög
óánægðir með breytinguna
og telja, að af henni hljótist
mikið ónæði og rýri hún verð
gildi íbúðanna.
Sl. laugardag var haldinn fund
ur með eigendum íbúða í þessu
fjölbýlishúsi, að tilhlutan bæjar-
ráðs Kópavogs. Var fundurinn
m.a. haldinn til þess að ræða
framvindu mála og kanna, hvort
eigendur fjölbýlishússins hygð-
ust krefjast lögbanns á vega-
framkvæmdirnar. Við því gáfu
þeir ekki endanlega svör, en
báru hins vegar fram þá ósk, að
bærinn keypti íbúðir þeirra
vegna skipulagstoreytingarinnar.
íbúðir í húsinu munu vera 20
talsins.
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri
og Ólafur Jensson, bæjarverk-
Framhald á bls. 23
hljóð-
færum
fyrir 200.000 kr.
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
í Reykjavík handtók í gær
nokkra menn innan við tví-
tugt, en í fórum þeirra höfðu
fundizt hljóðfæri og hljóðfæra
búnaður ýmiss konar, sem
talið er að menn þessir hafi
stolið úr hljóðfæraverzlunum
að undanförnu. Verðmæti
þessa er áætlað um 200 þús-
und krónur.
Yfirheyrslur í málinu stóðu I
enn yfir er Morgunblaðið fóri
í prentun i gærkvödli. J
Stórhríð og raí-
magnstruílanir
STÓRHRÍÐ með miklu frosti
gekk yfir norðanvert landið i
gær. Að sögn fréttaritara Mbl. á
Egilsstöðum var veðrið harðast
frá kl. 9 til 11 í gærmorgun, en
í gærkvöldi var komið sæmilegt
ve'ður þar ura slóðir.
Nokkrar truflanir urðu á raf-
magni á Austurlandi í gær. Var
um tíma rafmagnslaust að
nokkru á Egilsstöðum, Reyðar-
firði og Eskifirði. Einnig bilaði
rafmagnslína, sem liggur í Fella-
hrepp.
I gærmorgun varð árekstur
milli tveggja bíla á mótum Hellis
götu og Reykjavíkurvegar í Hafn
arfirði. Bílstjóri annars bílsins
fótbrotnaði og var fluttur á Slysa
var’ðstofuna.