Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969. Skóverksmiðjan bægir atvinnuleysinu frá Egilsstöðum, 5. febrúar. LAUGARDAGINN 1. febrúar var haldinn framhaldsstofn- fundur skóverksmiðjunnar á Eg- ilsstöðum. Var fundurinn fjöl- rnennur og mikill samhugur í fundarmönnum. Þar fór fram stjórnarkjör, en áður hafði mál- ið verið í höndum bráðabirgða- stjórnar. Hið nýja fyrirtæki heit ir Agila h.f., en það er forn orð- mynd af nafninu Egill. Stjórnarformaður hins nýja Éyrirtækis er Þráinn Jónsson, J/araformaður Erling Garðar þónsson, rafveitustjóri, ritari Þor [steinn Sveinsson, kaupfélags- stjóri. Framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn til bráðabirgða Vil- hjálmur Sigurbjörnsson. Bráða- birgðahúsnæði er fengið í verk- stæðishúsi, sem byggingafélagið Brúnás h.f. á í byggingu og verð- ur þegar hafizt handa að full- gera það. Standa vonir til að hægt verði að hefja rekstur m>eð vorinu. Hér virðast líkur fyrir vax- andi atvinnuleysi framundan, en von um að þessar nýju fram- kvæmdir geti bægt frá dyrum okkar. — St. E. Getrauna og hug- myndasamkeppni UM BÆTTA UMFERÐ BÓKIN „Öruggur akstur“, sem Samvinnutryggingar gáfu út ár- ið 1951 og sendu viðskiptamönn- um sinum, hefur nú verið gefin út á ný, með breytingum í sam- ræmi við hægri akstur og þróun í umferðarmálum yfirleitt. Bók- in, sem hefur að geyma heil- ræði fyrir ökumenn, er gefin út í 25 þúsund eintökum og er ver- ið að senda hana út þessa dag- ana. Skýrðu forystumenn Samvinnu trygginga frá því á fundi með blaðamönnum í gær, að í sam- bandi við útgáfu bókarinnar yrði efnt til verðlaunagetraunar og hugmyndasamkeppni. Fylgir hverri bók listi með 10 spurn- ingum og er svörin við þeim að finna í bókinni. Svörin þurfa að berast fyrir 15. marz og eru verð launin iðgjöld af tryggingu Sam- vinnutrygginga, eða líftryggingu Andvöku — en getraunin er að- eins fyrir viðskiptavini þessara tryggingafélaga. Hugmyndasamkeppnin „Bezta ráðið — bætt umferð“ er aftur á móti öllum opin. Er óskað eftir hugmyndum um hvaðeina, sem getur horft til bóta í umferðar- málum, hvort sem það snertir akstursreglur, ökumenn, vegi, skipulag umferðar, umferðar- fræðslu, löggjöf, eftirlit o.s.frv. og mega hugmyndir hvort sem er vera staðbundnar eða miðast - RETTARHOLDIN Framhald af bls. 1 son hinsvegar segir að Os- wald, Shaw og David nokkur Ferrie, hafi gert samsæri um að drepa hann. Skömmu eftir að uppvíst varð um rannsókn Garrisons fannst Ferrie látinn í íbúð sinni. Garrison segir hann hafa framið sjálfsmorð af ótta, en forstöðumaður krufningadeildar sjúkrahúss- ins sem rannsakaði Iíkið segir hann hafa dáið eðlilegum dauðdaga. við allt landið. Er markmiðið með hugmyndasamkeppninni, eins og með getrauninni, að vekja menn til umhugsunar um um- ferðarmál. Verðlaunin verða sam tals 30 þúsund krónur og mun sérstök dómnefnd dæma, en hana skipa: Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari, Óskar Ólason yfirlögregluþjónn og Baldvin Þ. Kristjánsson, félagsmálafulltrúi. Hugmyndum skal skilað fyrir 15. marz, en verðlaunin fyrir beztu hugmyndimar svo og verð laun í getrauninni verða afhent á ráðstefnu klúbbanna „Örugg- ur akstur" í apríl í vor. Flenson í rénnn Morgunblaðið sneri sér í gær til Braga Ólafssonar, aðstoðar- borgarlæknis og spurðist fyrir um útbreiðslu inflúensunnar. Sagði Bragi, að í sjúkdómaskýrsl um, sem borgarlækni bærust þessa dagana ,væri lítið minnzt á flensuna og því ekki annað að sjá, en hún væri í verulegri rén- un. Atvinnumálanefnd ríkisins sat á fundi í gær og var þessi mynd þá tekin. Á henni eru Bjami Benediktsson, forsætisráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, Bjöm Jónsson, varafor- ceti ASf og Óskar Hallgrímsson Frétt um störf Atvinnumálanefn darinnar er á forsíðu Mbl. í dag. Kaupskip leigð til flutninga erlendis Brúarfoss býður þess í New York að verkfall leysist UM þessar mundir er ekki mikið um verkefni hjá íslenzka kaup- skipaflotanum og hafa fjögur skip verið leigð tii flutninga er- lendis Er hér um að ræða tvö skip Eimskipafélags íslands, Brú- arfoss og Skógafoss, og tvö skip Skipadeildar SlS, Mælifell og HelgafeU. Óttar Möller, foirstjóri Eim- skipafélags íslands, sagði í sam- tali við blaðið i gær, að Brúar- foss væri nýkominn til New York með um 1800 tonn af frystu kjöti, sem hann hefði lestað í Dublin. í New York er verkfall, sem kunnugt er og mörg skip sem bíða eftir losun. Sagði Óttarr að gera mætti ráð fyrir að losun Brúarfoss yrði ekki lokið fyrr en tveimur til þremur vikum eftir að verkfallið leysist. Aðuliundur kjördæmurúðs Reykjuneskjördæmis AÐALFUNDUB kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Beykjanes kjördæmí verður haldinn laug- ardaginn 23. febrúar kl. 2 e. h. í samkomuhúsinu • Grindavík. Formenn fulltrúaráðs kjördæm- isins og flokksfélaganna eru beðnir að senda skýrslur tU stjórnar kjördæmaráðs nú þegar. Vurðskipustýrimenn n nnmskeiði LAUGARDAGINN 1. febrúar lauk 4 mánaða námskeiði, sem haldið var við skólann fyrir skipstjóraefni á varðskipum rík- isins. Að þessu sinni voru 11 þátttakendur í námskeiðinu. Af þeim eru 7 starfandi stýrimenn hjá Landhelgisgæzlunni, en sam kvæmt lö'gum um atvinnuréttidi skipstjórnarmanna frá 1968 er próf frá slíku námskeiði skil- yrði fyrir skipstjóraréttindum á varðskipum ríkisins. Námskeiðið er því einkum ætlað fyrir stýri- menn á varðskipunum, þó aðrir, sem lokið ihafa farmannaprófi með fyrstu eða ágætiseinkunn, megi einnig sækja það. Námskeiðinu lauk með prófi og stóðust það allir. Tveir hlutu ágætiseinkunn: Ásmundur Hall- grimsson 7,49 og Pálmi Hlöðves- son 7,40. Hæst er gefið 8. Þessir luku prófi: Ásgrímur Ásgeirsson, Ásmund ur Hallgrímsson, Baldur Bjart- marsson, Friðgeir Olgeirsson, Guðjón Ármann Einarsson, Há- kon Isaksson, Halfdán Henrýs- son, Hallgrimur Pétursson, Jón Wíum, Pálmi Hlöðvesson og Sig urjón Sigurjónsson. Rawalpindi, Pakistan, 5. febrúar AYUB Khan, forseti, hefur boð- ið leiðtogum stjórnarandstöðu- flokkanna átta til viðræðufund- ar um þær stjórnarskrárendur- bætur sem þeir krefjast. Svo virðist sem hann vilji semja við alla sem eru honum andsnúnir því í viðtali við fréttamenn svar aði hann játandi þegar hann var spurður hvort „Flokkur fólks- ins“ fengi að senda fulltrúa. For- maður þess flokks, Zulfikar Ali Bhutto, er fyrrverandi utanrík- isráðherra landsins og situr nú í fangelsi fyrir stjórnmálaskoð- anir. Skógafoss er í tímaleigu, tvær til fjórar vikur, vegna skorts á verkefnum við flutninga til Is- lands, og ef verkefni minnka hér við land verður reynt að leigja eitt skip eða fleiri erlendis, til lengri eða skemmri tíma. Forstjóri Skipadeildar SÍS, Hjörtur Hjartar, sagði áð Mæli- fetl hefði farið frá Hamborg 29. janúar með áburð frá Þýzkalandi til Spánar, en Helgafell lestar um þessar mundir fram í Risör í Noregi, sem skipið fer síðan með til London. Væri nú unnið að því að útvega Helgafelli annað verkefni, væntanlega flutning frá Noregi til Miðjarðarhafs- íanda. Sagði Hjörtur, að skipin jrrðu ekki leigð til langs tíma en yrðu reiðubúin til flutninga að og frá landinu þegar hæfileg verkefni yrðu fyrir hendi. Fjórveldo- viðræður sumþykktur Washington, 5. febrúar. NTB. BANDARÍSKA stjórnin sam- þykkti formlega í dag þá tillögu Frakka að fjórveldin haldi fund með sér um ástandið í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs. Bandaríkjastjórn leggur til að fastafulltrúar fjórveldanna hjá Sameinuðu þjóðunum, komi sam- an til viðræðna um hvernig bezt megi stuðla að því að auðvelda friðarumleitanir Gunnars Jarr- ings, sáttasemjara SÞ. Fyrstu við ræðurnar hefjast væntanlega eftir fimm daga. B J ÖBGUN ARFLU G VÉL frá bandariska flughernum af gerð- inni HC-130 fórst í dag undan strönd Formósu. Fjórtán menn voru I flugvélinni og að minnsta kosti einum hefur verið bjarg- að. Flugvélin hafði tekið þátt í leirt að átta mönnum af japanska flutningaskipinu „Shoka Maru“, sem sökk í gær. Japanskt olíu- flutningaskip bjargaði 15 af 23 manna áhöfn skipsins. Minningarkapella á Kirkjubæjarklaustri VESTUR-SKAFTFELLINGAR hafa nú hug á að hefja skipulega fjáröflun til styrktar sjóði er verja skal til að reisa á Kirkju- bæjarklaustri kapellu til minn- ingar um séra Jón Steingrimsson (eldklerkinn) en fyrir nokkr- um árum var sjóður þessi stofn- aður. Gyðríður Pálsdóttir, Seglbúð- um, skýrði Mbl. frá þessu í gær er það innti hana frétta af þessu sameiginlega áhugamáli Vestur- Skaftfellinga, eins og frú Gyð- ríður komst að orði. Sagði hún að áhugi væri meðal fólks þar eystra að hefja byggingu kap- ellunnar þegar næsta sumar. Ákveðið hefur verið að kapellan vérði tengd gamla kirkjugarðin- um á Kirkjubæjarklaustri, því þar er gröf séra Jóns Steingríms- sonar. — Gert er ráð fyrir að kapellan geti rúmað 50-60 manns. Það er þegar nokkurt fé í kap- ellusjóðnum, en hvergi nærri nóg til að fullgera fyrsta áfanga kapellunnar, sagði Gyðríður. En „hálfnað verk þá hafði er“, og við höfum þá trú, að verulegur skriður komi á byggingu kap- ellunnar ef hægt verður að hefj- ast handa næsta sumar. Við treystum því, að Vestur-Skaft- fellingar sem flutzt hafa úr heimabyggðinni og þeirra afkom endur, sýni þessu málefni áhuga og stuðning. Innan fárra daga hefst sala minningarspjalda kapellusj óðsins hér í Reykjavík í bókaverzlun Lárusar Blöndal við Skólavörðusitíg, fyrst um sinn, og í verzl. Email í Hafnar- stræti 7. í byggingarnefnd kapellunnar eiga sæti séra Sigurjón Einars- son, Kirkj.ubæj arklaustri; Valdi- mar Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri; Valdimar Auðunsson, Ásgarði; séra Valgeir Hlelgaison, Ásum, séra Ingimar Ingimarsson, Vík; Sveinn Einarsson, Reyni og Gyðríður Pálsdóttir, Seglbúðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.