Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969. Gamalreyndar kempur í danska landsliðinu — sem mætir Islendingum á sunnudag i Helsingör DANIR tefla fram sínum beztu mönnum i handknattleikslands- leiknum við Island á sunnudag- inn. Allir landsliðsmennirnir eru gamalreyndar kempur, og hafa flestir þeirra leikið landsleiki gegn fslandi áður. Kjarni liðsins er úr HG, sem var hér á ferð- inni í haust, en sótti ekki gull í greipar íslenzku Iiðanna. Danir völdu 13 menn í lið sitt, og léikur því einn þeirra ekki með. Síðan að liðið var valið hefur einn landsliðsmannanna, Iwan Christiansen frá Árhus K. F.U.M. forfallast. Varð hann að fara á sjúkrahús, þar sem gerð var aðgerð á fingri. Danska liðið var vallið þannig: Bent Mortensen, HG. Benny Nielsen, EB. Carsten Lund, HG. Jörgen Frandsen, Stadion. Verner Gaard, HG. Gert Andersen, HG. Palte Nielsen, HG. Bent Jörgensen, Stadion. Hans Jörn Graversen, Skov- bakk'en. Jörgen Petersen, HG. Arne Andersen, EB. Iwan Christiansen, Ár'hus K.F.U.M. Per Svendsen, Hels'ingör. Hér flygur Sigurður Einarsson fynrhði markteiginn um leik móti Pólverjum. Landsliðið flýgur utan í dag. „Hnefoleiku- muður úrsins“ ÍTALSKI hnefaleik-arinn Nino Benvenuti var kjörinn „hnefa- leikari ársins 1968“ af banda- ríska tímaritinu Ring Magazine. Sama blað telur kappleik fyrr- verandi heimsmeistara í létt- þungavigt, Dick Tiger frá Biafra og Bandaríkjanoannsins Frankie de Paula véra „kappleik ársins.“ Ring Magazine sem er stærsta útbreiddasta og áhrifamesta blað hnefaleikamanna, skráir Cassius Clay enn sem heimsmeistara í þungavigt, en síðan skipar blað- ið mönnum í röð eftir því sem það álítur og metur hæfileika þeirra þannig: Joe Frazier, Jimmy Ellis, Sonny Liston, Ge- orge Chuvalo, Jerry Quarry, Oscar Bonavena og Leotris Mart is. Eini Norðurlandabúinn í öllum skrám Ring Magazine er Dan- inn Tom Bogs, sem er talinn í 5. sæti í sínum þyngdarflokki, — en þó er hann Evrópumeistari. Þar fær landsliðið sína eldskírn Minna en 5 marka iap tel ég sigur fyrir ísl. liðið, þótt allt verði lagt í sölurnar fyrir sigur segir Rúnar Bjarnason fararstj. 1 DAG heldur landslið íslands í handknattleik utan til tveggja landsleikja við frænd þjóðir okkar á Norðurlönd- um. Annað kvöld Ieika ís- lendingar og Svíar landsleik í Helsingborg í Svíþjóð og á sunnudaginn leika íslending- ar og Danir og fer sá leikur fram í Helsingör. Þriðji Ieikurinn í förinni er svo borgakeppni milli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur. í landsliðinu eru 1 Reykvíking ar og 6 Hafnfirðingar, Reyk- víkingarnir 7 eru valdir í úr- valslið Reykjavíkur og auk þess fara 6 aðrir utan fyrir Ieikinn á þriðjudag. Þeir halda einnig utan í dag og munu því sjá og læra af Iandsleikj- unum tveimur. Rúnar Bjarnason varaform. HSÍ verður aðalfararstjóri í þessari för en með honum í fararstjórn eru Jón Erlends- son landsliðsnefndarmaður og Hilmar Björnsson landsliðs- þjálfari. Við ræddum við Rún ar í gær um álit hans á ísl. liðinu og förinni sem hefst í dag. — Ég er mjög ánægður með það hvernig drengirnir hafa staðið sig að undanförnu. Þeir hafa sýnt óvenjulegan áhuga á æfingunum undanfarið og mikla fórnfýsi — og má reynd ar segja að svo hafi verið í allan vetur, sagði Rúnar. — Þeir hafa allir unnið af kappi að undirbúningnum og mjög góður andi er rikjandi í liðinu og það þjappast sam- an við stöðugar og miklar æf- ingar. — Þeir sem hafa séð um íþróttahlið þessa máls, Iands- liðsþjálfarinn og landsliðs- nefndin hafa tekið verkefni sitt mjög alvarlega og ég tel undirbúninginn eins góðan og hann getur verið. — Hvernig lízt þér á leik- ina? — Þessar þjóðir sem við Framhaid á bis. 23 Rúnar Bjarnason, fararstjóri Handknattleiksliðið heldur utan: Jón Hjaltalín skoraði 5 mörk í fyrsta leiknum með LUGI JÓN HJALTALÍN MAGNÚS- SON, hinn snjalli handknattleiks maður úr Víkingi, dvelur nú í Svíþjóð við verkfræðinám. Jón hefur þó ekki lajgt handknattleik inn á hilluna, heldur æfir og keppir með sænska 2. deildar liðinu LUGI í Lundi. Jón ]ék nýlega sinn fyrsta leik með liðinu. Sdgraði LUGI í leikn um með 23 mörkum gegn 17. Þótti Jón sýna afbragðs góðan l'eik og skoraði hann 5 af mörk- um liðsins, m. a. fyrsta markið er hann gerði beint úr auka- kasti. LUGI er með beztu liðunum í 2. deildinni sænsku og 'hefur oft verið í 1. d'eild. Meðal þekktra leikmanna liðsins er markvörðurinn Ulf Jonsson, sem verið hefur landsliðsmarkmaður Svía um nokkurn tím, og leikur sennil'ega með landsliðinu gegn íslandi á föstudaginn. í bréfi sem H.S.Í. hefur bor- izt frá Jóni, lætur hann hið bezta yfir sér, og kveðst stunda æfing- ar vel. Sveinameistaramótið í frjálsum íþróttum SVEINAMEISTARAMÓT íslands i frjálsum í þróttum fer fram í Kópavogi sl. sunnudag. rslit í (mótinu urðu þessi: Hástökk með atrennn Þröstur Guðmundsson HSK, 1,62 Skúli Hartmannsson HSK, 1.52 Þorvaldur Björgvinsson, KR 1.47 Hástökk án atrennu Skúli Hartmannsson, HSK 1.42 (Þröstur Guðmundsson, HSK 1.07 Langstökk án atrennu Gísli Jónsson, HSK 2.79 Karl Alfreðsson, ÍA 2.73 Þorvaldur Björgvinsson, KR 2.65 Þristökk án atrennu Karl Alfreðsson, ÍA 8.31 Gísli Jónsson, HSK 8.28 Þorvaldur Björgvinsson, KR 7.55 Ungmennasamband Kjalarnes- þings sá um framkvæmd móts- ins. Yfirdómari var Ólafur Unn- steinsson. Norðurlonds- riðill í hund- knuttleik — athugasemd HSÍ hefur haft frumkvæði að því að Norðurlandsriðill komist á og lízt mér prýðilega á það. Mláiið 'hefur tafizt um of og með því, að ég sá það gefið í skyn í dagblaði nýverið, að mótanefnd HSÍ ætti sök á seinlætinu, vil ég segja eins og er, að svo er ekki, heldur er orsökin einíald- lega sú, að undanfarið ihefur ver- ið viðvarandi stjórnarkreppa í handknattleiksráði ÍBA og ekki tekizt að ráða bót á því. En nú hef ég von um að úr rætist eftir öðrum leiðum alveg á næstunni. Með íþróttakveðju. Hermann Stefánsson form. ÍBA. Chelscu vunn Pieston f AUKALEIK úr 4. umferð bik- arkeppninnar ensku sigraði (Cthelsea Preston með tveimur mörkum gegn einu á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea t Lundúnum. Chelaea átti í nokkr um erfiðleikum með Preston i þessum leik, en Preston er neð- arlega í 2. deild. Það var Charlie Cooke sem skoraði sigurmarkið, Sl. miðvikudag léku þessi félag en leiknum varð að hætta eftir 70 mínútur vegna þess að flóð- ljós vallarins biluðu og var stað an þá 2-0 fyrir heimamenn. í 5. umferð leikur Cbelsea á heima- velli gegn Stoke City.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.