Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969.
enginn hefur svarað. Varstu sof-
andi? Á ég að far-a úr símanum?
— Nei, það er allt í lagi með
mig. En ég er bara alveg ný-
komin og alveg uppgefin. Þetta
var annars bara venjuleg ferð.
Ég verð orðin jafngóð þegar ég
hef fengið mér bað og kaffi-
bolla. En þú? Hvað stendurðu
lengi við núna?
— Eitthvað viku, býst ég við.
Ef þú verður orðin hressari
seinna, hvað segirðu þá um að
borða með mér kvöldmat í
kvöld?
Lísa reyndi að muna eftir and
litinu á honum almennilega, og
reyndi að finna sér einhverja
afsökun, en það mistókst.
Kannski er það einmitt það, sem
ég þarfnast, hugsaði hún.
— Þakka þér fyrir, það gæti
verið ágætt. En komdu hingað
og fáðu þér eitt glas fyrst.
FELAGSLÍF
Víkingar, knattspyrnudeild
Meistara- og 1. flokkur —
inniæfingar eru kl 7 á fimmtu
dögum. 2. flokkur — inniæf-
ing fimmtud. kl. 8.15. Mætið
stundvíslega.
Nefndin.
Klukkan hvað? Getur klukkan
sjö verið þér hentugt? Já, vel á
minnzt þakka þér fyrir litla
björninn. Hann er dásamlegur.
Ég ætla að taka hann með mér
í hverja flugferð.
— Ja, hérna! Það er naumast
hann er heppinn! sagði Nýsjá-
lendingurinn.
Lísa vísaði honum til vegar,
þakkaði honum enn og lauk sím-
talinu.
Þetta var á föstudegi. Á morg-
un mundi hún fara að heim-
sækja Símon. Hún hringdi í skól-
ann til þess að láta vita, að hún
væri komin heim, og tilkynna
heimsókn sína, síðan í hár-
greiðslustofuna og bað um tíma
klukkan hálfþrjú. Klukkan var
enn ekki nema ellefu, svo að
hún gat lokið húsverkunum, far
ið í bað og þó átt tíma afgangs.
Hún tók upp úr töskunni og
kom farangri sínum skipu-
lega fyrir. En þegar hún tæmdi
litlu töskuna, hékk eitthvað fast
í hólfinu bak við púðurdósina.
Hún fann til sektar, er hún
mundi eftir bréfinu, sem Roxane
hafði beðið hana að setja í póst.
Hún sléttaði úr umslaginu og
horfði gaumgæfilega á hall-
fleytta rithöndina. Það var sú
sama sem á bréfinu, sem hún sá
í gistihúsinu í Bagdad. Og auk
þess stíluð á sama manninn.
Þetta gat ekki átt sér stað!
Hún bar bréfið að glugganum
og leit betur á það. Það var árit
að til Peter Fraser, flugmanns í
Flugmannaklúbbnum í London.
Hér var ekki um að villast. Svo
að það var þá þessvegna sem
Fraser var svo æstur í að hitta
hana aftur — og hún, sem fannst
hann svo eðlilegur og blátt á-
fram — svo óspilltur. Var hann
þá — eins og McCall — skotinn
í Roxane?
Hún var bæði reið og móðguð
og hugsaði með sér, að hún
vildi engan þátt eiga í þessu
laumuspili. Henni var næst skapi
næst að hringja í Ný-Sjálending
inn, aflýsa boðinu og segja hon-
um að hún hafði sett bréfið hans
í póstinn.
En þegar hún lá í baðinu, tók
hún nokkuð að róast. Þetta líkt-
ist mest ganginum í kvikmynd.
Hún mátti ekki vera offljót á
sér að álykta. Hún skyldi fá
honum bréfið þegar hann kæmi
og hún mundi strax sjá, hvort
það væri honum mikilvægt eða
ekki. Hvað hún óskaði, að vera
orðin ein af persónunum hjá
Francoise Sagan, sem fleygir sér
á rúmið, velur símanúmerið með
tannburstaskaftinu og segir svo
með leiftrandi augun nokkur orð
i fullri meiningu, sem gerir enda
á öllu saman.
24
Sápan datt niður í baðkerið
með dynk, svo að hún hrökk
við og fór ag hlæja. Var hún
þá orðin svo rómantísk og upp-
full af dagdraumum? Hvernig
gat hún gert enda á því, sem
ekki var einusinni byrjað? Og
ef út í það var farið, þá hafði
hún ekki símanúmerið hans!
7. kafli
Peter Fraser haHaði sér aftur
Philip Morris vekur athygli
á mest seldu
amerísku filtersigarettunni
í Evrópu.
Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er
raunverulegur tóbakskeimur.
Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro
þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni?
„FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI.
— Vertu skynsöm væna mín — Það eru engir peningar til að
kaupa nema farseðil á 1. farrými.
á bak í rauða hægindastólnum
hjá Lísu og teygði löngu lapp
irnar að arninum.
— Fyrirtaksmatur! sagði hann
— Ekkert jafnast við góðan mat!
— Nú, hann var nú ekki neitt
að státa af. Einhverntíma skal
ég gefa þér virkilega góðan mat.
— Er þér sama þó að ég
kveiki í pípu?
— Gerðu svo vel. Ég kann
ekki nema vel við það. Það
minnir mig á hann pabba. Nú
ætla ég að búa til kaffi. Vi'ltu
það franskt eða tyrknest?
- Heldur franskt, þakka þér
fyfir. Ég er búinn að fá nóg af
þessu Austurlanda-sulli í bili.
Hún gekk fram í eldhúsið, en
kippti um leið áhreinu diskun-
um af borðinu. Hitt gat beðið
betri tíma. Hún stakk diskunum
niður í skál með vatni í og mat-
arleifunum inn í kæliskáp.
Meðan kaffið var að verða
til, fór hún inn í baðið, lagaði
á sér hárið og málninguna. Hvað
þessir síðustu dagar höfðu verið
skemmtilegir, hugsaði hún með
sér, og hve ólíkir því, sem hún
hafði búizt við.
Peter hafði boðið henni þris-
var út síðustu vikuna og hún
hafði viljað endurgjálda að ein-
hverju þetta örlæti hans. Þá
fannst henni bezt að bjóða hon-
um uppá heimatilbúinn mat. Og
þetta hafði heppnazt með mikl-
um ágætum.
Henni þótti verulega gaman
að vera með honum. Hann var
svo þolinmóður og svo umburðar
lyndur gagnvart endalausu
skrafi hennar um Símon. Það
var eitthvað annað en Steve
hafði verið. Að öðru leyti var
hann ekkert ólíkur honum, að
málhreimnum undanteknum.
Hann hafði sömu hógværu fram-
komuna. Hún velti því fyrir sér
hvort hann mundi vera eins við
aðra kunningja. Joy Francis eða
Roxane?
Hún kipptist ofurlítið við er
hún bar fram kaffibakkann og
henni varð hugsað til Roxane.
Fyrsta kvöldið þegar hún hafði
afhent Peter bréfið, hafði hann
hlegið, þakkað henni kæruleysis
lega og tautað fyrir munni sér:
— Ennþá einu sinni — þetta er
enginn friður. Og svo hafði
hann stungið bréfinu í vasa sinn
Það hafði verið gaman um
kvöldið. Hann var umhyggjusam
ur á sinn sérstaka, óframfærna
I
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Þú lætur gullvæg tækifæri ganga þér úr greipum vegna upp
burðarleysi, og dauðsérð svo eftir Öllum aumingjaskapnum.
Vertu einarðari og ákveðnari.
Nautið 20. apríl — 20. maí
Þú mátt búast við því, að einihverjir velgi þér undir uggum í
dag. Þín makalausa stífni gerir málið ekki auðveldara.
Tvíburarnir 21. ma* — 22. júlí
Umfram allt ættirðu að gæta heilsu þinnar og ofbjóða þér ekki
með vinnu. Taktu tillit til ættingja þinna, sem vilja þér allt það
bezta og hlýddu þeirra ráðum.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí
Undarlegar tilviljanir geta gert einkamálin dálítið flókin 1 dag.
Reyndu að taka öllu með brósi á vör og gera ekki úlfalda úr
mýflugu.
I.jónið, 23. júlí — 22. ágúst
Þú ættir að vera sem mest innan um vini þína í dag og hlusta
á það, sem þeir hafa til málanna að leggja. Svo vill til að fleiri
hafa vit í kollinum en þú.
Jómfrúin 23. ágúst — 22. september
Þú getur búizt við skemmtilegum degi, ef þú lætur ekki skap-
ið hlaupa með þig í gönur, hreint að nauðsynjalausu. Ættir að
vera heima við í kvöld og lesa góða bók.
Vogin 23. september — 22. október
Velhugsandi og afskiptasamir ættingjar gera þér lífið erfitt
með vinsemd sinni og velvild. Reyndu að leiða hjá þér fjöl-
skylduerjur og taka ekki málstað eins frekar en annars.
Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember
Kæruleysi þitt getur komið þér óþyrmilega í koll í dag, ef þú
viðhefur ekki hina mestu aðgát. Sinntu vinum þínum og færðu
nánum ættingjum iangþráða gjöf.
Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember
Þó að allt virðist með felldu getur margt verið öðruvísi en þú
hyggur. Láttu því ekki ónotaleg atvik á þig fá.
Steingeitin 22. desember — 20. janúar
Rómantíkin er í blóma, ef þú litur aðeins í kringum þig. Með-
fædd hlédrægni þín skyldi ekki verða þér þrándur í götu.
Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar
Skörp dómgreind og dugnaður er ekki einhlitt til árangurs,
þaðan af síður ánægju. Það skyldirðu hugleiða. Reyndu að líta
ögn bjartari augum á tilveruna.
Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz
Þú skalt fylgjast sérstaklega með athöfnum yngri fjölskyldu-
meðlima i dag .Kvöldinu skaltu verja til spaklegra og andríkra
samræðna við vini þína eða starfsfélaga.