Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.02.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1969. Á fslandi er hægt í stórum stl aö ala upp plöntur til útflutnings— - segir John A. Owen, plöntufrœðingur og skrúðgarðaarkitekt NÚ laust eftir áramótin var hér á ferðinni ungur Bandaríkjamaður, sem unnið hefir allmikið starf fyrir Skógrækt ríkisins, einkum með plöntusöfnun vestan hafs. Hann er skrúð garðaarkitekt að mennt, en stundar einnig nám í jurtafræði. Hann hefir sam hliða námi sínu unnið á fjórða ár fyrir skógræktina hér. Við notuðum tækifær ið og ræddum við John A. Owen jr. um starf hans fyrir I -land og komumst hrátt að því að hann hefir fengið sérstakan áhuga á Islandi og mikilsverðum framkvæmdum hér í plöníurækt, er hann telur geta orðið athyglisverðan útflutningsatvinnuveg. — Ég kom hingað til ís- lands fyrst í apríl 1965, seg- ir Owen — og þetta er nú í fjórða sinn, sem ég kem hing að. Ég hef safnað alls 77 pruf um og trjáfræjum fyrir Skóg rækt ríkisins. Er hér um að ræða 10 tegundir trjáa og af þeim tvær þintegundir, sem aldrei hafa verið fluttar til ís lands áður. Fræprufurnar hef ég tekið víða um Bandarík- in og Kanada og jafnan fylgt þar efri skógarmörkum. Ástæðan til þess að ég gat tekið fræprufur svo víða, sem kunna að henta ykkur íslendingum til skógræktar, er sú, að ég tók að mér verk fyrir þekktan kanadfskan jurtafræðing, dr. Olgilvie, og ferðaðist af þeim sökum mjög víða. Gat ég þá um leið safn- að fræjum fyrir ísland. Og ég vona að á næstunni kom- ist ég í enn nánari tengsl við ykkur hér með því að mér gefist tækifæri ti'l að skoða jurtagróður landsins nánar. Það hefir komið til tals að í júní næsta sumar fái ég tæki færi til að fara með Ingva Þorsteinssyni til gróðurrann- sókna inn á hálendi íslands. — Ég hef mikinn áhuga á að kanna hvort ekki er hægt að rækta hér trjátegundir sem lifað geta þrátt fyrir sauð- beit. Ég álít að lerki sé bezta trjátegundin til ræktunar þar sem grasvöxtur á að vera fyr ir sauðfé. Skógargróðurinn er þá á ákveðnum svæðum þar sem nokkurt bil yrði milli skógarreitanna og þar myndi á milli koma góður grasvöxt ur, því að í þéttum skógi getur sauðbeit Eddrei orðið. Skógurinn er hinsvegar nauðsynlegur því hann bætir loftslagið fyrir aðrar plöntur og hefir áhrif til góðs bæði hvað hita og raka snertir. Við spyrjum Owen nú hver séu þýðingarmestu atriðin við val plantna fyrir íslenzk ar aðstæður. — Eitt þýðingarmesta atrið- ið við val plantna, sem rækta á hér á landi, er að þær springi seint út á vorin. Þess vegna hef ég valið fræ af trjám sem vaxa í efri skóg- armörkum fjalllendis, hvort heldur er suður í Bandaríkj- unum eða norður í Kanada. Þar er víða mjög veðrasamt og jafnvel miklu meiri vetr- arkuldar en hér. — En áhrif sjávarlofts hér á landi? — Með til'liti til þess hef ég einnig safnað plöntum í fjalllendi vestur við Kyrra- haf. — En okkur er tjáð, að þú hafir sýnt áhuga á fleiru hér á fslandi en venjulegri skógrækt. — Já. Ég hef trú á því að með ykkar heita, góða vatni hér á Íslandi séu möguleik- ar á plönturækt til útflutn- ings. Ég held að hér megi ala upp plöntur til flutnings ti'l Ameriku og að það verði ódýrara en ala þær upp í Ameríku sjálfri. Þið hafið hér nægilegt landrými og um fram allt heitt og gott vatn. Ykkur kann að finnast það einkennilegt að ég nefni þetta sem mikilsverðan útflutnings atvinnuveg. Ég vil í engu vanmeta ykkar ágæta fisk. Mér finnst hann sjálfum al- veg frábær og ég er mikil fiskæta. En fiskurinn getur verið dálítið kenjóttur og mis hiittur en eftir því sem ég hef komizt næst hefir heita vatnið ykkar verið hér alla tíð og að því má ganga ör- uggu á sínum stað. Og það er nægur markaður fyrir alls kyns plöntur erlendis, sem hér er hægt að rækta fyrir mun lægra verð en gert er meðal mestu plönturæktar- þjóða heims. Ég hef kynnzt þessu með heimsóknum til Hollands. Og mér er kunnugt um að þeir þurfa að greiða margfalt meira fyrir hitarrn, en þið íslendingar. Það er mjög mikið magn af plöntum keypt til Ameríku, sem alið er upp í Evrópu og raunar víðar að úr heiminum. Hvers vegna þá ekki að ala þær upp hér þar sem aðstæður eru ódýrastar? Þetta verk- efni krefst einnig rafmagns, næturrafrnagns, sem mér skilst að brátt verði tiltækt hér á landi. Það er hægt að koma mikiili vélvæðingu við þegar um p'löntueldi er að ræða. Með því er hægt að spara mikla vinnu og þannig hægt að framkvæma þetta verk hér í stórum stíl. Og vinnan, sem kaupa þarf, er sérstaklega létt og með henni myndi skapast mikill mögu- leiki til unglingavinnu, sem mér skilst að vanti einmitt hér á landi. — Og svo má ekki gleyma flutningsmöguleikunum, sem þið íslendingar eigið með ykkar háþróuðu flugsamgöng um, segir Owen ennfremur. — Ég hygg að markaðsmögu- Myndin er frá Bow Valley í Klettaf jöllunum í Kanada. John A. Owen. leikar ykkar yrðu fyrst og fremst í norðurhluta Banda- ríkjanna og í Kanada. Með ti'lliti til þess, að engan jarð- veg má flytja með plöntum milli landa, þurfa þær að komast fljótt yfir hafið. Þess vegna eru loftflutningar nauð synlegir og einnig er allur umbúðakostnaður sáralítill með flugvélum. — Það eru því ekki svo fá rök sem hníga að því að hér væri hagkvæmt að taka upp plönturækt í stórum stíl. Þið hafið 'landið, hitann, rafmagn ið, vinnuaflið og flutninga- tækin. Að sjálfsögðu yrði erf iðast með fjármagnið, en þess má geta, að stofnkostn- aður við byggingar og tæki til plönturæktar er ekki mik ill miðað við fjölmargan ann an atvinnurekstur. Það er heldur ekkert fráleitt að leita erlends fjármagns til þessa. En fyrst af öllu þarf að færa sönnur á að þetta sé hag- kvæmt og ég veit að hér á íslandi er svo margt, sem mestu ræður um þýðingu þessa máls, eins og ég hef talið upp, að ég hygg að ekki þurfi 'langan tíma eða víðtæk ar tilraunir til að færa sönn ur á mál mitt. Óskandi væri að John A. Owen fengi tækifæri til að sanna þessa kenningu sína og að með henni mætti renna nýjum stoðum undir atvinnu- líf okkar þar sem frumauð- lindir landsins kæmu fyrst og fremst að notum. t t Rannsóknarstyrkir frá FAO MATVÆLA- og landfoúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) veitir árlega nokkra rannsóknarstyrki, sem kenndir eru við André Mayer. Hefur nú verið auglýst eftir umsóknum um styrki þá, sem til úthlutunar koma á árinu 1969. Styrkirnir eru bundnir við það svið, sem starfsemi stofnunarinnar tekur til, þ. e. ýmsar greinar landbún- aðar, gkóigrækt, fiskveiðar og matvælafræði, svo og hagfræði- legar rannsóknir á þeim vett- vangi. Styrkirnir eru veittir til alllt að tveggja ára, og til greina get- ur komið að framlengja það tímabil um 6 mánuði hið íengsta. Fjárhæð styrkjanna er breytileg eftir framfærslukostnaði í hverju dvalarlandi, eða frá 150—360 dollarar á mánuði, og er þá við það miðað, að styrkurinn nægi fyrir fæði, húsnæði og öðrum nauðsynlegum útgjöldum. Ferða- kostnað fær styrkþegi og greidd- an. Taki hann með sér fjölskyldu sína, verður hann hins vegar að standa straum af öllum kostnaði hennar vegna, bæði ferða. og dvalarkostnaði. Umsóknum um srtyrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, Reykja- vík, fyrir 15. febrúar næstkom- andi. Sérstök umsóknareyðublöð fást menntamálaráðuneytinu. Þar fást einnig nánari upplýs- ingar um styrkina ásamt skrá ■um rannsóknarverkefni, sem FAO hefur lýst sérstökum áhuga á 1 sambandi við styrkveitingar að þessu sinni. Umsókn skulu fylgja staðfest afrit af prófskír- teinum, svo og þrenn meðmæli Það skal að lokum tekið fram, að ekki er vitað fyrirfram, hvort nokkur framangreindra styrkja kemur í hlut íslands að þessu sinni. Endanleg ákvörðun um val styrkþega verður tekin í aðal- stöðvum FAO og tilkynnt í vor. (Frá Menntamálaráðuneytinu). Nauðungaruppboð Eftir kröfu Brunabótafélags íslands verður húseignin Aðalgata 6 B, Sigiufirði (frystihús), þinglesin eign Guðríðar Ernu, Guðrúnar og Halldóru Óskarsdætra, Reykjavík, seld á nauðungaruppboði, sem sett verður í dómsalnum á Gránugötu 18, þriðjudaginn 11. febrúar 1969, kl. 14. Uppboð þetta var auglýst í 64., 65. og 66. tbl. Lög- birtingablaðsins 1968. Bæjarfógetinn á Siglufirði. Nauðungaruppboð seim auglýst var í 64., 65. og 66. tölufolaði Lögbirtinga- blaðsins 1968 á Hraunforauf 22, þimglýstri eign Steinans Marteinssonar, fer firam á eigndinni sjáltfri föstudaginn 14. febrúar 1969 kl. 16. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð — annað og síðasta — á Skólagerði 40, 1. hæð m.m., fer fraim á eigninni sjáiLfri mlánudaginn 10. febrúar 1969 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í KópavogL Skuldabréf ríkistryggð og fasteignatryggð til sölu. Kaupendur og seljendur, látið skrá ykkur. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14 sími 16223. Þorleifur Guðmundsson heima 12469. *-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.