Morgunblaðið - 22.03.1969, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 19©9
Mjög góöur rækjuafli
- / ÍSAFJARÐARDJÚPI
Staðnii að ólöglegum veiðum
— segja sér ókunnugt um bannið
ísafirði, 21. marz
Mjög góður rækjuafli hefur
verið í ísafjarðardjúpi þessa viku
— meiri en dæmi eru um áður.
Leyfilegur vikuafli er 3 lestir á
bát og fengu tveir bátar þann
afla strax á mánudag, nokkrir
luku við vikuaflann á þriðjudag
og allir bátarnir, sem nú stunda
rækjuveiðar í Djúpinu, 24 tals-
ins höfðu náð leyfilegum viku-
afla um miðja vikuna.
Rækjan er stór og falleg og
skapar mikla atvinnu í ver-
stöðvum við ísafjarðardjúp. í
fyrra lauk rækjuvertíðinni í
endaðan apríl.
Línubátar frá ísafirði hafa afl
að ágætlega. f gær var afli þeirra
frá 8 og upp í 15 lestir: fimm
VERÐLAUN í hugmyndasam-
keppni um nafn fyrir skemmti-
stað unga fólksins að Skaftahlíð
24 voru dregin út hjá borgarfó-
geta mánudaginn 17. marz sl.
Þátttaka í hugmyndasamkeppn
inni var mjög góð, og bárust alls
1040 tillögur hvaðanæva að af
landinu, og jafnvel nokkrar er-
lendis frá Vikuna 8.—15. febr.
Sl. fór síðan fram atkvæða-
greiðsla meðal gesta hússins, og
hlaut nafnið „TÓNABÆR" flest
atkvæði. Samþykkti borgarstjórn
Reykjavíkur síðan að staðurinn
skyldi nefnast Tónabær. Tillögur
um nafnið „Tónabær“ bárust frá
6 einstaklingum, og var því dreg
ið um verðlaunin kr. 5.000.— hjá
Framhald af bls. 32
til samkomuhalds, fimleikahús
með fjórum búningsklefum, auk
sundlaugar með tilheyrandi að-
stöðu.
Borgarstjóri kva'ðst ekki treysta
sér til að segja ákveðið um
hvenær hafizt yrði handa um
byggingu hjúkrunarheimilis fyr-
ir aldraða. Á fjárhagsáætlun sl.
árs hefðu verið áætlaðar 5 millj.
ónir króna til þessarar fram-
kvæmdar og 5 milljónir á fjár-
hagsáætlun yfirstandandi árs, en
kostnaðaráætlanir húsameistara
benda til þess, að framkvæmdir
þessar muni kosta tugi milljóna
króna, og að viðhlítandi áfanga
verði ekki náð með 10 milljónum
króna.
Guðmundur Vigfússon (K>:
Þáð er mikil nauðsyn að skóla-
byggingar við Hvassaleitisskóla
og Árbæjarskóla komist í gang.
Ef ekki tekst að hefja fram-
kvæmdir nú þegar, er nánast von
laust, að þessar byggingar komist
í gagnið fyrir næsta skólaár. En
verði það ekki mun skapast al-
gjört neyðarástand í Árbæjar-
og Hvassaleitisskóla. Það ómögu-
lega blasir þá við í Hvassaleitis-
skóla, það er fjórsetning. Og ég
býst við, að ástandið sé svipað í
Árbæjarskóla. Þá er það einnig
brýn og áðkallandi nauðsyn, að
opinberir aðilar, eins og Reykja-
víkurborg láti ekki standa á sér
við framkvæmdir, þegar atvinnu
leysi hefur skapazt í byggingar-
iðnaðinum. Nú eru 140 bygging-
ariðnaðarmenn atvinnulausir og
300 verkamenn. Ég er sammála
borgarstjóra um það, að bygg-
ingariðnaðarmennirnir taka með
sér a.m.k. tvöfalda tölu verka-
manna, ef þeir fá atvinnu. Nú
eru hins vegar engar líkur á því
að einstakir aðilar ráðist í miklar
framkvæmdir, og þá verður borg
in að standa í stykkinu. Ég vil
láta þáð koma fram, að svo lang
ur dráttur er orðinn á þeim fram
kvæmdum, sem hér hefur verið
spurt um, að það er ótækt með
bátar voru samtals með 57 lest-
ir. Mestan afla fékk Hrönn: 15
lestir. — Mikill meirihluti línu-
aflans er nú orðið steinibítur.
Þrír bátar stunda togveiðar
frá ísafirði. Guðbjartur Kristján
landaði í gær tæpum 100 lest-
um eftir fimm sólarhringa úti-
vist. Júlíus Geirmundsson kom
inn , um hádegisbilið í dag með
85—90 lestir og Guðbjörg er
væntanleg í fyrramálið með rúm
ar 100 lestir.
Mikil vinna er í öllum fisk-
vinnslustöðum á ísafirði, og er
allt útlit fyrir, að vinnaþurfi
alla helgina til að koma þeim
afla, sem á land berst, undan.
— Fréttaritari.
borgarfógeta, eins og áður seg-
ir.
Verðlaunin hlaut Matthías
Kristinsson, Sundstræti 31, ísa-
firði. Tónabær hefur nú starfað
í 6 vikur, og hafa á áttunda þús-
und ungmenni sótt staðinn á þeim
tíma.
Starfsemin hefur gengið vel,
og jafnframt s’kipulegri starfsemi
hússins hafa skólar og æskulýðs
félög fengið þar inni fyrir árs-
hátiðir, fundi og skemmtanir.
Akveðið hefur verið að auka
á fjölbreytni starfseminnar m.a.
með því að hafa „Opið hús“ á
sunnudagskvöldum fyrir 15 ára
og eldri, og ýmislegt fleira er
einnig í undirbúningi.
(Fréttatilkynning frá Tónabæ).
öllu og óviðunandi. Það eru 3 eða
4 ár liðin frá því að samþykkt
var í borgarstjórn að byggja íbúð
ir fyrir aldraða. Sú samþykkt
var li'ður í víðtækari samþykkt
um byggingarframkvæmdir á
vegum borgarinnar, en frá þeim
tíma hafa einungis verið byggðar
52 íbúðir í Breiðholti á vegum
framkvæmdanefndar Byggingar-
áætlunar, en ekki ein einasta
íbúð fyrir aldraða né heldur
hjúkrunarheimili. Þetta er ófær
frammistaða og fullkomlega víta
verð. Þetta er eitt dæmi um það,
að menn skeryti sig með blóm-
um, sem fölna síðan með árun-
um. Enginn efast um nauðsyn-
þess að byggja íbúðir fyrir aldr-
aða, og hjúkrunarheimili fyrir
aldraða og ég er sammála borg-
arstjóra um að ekki verða stór
verkefni leyst fyrir 10 milljónir
króna til hjúkrunarheimilis, en
hér getur borgarstjórnarmeiri-
hlutinn sakað sjálfan sig um, að
hafa ekki samþykkt frekari fjár-
veitingar til þessara fram-
kvæmda. Borgarstjórnarmeiri-
hlutinn var fyrst og fremst að
vernda hagsmuni heildsalana og
vildi það heldur en að fá aukið
fjármagn til þess að standa fyrir
þessum framkvæmdum.
Guðmundur Halldórsson.
Blaðinu barst í gær eftirfar-
andi fréttatilkynning frá Al-
menna bókafélaginu:
Undir ljásins egg heitir ný
skáldsaga, sem Almenna bókafé-
lagið sendir frá sér þessa dag-
ana. Höfundur hennar, Guðmund
ur Halldórsson, er húnvetnskur
bóndasonur, fæddur 1926, og hef
ur lengstan aldur dvalizt í átt-
högum sínum og stundað þar
jöfnum höndum algeng sveita-
störf og daglaunavinnu. Fyrir
þremur árum kom út eftir hann
á vegum Menningarsjóðs smá-
sagnasafnið Hugsað heim um
nótt, og hlaut hún hina ágæt-
ustu dóma. í stuttum eftirmála
við þá bók kemst Hannes Péturs-
son skáld svo að orði um sagna-
gerð höfundarins, að hún sé
„runnin upp úr íslenzku sveita-
lífi eins og því hefur verið hátt-
að frá styrjaldarlokum, birtir
sveitalífið frá sjónarhorni æsku
manns sem stendur á vegaskil-
um. Hugur hans stefnir ýmist
heim eða að heitnan, heim til þess
sem var, að heiman til þess sem
orðið er. Á aðra hönd kyrrð og
fásinni, á hina umrót og hraði.“
Undir ljásins egg, sem er hin
fyrsta stærri skáldsagna höfund
arins, er að mörgu leyti með sömu
einkennum og hér hefur verið
lýst, enda mun hún upp runnin
á svipuðum slóðum og smásögur
hans. Þetta er m.ö.o. sveitasaga,
sem gerist norðan fjalla á ár-
unum eftir síðari heimsstyrjöld-
ina, þegar jeppar, félagsheimili
og flótti til kaupstaðanna standa
'SANDGERÐI 21. marz.
Ellefu hundruð þrjátíu og sjö
lestir bárust á land í Sandgerði
í (gær. Fimmtíu og fjórir bátar
lönduðu 300 lestum af bolfiski
og þrír bátar 837 lestum af
Ioðnu.
Alls höfðu lö.marz borzt hér
á land 8432 lestir, sem skiptust
‘þannig: Bolfiskur af heimabát-
xun nam 2746 lestum úr 471
róðri, bolfiskur af aðkomubát-
um nam 1229 lestum úr 281
VARÐSKIPIÐ Ægir -stóð í fyrri-
nótt fjóra togbáta frá Vest-
mannaeyjum að ólöglegum veið-
um innan friðaðs svæðis út af
Þorlákáhöfn að Knarrarósvita.
Bátarnir fjórir; Sigurfari VE
138, Sæborg VE 22, Glaður VE
270 og Hrefna VE 500 fóru til
Vestmannaeyja, þar sem mál
skipstjóranna voru tekin fyrir í
gær.
Skipstjórarnir viðurkenndu
allir að hafa verið að veiðum
innan þessa friðaða svæðis, þeg-
ar varðskipið kom að þeim en
báru því við, að þeim hefði ekki
í tákni mesta byltingartímabils,
sem gengið hefur yfir íslenzkar
sveitir. Hvarvetna blasir við
uppflosnun og fráhvarf frá alda
gömlum lífsháttum, og þessi svip
Vegu „siðaskipti" hafa í för með
sér margan harmleik, sem
kannski hefur ekki hátt um sig,
en býr um sig því dýpra í sál-
inni.
Undir ljásins egg hefur að
geyma eina af slíkum sögum. í
afmörkuðu umhverfi og meðal fá
brotins fólks, sem rithöfundur-
inn lýsir af nærfærni og hlýhug,
speglast örlagabarátta, sem háð
er undir hljóðlátu yfirborði og
enginn veit í raun, hvernig
ræðst. En kannski fær hún að
þessu sinni óvænt úrslit? í sögu
lok vottar fyrir nýjum degi og
þar eru það ungir elskendur,
fulltrúar hinnar nýju kynslóðar,
sem virðast viðbúnir að rísa
gegn ofríki aldarfársins.
Guðmundur Halldórsson mun
aðeins hafa dvalið einn vetur
við nám í héraðsskóla.en hvergi
verður þess vart að skortur á
langskólanámi hái honum. Hann
hefur til að bera ræktaða frá-
sagnargáfu og menningarlegan
stíl, í senn hófsaman og skil-
merkilegan. Og enginn, sem les
þessa geðfelldu skáldsögu, mun
láta hjá líða að fylgjast með rit
ferli höfundarins eftirleiðis.
Bókin er 138 bls. í allstóru
broti prentuð í Odda hf. og harð
kápubundin í Sveinabókbandinu
hf. Verð til félagsmanna í AB
er kr. 225.00.
róðiri, loðnuaflinn var 4346 tonn
í 30 róðrum og gildaraflinn 111
lestir i þremur róðrum.
Aflahæstu bátarnir voru 16.
marz: Af netabátum vatr Nátt-
fari hæstur með 243 tonn í 16
róðrum, Víðir II var aflahæstur
línubáta með 188 tonn í 23 róðr-
um, Guðmundur Þórðarson var
aflahæsti togbáturinn með 64
tonn í 20 róðrum og Jón Garðar
var aflahæstur loðnubáta með
2452 lestir. — P. P.
jCBSsýnir ]
Surtseyjarþótt J
i FIMM sjónvarpsmenn frá t
í CBS í Bandaríkjunum fóru í i
7 gær með þyrlu Landhelgis- /
i s-æzlunnar og SVFÍ út í 7
í Surtsey til að taka efni í sjón i
i varpsþátt um eyjuna. Þáttur- i
/ inn verður sýndur vestra 10./
i apríl og er að meginefni kom-1
i inn frá Ósvaldi Knudsen, enl
1 bandarísku sjónvarpsmennim-1
/ ir tóku í gær myndir af eyj-/
7 unni eins og hún er nú ogl
1 myndir af þuli þáttarins í viðt
í eigandi umhverfi. í
verið kunnugt um bann við tog-
veiðum á þessu svæði.
Svæði þetta var friðað með
auglýsingu sjávarútvegsmála-
ráðuneytisins 27. febrúar sl. og
birtist hún í Lögbirtingablaðinu
4. marz.
Yfirheyrslur í málunum fóru
fram í gær en þau voru ekki
tekin til dióms.
Áttu presta-
köll laus
BISKUP íslands hefur auglýst
átta prestaköll laus til umsókn-
ar.
Þessi prestaköll eru: Hof í
Vopnafirði, Hvammur í Dölum,
Sauðlauksdalur í Barðastranda-
prófastdæmi, Núpur í Dýrafirði,
Mælifell í Skagafirði, Ólafsfjörð
ur, Raufarhöfn og Vatnsendi í
S-Þingeyj arpróf astdæmi.
Umsóknarfrestur er til 15.
apríl n.k.
SAMKOMA
SAMKOMA verður í Keflavík-
urkirkju á morgun, sunnudag,
klukkan 17:00.
Þar mun biskup fslands, herra
Sigurbjörn Einarsson, flytja
ræðu, séra Jón M. Guðjónsson,
sóknarprestur á Akranesi, flyt-
ur ávarp og kirkjukór Akraness
syngur. Við orgelið verður Hauk
ur Guðlaugsson.
Blóðguðu sig
í innbroti
BROTIZT var inn í verzlun að
Hálogaland aðfaranótt fimmtu-
dags og stolið miklu magni af
tóbaki. Þeir, sem þarna voru að
verki, brutu stóra rúðu til að
komast inn og hafa þá skorið sig
illa, því allt var útatað í blóði í
verzluninni, þegar að var kom-
ið.
Síðar um nóttina funduzt tveir
pappakassar, fullir af tóbaksvör-
um, við Langholtsveg. Mikið blóð
var á kössunum. Málið er í rann
sókn.
- GEIMFÖR
Framhald af bls. 1
að og Norður- og Suður-Ameríka
samanlagðar.
Hann sagði og að á öðrum tug
geimaldar, sem hófst á þessu ári,
yrði lögð aukin áherzla á könn-
un fjarlægari hnatta, og yrði
msklum fjölda ómannaðra könn-
unarfara 'skotið á loft í því skyni.
Tveir gervihnettir (öðrum var
skotið upp í febrúar, hinn fer í
næstu viku) eiga að fara á braut
umhverfis Mars og senda til jarð
ar ljósmyndir og sjónvarpsmynd
ir af plánetunni. Þeir eiga einn-
ig að mæla hitastig, geislavirkni
og sam'setningu gufuhvolfsins.
„Við vonumst til að geta með
þessu gert okkur grein fyrir
hvort skilyrði á Mars eru slík
að þar geti þrifizt líf.
Fleiri gervihnöttum verður
skotið að Mars 1971 og 1973 á að
reyna að lenda tveim ómönnuð-
um förum þar. Á árunum 1977
til 1979 verður hægt að senda á
loft ómannað geimfar sem fer í
könnunarleiðangur umhverfiis
fjórar plánetur, með því að nota
aðdráttarafl þeirra að nokkru
leyti til að bera farið áfram. Af-
staða þeirra verður þá þannig
að þær eru nokkurn veginn í
beinni línu frá jörðinni, og hend
ir það ekki aftur fyrr en eftir
170 ár, en þá verður áreiðanlega
búið að senda menn þangað, ef
aðstæður leyfa,
Afstaðan gerir það kleift að
fara fyrst framhjá aðdráttarafl-
sviði Júpiters, beygja svo út fyr-
ir Satúnrus, aftur inn að Úran-
usi og loks fara umhverfis Nep-
túnus og halda heim. Þessi ferð
mun taka níu ár, og burðarflaug-
in verður því að vera kjarnorku
knúin.
VIÐTALSTIMI
BORGARFULLTRÚA
SJÁLFSTÆOISFLOKKSINS
Laugardagur 22. marz.
1 viðtalstíma borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins laugardaginn 22. marz taka á móti að þessu
sinni Gísli Halldórsson og Bragi Hannesson. Við-
talstíminn er milli kl. 2—4 í Valhöll v/Suðurgötu
og er tekið á móti hverskyns ábendingum og
fyrirspurnum er snerta málefni Reykjavíkur-
borgar.
ísfirðingur hlaut verðlaun
Æskulýðsróðs
— Mikil aðsókn að Tónabæ
- BORGARSTJÖRN
Undir Ijásins egg
Ný skáldsaga eftir Cuðmund Halldórsson
8432 lestir á land
- / SANDGERÐI