Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1969
Frá sveit til sjávar
STÓRVIRKI í VEGAGERÐ
Framkvæmdaáætlun sú, er
birtist í ræðu Ingólfs Jóns-
sonar ráðherra á Alþingi er
hann fjallaði um vegagerð
okkar í náinni framtíð, hefir
vakið verðskuldaða athygli.
Auðséð er af því sem fram
kemur í vegaáætluninni, að
fram verður haldið stórhuga
stefnu í vegamálum okkar.
Núverandi samgöngumálaráð-
herra hefir sett rnarkið hátt,
en þó byggt allar áætlanir á
raunsæi. Hinn margnefndi
Keflavíkurvegur er glöggt
dæmi þess hvað hægt er að
gera hér á landi, ef raunsæið
er látið ráða, en smáborgara-
legt sjónarmið hreppapólitík-
usa látið lönd og leið.
Að sjálfsögðu fáum við
aldrei neitt gefins. Við verð-
um að vinna fyrir því, enda
annað óheilbrigt. Eins er um
góða vegi. Fyrir þá verðum
við að greiða og ekki óeðli-
legt að þeir greiði mest, er
fyrst og fremst nota þá. því
þeirra verður hagnaðurinn
mestur, það sem þér spara
bæði eldsneyti tækja sinna
og slit. Sjálfsagt er að sam-
eiginlegur sjóður allra lands
manna standi undir fram-
kvæmdunum. Því skulum við
ekki veigra okkur við að
leggja hér á landi glæsileg-
ar hraðbrautir. Sá hugsunar-
háttur, að okkur skuli allt
rétt upp í hendurnar, er
hættulegúr og leiðir aðeins til
andvaraleysis. Við verðum að
gera okkur ljóst, að um leið
og við gerum kröfur, verðum
við að vera reiðubúin til að
leggja eitthvað af mörkum.
FRAMKVÆMDAMENN
En það er ekki nóg að gera
myndarlegar áætlanir. Til að
vinna þær þarf framkvæmda-
menn. Hér á landi hefir á síð
ustu árum skapast myndar-
legur hópur verktaka, manna,
sem eru reiðubúnir til að taka
að sér framkvæmdir á eigin
ábyrgð. Við höfum lengst af
leitað út fyrir landsteinana,
þegar um hefir verið að ræða
framkvæmdir stórverka hér á
landi. Ástæðulaust er að gera
þetta lengur í jafn ríkum mæli
KEFLAVÍK — SUÐURNES.
Sálarrannsókn
nefnist erindi, sem Svein B. Johansen
flytur í Safnaðraheimili Aðventista við
Blikabraut, sunnudaginn 23 marz kl. 5
síðdegis.
Myndir frá verðmætasta fornleifafundi
sögunnar. — Kór Aðventkirkjunnar syngur.
Allir velkomnir.
Myndatökur
um helgar og á kvöldin yfir fermingartímann.
Næg ókeypis bílastæði.
Ljósmyndastofa PÉTURS THOMSEN
Laugarnesvegi 114, sfmi 36170.
Heimasími 24410.
Þjóðdansasýning
í Háskólabíói í dag kl. 3.
Sýndir verða dansar
frá 11 löndum.
Aðgöngumiðasala frá klukkan 2.
Handunnir lampar
frá Mallorca.
Ljós og hiti
Laugavegi 89.
Opnum í dag
AÐ LALGAVEGI 89.
Ljós og hiti
og Hooververkstœðið
Sími 20670.
og verið hefir. Sem betur fer
er málum nú orðið svo hátt-
að, að við eigum hér á landi
fyrirtæki, sem vel geta leyst
af hendi flest þó stórverk,
sem við þurf um að láta vinna.
Raunar er enn skortur á skiln
ingi á því að til þess að taka
að sér stórvirki þarf fjár-
magn. Það hefir of lengi leg-
ið hér í landi, að þeir, sem
eignast fé, séu óalandi. Það
hefir verið krafa almennings
að leggja byrðarnar á
„breiðu bökin,“ eins og það
hefir svo karlmannlega verið
orðað.
SAMTÖK VERKTAKA
Þegar ráðast þarf í stór-
virki, eins og byggingu hrað-
fcrauta, verðum við að geta
snúið okkur til sterkra verk
taka. Við höfum fram til þessa
þurft að leita þeirra út fyrir
pollinn. Nú verðum við að
sameina þá krafta, sem fyrir
eru í landinu til að vinna
stórverk okkar. Við vitum að
við eigum fjölda manna, sem
hafa þekkingu á þessum mál-
um, kunna að vinna það verk,
sem óskað er eftir. En því
miður eru þeir dreifðir og
hver um sig lítt fær um stór-
virki, einkum vegna þess að
þeir hafa ekki fjármagn að
baki sér. Verkþekking og stór
virk tæki eru fyrir hendi, en
á mörgum höndum. Þessi öfl
verður að sameina til þeirra
stórátaka sem framundan eru.
Bankakerfi okkar verður að
standa að baki þessara
manna og efla þá, svo þeir
geti orðið samkeppnisfærir á
sviði verktaka. Það þarf ekki
að veita þessum mönnum nein
sérstök fríðindi fram yfir er-
lenda verktaka, önnur en þau
að styðja við bakið á þeim
með fjármagni. Verkþekking
og tæki eru fyrig hendi í
landinu. Þau þarf að sameina
í sterkan aðila. Þá mun ljóst
verða að erlendir verktakar
hafa hingað lítið að sækja,
þótt um frjáls alþjóðleg út-
boð verði að ræða.
TÆKJABÚNAÐUR
Til þess að gera mönnum
ljóst hvað hér er um að ræða,
er rétt að líta á lauslega
athugun, sem gerð hefir verið
á tækjaeign hinna minni verk
taka hér í höfuðborginni. Það
skal strax fram tekið að stórir
verktakar eins og fslenzkir
aðalverktakar eru hér ekki
með taldir og aðeins þeir, sem
eru hér í Reykjavík. Fjöldi
véla og verktaka eru utan
Reykjavíkur.
Hin lauslega athugun leiðir
í ljós, að við höfum yfir að
ráða 22 stórum jarðýtum, 22
vélkrönum, 27 vélskóflum,
skurðgröfum og vélhleðslu-
tækjum, 12 dráttarbílum, 15
dráttarvögnum, 26 loftpress-
um, 14 traktorgröfum, 2 bor-
vögnum, 7 hræribílum, 2
steypustöðvum, malbikunar-
stöð, þremur vibratorvöltur-
um og sérbyggðri lyftibifreið.
Hér með eru ekki taldar
steypustöðvar þær, sem rekn-
ar eru á höfuðborgarsvæðinu
eða hinn mikli fjöldi tækja,
sem þeim fylgir.
VERÐA AÐ FÁ TÆKIFÆRI
Þetta litla dæmi sýnir að
okkur vanhagar ekki um
tækjabúnað til að taka að
okkur stórframkvæmdir. Við
vitum ennfremur að okkur
skortir ekki verkfræðinga, og
það verkfræðinga, sem hlot-
ið hafa þjálfun við íslenzk-
ar aðstæður. Okkur skortir
hcldur ekki góða stjórnend-
ur hinna stórvirku tækja. Það
hefir komið í ljós við stór-
verk, sem hér hafa verið unn-
in af erlendum aðilum, sem
komið hafa með eigin vélstjóra
að þeir hafa ekki staðið ís-
lenzkum vélstjórum snúning.
Kunnur eftirlitsmaður frá
einu stærsta vinnuvélafyrir-
tæki heims kom hingað til
lands ekki alls fyrir löngu
til að líta eftir vélum frá fyr-
irtæki hans við stórverk hér
Framhald á bls. 25
Hafiö þiö
a
nokkurs
staöar?
Ef þið reykið vindla, ættu% þitS áS hafa augun opin
fyrir Henri Wintermans. Hollenzkir vindlar, mildir og
brag’ðgð'Sir og svo fallega laga'Sir, að x löndum svo
fjairi hvort öðru sem Bretland og Ástralia, seljast þeir
meir en nokkur annar hoUenzkur vindill. Þegar þitS
sjáið Henri Wintermans, ættuð þitS áS kynnast honum.
Þið sjáið ekbi eftir þvi.
Kynnizt Henri Wintermans Short Panatella
Bétta stærðin fyrir aUa. Hæfllega langur. Hæfllega
gildur. Hæfllega bragtSmikUl. Hæfllega mildur.
Seldur í 5 stykkja pökkum.
Kynnizt Henri Wintermans CigariUos
(Við köUúðumþá áður Senoritas)
Á stæxtS viS “King-Size” vindling, en gUdari. Ekta
hoUenzkur smávindiU, með hinu mUda Henri
Wintermans bragtSi.
Seldur í 10 stykkja pökkum.
HGNRI WINTBRMANS
HINN ALÞJÓÐLEGI HOLLENDINGTJE.
Umboðsmenn: GLOBUS H/F.