Morgunblaðið - 22.03.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1909
23
Þeir vilja lifa í friði og sjálfstæði
Nokkur atriii um aðdragan da innrásarinnar á Anguilla
FÁTT hefur vakið meiri at-
hygli í heimsfréttunum síð-
ustu vikuna en innrás brezkra
hermanna á eyjarkrílið Angu-
illa í Karabíska hafinu. Fall-
hlífarsveitin „Rauðu Djöflarn
ir“, hugprúðir lögreglumenn
úr London og ábúðarmiklir
leynilögreglumenn frá Scot-
land Yard hafa haldið inn-
reið sína og búið um sig á
eyjunni, sem er a’ðeins 90
ferkílómetrar að stærð og tel-
ur ekki nema rétt sex þúsund
íbúa.
Aðdragandi þessarar um-
deildu ákvörðunar brezku
stjórnarinnar er nokkuð lang-
ur og skulu helztu atriði hans
rakin lauslega. Anguilla var
áður í eyjasambandinu St.
Kitt-Nevis-Anguilla í Kara-
bíska hafi. í júní 1967 lýstu
íbúar Anguilla yfir sjálfstæði
sínu og Arnold Webster varð
sjálfskipaður forseti ríkisins.
Brezk stjórnvöld reyndu þá
strax að komast að samning-
um við eyjarskeggja og
brezka stjórnin vonaði í
lengstu lög, að málið yrði
leyst með friðsamlegum samn
ingum. Brezkir embættis-
menn, sem um málið fjölluðu
komust brátt að þeirri niður-
stöðu, að málið yrði erfiðara
viðfangs en þeir höfðu ætlað
í fyrstu. Ástæðurnar fyrir því
voru a'ðallega tvær:
1. Ef Bretar neyddu Angu-
illa aftur inn í eyjasambandið
mundu andstæðingar þess
geta bent á, að Bretar beittu
alltaf vopnavaldi gegn svört-
um uppreisnar- og aðskilnað-
armönnum, en héldu að sér
höndum gagnvart hvítum upp
reisnarmönnum í Ródesiu. Ef
Bretar á hinn bóginn létu
þetta gott heita myndu þær
spurningar vakna hjá fjöl-
mörgum hvers vegna sjálfs-
ákvörðunarréttur gilti um
íbúa Anguilla, en ekki Biafra-
búa.
2. Ef Anguilla fengi sínu
framgengt hefði það í för með
sér að ýmsar fleiri smáeyjar
segðu sig úr lögum við aðal-
landið og stofnuðu sjálfstæ’ð
ríki og þar með öryggi Karíba
hafs stefnt í mesta voða og
myndaðist þar með giufa í
vörnum Bandaríkjanna.
Fortölur báru engan árang-
Scotland Yard hefur einnig
fulltrúa sína til Anguilla. Hér sést Andrew Way, lögreglu
foringi (í miðið) þramma vígalegur úr flugvél sinni og til starfa á Anguilla.
ur og fjár.hagsaðstoð breytti í
engu afstöðu einarðra Angu-
illamanna. Margir töldu, að
grundvallarmistökin hefðu
verið sú ákvörðun að innlima
Anguilla í eyjasamband með
St. Kitts, en íbúar þessara
tveggja eyja hafa löngum eld
áð saman grátt silfur. Angu-
illabúar töldu og að stjórnin
væri að öllu í höndum ráða-
manna í Basseterre, sem er
aðalbærinn á St. Kitts.
Þegar Anguiila sendi nefnd
til London, þar sem þeir kváð
ust ekki falla frá sjálfstæðis-
yfirlýsingu sinni, fengu þeir
kaldar móttökur hjá aðstoðar
utanríkisráðherranum frú
Judith Hart og meiri harka
færðist í málið.
Þann 30. maí tóku Anguilla-
búar til sinna ráða, ráku lög-
reglumenn frá St. Kitt í burtu
og lýstu yfir sjálfstæði, þó
kváðust þeir ekki fráhverfir
því, að brezkir færu áfram
með stjórn tiltekinna mála.
Þann 13. júlí var gedð bylt-
ingar tilraun á St. Kitt, en
im
St Barthtlemy
Saba^)
caiiuúk
SM
gSt Eustatius
StKitts
& ,
NtviS
ANTIGUA
Monserrat
og áður. Anguilla vildi treysta
bönd við ýmsar aðrar smá-
eyjar, sem eyjarskeggjar þótt
ust eiga fleira sameiginlegt
með en íbúum á St. Kitt. Ekki
leið heldur langur tími unz
gæzlusveitirnar héldu á brott.
Samveldismálaráðuneytið
reyndi að leiða málið hjá sér
eins lengi og unnt var. Ant-
hony Lee var sendur sem sér-
legur ráðgjafi, en þegar ráðn
ingartími hans var á enda
runninn í janúar 1969 voru
Anguillabúar einráðir í að
dvöl hans skyldi ekki vedða
lengri. Þann 8. febr. var efnt
til atkvæðagreiðslu á eyjunni,
þá var samþykkt með 1.739
atkv. gegn fjórum, að slíta
öll tengsl við Breta. Seinna í
þeim sama mánuði var Willi-
am Whitlock, aðstoðarutanrík-
isráðherra sendur til eyjarinn
ar að reyna enn að komast
að samkomulagi. Honum var
vel fagnað í fyrstu og honum
og fylgdarmönnum hans var
boðið til dýrlegrar humar-
veizlu. í miðri máltí'ðinni
þustu að hópur vopnaðra
manna og skipaði ráðherran-
um að hypja sig á brott. Ráð-
herrann hélt heimleiðis og bar
eyjarskeggjum illa söguna.
Hann sagði að eyjunni stjórn-
uðu þorparar og smáglæpon-
ar sem virtust einskis svífast.
Raunar hafði sá orðrómur ver
ið á kreiki áður, að Anguilla
hefði orðið griðastaður ýmissa
vandræðamanna, bæði frá
Bandaríkjunum og Kúbu og
þangað hefði einnig ýmsir
flutt sem ætluðu sér að kom-
ast undan háum skattgreiðsl-
um. Brezka utanríkisráðuneyt
ið greip þessar staðhæfingar
fegins hendi og sagði að eyjan
virtist í höndum þorpara sem
hugsuðu einvörðungu um eig
in hagsmuni og þvi væri nauð
synlegt að brjóta þá á bjk
aftur.
Brezk kennslukona, Philippa
Maxwell, sem fór frá Angu-
illa fyrir fáeinum mánuðum
segir að Arnold Webster sé
einkar heiðarlegur og réttsýnn
maður, feiminn og hlédrægur
og hann njóti stuðnings hvers
einasta íbúa eyjarinnar. Ung-
frúin bætti því við að allan
þann tíma, sem hún hefði
dvalið á Anguilla hefði hún
ekki orðið vör við neina
strokufanga, þorpara né ann-
ars konar glæpamenn.
En Bretum hefur greinilega
fundizt mikið liggja við að
hagsmunir Hennar Hátignar
skyldu verndaðir. Því var inn
rásin ákve'ðin og enn er full-
snemmt að spá hver verður
loka niðurstaða þessa kostu-
lega máls.
Ronald Webster lætur ekki innrásina trufla sig og breytir
í engu venjum sínum. Hann fylgir börnum sínum i skóla á
hverjum morguni.
nánari atvik eru lítt kunn.
Þó er vitað að ætlunin var
að steypa forsætisráðherran-
um Bradshaw, en hann er
mjög illa þokkaður á Angu-
illa. Vitað er að skothríð
brauzt út og loks lögðu bylt-
ingarmennirnir á flótta, en
neyðarástandi var lýst yfir á
St. Kitts. Hins vegar var fram
ganga Bradshaws á þann veg
eftir þessa tilraun varð á þá
lund, að samúðin varð öll með
Anguillabúum.
Bradshaw hefur beitt Angu-
illa ýmsum þvingunarráðstöf-
unum, h’aldið eftir fjármunum
þeirra og ekki komið pósti og
vörum til skila. Á ráðstefnu,
sem var haldin í júní með þátt
töku Anguilla og flestra kara
bisku eyjanna, samþykkti full
trúi Anguilla að tengjast St.
Kitt að nokkru aftur, með því
skilyrði að gæzlusveitir yrðu
settar á land frá Trinidad og
Jamiaca. Þá yrði og tryggt að
nefnd eyjarbúa yrði komið á
laggirnaf og fjárstuðningur
yrði aukinn við eyjuna. Þar
vantar flest sem telst til nú-
tímaþæginda, svo sem vegi,
rafmagn og síma.
Þróunin var brátt sú að
Arnold Webster lét meira og
meira til sín taka og samvinn-
an við St. Kitt var jafn erfið
Galvaskur hermaður með brugðna
svífa til jarðar í baksýn.
byssu. Fallhlífarmenn