Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 196» Spjallað um landhelgi við frollskipstjóra r Eyjum ## — ,,Þriggja mílna fiskveiðilandhelgi í kringum allt landið — „Þetta er eins og að mismuna mönn- um eftir því hvernig föt þeir nota44 Vi3 spjölluðum við nokkra trollskipstjóra í Vestmanna- eyjum fyrir skömmu um land helgina og opnun hennar og það hvernig þeim lizt á fram- tíðina fyrir veiðarnar á þeim svæðum seifn opnuð voru. Öll- um sem við ræddum við kom saman um að opnunin hefði verið til mikilla bóta, en þeir voru jafnframt allir á þeirri skoðun að það gengi ekki að hafa aðeins opna landhelgina við Vestmannaeyjar og nokk- ur svæði önnur við suður og suðvesturland. Þeir telja að brýn nauðsyn sé að fyrir- byggja að of stórf loti sæki á þau mið sem þegar hafa verið opnuð, en þau voru opnuð til bráðabirgða til 30. apríl n.k. Bátar frá ýmsum verstöðv- um veiða nú á miðun- um í kring um Eyjar. Flestir töldu þriggja mílna fiskveiðilandhelgi í kring um allt landið vera lausnina á þessu máli, en allir óttazt þeir framtíð miðanna við Vest- mannaeyjar eins og þessum málum er háttað nú til bráða- birgða. Fer hér á eftir spjall við sex skipstjóra um þessi mál: xxx Binna í Gröf, aflaklónna landskunnu, hittum við um borð í Gullborgu, en Binni rær með troll. Svo gerði hann einnig í fyrrasumar og var með yfir 600 tonn af bolfiski. Við spjölluðum við Binna í Gröf um landhelgina og heyrð um hvað þessi sporlétti, sex- tíu og fimm ára hörkuskip- stjóri sagði út frá sinni reynslu: „Ég skal segja þér að mér lízt bölvanlega á landhelgina V Bjarnhéðinn Elíasson. eins og hún er hér í kring um Eyjar. Ég hefði viljað hafa hana 3 mílur allt í kring um landið og þá hefðu ekki verið nein ágreiningsatriði í þessu máli. Eins og þetta er nú fá- um við allan trollbátaflotann á oikkur frá ýmsum plássum, en það er auðvitað ekki hægt. Það er ekki hægt að beina stórum flota aðkomuskipa á Þegar við komum til Sigurgeirs Ólafssonar var hann að koma af sjó og hafði aðeins sofið í tvo tíma síðustu tvo sólarhringa. Þó að hann væri hinn hressasti neitaði hann að láta taka mynd afs ér, en benti okkur á málverk, sem Guðni Hermansen listmálari í Eyjum gerði af honum og það myndaði Sigurgeir. Sá guli er útskorinn í tré fyrir neðan málverkið. Eyjamiðin auk Eyjabátanna. Miðin í kring um Eyjar ráða ekki við slíkt álag. Þetta er ekki sagt af eigingirni, held- ur því að flotinn í Eyjum og athafnalíf þar hefur byggst upp af þeirri nýtingu sem hefur verið eðlileg á þessu svæ’ði og því er bátaflotinn ekki stærri. Þá tel ég enga ástæðu til þess að loka Ingólfshöfðasvæð inu fyrir Eyjabátum, en þar höfum við í áratugi getað veitt inn að 4 mílum á vissum árstímum. Þriggja mílna fisk- veiðilandhelgi er eðlilegust allt í kring um landið til þess að dreyfa flotanum á eðlileg- astan hátt, eins og hann hefur byggzt upp. Ég var auðvitað mjög hlynt ur opnun landhelginnar og það var aldeilis tími til kom- inn í því efni, en ég kann ekki við þa'ð að hægt sé að skafa upp flár Vestmanna- Binni í Gröf við Gullborgina. Ljósm.: Mbl. Sigurgeír. staðaldri með net og troll. Hins vegar er það ekki slcyn- samlegt að vera að þrátta um það hver hafi byrjað, það skiptir ekki svo miklu máli. Það sem skiptir máli er að ekki verði ofnotkun á hinum ýmsu veiðisvæðum, en eðli- leg nýting náist og að ekki fari óeðlilega margir bátar inn á veiðisvæði sem árlega hafa verið sótt af ákveðnum fjölda báta og auðsætt er að þola ekki til lengdar frekari ágang en orðið hefur af langri reynslu. Þáð er hægt að tjalda til einnar nætur á ferðalög- um, en ekki í þessu máli, sem varðar framtíð Vestmanna- eyja sem bæjarfélags. Það hefur heyrzt að við Vest- mannaeyingar værum of Grétar Þorgilsson. eyja af hverjum seni er og þeir sem til þekkja myndu aldrei gera það. Þessi bráða- birgðalausn sem gerð var í landhelgismálinu er á hættu- legu stigi og ég tel að fulln- aðarlausn verði frekar að fyr- irbyggja það að of stór báta- floti sæki á sömu miðin.“ XXX Bjarnhéðinn Elíasson skip- stjóri á Elíasi Steinssyni hef- ur langa reynslu af trollveið- um á Suðurlandsmiðum. Hon- um fórust orð á þessa leið um landhelgina og trollið, þegar við spjölluðum við hann: Mér fannst breytingin góð í heild, en mér fannst það hrein ósvífni að friða sérstaklega svæðið frá Ingólfshöfða og vestur að Skaftárós, en það var gert að beiðni Austfirð- inganna. Það hefur heyrzt frá einhverjum skólastjóra á Norð firði um þetta mál. Kristján held ég að hann heiti og setti hann skoðun sína fram í síma spjalli við Stefán Jónsson í útvarpinu, þar sem hann sagði að það væri orðin hefð að Austfirðingar helguðu sér þetta svæði, sem friðað var, þar sem þeir hafi hafi'ð veið- ar á þessum miðum. En það eru hrein ósannindi, því að Vestmannaeyjarbátar byrjuðu þarna veiðar löngu áður en Austfjarðabátar, bæði í net og troll. í áratugi hafa Eyjabát- arnir sótt þessi fiskimið að Mér finnst skynsamlegast að miða við þriggja mílna mörk- in, þó svo að við höfum ekki fengið þau mörk, sem við vild um. Við vildum fá leyfi til að veiða upp áð fjörunni á viss- um svæðum á tímabilinu 15. febr. — 15. apríl, en á þeim svæðum er hvorki um að ræða smáfisk, eða hfygningarstöðv- ar. En það sem skiptir megin máli er að landhelgin verði opnuð allt í kring um landið inn að 3 mílunum, en láta ekki trillukarla og sveita- stjórnasjónarmið sem byggja á þröngum sérhagsmunum ráða í því efni. Það gengur ekki að aðalveiðisvæðið sem er opið við Vestmannaeyjar geti laðað að sér báta frá öllum landshlutum, vegna þess að það eitt sé opið öll- um. Þá er nýjasta athæfið í þess um efnum stórfurðulegt, en þar er um að ræða tilskipai sjávarútvegsmálaráðuneytis- ins um lokun stórra veiði- svæða á miðunum frá Garð- skaga að. Þjórsá, að því er sagt er til þess að fyrirbyggja veiðar trollbáta á netabáta- svæðum, þó að engir árekstr- ar hafi orðið á milli neta og trollbáta á þessum veiðisvæð- um. Þá er þetta þeim mun furðulegra þar sem netabátar Erling Pétursson. miklir sérhagsmunamenn í þessu máli, en ég vil benda á það að við viljum ekki og það vill ugglaust enginn látakippa grundvallarstoðum undan þeim atvinnuvegi, sem hann byggir á. Með því að hafa flest önnur veiðisvæði vi’ð landið lokuð, en miðin í kring um Vestmannaeyjar opin öllum, sem ef til vill hugsa bara um að veiða á með an einhver fiskur er, hvort sem það er rányrkja eða ekki, þá er mikil hætta á að veiði- svæðin séu eyðilögð. Hváð getur maður gert annað en að verja atvinnuhætti sína og rétt til friðar í daglegu lífi sinnar heimabyggðar? Það er mikill munur að stunda þessar veiðar núna eftir opnunina, þegar ekki þarf að sitja færis við. veiðarn ar, eins og varð áð gera þegar varðskipin Iágu yfir okkur. líamei W. F. Traustason. hata afiað mjög vel í vetur, en trollbátar hreinlega ekki neitt. Þetta er eins og að mis- muna mönnum eftir því í hvernig fötum þeir ganga. Skipstjórar geta alveg samið um þessi atrfði með venjulegu samstarfi og samkomulagi á Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.