Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 18
4
AUKABLAÐ
- ÆVIÁGRIP
EISENHOWERS
Framhald af bls. 1
Hvað eítir annað lagði Eisen-
hower fram frumvörp og lét síð
an ráðast hvaða afstöðu þing-
ið tæki. Hann neitaði að berjast
fyrir þeim málum sem lágu hon
um á hjarta. Hann virðist hafa
litið á embætti sitt eins og for
ingi herráðs.
Ríkisstjórnin, „herráð“ Eis-
enhowers, var honum mjög eftir
lát. Stjórn hans í Hvíta hús-
inu var ekki eins glæst og hjá
Roosevelt né heldur eins mann
leg og hjá Truman. En hún
vann eins og vel smurð vél.
Það sem var kannski alvar-
legast í stjórnarstörfum Eisen-
howers, var hversu honum
hætti til að horfast ekki í augu
við óþægilegar staðreyndir og
koma sér undan því að taka erf
iðar ákvarðanir. Vígorðin
komu í staðinn fyrir staðreynd
irnar. Hann hafði vanizt vel-
gengni og vildi ekki hugsa um
annað.
Eisenhower naut mikils
trausts og var lofaður fyrir
mannvit og heiðarleika. Þess
vegna krafðist það mikils fram
taks og sjálfsþekkingar að tak
ast á hendur hið erfiða embætti
forsetans, þar sem oft verður
að taka snöggar og óvinsælar
ákvarðanir. Hann sýndi stund-
um áræðí, þegar hann var ör-
uggur um rétt sinn og hlut-
verk, t.d. í kynþáttadeilum í
Suðurríkjunum. Meðan Súez-
deilan stóð yfir, var Eisenhow-
er hins vegar hikandi, en þeg-
ar hún var um garð gengin, tók
hann afdráttarlausa afstöðu.
Þegar hæstiréttur Bandaríkj
anna kvað upp hinn fræga úr-
skurð um að allir skólar skyldu
opnir öllum kynflokkum, neit-
aði ríkisstjórinn í Arkansas að
hlíta honum, og beitti valdi til
að hindra nokkra svertingja í
því að sækja menntaskóla í
Little Rock. Þá brá Eisenhow-
er hart við og svertingjamir
gengu í skólann í fylgd hier-
sveita sambandsríkisins.
Eftir að Eisenhower hafði
tvívegis fangið vægt hjartaslag
bauð hann sig aftur fram til
forsetakjörs árið 1956 og vann
aftur stórsigur á Stevenson. í
janúar 1957 lagði hann fram
„Eisenhowerkenninguna" sem
tryggði honum fulltingi til að
veita löndunum við austanvert
Miðjarðarhaf efnahagslega og
hemaðarlega aðstoð. Ein afleið
ing hennar var að Bandaríkja
roenn skárust í leikinn í Líban-
on árið 1958. f forsetatíð hans
var bandalag Suðaustur-Asíu
(SEATO) stofnaði endurher-
væðing Vestur-Þýzkalands haf
in og teknir upp samningar við
Sovétríkin um eftirlit með
kjamorkuvopnatilraunum og
takmarkanir á hervæðingu.
Árið 1957 tók hann þátt í Ber-
muda-ráðstefnunni og sat hinm
misheppnaða fund leiðtoga stór-
veldanna í París 1960.
Eisenhower hafði mikinn á-
huga á friðsamlegri notk-
un kjamorkunnar. I ræðu, sem
hamn flútti á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna árið 1953,
sagði hann að hugvit manne-
andans ætti að vera í þjónustu
lífsins en ekki helgað dauðan-
um. Þetta voru síðan einkunn-
arorð fyrstu ráðstefnu Samein
uðu þjóðanna um notkun kjam
orkunnar til friðsamlegra
þarfa.
Þegar Eisenhower lét af em-
bætti í janúa-r 1961 fluttist
hann til búgarðs síns í Gettys-
burg í Pennsylvania. Hamn rit-
aði endurminningar sínar frá
forsetastarfinu, „The White
House Years“, mikið rit í tveim
ur bindum á milli þass sem
hann lék golf eða spilaði
bridge.
Sagnfræðingar munu ákveða
sess Eisenhowers í sogunni, en
þeir sem þekktu hann, bæði sem
hershöfðingja og forseta, munu
ekki gleyma honum eða láta
viðgangast að hann gleymist.
Heilsa Eisenhowers hefur oft
verið slæm, allt frá árinu 1955
er hann fékk hjartaslag í
fyrsta sinn. Hann hefur gengizt
undir alvarlega uppskurði og
oft fengið hjartaslag.
Nixon var vel fagnað í Evrópu.
Þess vegna var Evrópuferð
Nixons svo mikilvæg. Þess
vegna lagði hann áherzlu á
nauðsyn aukinnar samheldni
Vestur-Evrópurikja. Þess
vegna reyndi hann að komast
að samkomulagi við de
Gaulle. Og þess vegna lagði
hann áherzlu á nauðsyn þess
að ríki Vestur-Evrópu auki
framlög sín til varnarmála.
Jafnframt lagði Nixon ríka
áherzlu á þörfina á aukinni
pólitískri einingu Evrópu.
Hann vill, eins og Eisenhow-
er, að Evrópa standi sameni-
uð við hlið Bandaríkjanna í
stað þess að sóa kröftum sín-
um í innbyrðis deihir. Þann-
ig hefur Evrópa sjálf mesta
möguleika á að hafa áhrif á
þróun sögunniar.
Nixon hefur greinilega gert
hina jákvæðu þætti þeirrar
stefnu, sem Eisenhower for-
seti fylgdi á sínum tíma, að
sinni stefnu. Líkt og hann
beitir hann sér af alefli fyrir
því að Bandaríkin og banda-
lagsþjóðir þeirra staindi sam-
an sterkar og öflugr. Sem
hershöfðingi skildi Eisenhow-
er að í utanríkismálum verð-
ur að tryggja sterka samnings
aðstöðu áður en setzt er að
samningaborði á sama hátt og
góður herforingi ræðst ekki
til atlögu nema að hafa tryggt
sér góða vígstöðu svo að
hann þurfi ekki að sóa manns
lífum að óþörfu.
Ef til vill er þetta eitt hið
miki vægasta sem Nixon lærði
af Eisenhower þegar hann
var varaforseti undir forsæti
hans. Reynsla Nixons frá
þeim árum kemur honum nú
að ómetanlegu ha’.di. Hann
hefur lýst því yfir að hann
sé reiðubúinn til samninga
við Rússa um öll milíilvæg
mál en hanm vill vera
viss um að samningsaðstaða
hans sé sterk. Ein helzta for-
senda þess er samheldni vest
rænna ríkja. Þessa samheldni
reyndi Nixon að efla í Ev-
rópuferð sinni og það virðist
honum hafa tekizt.
ARFUR EISENHOWERS
MEð Evrópuheimsókn sinni
lagði Richard Nixon forseti
á það áherzlu að það sé ein-
lægur ásetningur hans að láta
sig málefni Evrópu meira
skipta en fyrirrennarar hans,
Johnson og Kennedy. Þann-
ig hefur Nixon hafið á ný
merki Eisenhowers forseta,
sem grundvallaði stefnu sína
á bandalaginu við ríki Vest-
ur-Evrópu. Arfurinn sem Nix
on tekur eftir Eisenhower er
aukin samheldn-i vestrænna
ríkja.
Nixon var varaforseti Eis-
enhowers og studdi í hvívetna
þessa stefnu yfirmanns síns.
Hún bar ríkulegan ávöxt, og
Nixon átti mikinn þátt í mót-
un hennar. f tíð eftirmanma
Eisenhowers, þeirra Kenne-
dys og Johnsons, hafa
Bandaríkin hins vegar látið
Evrópu sitja meir og meir á
hakanum. Athygli Bandaríkja
manna beindist í síaukmim
mæli að Asíu. Raunar varþar
fylgt sömu stefnu og gert
hafði verið í tíð Eisenhowers.
Takmarkið þar eins og í Ev-
rópu var að hefta fram-
rás kommúnista.
En Evrópa hvarf í skugg-
ann og bandaríska stjórnin
vanrækti vandamál álfunmar.
Ástæðurnar fyrir þessu af-
skiptaleysi voru margvíslegar
ekki sízt óbilgirni de Gaull-
es forseta. Sambúðin við
Rússa fór batnandi og spenn
an í Evrópu minnkaði.
Innrás Rússa í Tékkósló-
vakíu á síðasta ári gerbreytti
ástandinu, og þjóðir Vestur-
Evrópu voru óþyrmilega
minntar á þá ógnun, sem þær
búa stöðugt við. Þessi ógnun
jókst um allan helming þegar
sovézkar hersveitir tóku sér
stöðu á landamærum Vestur-
Þýzkalands í Bæheimi,
„hjarta Evrópu". Jafnvægið
raskaðist og menn urðu sér
þess meðvitandi að varnir Atl
antshafsbandalagsins höfðu
verið vanræktar. Margir
mirvntust orða Bismarcks: „Sá
sem ræður Bæheimi ræður Ev
rópu.“
Um leið hafa Rússar auk-
ið flotastyrk sinn á Miðjarð-
arhafi og áhrif sín í Araba-
löndum. Þannig hefur jafn-
vægið á suðausturarmi banda
lagsins einnig raskazt. Því
hefur ef til vill aldrei verið
meiri nauðsyn á því að Atl-
antshafsbandalagið efli styrk
sinn. Á 20 ára afmæli banda-
lagsins er Evrópa á ný í
brennideplinum eins og síð-
ustu deilurnar út af Berlín
bera vott um.
Er Evrópuferð Nixons: Forsetinn á fundi Bretadrottningar.