Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 39. MARZ 1960 5 B litla: A litla og Anna Gréta Arngrímsdóttir. AB og BA Esther Gunnarsson með A og B Tvennir tvíburar Tvennir tvíburar litu dags- ins ljós á Sólvangi núna í vikunni, og þótti okkur til- hlýðilegt að skreppa og kanna vorkomuna nánar suður þar. Frú Anna Gréta Arngríms dóttir heitir önnur móðirin. Hún var hin hressasta. Hún eignaðist tvser stúlkur 22. marz, og var hin fyrri 13 % mörk og 51 cm, en hin síð- ari 11% mörk og 50. cm. Hún og maður hennar, Grét ar Þorleifsson húsgagnasmið- ur, Smyrlahrauni 31 í Hafn- arfirði áttu tvo drengi fyrir, annan tæplega 2ja ára, en hinn fjögurra ára. — Bjóstu við tvíburum núna? — Já alveg eins. Það er heilmikið af tvíburum í ætt- inni, ég á til dæmis tvíbura- bræður. — Er þetta eins skemmti- legt og að eignast „bara eitt“? — Þetta er meira spennandi. Nú kemur Fríður ljósmóðir inn með litlu dömurnar. — Hérna er hún A litla. Og B litla er vakandi. Svo er smellt af. Við för- um yfir ganginn, en þar er önnur tviburamamma. Það er frú Esther Gunnarsson, kona Guðna Gunnarssonar, skrif- stofumanns, Framnesvegi 12, Reykjavík. Þeirra tvíburar fæddust 24. marz með 18 mín. mi'llibili. Ester er amerísk. Fædd í Aiton borg í Illinoisfylki. — Hvar kynntistu manni þínum, Esther? — Við vorum í sama skóla í Chicago. — Bjóstu við tvíburum? — Alveg eins. Mér var sagt að það væri hugsanlegt, en ekki alveg víst. Það eru tví- burar í ætt minni. Afi var tvíburi og fleira af frænd- fólki mínu sömuleiðis. — Áttu fleiri börn, Esther? — Nei, þetta eru fyrstu börnin mín. Drengirnir, sem ennþá heita bara A og B, voru svipaðir á þyngd eða um 9 % mörk hvor og jafnlangir, 51 cm. Og nú kemur ljósa, Fríður Sigurjónsdóttir, með A litla og B lit'la (en hún tók á móti þeim) og fær mömmu þá, svo að hægt sé að mynda þá. Við smellum af, og flýtum okkur burt, þótt gaman sé, því að nú á að fara að gefa únga fólkinu mat sinn og engar refjar. Bárnplast í plötum og rúllum margar stærðir glært og litað. Verð mjög hagstætt BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAVOGS Simi 41849. Hárgreiðsla Munið hinar vinsælu FERMINGARHÁRGREIÐSLUR. Hef opið alla SUNNUDAGA SIGURÐUR JÓHANNSSON, Sólheimar 23 Sími 82745. Keflavík—Suðurnes LAUGARDAGUR EÐA SUNNUDAGUR? nefnist erindi, sem flutt verður í Safnaðar- heimili Aðventista við Blikabraut sunnudag- inn 30. marz kl. 5 síðdegis. Litmyndir frá Katakombunum í Róm og þingstað Rómverja. Einsöngur — Anna Johansen. Allir velkomnir. Vymura vinyl-veggfóður ÞOLIR ALLAN ÞVOTT |JI UTAVER Grensdsvegi 22-24 Simi 30280-32262 Maðurinn frá NEW YORK TIMEs sagði: New York Times er álitið eitt ábyggilegasta og víðlesnasta dagblað í Ameríku. „Starf mitt er að ferðast um hin ýmsu lönd, kynna mér menningar- ástand viðkomandi þjóða, meðal annars í viðskiptalífinu. Það kom mér mjög á óvart þegar ég leit inn í eina helztu matvöruverzlun í Reykjavík, að sjá þar saman komið fjölbreyttasta úrval af því bezta, sem völ er á á heimsmarkaðinum. Þetta sýnir að íslendingar eru í fremstu röð um kröfur til vöru- úrvals og vörugæða.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.