Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 196® Hclztu talsmenn stjórnmálaflokkanna i málinu: Bjami Benediktsson utanríkisráðherra. Stefán Jóhann Stefánsson forsætisráðherra. Eysteinn Jónsson. Einar Olgeirsson. iMimi i'iwiiii ■ ji--. .. - mnTmimwwipiii •- , iiinim iiiitMimiTWWMiMiMMBiiríiwmniiiowíHw Eftir að hafa reynt að riðja Austurvöll og bæja grjótkastliði kommúnista frá Alþingishúsinu varð lögreglan að beita táragasi. Tvístraðist þá mannfjöldinn bráðlega. Mynd þessa og aðrar myndir á síðunní tók Ijósmyndari Morgunblaðsins, Ólafur K. Magnússon. Var hún tek- in er lögreglan tók að sprengja táragassprengjumar og fóikið flúði af Austurvelli. Á myndinni má sjá kommúnista með barefli í höndum. Nú eru liðin 20 ár frá þeim söguriku dögum er Alþingi fslendinga tók þá á- kvörðun að ísland slægist í hóp vest- raenna lýðræðisþjóða, sem þá höfðu á- kveðið að stofna með sér varnarbanda- lag, gegn útþenslu kommúnista, — lið- in 20 ár frá því að íslenzkir kommún- istar sýndu það svart á hvítu að þeir eru sami grauturinn í sömu skálinni og hinir Rússnesku hugsjónabræður þeirra, sem telja jafnan tilganginn helga meðalið. Þennan dag fyrir 20 árum var reynt með ofbeldi að hindra að meiri h'luti Alþingis gæti tekið sínar ákvarð- anir. í íslandssögunni er þessi atburð- ur einsdæmi. Hvernig væri umhorfs í heiminum, ef Norður-Atlantshafsbandalagið hefði ekki verið stofnað á sínum tíma? Við þessari spurningu er ekki unnf að fá viðhlýtandi svör, en óneitanlega bend- ir margt til þess að Rússar hefðu í skjóli herbeldis síns verið svo vinsamlegir að „vernda“ æ fleiri þjóðir undan „áhrif- um kapitalismans og hættulegum vest- rænum áhrifum“. Dæmin fá Ungverja- landi og Tékkóslóvakíu renna að minnsta kosti stoðum undir þessa skoð- un. Þegar hi'ldarleik stríðsins lauk, tóku þjóðirnar sem borizt höfðu á banaspjót- um að græða hin djúpu sár sem það hafði skapað þeim. Milljónir manna urðu aftur frjálsar, og hugsuðu með skelfingu til þess tíma er þeir urðu að lúta hervaldi annarra þjóða. Þjóðirnar höfðu myndað með sér samtök, Sam- einuðu þjóðirnar, og gert með sér sátt- mála, sem átti að korna í veg fyrir að slíkir atburðir gætu endurtekið sig. Hin ar frjálsu þjóðir bundu miklar vonir við þennan sáttmála. En fljót'lega kom þó í Ijós að stór hængur var á að hann gæti náð tilgangi sínum. Eitt aðildar- rikjanna, Rússland ,heimtaði að hafa þriggja atkvæða vald á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, og auk þess kröfð- ust þeir neitunarvalds í öryggisráðinu og beittu því óspart. Með þeim móti tókst þeim jafnan að sporna gegn vilja meirihlutans. Þegar sýnt varð að Sameinuðu þjóð- irnar mundu ekki hafa þann áhrifamátt sem ætlað var, hlutu lýðræðisríkin að sporna við fótum gegn útþenslu komm- únismans á annan hátt. En því miður brugðu þær helzt til seint við. Þrjú smáríki við Eystrasalt, Eistland, Lett- land og Lithaugen höfðu þegar verið gerð að algjörum hjálendum Sovétríkj- anna, þeir höfðu einnig tekið verulegt landsvæði af Finnum og mikil lönd í Austur-Asíu, svo dæmi séu nefnd, áð- ur en spornað var við fótum. Hins veg- ar höfðu þeir kvatt herlið sitt frá Borg- undarhólmi og lofuðu þeir sjálfa sig há- stöfum fyrir slíkan lýðræðisskerf og töldu það öðru fremur sýna að ekki hygðu þeir á landvinninga. Fyrsta vísinn að stofnun Norður-Atl- antshafsbandálagsins má finna í varn- arbandalagi er fimm þjóðir í Vestur- Evrópu, Bretland, Frakkland, Holland, Belgía og Luxembourg stofnuðu sín á milli. Sjálf hugmyndin um stofnun bandalagsins mun hins vegar fyrst hafa komið fram hjá Kanadamönnum snemma árs 1948. Óx þessari hugmynd þegar fylgi og 4. apríl 1949 var bandalag- ið stofnað af fyrrnefndum fimm þjóðum, og Kanada, Bandaríkjunum, íslándi, Nor egi, Danmörku og Portúgal. Síðar gengu svo Miðjarðarhafslöndin í banda lagið. HIÖ ENDCRFÆDDA LAND Á styrjaldarárunum höfðu Banda- ríkjamenn veitt bandamönnum sínum í Evrópu, mikinn efnahagslegan stuðn- ing með láns- og leigukjörum. Að styrj- öldinni lokinni hættu Bandaríkjamenn þessari aðstoð, en fljótlega kom í ljós hvað þörf margra þjóða var brýn. Ge- orge Marshall síðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna lagði þá á ráðin um stuðning Bandaríkjanna við efnahags- lega uppbyggingu Evrópulanda og lagði fram þá áætlun sem síðan er við hann kennd. Upphaflega var ætlað að Rússland nyti góðs af áætluninni, en þeir snér- Reykvíkingar! Kommúnistar hafa án þess að leita leyfis boðað til útifundar í dag og skorað á menn að taka sér frí frá störfum. Við viljum því hér með skora á friðsama horgara að koma á Austurvöll milli kl. 12 og 1, og síðar, til þess með því að sýna, að þeir vilji, að Alþingi hafi starfsfrið. _ ólafur Thors, form. þingflokks Sjálfstæðisfiokksins, Eysteinn Jónsson, Slefán Jóh. Stefánsson form. þingflokks Framsóknarflokksins, form. þingflokks Alþýðuflokksins. Fregnmiði er forystumenn lýðræðisflokkanna létu dreifa 30. marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.