Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 196» 17 Frá kennslutæknifundinum um skólarannsóknir — Ljósm. Kr. Ben. Efla ber skólarannsóknir Frásögn af þriðja Kennslutœknifundinum r Hagaskóla KÖKUBAZAR verður haldinn á morgun kl. 2.00 e. h. í Ingólfsstræti 19. Ágóðinn rennur í barnaskólasjóð Aðventista. VeiðijÖrð Landmikil veiðijörð um 6 klst. akstur frá Reykjavlk er til sölu. Heppileg fyrir félagssamtök. Jörðinni tilheyrir veiðiá og mikið berjaland, 17 ha tún og góð gripahús. Upplýsingar gefur , Sigurgeir Jónsson Sími 41175. allar byggingavörur á einum stað ÞRIÐJI Kennslutæknifundurinn, sem haldinn er í Hagaskóla, var í fyrrakvöld og var umræðuefn- ið skólarannsóknir. Frummælend ur voru Andri ísaksson, sálfræð- ingur, forstöðumaður Skólarann- sókna og Haukur Helgason, skóla stjóri, í Öldutúnsskóla í Hafnar- firði. Fundurinn var alivel sótt- * ur og stóðu umræður fram und- ir miðnætti. Ásgeir Guðmundsson, formað- ur Kennslutækni bauð í upphafi fundarmenn velkomna, en síðan tók Andri ísaksson til máls. Hann sagði að með auknum (hraða í nútímaþjóðfélagi hefði þörfin á að bæta skólakerfið ■aukizt og orðið æ brýnni. Með Bkólaranns'óknum leituðust menn við að gera skólakerfið hæfara. Skólarannsóiknir eiga sér óra- tuga sögu og hefjast í Banda- ríkjunum um 1916. Þó má segja að rannsóknir fransks sál'fræð- ings í Parí.s nokkuð fyrr megi telja til s’kólarannisóikna. Andri fsaksson rakti síðan 'Skólarannsóknir í Noregi, en þær hófust þar í landi árið 1933 með því að skólanefnd barna- kennara sendi bænaskrá til menntamálastjórnarinnar um að endurskoða skólakerfisins yrði byggð á reynslu. 1936 var þetta síðan samþykkt í norska Stór- þinginu og sett var á fót upp- eldisfræðirannsófcnarstofnun við háskólann í Osló 1938. Helztu verkefni þessiarar stofnunar haf verið: stöðlun greindar- prófa, rannsófcn á lestrarerfið- leifcum barna, rannsókn á fé- lagslegum viðhorfum og rann- sókn á hömlum á reikningshæfi- leika. Þá gat Andri þess að stofnunin gæfi og út norrænt tímarit. Norska stofnunin hefur all- fjölmennt s'tarfslið — nokkra tugi manna. Hún er háskóla- ■stofnun og verkefni hennar eru valin með vísindalegu tilliti. Andri ræddi rnokkru nánar um morsku skólarannsóknirnar, en sneri sér síðan að hinum ís- lenzku. Aðdragandi íslenzkra skóla- rannsókna hófst árið 1063, er skipuð var nefnd til þess að fjalla um menntaskólanám. — Nefnd þessi safnaði gögnum og síðar urðu til 2 undirnefndir, önnur sem fjallaði uon tengsl menntaskólanna við lægri skóla og hvatti hún síðar til stofnun- ar iskólarannisókna. Hinn 27. marz 1966 var svo tilkymnt um að Skólarannsóknum hefði verið fcomið á fót og var Andri ísaks- son gerður að forstöðum-ahni, en hann skyldi hafa sér til aðstoð- ar dr. Wolfgang Edelstein og Jó- hann Hannesswn, .skólameistara. Skyldi stofnunin annast fræði- lega rannsókn á íslenzka skóla- fcerfinu og verði hún undirstaða tillögugerðar um nauðsynlegar breytingar á skólakerfinu, svo að saimræma megi það breyt’tum þjóðfélagisháttum og nýjum sjón armiðum í skóla- og uppeldis- fræðum. Andri sagði að með þeirri manmfæð, sem innan stofn unarinnar væri, hefði ekki verið unnt að vinna að eiginlegum skólarannsóknuim, en athugun hefur þó fairið fram á gildi prófa. Starfskraftar stofnunarinnar hefðu hins vegar beinzt að til- raunum með nýja stærðfræði- kennslu, tilraunum með dönsku í 12 ára bekk, og tilraunum með ensku í 4, til 7. bekk Lang- holtsskóla. Allar þessar tilraunir hefðu þó verið gerðar af frum- kvæði annarra. Af frumfcvæði skólarannsóknanna hefði þó ver ið ráðizt í athugun á eðlis- oig efnafræðikennslu í barna- og unglingaskóluim, líffræðikennslu athugun ®ama eðlis væri nú fyrir nefnd, sem örnólfur Thorlacius veitti forstöðu og síðan hefði kenns'la í eftirtöld- um greinum verið í athugun: félagsfræði, íslenzku, dönsku. Farið héfði og fram rannsókn á forskólum, athugaðar takmark- anir á ýmsum sviðuim .skóla- kerfisins og frá upphafi hafa Skólarannsóknirnar haft með höndum ráðgjafastarfs'emi bæði út á við og inn á við. Haukur Helgason, skólastjóri var næsti frumimæilandi. Hann taldi að verkefni skólarannsókn- anna hefði verið mjög yfirgrips- mikið í upphafi. Öðru megin hefði verið á reiðingnum skóla- rannsóknir — þetta mikla verk- efni, en hinum megin enn starfs- maður ásamt tveimur frís'tunda- ihjálparmönnum, enda hefði fljótt komið í ljós að leysa varð verkefnabaggann og skilja að- eins fáein strá eftir. Haufcur 'Sagði síðan: Skóilarannisókmr eiga að vera sjálfstæð s'tofnun til ráðuneytis skólarannsókna skal skipa 5 m.anna nefnd, starfs lið skólarannisófcna verði aukið og fé til rannsóknarstarfa sé tryggt. Haukur færði síðan rök fyrir þessum kröfum sínum. Hann lagði ennfremur áherzlu á að kanna þyrfti, hvaða breytingar er unnt að gera nú þegar til að tryggja betri árangur uppeldis- lega og námslega af skólas'tarf- inu, að fcanna þarf hvers vegna iskólar í Noregi, Svíþjóð og Þýzkalandi og nú á Bretlands- eyjum hafa hætt að raða nem- endum í bekki eftir getu á skyldunámsstigi, nú þegar þarf að taka saman skýrslu um ár- angur þann, sem náðst hefur með kennsilu 6 ára barna í Is- aksskóla, þegar .svo mjög er rætt um skólagöngu 6 ára barna og á næsta leyti eru ákvarðanir í þessu efni, gtuðia þarf að því að gefin verði út kennslubók í námstækni og koma þarf upp gagnkvæmu upplýsinga- kerfi milli skóla og Skólarann- isókna. Síðan sagði Haukur: Stofnun Skólarannsiókna vakti bjartar vonir í huga allra á- hugamanna um skólamál. Þar virtist kominn sá vaki, er leyst gæti úr læðingi nýja vorkomu í Menzkum skólamálum. Séu þær aftur á móti ekki nógu aðgerð- armikl.a'r og láfi ekfci að sér kveða, getur farið svo, að þær verði gkálkaskjól aðgerðarleysis og fcyrristöðu. Á eftir framsöguræðum voru frjálsar umræður. Þeir sem tófcu til máls voru: Hörður Bergmann, dr. Wolfgang Edelstein, ólafur Þórðars'on, Jóna-s Pálsson, Sig- urþór Þorkelsson, Magnús Magn ússon Friðbjörn Gunnlaugsson, Kristján Halldórsson og að lok- um frumimiælendur. Ásgeir Guðmundsson, formað- ur Kenns'lutækni minnti á næsta fund, laugardaginn 29. marz kl. 14.30 í Hagasfcóla, þar sem rætt yrði um menn'tun og hagvöxt. Fruimmælandi verður Torifi Ás- geirsson, hagfræðingur. ÞAKJÁRN NR. 24 Þakpappi Rennubönd Mjög hogstæit verð BYGGINGAVÖRUVERZLUN ^^7 KÓPAVOGS sími41010 SKIÐI Höfum nú til hin vinsælu og VIKING skíði VIKING SIIPER fyrir fullorðna og unglinga. Einnig öryggisbindingar og stálstafi. KRISTJÁNSSON HF Ingólfsstræti 12. — Símar 12800 og 14878. FERMINGARRLÓM R0R9SKREYTINGAR SENDUM HEIM Gróðrarstöðin v/Miklatorg — Sími 22822. Gróðurhúsið v/Sigtún — Simi 36770. Gróðrarskálinn v/Hafnarfjarðarveg — Sími 42260. OPIÐ ALLA DAGA TIL KL. 10.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.