Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 20
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1969
Sælgætis- og tóbaksverzlun
á bezta stað í Miðbænum til sölu. — Tilboð merkt: „Góður
staður" sendist Mbl. fyrir 8. apríl næstkomandi.
Landabrélabók
er falteg og nytsöm fermingargjöf.
Martins verdensatlas.
Det bedstes store verdensatlas.
Nordisk konversations leksikon verdensatlas.
Politikens verdensatlas.
BÓKABÚÐ NORÐRA.
Enskunóm í Englondi
Enskunámskeið verða á vegum Scanbrit á sumri komanda
í London og Bríghton Mjög hagstætt verð. Nemendum fylgt
á leiðaenda. Umsóknir þyrftu að berast sem fyrst.
Upplýsingar gefur Sölvi Eysteinsson, Kvisthaga 3, Reykjavík.
Sími: 14029.
VI
Jörð óskast
Vil kaupa jörð, sem hefir möguleika til lax- og silungsveiði.
Mikil útborgun ef um góða veiðiaðstöðu er að ræða.
Tilboð merkt: „Veiði — 2738" sendist Morgunblaðinu, sem
allra fyrst.
Ú tgerðarmenn
Til sölu 20—30 tonn af beitusíld.
Upplýsingar í síma 37334.
Orðsending fró HÉÐNI
Ainmoniakrör í stærðum frá %” til 6”.
Comprimerað stál í stærðum frá 3/16” til 3”.
Plötujárn, margar þykktir.
I-járn, stærðir NP-14, 16 og 20.
U-járn stærðir NP-8, 14 og 18.
Flatjárn, margar stærðir.
= HÉÐINN =
Sími 24260.
Verzlunarfóik - Suðurnesjum
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um
kjör stjórnar- og trúnaðarmnnaráðs.
Frestur til að skila framboðslistum er til kl. 24 fimmtudag-
inn 3 apríl 1369.
Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjómar, Kristjáns
Guðlaugssonar Faxabraut 61 Keflavík.
Stjóm- og trúnaöarmannaráð
Verzlunarmannafélags Suðumesja.
— Spjallað um
Framhald af bls. 8
miðunum í sambandi við
notkun veiðarfæra. Ég býzt
við að það reyndist betur, en
að þessum málum sé stjórnað
að óathuguðu máli frá skrif-
borðum þeirra sem síður
þekkja til, en vilja kannski
allt það bezta.
Skipulagning í sjávarútvegi
íslendinga á ekki að vera
nein tilviljun. Framtíðarlausn
landhelgisopnunarinnar t.d.
þarf að vera raunhæf svo að
menn geti unnið sin daglegu
störf án þess að vera með
stöðugar áhyggjur af morgun-
deginum.“
XXX
Sigurgeir Olafsson skip-
stjóri á Lunda er i nefnd
Eyjaskipstjóranna, sem skil-
aði gagngerum tillögum til
landhelgisnefndarinnar í sam-
bandi við lausn á landhelgis-
málinu og rétti trollbátanna.
Þegar við hittum Sigurgeir afi
máli var hann að koma af
sjó og hafði þá aðeins sofið í
svo tíma siðustu tvo sólar-
hringana. Þannig gengur það
hjá þessum mönnum sem eru
að eltazt við fiskinn og bera
ábyrgð á sinum bát. Sigur-
geir fórust orð á þessa Ieið:
„Mér lízt vel á þessi mál, ef
landhelginni verður breytt
eftir okkar tillögum og að
hún verði opnuð allt í kring
um landið. Við höfum lagl
mikla vinnu í tillögur okkar
um veiðisvæðin við Suður-
land.
En ég tel það aftur frá leitt,
ef þa'ð á að gefa bátum frá
ýmsum landshlutum, svo sem
Austfjörðum og Vestfjörðum,
aðstöðu til þess að veiða á
svæðum sem eru opin eins og
t.d. Vestmannaeyjasvæðinu,
en hafa þeirra eigin heima-
svæði lokuð. Það borðar eng-
inn sömu kökuna aftur og
aftur.
Við höfum nú þegar dæmi:
Nokkrir Austfjarðarbátar eru
nú þegar komnir hingað á
Vestmannaeyjami'ð með troll.
og einnig bátar frá ýms-
um verstöðvum við Reykja-
nes og Faxaflóa. Ef það
á að fara að höndla
þetta mál svona að skapa
mönnum t.d. á Austfjörðum
og Vestfjörðum aðstöðu til að
fiska á öðrum stöðum við
landið án þess að um opnun
sé að ræða á þeirra eigin svæ'ð
um, nema ómerkilegum rim-
um, þá tel ég að okkar mið-
um sé svo mikil hætta búin
að ég þori vart að nefna þá
niðurstöðu. Allt útlit er fyrir
þetta eins og nú horfir, en nú
getur hver og einn ókunnug-
ur miðunum og gangi mála
notað Vestmannaeyjamiðin
þindarlaust, svo að ekkert
fyrirbyggir eyðileggingu. 1
þessu máli, ef hreppapólitík
er látin ráða, er ég svona
svartsýnn og er þó með bjart-
sýnustu mönnum. Við erum
ekki að tala um að vera einir
um hituna. Við viljum að
rétturinn sé allsstaðar sá sami
þar sem hægt er og þolum
ekki að það sem við og okkar
bæjarfélag höfum byggt á og
byggjum á sé eyðilagt með
rányrkju óeðlilegs flota.“
XXX
Daníel W. F. Traustasyni
skipstjóra á Kóp fórust orð á
þessa Ieið þegar við spjölluð-
um við hann:
„Mér leizt skínandi vel á
það þegar breytingin var
gerð, en ég held a'ð við kom-
umst ekki hjá því að opna
meir á vissum svæðum og
tímabilum. Við þurfum t.d.
að geta veitt meira af kolan-
um.
Það breyttizt mikið til batn
aðar, frá því sem áður var,
þegar breytingin var gerð I
upphafi, en það hafa verið
gerðar furðulegar þrengingar
síðan fyrir trollbátana.
í sambandi við sfðustu breyt
ingar t.d. er alls ekki sama
hljóðið í mér og þegar fyrsta
breytingin var gerð. Þetta
stóra svæði á Selvogsbanka,
sem nú hefur verið lokað
fyrir trollbátum einum, tel ég
að hefði átt að vera opið. Með
þessu móti er aðeins verið að
TroIIbátar á veiðum.
bjóða heim innbyr’ðis deilum
hjá skipstjórum á bátaflotan-
um. Það eru svo mörg veiði-
svæði hér við Suðurland, sem
eru hraunasvæði og þau svæði
eru sjálfrátt friðuð fyrir troll-
inu. Að undanförnu t.d. hafa
netabátarnir frá Eyjum farið
út af hrauninu suðvestur af
Surti og á svæði þar sem troll
bátar hafa verið, en engir
árekstrar hafa orði'ð þar við
veiðarnar.
Með þessum þrengingum er
verið að reyna að stjórna því
úr landi á hvaða veiðisvæði á
að veiða, en það er bara ekki
nauðsynlegt og kann engan
veginn góðri lukku að stýra.
Þess háttar stjórnvizka stenizt
ekki og þarf heldur ekki ísam
bandi vi'ð Eyjabátana á Vest-
mannaeyjamiðum. Skipstjór-
arnir sjálfir hafa náð sam-
komulagi við veiðarnar með
notkun hinna ýmsu veiðar-
færa á miðunum og það veður
enginn inn í annars pláss þar
sem á annað borð er búið að
leggja veiðarfæri. Þess vegna
er óþarfi að vera að þrengja
hlut trollbáta enn á ný.“
xxx
Grétar Þorgilsson skipstjóra
fórust orð á þessa leið í spjall
inum um landhelgina og troll-
ið:
„Mér þótti þessi breyting
aldeilis orðin tímabær og sér-
staklega það að fá tækifæri
til þess að veiða án þess að
vera í sífelldum feluleik fyrir
varðskipum eins og þetta var.
Annars lízt mér ekki á þessa
þröngu opnun eins og hún er
nú. Fyrir norðan t.d. er bát-
um aðeins leyft að veiða á
ákveðnum svæðum eins og
t.d. í sambandi við snurvoðina.
Mörg landssvæði vilja ekki
láta opna veiðisvæði hjá sér
og þeir um það, en ég tel . að
það sé ekki réttlætanlegt að
hafa Vestmannaeyjasvæðið
opið fyrir öðrum, en Eyja-
bátum. Annað getur kallað
yfir sig mjög mikil vandræði
og ágang þeirra sem ekki
virða eðlilega nýtingu veiði-
svæ’ðanna, eins og þeir gera,
sem byggja framtíð sína á
þessum veiðisvæðum.
Það er líka fjandi furðu-
legt ef það á að líða mönnum
sem ekki vilja opna veiði-
svæði við sín heimapláss að
fara svo með báta sína, eða
senda þá hingað til Eyja yfir
hábjargræðistímann og sækja
allt hingáð. Slíkt stenzt ekki
í heilbrigðri nýtingu veiði-
svæðanna, hvað sem hver
segir.“
xxx
Við spjölluðum einnig við
Erling Pétursson skipstjóra á
Hvanney, en hann lét i ljós
eftirfarandi álit:
„Mér fannst sjálfsagt að
opna landhelgina inn að 3
mílunum eins og gert var í
upphafi, en ég er algjörlega
á móti því að loka svæðinu
fyrir austan, frá Skaftárós og
austur fyrir Stokksnes fyrir
trollbátunum. Það er ekkert
óeðlilegt, þó að trollbátarnir
fiski þar áfram. Eyjabátarnir
hafa verið á þessum miðum
um árabil og stundáð þau
ákveðið og ef út í það er far-
ið er það miklu nær að Vest-
mannaeyjabátarnir hafi veiði-
rétt á þessum Suðurlandsmið-
um, en Austfjarðabátarnir.
Annars tel ég breytinguna
eins og hún var í upphafi
vera til mikilla bóta.
Aftur á móti tel ég breyt-
inguna, sem var gerð eftir 1.
marz á Selvogsbanka gjörsam
lega óraunhæfa. Með þeirri
breytingu var enn verið að
þrengja veiðisvæði Eyjabát-
anna, en ég tel áð þessi svæði
eigi að vera opin allt árið.
Það er engin ástæða til frið-
unar á þessum svæðum fyrir
trollbáta á meðan ekki þykir
ástæða til að banna þar veiðar
með öðrum veiðarfærum. Og
fyrir utan það eru svo mörg
veiðisvæði á þessum miðum,
sem friða sig í raun og veru
sjálf fyrir trolli þar semhraun
eru og einmjtt það skapar
jafnvægið sem er eðlilegast í
nýtingu miðanna með sam-
vinnu skipstjóranna með mis-
munandi veiðarfæri.
í heild má þó segja að að-
stöðumunurinn hafi stórlega
breytzt til hins betra með
landhelgisbreytingunni og það
er allt annað áð eiga við þetta
nú, en áður, en það má ekki
fara að narta svo stórt í veiði-
svæðin með undarlegum frið-
unum og þrengja þau aftur
vegna ýmissa sérhagsmuna
eins og t.d. hefur komið fram
hjá Austfirðingum, sem vilja
einir ráða sínum veiðisvæð-
um og jafnframt hafa rétt til
þess að velða á venjulegum
veiðisvæ’ðum annarra lands-
hluta. Mér þykir það ekki heið
arleg afstaða, sem fram hefur
komið hj á ýmsum aðilum, sem
vilja þrengja áratuga garrialt
athafnasvæði Vestmannaeyja-
báta með því að loka ýmsum
veiðisvæðum, .en jafnframt
hafa rétt til þess að fara inn
á þrengd veiðisvæði Eyjabáta
með sín skip. Það lætur eng-
inn hengja sig upp á snaga
or'ðalaust."
1 FÉLAGSLÍF 1 Jörð óskast
Ármenningar!
Skíðafólk, dvalarkort fyrir Smábýli í nágrenni Reykjavíkur, gjarna á Álftanesi,
páskahelgina verða seld í Ant- óskast keypt.
íkabólstrun, Laugavegi 62, Sigurgeir Jónsson
fimmtudag- og föstudagskvöld Sími 41175.
kl. 8—10. Uppl. í síma 10825.