Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1969 tíitgieÉandi H.f. Árvakur, Reykjavíik. Fnamkvæmdastj óri Haraldur Sveinsson. ■Ritatjórar Sigurður Bjarnasoan frá Viiguir. Matthias Joliannessen. Eyjólfur Konráð Jónsaon. Ritstjómarfulltrúi Þiorbjöm Guðmundsson. I'réttaistjóri Björn Jóhannssoní. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími ÍO-IÖO. Auig]ý®in'gar AðaLtræti 6. Síxni 22-4-80. Asfcriftargjald kr. ISiO.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 10.00 eintakið. EISENHOWER LÁTINN o hkv'&b II' wí v u ÍAN ÚR H EIMI KÍNA: Hvað skeður næsta ár í Varsjá? Hversvegna œtli Kínverjar hafi rfít Bandaríkjamönnum „bambus-stöng" en dregið hana svo snögglega að sér aftur? Tkwight Eisenhower, fyrr- um forseti Bandaríkj- anna er látinn. Með honum er genginn einn þeirra manna, sem voru kvaddir til forustu í baráttunni gegn nazistum í heimsstyrjöldinni síðari og jafnframt einn . fremsti leiðtogi frjálsra þjóða heims á erfiðustu árum kalda stríðsins. Eisenhower varð frægur um víða veröld sem yfirhers- höfðingi bandamanna í heims styrjöldinni síðari. Þá komu f ljós yfirburða hæfileikar hans til þess að laða ólík öfl saman til samvinnu i barátt- unni gegn sameiginlegum óvini. Síðar varð Eisenhow- er fyrsti yfirhershöfðingi At- lantshafsbandalapsríkjanna og átti ríkan þátt í að tryggja varnir þeirra gegn yfirgangi kommúnismans í Evrópu eft- ir stríð. Leikur enginn vafi á því, að Atlantshafsbandalagið hefur jafnan síðan búið að því starfi, sem Eisenhower * lagði fram í þágu Atlantshafs bandalagsríkjanna þá. Dwight Eisenhower var kjörinn forseti Bandaríkj- anna árið 1952 og hann var endurkjörinn með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða 1956. Enn er of snemmt að leggja dóm á forsetatíð Eis- enhowers en sú staðreynd er þó öllum ljós, að á árunum 1952—1960 var meiri friður innanlands í Bandaríkjunum : en verið hefur síðan, er marg ; víslegir erfiðleikar í innan- landsmálum hafa skapað f* sundrungu og leitt til hinna ótrúlegustu ofbeldisverka. Eisenhower tók við forseta embætti þegar kalda stríðið stóð sem hæst. í forsetatíð hans var friður saminn í Kóreu og framsókn komm- ; únismans var stöðvuð. Þegar Eispnhower lét af embætti haffii andrúmqloftið á aiþjóða | vettvanm hatnað verulega og hætf^n á nvrri heinic:«tyriö]d var fiarlænari { hugum fólks en áður. Eisenhower lifði það að sjá þann mann. sem alizt hafði upp undir handariaðri hans, verða forseta Bandaríkjanna. Og bað er táknrænt að ein- mitt á fvrstu vikum forseta- ferils síns hefur Richard Nixon lagt áherzlu á að bæta tengsl Bandaríkjanna við Ev- j rópu en þau tengsl átti Eis- ; enhower meiri þátt í að | treysta en flestir aðrir banda- . rískir stjórnmálamenn. VIÐTÆKAR AÐ- GERÐIR TIL ÚT- RÝMINGAR ATVINNULEYSI OG EFLINGAR ATVINNULÍFSINS Oæða sú, sem Bjarni Bene- diktsson, forsætisráð- herra, flutti á Alþingi í fyrra- dag um störf Atvinnumála- nefndar ríkisins hefur vakið mikla athygli enda sýnir hún glögglega, að Atvinnumála- nefndinsem Bjarni Benedikts son er formaður fyrir, hefur beitt sér fyrir mjög víðtækum ráðstöfunum til þess að efla atvinnulífið í landinu og út - rýma atvinnuleysi. Forsætisráðherra lagði á- herzlu á það í ræðu sinni að margvíslegar ráðstafanir hefðu verið gerðar til þess að bæta úr rekstrarfjárþörf atvinnufyrirtækjanna og örva þannig atvinnu í landinu. Fyrir tilstuðlan Atvinnumála nefndar ríkisins voru afurða- lán til sjávarútvegsins hækk- uð í samræmi við verðhækk- anir vegna gengisbreytingar- innar. Seðlabankinn ákvað að verja 100 milljónum króna til sérstakra rekstrarlána tilfiski skipa til að létta byrði af lausaskuldum þeirra. Við- skiptabankarnir ákváðu að auka venjuleg rekstrarlán til fiskiskipa um 50%. Seðla- bankinn tók ákvörðun um að verja 150 milljónum króna til aukningar rekstrarlána til iðnaðarins í samvinnu við við skiptabankana. í upphafi ársins fengu all- mörg frystihús sem voru ísér stökum erfiðleikum fyrir- greiðslu að upphæð 30 millj- ónir króna. Þessar aðgerðir hafa m.a. tryggt að fiskveið- ar hófust með eðlilegum hætti þegar að loknu sjó- mannaverkfallinu og hafa þær svo sem kunnugt er gengið vel og orðið til þess að draga mjög úr atvinnu- leysi í landinu. Frystihús hafa verið starfrækt af full- um krafti eftir því sem hrá- efni hefur borizt til þeirra, svo og síldar- og fiskimjöls- verksmiðjurnar. Atvinnumálanefndin hefur fjallað sérstaklega um ráð- stafanir til þess að efla tog- araútgerð frá þeim byggðar- Það hefur vakið athygli í Var- sjá, að mánuðum saman hafa am- bassadorar Kína og Bandaríkj- anna ýmist gefið hvor öðrum ó- spart undir fótinn eða ekki virt hvor annan viðlits. Þessi leikur hefur, að minnsta kosti í bili, endað á þann veg að þrettánda fundi þeirra, sem hafði verið á- kveðinn þann 20. febrúar s.l. var aflýst, samkvæmt skipun stjórn- arinnar í Peking. Þykjast Kín- verjar með þessu vera að mót- maela hlutdei'ld sem þeir telja bandarísku upplýsingaþjónust- una eiga í flótta fyrrverandi sendifulltrúa Kínverja í Haag, Liao Ho-chou til Bandaríkjanna. Síðastliðinn hálfan mánuð hef ur kínverska dagblaðið „Ren Min Ribao“ ráðizt harkalega á hina nýju stjórn í Bandaríkjun- um og kemur það því ekki á óvart, þó slitnað hafi upp úr viðræðunum í Varsjá. Þróun mála í heiminum undanfarið hef ur verið á þann veg, að Kín- verjar hafa séð sér hag í að slíta viðræðunum, í bili að minnsta kosti, og hefur því flótti sendiful'ltrúans verið þeim kær- komið yfirskin Vaxandi afskifti stjórveldanna tveggja, Rússa og Bandaríkjamanna af málefnum minni ríkja víðsvegar í heimin- um, Austurlöndum nær, Evrópu og sérstaklega Viet-nam er Kín verjum mikill þyrnir í augum og vilja þeir nú sjálfir fara að hafa hönd í bagga Upphaf þessa máls er að utan ríkisráðherra Kína ríður á vaðið og stingur upp á því við Banda ríkjamenn að þeir taki aftur upp þráðinn og hefji með sér við- ræður með aðstoð ambassadora sinna 20. febrúar 1969, en Kín- verjar og Bandaríkjamenn höfðu ekki ræðst við síðan 1955. Fréttamenn túlkuðu þetta tilboð Kínverja á þann veg, að Kína yndi því nú ekki lengur að sitja hjá og horfa á stórveldin berj- ast um bitana. Kínverjar vildu að Bandaríkjamenn og Kínverj- ar gerðu með sér samþykkt varð andi 5 grundvallaratriði er snert ir sameiginlega hagsmuni þeirra á Kyrrahafi, grundvallaratriði'er Kínverjar samþykktu á fundin- um í Bandoung í apríl 1955. Skil lögum, sem togaraútgerð er nú rekin frá en það eru Reykjavík, Hafnarfjörður, Akureyri og Siglufjörður. Hefur Reykjavíkurborg ver- ið boðið lán að upphæð 26 milljónir króna til viðgerðar á þremur gömlum togurum, sem legið hafa ónotaðir frá 1966 og jafnframt hefur ver- ið ákveðið að veita svipaða fyrirgreiðslu til þeirra byggðarlaga annarra, sem byggja mjög á togaraútgerð. Viðgerð togaranna þriggja í Reykjavík mundi veita veru- lega atvinnu. Þá skýrði Bjarni Benedikts- son frá því, að lögð væri sérstök áherzla á að efla skipasmíðarnar, enda væru þær mjög til þess lagaðar að stórauka atvinnu. Eru uppi áform um að gera skipasmíða stöðvunum kleift að halda yrði það sem Kínverjar setja nú fram gegn framlengingu sam- þykktarinniar er að Bandaríkja menn hefjist þegar handa um brottflutning bandarísks her- lið frá Taiwan héraði, það er að segja Formósu, sem er eins og kunnugt er, síðasta vígi Ghang Kai-chek. Þó þetta tilboð Kínverja sé skilyrðisbundið er það samt í fyrsta sinn sem þeir láta í veðri vaka að þeir kynnu að vera fáan legir til samstarfs. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkj- Mao Tse-tung anna sagði: „Kínverjar rétta okkur bambusstöng". Viðræðu- tíminn er óneitanlega kænlega valinn, eða um sama leyti og Nix on í upphafi valdatíma síns hittir að máli Bresnev og Kosigyn, til að ræða við þá um eldflaug- ar, eldflaugavarnir, kjarnorku- stríð og málefni Mið-Austur- ýlanda. Mao Tse-tung lætur í það skína, að það séu ekki að- eins Bandaríkjamenn og Rússar, semn hafi rétt til. að fjalla um landamæri kommúnistablokkar- innar og Vestur-Evrópu, Kín- verjar hafi líka ýmislegt til mál anna að leggja. Sovjetmenn, sem eru kvíðnir og gramir vegna ummæla Kín- verja svara þeim þó fullum hálsi og segja að kínverski drekinn sé ekkert annað en pappírsdreki áfram smíði fiskiskipa þótt kaupendur séu ekki fyrir hendi, þannig að ný og hent- ug fiskiskip verði til staðar, þegar eftirspurn eykst á ný, sem gera má ráð fyrir að verði þegar áhrifa aðgerða ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum fer verulega að gæta. Bjarni Benediktsson benti á í ræðu sinni, að aukin bygg ingarstarfsemi væri mjög þýðingarmikil til þess að draga úr atvinnuleysinu og sagði hann, að auk þeirrar 100 milljón króna fyrir- greiðslu, sem Húsnæðismála- stjórn hefði fengið til þess að flýta lánum til húsbyggj- enda, væru aðrar aðgerðir í athugun til þess að örva byggingarstarfsemina. Loks vakti Bjarni Bene- diktsson athygli á því að sveitarfélög hefðu sýnt mik- andspænis bandarískri heims- valdastefnu. Það hefur verið skoðun Bandaríkjamanna að Kínverjar eigi hlutdeild í þeim stirðbusahætti, sem stjórnin í Ha noi sýnir við friðarsamningana í Viet-nam og því kviknar sú von, hvort ekki megi reyna að fá Mao Tse-tung og Chou En- lai til að telja stjórnina í Norð- ur-Vietnam á að sýna meiri samn ingalipurð. Bandaríkjamenn telja að eigi Kínverjar möguleika á mi'kilvægum viðskiptasamning- um við vesturlönd, myndu þeir fúsir til að beita áhrifum sínum í Viet-nam deiilunni í staðinn. f hvíta húsinu og innanríkis- ráðuneytinu í Washington hafa menn verið önnum kafnir við að gera kostnaðaráætlanir og tækni legar áætlanir um póst- og síma- samband milli Kína og Banda- ríkjanna Þá hafa verið athugað ir möguleikar á samskiptum á sViði vísinda milli landanna svo og hugsanleg skifti milli banda riskra o g kínverskra háskóla. Bandaríkin hafa á undanförnum árum verið mjög andvíg því að viðskipti hæfust mil'li Kína og Vestur-Þjóðverja, en þessi við- skipti aukast nú jafnt og þétt og eru hergögn þar stærsti þátt- urinn. Á síðast liðnum mánuð- um hefur dregið mjög úr áróðri Bandaríkjanna gegn þessum við skiptum. Stjórnir ýmissa landa, sem hafa haft pólitíska samstöðu með Bandaríkjunum líta sjálf hýru auga „markaði" í Kína fyrir vör ur sínar. Stjórnir Ítalíu og Can- ada hafa lýst því yfir, að þær hafi í hyggju að taka upp stjórn málasambandi við Kína og Belg- íu og Filippseyjar fylgjast náið með gangi mála. Bak við tjöld- in hefur de Gaulle róið að því öl'lum árum að þessi samskipti tækjust. Hann er þeirrar skoð- ar að aukið samneyti við Kína sé æskilegur mótleikur gegn of náinni samvinnu milli Banda- ríkjamanna og Rússa. Því er það nú að Mao Tse tung tekur þá ákvörðun að hætta samningaviðræðum við Bandaríkin og aflýsa fundinum 20. febrúar. Samningur um Framhald á bls. 19 inn áhuga á auknum fram- kvæmdum, ekki sízt hita- veitu- og vatnsveitufram- kvæmdum, svo og hafnar- gerð og væri nú unnið að úr- lausn þeirra mála en þegar hefði verið ákveðin lánveit- ing til Hitaveitu Reykjavík- ur, sem gerir henni kleift að ráðast í framkvæmdir sem nema 70—80 milljónum á þessu ári. STJÓRN Stúdentafélags Háskóla íslands hefur sent Mbl. afrit af bréfi, sem háskólarektor sendi fé laginu hinn 9. september 1968 og fjallar um afnot af húsnæði háskólans. I bréfinu segir m.a. að „há- skólaráð samþykkti í júní sl. ályktun um húsnæðismál Háskól ans á þá leið, að eftirleiðis þætti háskólaráði ekki fært að lána hús næði Háskólans til fundarhalda eða ráðste'fna, ef það skerti til muna lögbundna eða venju helg- aða starfsemi Háskó’.ans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.