Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1969 19 TAKN Spjallað við Einar Pálsson um hugarheim Asatrúar ÞESS hefur áður verið getið í Mbl. að Einar Pálsson, B.A., forstöðumaður Málaskólans Mímis, hefði í hyggju að leggja fram kenningar um hugarheim Ásatrúar, sem mjög væru frábrugðnar ríkj- andi skoðunum í þeim efnum. Einar hefur rannsakað tákn- mál íslenzkra fornsagna og á grundvelli þeirra leggur hann fram 60 vinnutilgátur, sem hann mun fjalla um í 8 fyrir- lestrum, sem hann flytur í Norræna húsinu um páskana. Mbl. átti viðtal við Einar um þessar ransóknir. í fyrstu spurðum við hvenær hann hefði hafið þær og Einar svar- aði: — Ég byrjaði á þessu strax eftir stúdentspróf — innritað- ist að hausti í norrænudeild- ina og hafði þá þegar mikinn áhuga á fornum trúarbrögð- um og mannfræði. En námið í norrænudeildinni var mér lítt að skapi. Tímanum var eytt í flest annað en ég hafði áhuga á, auk þess sem þá ríkti sá andi meðal margra norr- ænufræðinga, að það sem unnt væri að rannsaka í trú- arbrögðum heiðni, væri þá þegar að fullu kunnugt og vart hugsanlegt, að komast öllu lengra í þeirri grein nema ný gögn kæmu til sögunnar, t.d. við fornleifafundi eða þess háttar. Því fór ég til Englands og lagði þar stund á miðaldabókmenntir, las Shakespeare og þau ensku leikskáldin og kynnti mér eins vel og ég gat grísku harmleikina. — Kemur þetta beinlínis þesium_ rannsóknum við? — Já, leiklist Grikkjanna var grundvölluð á goðsögnum og trúrænum athöfnum, svo að þekking á þessum bók- menntum hefur sitt að segja í þessu sambandi. — Þú varst formaður Leik- félags Reykjavíkur og endur- reistir það eftir að Þjóðleik- húsið tók til starfa. Ertu hættur öllu slíku? — Þetta voru aðeins nokk- ur ár, að mörgu leyti- mjög skemmtileg, en allt of tíma- frek. Áhugi minn hefur allt- af beinzt að hugmyndafræði og heimspeki öðru fremur og sérstaklega að manninum og stöðu hans í tilverunni. Við íslendingar eigum ómetanleg- ar heimildir um forna hugs- un og fornt mál mannsins, og það ætti að vera okkur frum- skylda, að túlka og skýra þann arf. — Er málið annað nú en það var að fornu? — Já. Það hefur mikið breytzt. Það ,sem ég á við með því, er ekki breyting máls í venjulegri merkingu orðsins frá „danskri tungu“ í nútíðar íslenzku, heldur mál goðsagnanna, sem mikið er af í fornum ritum íslenzkum, en nú er að mestu glatað. — Hvað er mál goðsagnar? — Goðsagnir byggjast yfir- leitt á myndrænni framsetn- ingu og fela í sér margvíslega reynslu frumstæðra sam- félaga, tjáningu hins æðsta og merkasta, þess, sem vart verð- ur sagt með orðum. Allt um það fela allar raunverulegar goðsagnir í sér mál sem er unnt að túlka og er hver mynd goðsagnarinnar hlaðin orku ,ef svo mætti segja — margskonar merkingu, eða efri tónum hugtaka, sem eng- inn skilur, nema sá, sem þekk ir kerfi þeirra trúarbragða, sem goðsögnin byggiit á. Mál goðsagnarinnar er yfirleitt nefnt táknmál. „Tákn“ er þá notað um mynd sem felur í sér merkingu handan og ofan við það, sem venjulegur mað- ur skilur með myndinni ef honum er ekki kunnur hug- arheimur táknmálsins. — Er mikið af heiðnu táknmáli í fornsögunum? — Já, leifar þess sjást víða, enda er ekki um það deilt, að mikið af sagnaarfi fsiendinga er aftan úr heiðni. Og þær rannsóknir, sem ég hef unnið að byggjast á ein- faidri staðreynd: Sé arf- ur íslendinga bundinn goð- sögnum og séu þær goðsagn- ir tengdar táknmáli eins og goðsagnir annarra þjóða, þá getum við ekki skilið þessar bókmenntir til fulls, nema okkur takizt að túlka tákn- málið. — Getur þú skýrt fyrir les endum tákn í nútíma ís- lenzku? — Það má reyna. Tökum „hamar og sigð“. Ef fornleifa- fræðingur fyndi merkið „ham ar og sigð“ eftir 2000 ár og allar ritaðar heimildir væru glataðar þá gæti hann sagt sem svo ,að hann hefði fund- ið merka heimild um smíðar og kornskurð. Ef allar skýr- ing á kommúnisma væru þá týndar, gæti fornleifafræðing urinn ekki , gert sér neina grein fyrir eðli þess tákns — hann gæti vart látið sig dreyma um byltinguna í Sov- étríkjunum eða hugsjónina um stéttlaust þjóðfélag, sem sósíalistar tengdu þessu tákni á fyrri hluta 20. aldar. Hann hefði m.ö.o. ekki skilið neitt TRU af því, sem máii skiptir í sambandinu. Eins er þetta með forn trú- arbrögð. Menn hafa misjafn- ar viðmiðanir og baksvið. Þar sem viss hópur hefur myndað sér fart kerfi hug- mynda og viðmiðana. sem annar hópur ekki þekkir, og reynir að túlka hugsanir sín- ar án skýringa — nær málið ekki tilgangi sínum. Ekkert mál skilst rétt nema báðir við mælendur leggi sama skilning í orðin og táknin. Meðan heiðnin er óskýrð, táknmál hennar ótúlkað, getum við ekki sagt, að við skiljum hug- tökin, enda þótt við vitum hvað þau þýða samkvæmt orðabókum nútímans. Það er þess vegna, sem flestum fræði mönnum þykir Eddukvæðin myrkur kveðskapur. Þeir eiga hreinlega ekki kvarðann, þekkja ekki sjálfa viðmiðun skáldsins. _ mm Einar Pálsson í vinnustofu sinni. Bækurnar t.v. eru um kenningar hans og rann- sóknir. — Býr táknmál í trúar- brögðum yfirleitt? — Já. Öll mikil trúarbrögð eru rituð táknum. Sjálf Kristnin er gagnskotin mynd- um og líkingum. Þetta kemur ekki til af orðfæð, heldur þeirri einföldu staðreynd, að táknin'standa af sér storma málbreytinga. Mannfræðing- urinn Adamson Hoebel segir t.d. vífilengjulaust, að hug- myndir manrisins um „hið yf- irnáttúrulega" séu alltaf tjáð- ar með táknum. Hann hefur m.ö.o. engan fyrirvara á þess- ari skoðun sinni. Óhætt er að segja ,að mín reynsla eftir margra ára glímu við tákn- mál heiðni, sé svipuð og reynsia Hoebels. Manni opn-. ast hreinlega nýr heimur — viðmiðanir máls og hugtaka verða gjörólíkar því, sem maður á að venjast. Það má ef til vill nefna þetta þriðju víddina — maður finnur smátt og smátt hvað byggt er á raunverulegum táknum og hvað er flatur prósi. — Hvernig hefur þú unnið að þessum ranmóknum? — Ég hef reynt að bera saman 'notkun tákna í okkar eigin bókmenntum og í bók- menntum annarra menningar samfélaga. Þannig hef ég reynt að komest að hinum efri tónum hugtakanna. — Hvað átt’ þú við með „efri tonum“? — Taktu einfaldan hlut eins og græna litinn. Heim- dallur gekk grænar brauvr í árdaga. Hvaða brautir voru þetta og hví voru þær græn- ar? Ef þú spyrð Reykvíking nútímans að því hvað græni liturinn merki, þá mun hann vafáldaust svara þér tii að hann tákni, að leyfilegt sé að ganga yfir akbraut. Græni lit- urinn er þannig eitt gleggsta dæmið um tákn á okkar dög- um. Fornmaður, sem ekki þekkti umferðarreglur, gæti ekki haft hugmynd um þessa merkingu græna litarins af þeirri einföldu ástæðu, að honum hefur aldrei verið kennd hún. Náttúrufræðingur mundi kannski segja að græni liturinn táknaði chlorophyl, og skólastjóri mundi kannski segja að liturinn ætti við tossa bekkjarins. Hver um sig hefur sérstakan skilning á græna litnum og til þess að finna merkingu græna litar- ins í hverju tilviki þurfum við að þekkja sambandið. Efri tónar hins græna hug- taks eru þarna þrír — leyfi til að halda áfram, vinnsla vissra efna úr andrúmsloft- inu og heimska eða vanþroski. Græni liturinn býr þannig yf- ir fjölda efri tóna, sem við verðum að komast að, ef við ætlum að reyna að túlka hann. — Þú hefur eytt í þetta geysimiklum tíma? — Já, ég vil ekki. ráðleggja neinum að stunda slíkar rann- sóknir, nema hann hafi all rriiklu fleiri frístundir en nú- tíma íslendingar yfirleitt. — Þú hefur rannsakað Njáls-sögu? — Á vissan hátt. Ég hef rannsakað flest þau atriði, sem ætla má tengd táknmáli goðsagna í Njálu. — Hvers hefur þú orðið vísari? — Ég ætla að tala seinna um Njálu, því að þar er geysi lega langt mál og spennandi. í fyrirlestrunum 8, sem ég ætla að halda að þessu sinni, legg ég eingöngu fram vissa heimsmynd, sem komið hefur í ljós við rannsókn táknmáls- ins. Ég hef greint þessa mynd í sundur í 60 þætti og set allt efnið fram sem kenningu, studda 60 vinnutilgátum. Heimsmynd þessi er nokkurn veginn örugglega tengd Skjöldungum — ekki í Hleiðru á Sjálandi, heldur í Jelling á Jótlandi. Þetta er megin atriði eins og á stend- ur, vegna þess, að heimsmynd in sýnir náin tengsl við hug- myndafræði annarra menning arsamfélaga fornaldar og vegna þess að unnt er að tímasetja hana af nokkurri ná kvæmni. Margt í þessari heimsmynd varpar ljósi á gerð Njálssögu, enda verður það ljóst af sögunni, að höf- undur Njálu hefur þekkt þessa heimsmynd Skjöldunga. — Hve margir íslendingar hafa kynnt sér táknmál? — Ja, satt að segja er mér ekki kunnugt um neinn ís- lending, sem hefur lagt það fyrir sig sérstaklega. Reikna ég því með að ýmsir verði mjög undrandi, þegar þeir sjá, hvert táknmálið bendir. — Þetta er þá eins og að ráða tungumál, sem gleymt hefur verið um aldir? — Á vissan hátt má segja það. Munurinn er aðeins sá að hérlendis virðast fáir sem engir hafa gert sér ljóst, að í sumum merkustu verkun- um væri nokkur sá hlutur, sem ekki væri sæmilega vel túlkaður. — Þú sagðir í viðtalinú á þriðjudaginn að þú álitir táknmáli Kristni náskylt tákn máli Ásatrúar? — Já, það er rétt og er áríðandi, að menn blandi því ekki saman við inntak trúar- innar. Táknmálið myndast á mörg þúsund árum og miðast við vissa heimsmynd. Ef ætl- að er að svipuð rót sé undir Ásatrú og arfsögnum Gyð- inga, svo og Kristni, þá er engin furða, þótt stuðlar hug- arheimsins séu líkir. Og þar sem ljóst er, að mikill hluti þeirrar byggingar sem ég kýs að nefna Heimsmynd Skjöld- unga á sér hliðstæðu bæði í Egyptalandi og Súmer — og, þar sem Kristni er sögð á máli því, sem menn skildu sem nærst höfðu við þá menn ingu, þá verður að telja þetta mjög eðlilegt. flgnar Þórðarson í Short Stories International NÚ í vetur kom út hjá Mufflin Hougton í Boston all stórt safn smásagna og bókarkafla frá mörgum löndum heims og nefn- ist smásagnasafnið Short Stories International. Meðal höfunda sem elga sögur í bókinni eru t.d.: Isak Dinesen frá Danmörku, Graham Greene og V. S. Prittehett frá Bretlandi, Alain Robbe, Grillet og J. P. Sartre frá Frakklandi, Heinrich Böll frá Þýzkalandi, A. Moravia frá Ítalíu, Hemingway og margir fleiri m.a. frá Sovétríkjunum, Japan og Suður-Afríku. Frá íslandi á Agnar Þórðar- son þar sögukafla úr skáldsög- unni „Ef sverð þitt er“. Hverri sögu fylgir smá pistill um höfuðatriðin í hverju verki auk þess sem ritstjórinn E. W. Jones varpar fram nokkrum spurningum varðandi hverja 'sögu, sem geta vakið lesandann til umhugsunar. Bókin er yfir 400 bls. í allstóru broti. Agnar Þórðarson - UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 14 stjórnmálasamband hefur verið unlidritaður, annars vegar Kína og hins vegar af Ítalíu og Canada og munu samskiptin hefj ast eftir nokkra mánuði. Kín- verjum finnst því að viðræður við Bandaríkin geti beðið betri tíma. Bandaríkjamenn eru „fast- ir“ í styrjöldinni í Viet-nam og löngun þeirra til að sjá fyrir endann á henni vex með hverj- um degi. Vonir þeirra um að Kín verjar yrðu fáanlegir til að ger ast „milligöngumenn“ hafa því brostið í bili. Það myndi ekki koma svo mjög á óvart þó að Kína tæki aftur upp þráðinn við Bandaríkin næsta vor að loknu þingi kín- verskra kommúnista, en á því þingi er búizt við að Mao Tse- toung hafi í hyggju að fá sam- þykktar breytingar á mönnum í æðstu stöður. Ákvörðun hans, að rjúfa viðra'ður nú, er miklu líklegri að vera kænskubragð heldur en algjör sambandsslit við Bandaríkin. Stefna Kína í samskipt'un við umheiminn er herská á yfirborðinu en s-kynsam leg undir niðri. Kína hefur ekki brennt allar brýr að baki sér. Sérfróðir menn telja að Nixon megi búast við að heyra frá Kín verjum aftur eftir svo sem 12— 15 mánuði. Bandaríkjaforseti get ur þvi ekkert gert annað en beð ið átekta. f samskiptum við Kín- verja verður fyrst og fremst að sýna þolinmæði. Ef til vill skeð- ur eitthvað í Varsjá næsta ár. Algort Paul Lentin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.