Morgunblaðið - 29.03.1969, Side 3

Morgunblaðið - 29.03.1969, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MARZ 1M» 3 „Hæ, hér er gott að renna sé r“. (Ljósm. Björn Bergmann) „Eg er að strika parís“. Blönduósi. i>AÐ er stundum erfitt fyrir átta ára fólk að sitja í skóla yfir blöðum og bókum, þe.gar sólin skín og ekki bærist hár á höfði manns. Þá er oft meira gaman að vera úti í góð viðrinu. Vorið nálgast og allt í einu er farið í parís. Óvæntri gönguferð ér ekki síður fagn- að með brosi, hæi og hoppi. Ekki þarf langt að fara því að í næsta nágrenni er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að sjá. Og unga fólkið sagði: „Jafndægri á vori, það er nú góður dagur. Við vissum bara ekki fyrr en þú sagðir okkur það, að þau væru til“. Björn. Hlutabréf í Áburöarverk- smiójunni tekin eignarnámi — hafi þau ekki verið se/cf ríkissjóði fyrir 1. maí nœsfkomandi RÍKISSTJÓRNIN heíur lagt fram frv. á Alþingi þess efn- is, að ríkissjóður skuli taka eignarnámi þau hlutabréf í Áburðarverksmiðjunni h.f. sem verða í einkaeign hinn 30. apríl 1969 og komi eign- arnámið til framkvæmda 1. mai 1969 og falli þá hluta- bréfin úr gildi, sem hluta- bréf. í greinargerð frv. segir að á siðasta þingi hafi verið flutt og samtþykkt frv. u-m kau,p rikis- sjóðs á þessum hlutabréfum og í samræmi við þa'ð hafi land- búnaðarráðuneytið farið þess á leit .við eigendur hlutabréfanna á sl. sumri að þeir sejdu ríkis- sjóði bréfin á fimmföldu nafn- verði hlutabréfanna. Meiri hluti eigenda bréfanna hefur sam- þykkt að selja ríkissjóði bréf sín en þó eru nokkrir sem hafa neitað að selja. í greinargerð- inni segir að ástæðan til þess að horfið sé að því ráði að gera Aburðarverksmiðjuna að hréinu rikisfyrirtæki sé sú, að fyrir- hugað sé að stækka vérkasmiðj- una þannig, að afkastageta henn ar aukist um helming. STAKSTEIIVAR Sannleiksdst Þórarins Eitt helzta einkenni á stjórn- málaskrifum Þórarins Tímarit- stjóra er hin staka sanneiksást hans. Hún hefur komið einkar glögglega fram i forustugrein- um, sem hann hefur skrifað í blað sitt siðustu daga. t gær segir Þórarinn t.d. að Mbl. sleppi þvi i skrifum um Friverzlunar- bandalag Evrópu og islenzkan iðnað að „inngöngu i EFTA fylgir tollfrjáls og haftalaus innflutningur iðnaðarvara frá Eftajöndunum, en að dómi nanna, sem siður en svo eru andvigir Efta, teflir það i fyllstu hættu mörgum iðngreinum, sem veita nú samtals um 4000 manns atvinnu . . .“ Sjálfur sleppir Þór- arinn alveg að geta þess að krafa tslendinga i samningavið- ræðunum við Efta er sú að ís- lenzkur iðnaður fái þegar i stað tollfrjálsan markað i Efta-Iönd- unum en að Efta-löndin fái hins vegar ekki aðgang að hinum is- lenzka markaði nema smátt og smátt og á löngu tímabili. Þann- ig túlkar Þórarinn Þórarinsson Efta-málið algjörlega eins og honum þóknast. Hann sér ekki ástæðu til þess að geta um þá kosti, sem slikri aðild fylgir fyr- ir okkur. Símtalið Annað dæmi um hina sér- stæðu sannleiksást Þórarins Tímaritstjóra er forustugrein, sem hann skrifaði i blað sitt hinn 26. marz sl. Þar fja]Iar hann m.a. um umræður, sem urðu í borgarstjórn Reykjavík- ur fyrir skömmu um mennta- skóla og gagnfræðaskóla í borg- inni og sagði: „Borgarstjóri upp- lýsti að það sem menntamála- ráðherra hefði kallað viðræður við yfirvöld Reykjavíkurborgar væri eitt símtal við borgarrit- ara.“ í þessari setningu er ekki sannleikskorn. Borgarstjóri gaf enga slika yfirlýsingu á fundin- um. Hann skýrði frá viðræðum i við menntamálaráðherra um þetta mál en sú yfirlýsing var á allt annan veg en Þórarinn vill vera láia. Kannski er mann- inum vorkunn. Hann var ekki á borgarstjórnarfundinum. En svo vill til að það eru hæg heima- tök fyrir Þórarin að fá réttar upplýsingar um þetta mál. A þessum borgarstjórnárfundi voru tveir samstarfsmenn hans á Tímanum. Meðritstjóri hans, Andrés Krisijánsson, fylgdist með störfum þessa fundar, svo og framkvæmdastjóri Tímans, Kristján Benediktsson. Kannski hefur Þórarinn ekki treyst upp- lýsingum þessara samstarfs- manna sinna um það sem á fund inum gerðist. Ef til vill er ástand ið og andrúms]oftið á ritstjórn- arskrifstofum Tímans þannig, að Þórarinn Þórarinsson telur sér ekki fært að byggja á þeim upplýsingum, sem samstarfs- menn hans gefa honum. En þá er sá kostur fyrir hendi, að fá afrit af þessum umræðum og það hefði Þórarinn Þórarinsson getað gert, ef honum var annt um að fara með rétt mál. Vera má hins vegar að það sé ekkert sérstakt áhugamál Tímaritstjór- ans að fara rétt með staðreynd- ir. A.m.k. bendir margrt til þess að hann vilji láta blað sitt vera þekkt fyrir ýmislegt annað en það, að skýra rétt og satt frá þvi sem gerist hvort sem það er í borgarstjórn Reykjavíkur eða á öðrum vettvangi. Bezta auglýsingablaðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.