Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 1
28 síður og aukablað um Eiscnhower 74. tbl. 56. árg. LAUGARDAGUR 29. MARZ 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kínveijtu víggiiða londamæii A morgun eru liðin 20 ár síðan samþykkt var á Alþingi að ísland skyldi gerast stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu. Efndu þá kommúnistar til mikilla óeirða við Alþingishúsið og reyndu með ofbeldi að hindra að meiri hluti Alþingis gæti tekið sínar ákvarðanir. Er um þessa atburði fjallað í grein sem birtist í Mbl. í dag og á morgun. Mynd þessa tók Ól. K. M. er lögreglan varð að nota táragas til að ryðja Austurvöll. EISENHOWER ER LATINN — Verður jarðsettur í fjölskyldugraf- reit í Kansas — De Gaulle við útförina □-------------------□ Aukablað um Eisenhower fylgir blaðinu í dag. D-------------------□ Washington, 28. marz. (AP-NTB) * DWIGTH D. Eisenhower, 34. Randaríkjaforseti, og yf- irmaður hinna sameinuðu herja Bandamanna, sem gerðu innrásina í Normandí í heimsstyrjöldinni síðari, lézt í Walter Reed sjúkrahús- inu í Bethesda, kl. 17,25 í dag að ísl. tíma. Hann varð 78 ára gamall. Yfirmaður sjúkra- hússins las upp tilkynningu um andlátið og sagði þar að Eisenhower hefði fengið hægt og rólegt andlát eftir langa og hetjulega sjúkdóms baráttu. Eiginkona hans, Mamie og nokkrir aðrir nán- ir ættingjar hans voru við dánarbeðið. Nixon forseti, sem var varaforseti í stjórnartíð Eis- cnhowers, árin 1952—1961, ók tafarlaust frá Hvíta hús- inu til sjúkrahússins þegar honum barst fregnin um lát- ið. Þess er vænzt að hann lýsi yfir þrjátíu daga þjóð- arsorg vegna fráfalls Eisen- howers. Þjóðhöfðingjai' og stjórnmála- menn um al]an heim hafa lýst hryggð og samúð vegna fráfalls Eisenhowers, þ.á.m. eru þeir Wilson, forsætisráðherra Breta, Saragat Italíuforseti, U Thant framkvæmdastjjóri S.Þ. og fjöldi annarra. Lyndon Johnson, fyrr- verandi forseti sagði er honum barst fregnin, að Eisenhower hefði byrjað þjónustu sina sem hermaður í stríði og hann hefði lokið lífi sínu sem krossberi friðarins. Hans yrði minnzt af hrjáðum en vonglöðum heimi, heimi sem hefði dáð hann og virt. „Bandarikin eru snauðari eftir, en Bandaríkjamenn verða betri þjóð, sterkari og öruggari og gera sér ljósari grein fyrir arfleifð sinni, vegna þess að Ike var með okkur, þegar við þörfn- uðumst hans,“ sagði Johnson. Nixon forseti hyllti Eisenhow- er í sérstakri yfirlýsingu. Þar segir að hann hafi verið mikil- hæfur leiðtogi og skipi einstæð- Framhald á bls. 27 Moskvu, 28. marz (AP) SOVÉZKUR ofursti, Sergei Borzenko, segir í frétt til Moskvublaðsins „Pravda“ i dag, að Kínverjar vinni nú af kappi að því að koma fyrir víggirð- ingum á Jandamærum Sovét- ríkjanna hjá Ussuri-fljóti. Hann skýrir einnig svo frá, að Kín- verjar varpi öðru hverju sprengj um á Damansky-eyju, þar sem sovézkir og kínverskir hermenn áttu tvívegis í blóðugum bar- dögum fyrr í mánuðinum. Hann gat þess ekki hvort slegið hefði í bardaga síðan. Borzenko ofursti sagði, að vor flóð í Ussuri-fljóti mundu bráð- lega færa Damansky-eyju í kaf. Fréttaskeyti hans gefur til kynna, a'ð hvorki sovézkir né kínverskir hermenn séu á eynni, sem er óbyggð. Hann sagði, að um nætur mætti heyra að Kín- verjar væru önnum kafnir við að grafa skotgrafir og lengra í burtu heyrðust sprengingar. Hann sagði, að Kínverjar væru að sprengja fyrir varðstöðvum og fjarskiptakerfi. „Pravda“ lét í ljós þá skoð- un í annarri grein að gera mætti út um margháttaðan ágreining kommúnistaflokka fyrir hina fyrirhuguðu rá'ð- stefnu kommúnistaflokka í Moskvu í júní. En blaðið bætti þvi við, að því væri ekki að leyna að heimshreyfingin ætti við erfiðleika að stríða um þess- ar mundir. Hins vegar færi þrá kommúnista eftir einingu vax- andi og heimsráðstefnan mundi efla þessa þrá. Tyrkland: Manntjón í jarðskjálftum — Að minnsta kosti 43 biðu bana ISTANBUL 28. marz (AP). Skömtmu fyrir Isólarupprás í rnorgun urðu miklir jarðskjálft- ar í Tyrklandi og vitað er, að 43 létu lífið og hundruð slösuðust. Óttazt er að mun fleiri hafi far- Wilson ræðir við Gowon 14 borgarar bíða bana í loftárásum LAGOS 28. m-arz (AP). Harold Wilsion forsætisráðherra íhóf j dag viðræður isínar við Yakubu Gowon hershöfðingja, forsætisráð'herra Nígeriu, en að því er áreiðanlegar Iheilnildir herma boðaði Wilson engar breytingar á afstöðu brezku stjórnarinnar til borgarastyrj- aldarinnar. Að viðræðunum loknum hélt Wilson flugteiðis til Enugu, fyrrverandi höfuðborgar aðskilnaðarstjórnarinnar í Bi- afra, sem sambandshensvertir náðu á sitt vald i október í fyrra. Hann ræðir aftur við Gowon á sunnudajginn. í viðræðunum, sem sagt er að hafi verið mjög vinsamlegar, ®agði Gowon aðspurður að flugmenn sambandsstjórnarinn- ar hefðu ströng fyrirmæli um að ráðast ekkd á borgaraleg skotmörk. Qowon sagði þó, að slys gætu komið fyrir og lýsti því yfir að tjón af völd'um lotft- árása yrði otft meira en ella þar eð ósjaidian kæmi fyrir að sprengjur féliu á faldiar vopna- geymslur Biaframanna. FUNDUR MEÐ OJUKWU? Að því er góðar heimdldir herma er ekki loku fyrir það skotið að Wilson hitti Odumeg- wu Ojukwu ofursta, leiðtoga Biaframanna, að máli, en þó er taildð mjög ósenniilegt að af slík- •um fundi geti örðið þar sem Wilson vill ekki fara til Biafra Frambald á bls. 27 izt, þar sem fjöldi þnrpto hefur aljgerlega einangrazt. Upptök jarðskjálftanna voru talin í 130 km fjarlægð frá borginni Izmir við Eyjahaf. Harðasti kippurinn mældist 6,2 stig á Richter- kvarða. Mörg þúsund hehnili eru í rústum. Tyrkneska stjórn- in hefur lýtst yfir neyðarástandi á jarðskjálftasvæðunum og gerð ar voru tafarlausar ráðistafanir Framhald á bls. 27 Fjöldagiöf hjn Hue Da Nang, Víetnam, 28. marz (AP) BANDARtSKIR embættismenn skýrðu frá því í dag, að fundizt hefðu í nágrenni Hué, gömlu keisaraborgarinnar, fjöldagrafir óbreyttra borgara, sem rænt var frá borginni í nýárssókn komm- únista í fyrra. Til þessa hafa fundizt 57 lik, en ekki eru öll kurl komin til grafar. Hendur sumra fanganna voru bundnar fyrir aftan bak áð ur en þeir voru teknir af lífi. Um 3.000 óbreyttir borgarar biðu bana eða týndust í viðureigninni um Hué í fyrra. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.