Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 17
AUKABLAÐ 3 Eisenhower i „Gullfaxa,“ á leið frá Reykjavík til Keflavík ur. Með honum er Kristín Snæhólm, flugfreyja. Atlantshafsþjó'ðanna. Ég lagði ekki upp í þessa ferð til að safna saman smáatriðum, staðreyndum og hagfræðileg- um tölum og fyrírætlunum, heldur til að kynna mér, hvort öllum ríkisstjórnum og öllum þjóðum bandalagsins,. sem mér að vinna þetta verk. Mér hefur verið það til uppörvun- ar í öllu ferðalaginu, að mér virðist það vera fastur ásetn- ingur allra þjóða í þessum höfuðborgum að tryggja að við getum búið við öryggi og fríð og eftir því sem sam- Við komu Eisenhowers til Reykjavíkur 26. jan. 1951. Við hlið hans stendur Bjarni Benedikts son, utanríkisráffherra. Eisenhower á Islandi — hann kom til islands í janúar 1051, er hann var yfirhershöfðingi ISiATO DWIGHT D. Eisenhower kom í heimsókn til íslands í janúar 1951, en hann var þá yfirhers höfðingi Atlantshafsbanda- lagsins. Eisenhower hafði ver ið á ferðalagi um ýmis lönd, m.a. Norðurlönd og kom það- an til íslands. Það var um hádegisbilið þann 26. janúar, að Eisen- hower kom flugleiðis frá Par- ís. Hann átti viðræður við ýmsa forystumenn þjóðarinn- ar, en hélt sfðan til Keflavík- ur með vélinni „Gullfaxa". Með Eisenhower var tíu manna fylgdarlið, auk áhafnar flugvélarinnar, sem var í eigu bandarsíka flughersins. Meðal þeirra sem tóku á móti Eisenhower voru þeir Bjarni Benediktsson, utanríkis ráðherra, Agnar Kl, Jónsson, ráðuneytisstjóri, Gunnar Thor oddsen, borgarstjóri og Sigur- jón Sigurðsson, lögreglustjóri. stjóri. 1 móttökusal farþegaaf- greiðslu ræddi Eisenhower við blaðamenn og flutti stutt ávarp. Þar sagði hann m.a. „Þetta er næst síðasti áfanga- staður minn á ferðalagi til 12 höfuðborga varnarbandalags Eisenhower, þá forseti Bandaríkjanna, kom viff á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir jólin 1957 áleiff vestur um haf af fundi Atiantshafsbandalagsins í París. Forseti íslands, Ásgeir Ásgieirsson, var meffai þeirra, serni tóku á móti honum á flugvellinum. Þessi mynd var þá tekin. Á milli for- setanna er Dýrfinna önnfreffsdóttir, sem bar þeim veitingar. höfðu trúað mér fyrir þessu verkefni væri jafn hugleikið að varðveita friðinn og gera varnarvegg umhverfis vest- ræna menningu og mér er það hugleikið og þjóðinni sem fól vizkan býður okkur. Ég vil leggja sérstaka áherzlu á, að til grundvallar stofnunar liðs- sveita varnarbandalaga At- lantshafsþjóðanna liggja ekki neinar árásarfyrirætlanir og enginn styrjaldarhugur. Það er einungis og einfaldlega ör- yggisráðstöfun og til þess að þjóðir okkár — allar þjóðir — geti lifað í friði og notið ávaxtanna af því starfi, sem þær vinna með huga eða hönd. Ég hef kynnzt fjölda manns og ég er þess fullviss, að þeir hafa sömu skoðanir og það er að mínum dómi þýð- ingarmesta atriðið. Hugrekki er hermanninum allt og ég trúi því, að hug- rekki hinna frjálsu þjóða fari vaxandi með hverjum degi.“ Að loknu ávarpi sté Eisen- hower í bifreið og ók til fund ar við forsætisráðherra og ræddi við hann um stund. Allmikill mannfjöldi hafði safnazt saman á Lækjartorgi til að sjá hershöfðingjann. Morgunblaðið segir frá því í sömu frétt, að kommúnistar hafi veri'ð með stóryrði og haft uppi ýmsar hótanir, er akveðin var koma Eisen- howers. Ekkert varð þó af neinum mótmælum og fór allt fram með mestu spekt. Frá stjórnarráðinu hélt Eisenhower til Bessastaða og sat hádegisverðarboð herra Sveins Björnssönar, forseta, ásamt nokkrum fleiri gestum. Síðan ræddi Eisenhower á ný við íslenzka ráðherra og stóð fundur þeirra í nokkrar klukkustundir. Eisenhower flaug að því búnu til Keflavíkur og dvaldi þar um nóttina, en hélt för sinni áfram snemma næsta morguns. Eisenhower heilsar Gunnari Thoroddsen borgarstjóra. Ljósm. Mbl. Ól. K. Magn. tók allar myndirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.