Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 22
íir MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAHDAGUR 29. MARZ 196» Guðrún Magnúsdóttir - Kveðjuorð Fædd 14. marz 1891 Dáin 23. marz 1969 GUÐRÚN Magnúsdóttír var fædd að Flankastöðum, suður með sjó, 14. marz 1691. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson og Vílborg Magnúsdóttir. Þegar móðir hennar dó frá fimm börn- um, fór Guðrún í fóstur til pró^ fastshjónanna, síra Jens Pálsson- ar og Guðrúnar Pétursdóttur Guðjohnsen í Görðum á Álfta- nesi. Þar ólst hún upp ásamt fleiri fósturbörnum þeirra hjóna, en meðal þeirra var móðir okkar bræðra, Þóra, sem var bróður- dóttir húsfreyjunnar. — Til margra bar Guðrún hlýjan hug um langa ævi, en þau prófasts- hjónin eiskaði hún og virti alla stund umfram alla aðra. Við skyndilegt fráfall síra Jens flutt- t Systir mín Ágústa Hafliðadóttir frá 3irnustöðum, Skeiðum, til heimilis Bárugötu 8, and- aðist 28. marz. Ólafía Hafliðadóttir. t Eiginmaður minn Arnór Einarsson, andaðist á Landspítalanum þ. 27. þ.m. Ragnheiður Grímsdóttir Tindum. t Frændkona okkar Vigdís Torfadóttir, lézt að morgni hins 28. marz í Landspítalanum. Valgerður Einarsdóttir, Petrina K. Jakobsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Sóldísar Guðmundsdóttur. Lilja Guðnadóttir, Kjartan Benjamínsson, Armann Guðnason, Steinunn Tómasdóttir, Sigurmundur Guðnason, Jóna Þórðardóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang- ömmu og systur Láru Jóhannesdóttur Merkigerði 12, Akranesi. Börn, tengdabörn, barna- börn, barnabarnabörn og systir. i'st Guðrún, ásamt fósturmóður sinni á heimili Þóru fóstursystur sinnar. Var hún þar í nokkur ár, en daglegan samgang hafði hún við heimilið að kalla alla þá tíð, sem við bræður vorum þar. Hér í borg lifði hún og starfaði allan sinn starfsaldur. Hún vann ávallt við skrifstofustörf, lengst hjá þrem stofnunum, Brunabóta- féiagi íslands, Alþingi og Sjúkra- samlagí Reykjavíkur. Guðrún átti alla tíð lifandi og vakandi áhuga. — Hvort sem hún vann að félagímálum, — til dæmis fyrir Slysavarnafélagið, — en þar var hún mikils metinn liðs- maður, eða var í ferðalögum, hér á landi eða erlendis, en af því gerði hún míkið, — og yfirleitt við hvað sem hún fékkst, Þá gerði hún það af sívökulum áhuga, fyrir umhverfi, mönnum og málefnum. f fágætlega fjölmennum vina- og kunningjahópi, gekk hún jafn an undir nafninu Gunna Magg, og aldrei kynnti hún sig með öðrum hætti, er hún talaði við vinafólkið í síma. Oft heyrði ég um það rætt með samblandi af undrun og aðdáun, hversu óvenjulega vinmörg og vinsæl t Þökkum öllum þeim mörgu sem sýndu okkur samúð og hluttekningu vegna andláts míns ástkæra eiginmanns, sonar, föður, afa, bróður og mágs Péturs B. Jónssonar Njálsgötu 20, Reykjavík, sem fórst í eldsvoða um borð í b/v Hallveigu Fróðadóttur þann 6. marz sl. Sérstaklega þökkum við forráðamönnuni Bæjarútgerðar Reykjavíkur skipstjóra og skipshöfn Ha!!- veigu Fróðadóttur, várnarliðs- mönnum á Keflavíkurflug- velli, varðskipsmönnum á Þór, áhöfn björgunarskipsins Eld- ing og öðrum þeim sem að björgunartilraunum stóðu. Þá viljum við þakka þá hugg- un og hlýju sem f.v. hótel- stjóri Loftleiða og starfsfólk Loftleiða sýndi okkur og fyrr verandi starfsfélagar hjá Land helgisgæzlunni, Vitamálaskrif stofunni svo og áðrir fyr- verandi skipsfélagar og alUr þeir sem sýnt hafa okkur hlut I tekningu í þessari sorg. Sér- stakt þakklæti til Einars og Gunnars Torfasona, fyrir hjálpsemina. — Guð blessi ykkur öll fyrir þann styrk og huggun sem þið veittuð okkur. Vilborg Torfadóttir, Lilja Björnsdóttir, börn, barnabörn, systkln, mágur og aðrir ættingjar Gunna var alla ævi, og þeim mun meir, sem á leið ævina. Þykir mér ekki iíklegt, að nokkur manneskja hafi um hennar daga átt annan eins fjölda persónulegra vina og hún. — Þó að margir undruðust þetta, þá voru orsakirnar til þess i raun og veru augljósar. — Því að auk þess sem Gunna var merk kona og sterk, góðviljuð og greiðvikin, þá var tryggðin það sem ein- kenndi hana öllu öðru fremur. Henni var einkar lagið að eign- ast vináttu manna, og þegar hún batzt vináttuböndum, þá giltu þau frá hennar hlið, ævilangt, og átti það jafnt við þá vini, sem í fjarlægð voru, svo að jaínvel áratugir liðu milli samfunda, sem þá er hún var jafnaðarlega samvistum við. Að leiðarlokum er það þó eink- um samband Gunnu við einn hóp vina hennar, sem mér er efst í huga, við börnin. Þrjár kynslóð- ir barna. Fyrsta kynslóðin vorum við bræðurnir og allstór hópur jafnaldra okkar, síðan börn okk- ar og nú síðast barnabörnin. Gunna hafði mikið yndi af börn um, — einkum börnum vina sinna, og börn hændust mjög að henni. Oft sá maður það, er illa lá á börnum, að ef Gunnu bar að garði, þá birti yfir þeim, eins og ský drægi frá sólu. Og barna- boðin hjá henni voru alltaf til- hlökkunarefni. — Slík hylli barna hlotnast varla öðrum en þeim, sem góðan mann háfa að geyma. Margir sakna Gunnu, er hún nú er kvödd, en þó mest yngsta kynslóðin, enda er hinum yngstu vinum hennar ekki eins Ijóst og okkur hinum, að hún dó þegar lausnin hentust var. Gunna hafði lengst af verið ótrúlega heilsu- góð, en síðu.-tu tvö árin sáust þess vaxandi merki, að heilsan væri að bregðast. Á afmælisdag- inn sinn, 14. marz, lagðist hún á Landspítalann, vegna húðkvilla, sem hafði angrað 'hana nokkuð á stundum, og þar varð hún bráð kvödd laust fyrir miðnætti sl. sunnudag. — Það er vinum henn- ar gleðiefni, að henni var hlíft við ellikröm. Hún átti það skilið. skilið. Tíu systkini eignaðist hún og lifa hana tveir albræður og tvær hálfsystur. Var með þeim góð frændsemi. Guð blessi Gunnu Magg. Gunnar J. Möller. f DAG, laugardaginn 24. marz verður útför Guðrúnar Magnús- dóttur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún lézt að Lands- spítalanum þann 24. marz eftir stutta legu. Guðrún var fædd 14. marz 1891 að Suður Flánkastöðum á Miðnesi, dóttir hjónanna Magn- úsar Jónssonar útvegsbónda og fyrrri konu hans Vilborgar Magnúsdóttur. Þegar Guðrún var á fimmta ári missti hún móður sína og var hún þá tekin í fóstur af þeim heiðurs hjónum séra Jens Páls- syni þá prestur að Útskálum í Garði og konu hans, Guðrúnu Pét ursdóttur Guðjóhnssen. Vorið eft ir fluttist hún feð þeim að Görð um á Álftanesi og ólst hún upp á því þjóðkunna menningar og myndarheimili. Um tíu ára ald- ur varð Guðrún fyrir þeirri þungu raun að fá veiki, er hún bar menjar eftir alla æfi. Guðrún var prýðilega gáfuð kona, glaðlynd og sérlega skemmtileg í viðræðum, og vildi ölium gott gera. Hún gekk á Flensborgarskólann í Hafnar- firði og lauk þaðan prófi. Eftir það gerði hún skrifstofustörf að æfistarfi sínu. Lengst vann hún hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur eða þar til hún lét af starfi fyrir aldurs sakir. Ég, sem þessi fátæklegu kveðju orð skrifa, þekkti Guðrún frá æskudögum og reyndist hún mér og mínu fólki hinn góði vinur og tryggðatröll. En mest og bezt urðu þó kynni okkar, er við unnum saman að slysavarnamálum og þá sérstak- lega í kvennadeildinni. Hún var í stjórn þar um 30 ára skeið, fyrst endurskoðandi og síðan rit- ari og loks gjaldkeri í nokkur ár og til æfiloka var hún meðstjóm- andi. Guðrún sat öll 14 Lands- þing félagsins, sem fuMtrúi, svo •hún var vel kunnug öllum mál- um félagsins. Hún vann að slysa varnamálum í gegn um árin allt sem hún mátti af ósérplægni og fórnfýsi, og íyrir það þökk- um við samstarfskonur hennar að leiðarlokum og biðjum Guð að blessa hana. Fyrir hönd kvennadeildar Slysavarnafélagsins, Reykjavik. Gróa Pétursdóttir. Fjóla Hafsteins dóttir Dáin 23. marz 1969. Fædd 27. júlí 1933 KVEÐJA FRA MAGKONU OG BÖRNUM HENNAR Nú er skilja lífsins Ieiðir hér, liðin ár í bjartri minning skína. Og kynni öll, sem áttum við með þér, þau eru fagurt vitni um góðvild þína. Hjörtun ungu ávallt skildir þú, og ástúð þín var sönn í orði og verki. Þeirra gæða er gott a'ð minnast nú, að gleðja aðra var þitt aðalsmerki. Vina kær, þá komum á þinn fund, þú kunnir val að skapa gleði bjarta, og ræða margt, af þinni léttu lund, því ljós og ylur bjó í þínu hjarta. f umhyggju og elsku vaktir þú, og öllu vildir fórna börnum ungum. Við biðjum Guð, að gæta þeirra nú, og gefa styrk og líkn í missi þungum. Mágkona og vina, af alhug þökkum þér, þinni góðvild munum aldrei gleyma. Við blessum liðnar stundir og klökk þig kveðjum hér, en kæra minning okkar hjörtu geyma. Þorlákur Grímsson ÞAÐ er hörmulegt, þegar svona ungur drengur er kvaddur frá okkur í blóma lífsins. í! þekkti Þorlák frá því hann var urtgur drengur. Ekki hefði mér getað diottið í hug, að ég ætti ekki eftir að sjá hann framar, en hann var einn þeirra, sem fórst með Fagranesi. Þorlákur var fædidur 30. sept. 1949. Hann var efnilegur og vel gefinn drengur og ólst upp í stórum systkinahópi. Það var sama hvar Þorlákur var, alltaf var hann eami hægláti drengur- inn og ekkert fyrir að láta fara of mikið fyrir s'ér. Þorlákur var alltaf jafn góður við forelra sína og boöinn og búinn að gera það sem hann var beðinn um. Gg ekki var hann síðri við sína nánustu eða vini, allaf jafn trygg'ur við alla, sem hann þekkti. Ekki var hann síðri við börnin mín og hafði ág oft gam- an að, þegar þau fóru að leika við hann. Ég mun minnast þeirra stunda, sem við áttum með fjölskyldu hans og vinum heima og heiman. Ég bið Guð að styrkja for- eldra hans og systkini á þessari stundu og votta þeim samiúð mina og barna minna. Anna L. Gestsdóttir. Nokkrar páskaferðir: ■ f Oræfosveit, HornoQörður, MoHorka MORGUNBLAÐIÐ hringdi i nokkraT ferðaskrifstofur í gær og spurðist fyrir um fyrirhug- aðar páskaferðir. Ferðaskrifstofa ríkisin,s býður Hornafjarðarferð um póskana, sem raunar verður hægt að fara fram eftir vori að því er tjáð var. Úlfar Jacoibsen kivaðst bjóða gömlu og góðu feTðána austur í Öræfasiveit, tí- undu pás'kaferðina á þessar slóðir. Er þetta fimm daga ferð, sem héfst á skírdagsmorgun. En Úlfar er ekki einn um það að bjóða fimm daga ferð í Öraefa- sveit, Guðmundur Jónasson verð ur honum nánast samferða í páskaferð á þessar sömu slóðir. Ferðaskrifstofan Sunna býður 17 daga páskaferð til Mallorka, en þar af er tveimur dögum varið í London á heimileið. Lagt verður upp í Sunnuferðina 2. apríl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.