Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ 1969 Skákþing íslands hefst í dag Friðrik Olafsson stórmeistari tekur þátt í landsliðsflokki SKÁKÞING íslands 1969 hefst í dag. Meðal þátttakenda í landsliðsfl'Qkki er stórmeistarinn ^ Friðrik ólafsson, en sjö ár eru nú liðin síðan hann hefur teflt um titilinn skékmeistari fslands. Friðriik ssetur án efa mikinn svip á mótð í ár. Auk Friðriks keppa í landsliðsflokki þeir Arinbjörn Guðmundsson, Kópavogi, Björn Sigurjónsson, Kópavogi, Björn Þorsteinsson, Reykjavik, Frey- srteinn Þorbergsson Siglufirði, Guömundur Sigurjónsson, Garða 'kauptúni, Halldór Jónsson, Ak- nreyri, Haukur Angarrtýsson, Reykjavík, Jóiiann Þórir Jóns- son, Reykjavík, Jóhann Örn Sigurjónsson, Reykjavík, Jón 'Hálfdánarson, Reykjavík og Jón Kristinsson, Reykjavík. Þetta er allharðsnúið lið skák- 5 þúsund súu Sölku Völku HÁSKÓLABÍÓ hefur í samvinnu við Edda-film að undanförnu sýnt kvikmyndina Sölku Völku, sem gerð var eftir samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness af saensku kvikmyndafélagi. Mjög góð aðsókn var að myndinni og mun láta nærri að um 5 þúsund sýningargestir hafi séð hana. Nlna hefur kvikmyndahúsið byrjað sýningar á „79 af stöð- inni“ sem gerð var af Edda-film fyrir nokkrum árum með íslenzk um leikurum í aðalhlutverkum. 'Þegar þeim sýningum er lokið er ráðgert að sýna Rauðu skikkj una, sem tekin var hérlendis fyr- ir fáeinum árum. Tveir loðnubútur til Eskiíjurður Eskifirði. TVEIR loðnubátar komu hingað í kvöld með loðnu, Reykjaborg- in með 320 tonn og Fífilil með 330 tonn. Von er á þriðja bátn- um í nótt. manna og hættulegustu keppi- nautar Friðriks verða ef að l'ík- um lætur, fslandsmeistarinn 1968, Guðimundur Sigurjóinsson, Hauikur Anganfýsson, sem var annar í fyrra, aðeins hálfum vinningi á eftir Guðmundi og skákmeistari Reykjávikur Jóíi Kristinsson. Fyrsta Umferð verðuir tefid í samkomuhúsinu Lídó við Skafta hlíð og hefst keppn.in kl. 14. önnur umferð verður tefiki á morgun kl. 14 í húsakynnum Dansskóla Hermanns Ragnars við Háaleitisbrauit. Þar verður teflt öll kvöld næs-tu viku og hefjast skákinnar þá kl. 20. Harkaleg árás kommúnista á verzlunarstéttina : — Heimta eignakönnun, „sfóreignaskatts" og „gróðaskatfs“ f UMRÆÐUM á Aíþingi í fyrradag réðst einn af tals- mönnum kommúnista, Jónas Árnason, harkalega á verzl- unarstéttina í landinu og krafðist þess að frám faeri eignakönnun í landinu og á- Lagning „stóreignaskatts" og „gróðaskatt“. Komm.úniista- þingmaðurinn sagði að verzl- unar „hallir" þær, sem risið hefðu á undanförnum árum væru ekki annað en „ráns- fengur“, sem „gróðaöálin“ hefðu tekið af alþýðu rnaima í skjóli ranglátrar stjórnar- stefnu. Benda mætti á 5 eða 10 verzlunar „hallir“ í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem mundu að verðmæti samsvara þeim 300 milljón- um krótia, sem aetlaðar væru til atvinnuaukningar. Hins vegar sagði komimúnistinn, að ekki væri svo vel, að þess- ar 300 milljónir yrðu „tekn- ar til baka af ránsfeng gróða- aflanna" en það ætti að gera með eignakönnun og skatt- lagningu í samræmi við hana, stóreignaskatt og gróðaskatt. Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, svaraði þess- um árásum kommúnista á Fiskvinnsla komin í stað atvinnuleysis Atvinnuástand víða með betra móti á Norður- og Austurlandi ATVINNUÁSTAND er nú með betra móti miðað við árstima á mörgum þeim stöðum þar sem atvinnuleysi var hvað mest fyr- ir nokkrum viknm og er víða næg vinna við vinnslu sjávar afla. Mbl. hafði í gær samband við fréttaritara sína í nokkrnm sjáv arplássum .aðallega norðanlands og austan og spurði þá fregna af atvinnuástandinu. HELLISS ANDUR: Atvinna hefur verið ágæt síð- an verkfalli lauk og er næg at- vinna við fiskvinnslu. Til þessa hafa bátarnir yfirleitt stundað línuveiðar, en línuafli er að bregðast og bátar að skipta yfir á net. HÓLMAVÍK: Atvinnuástand er betra en Norski línuveiðarinn Hareiding liggur hér í höfninni um þess- ar mundir. Þetta er fyrrverandi hvalfangari sem breytt hefur verið til línuveiða. Kom hann hingað með um 350 tonn af saltfiski af A-Grænlandsmiðum til að sækja salt, þar sem hann ætlar a3 vera mánuð til viðbótar útL Skip þetta er tveggja þilfara og um 500 tonn að stærð. (Ljósm.: Ól.K. M.). verið hefur oft áður, en þó er litið að gera hjá iðnaðarmönn- um. Verkafólk hefur yfirleitt næga vinnu, en hún er nær ein- göngu í sambandi við rækjuveið ina. Héðan stunda 6 bátar rækju veiðar og hafa um 80 af 390 íbú- um hér vinnu við rækjuvinnilu. Á Ðrangsnesi eru þrír bátar á rækjuveiðum og næg atvinna hjá verkafólki þar. SAUÐÁRKRÓKUR: Hingað hefur borizt mikill fiskur á land síðustU tvær vik- ur og þar með hefur atvinnu- ástand batnað mjög. Allmargt fólk er þó atvinnulaust ennþá og voru 90 á skrá fyrir viku. Þrír bátar hafa lagt hér upp og eini heimabáturinn Drangey, kom í nótt með 116 tonn. ÓLAFSFJÖRÐUR: Hér er næg atvinna eins og stendur og unnið alla daga í báðum frystihúsunum. Afli hjá togbátunum 6 er dágóður, en heldur tregur hjá netabátum. Rauðmagaveiði er farin að glæð ast hér. AKUREYRI: Togararnir hafa lagt vel upp og hefur verið mikil vinna við verkun þess afla. Tunnuverk- smiðjan er farin í gang og fengu þar 40—50 manns vinnu. Að öðru leyti hafa litlar breytingar orðið á atvinnuástandi. HÚSAVÍK: Atvinnuástand er gott miðað við árstíma. Bolfiskafli hefur veiið sæmilegur undanfarna dága, rauðmagaveiði er nokkur og menn eru að byrja að leggja næíur fyrir grásleppuna. RAUFARHÖFN: Lítið líefur rætzt úr atvinnu- leysi hér, en grásleppuveiðar eru rétt að byrja. Uppbyggingu fry.-tihússins er haldið áfram og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið seint í maí. Er verið að undirbúa að fá stærri bát, en þá sem fyrir eru, til þess að afla fyrir frystihúsið, þegar það fer af stað að nýju. VOPNAFJÖRÐUR: Atvinnuástand hér hefur lag- azt til mikilla muna. Síðustu viku hefur Brettingur, sem er á trolli, landað 160 tonnum og má heita að hér hafi flestir verkfær- ir menn verið í vinnu á aðra viku. Fiskimjölsverksmiðjan, sem er eign hrepp>sins, er óstarf- hæf, þar sem rafmagnið var teK- ið af vegna skuldar. Er því ekki um að ræða að reyna að fá loðna og ekki er hægt að mála beinin úr frystihúsinu. SEYÐISFJÖRÐUR: Hér er algert atvinnuleysi. Engin loðna hefur borizt hingað og enginn bolfiskur og eru allir vinnufærir menn, sem komast að heiman farnir burt í atvinnu- leit. NESK AUPSTAÐUR: Góð vinna hefur verið síðustu tvær vikurnar og hefur yfirleitt verið unnið til kl. 11 á kvöldin í frystihúsunum, aðallega þó öðru þeirra. Talsvert hefur borizt af loðnu og í kvöld voru þeir loðnubát- ar, sem ekki eru hættir á loðnu- verzlunarstéttina og sagði, að það væri sanni nær, að geng- isbreytingarnar og aðrar ráð- stafanir [ sambandi við þær hefðu komið mjög harkalega niður á verzlunarstéttinni. Lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að kanna þyrfti nauðsyn á ráðstöfunum til að hagræða eða breyta lausaskuldum verzlunarinnar v e g n a gervgisbreytinganna tveggja á hliðstæðan hátt og gert heiur verið fyrir aðrar höfuðatvinnugreinar þjóðar- innar. veiðum að streyma inn með full- fermi. ESKIFJÖRÐUR: Atvinnuástand hér er all sæmilegt. Búið er að leggja upp mikið af loðnu og hafa margir fengið atvinnu við bræðsluna. Héðan róa tveir bátar með net og einn með troll og er þriðji netabáturinn að bætast við. Afli hefur verið misjafn, en togbát- urinn Jón Kjartansson hefur afl- að ágætlega. STÖÐVARFJÖRDUR: Þrír bátar róa ihéðan, en afli hefur verið heldur tregur. Næg vinna hefur þó verið við vinnslu aflans. Gísli Árni er búinn að koma tvisvar með loðnu, alls um 670 tonn. HÖFN í HORNAFIRÐI Afli hefur verið heldur lítill hjá netabátunum, sem eru 10 og trollbátunum tveimur. Atvinna er þó næg við frystingu og sölt- un aflans. Páskavikan ihefur allt- af verið talin drjúg, svo að mað- ur er að vonast eftir að veiðin fari að glæðast. Meiriaflienífyrra — þrátt fyrir verkfallið SAMKVÆMT upplýsingum Fiski félagsins var heildarbolfiskafl- inn í Reykjavík hinn 15. þ.m. orð inn 1369 tonn frá upphafi vertíð ar. f fyrra var heildarfalinn yfir sama tímabil orðinn 966 tonn. Afláhæsta verstöðin á svæðinu frá Hornafirði til Stykkishólms er Grindavík, en þar hafði verið landað hinn 15. marz 6665 tonn- um frá byrjun, en á sama tíma í fyrra 5880 tonnum. f Vestmanna eyjum hefur nú verið landað 6097 tonnum, en á sama tíma í fyrra 5225 lestum. í Sandgerði ihafði hinn 15. þ.m. verið landað 3978 tonnum frá byrjun vertíð- ar, en 3185 á sama tímábili í fyrra. Verða þetta að teljast mjög góð aflabrögð, þar sem veiðar hófust nú um mánuði síðar en venja er af völdum verkfalilsins. 4. fundur Kennslutækni í dug FJÓRÐI fundur samtakanna Kennslutækni um skólamál verð ur í dag kl. 14.30. Á dagskrá er málaflokkurinn Hagur og hag- vöxtur, og er Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur, frummælandi. VIÐTALSTIMI BORGARFULLTRÚA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Laugardagur 29. marz. í viðtalstíma borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 29. marz taka á móti að þessu sinni Gunnar Helgason og Glfar Þórðarson. Viðtals- tíminn er milli kl. 2—4 í Valhöll v/ Suðurgötu og er þar tekið á móti hverskyns ábendingum og fyrirspurnum er snerta málefni Reykjavíkur- borgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.