Morgunblaðið - 03.04.1969, Side 10

Morgunblaðið - 03.04.1969, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1969 • . • . - .• ' • t . .. y. . . o „ . " : Þegar íslendingar undirrituðu i ■ V "',, - Á morgun, 4. apríl, eru 20 ár liðin frá því að Atlantshafssáttmálinn var undirritaður við virðulega athöfn í Washington. Með undirritun samningsins var nýtt spor stig- ið í þá átt að varðveita frelsi vestrænna þjóða og lýðræði og stöðva útþenslustefnu Stalíns, sem hafði lagt hvert Austur-Evrópu- landið á fætur öðru undir veidi sitt. I tilefni þessa merka afmælis sneri ég mér til Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og bað hann skýra lesendum Morgunblaðs- ins frá aðdragandanum að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu og undirritun sátt- málans. Bjarni Benediktsson var, eins og kunnugt er, utanríkisráðherra, þegar sátt- málinn var undirritaður, og átti manna mest- an þátt í að Island gerðist aðili að NATO. En fyrst skulum við líta á Morgunblaðið frá þessum tíma. Þriðjudaginn 5. apríl 1949 segir í fimm dálka fyrirsögn á forsíðu blaðsins, að sátt- málinn hafi verið undirritaður í Washington og „milljónir manna um heim allan fylgdust með athöfninni, sem útvarpað var á 50 tungumálum". Og blaðið segir ennfremur: „Meiri viðbúnaður hafði verið í sambandi við þessa athöfn en nokkurn annan atburð veraldarsögunnar. Útvarpsstöðvar og sjón- varpsstöðvar tryggðu það, að fleira fólk gat fylgzt með athöfninni en nokkru sinni áður hefur orðið vitni að sögulegum atburði, en henni var útvarpað á um 50 mismunandi tungumálum, um brezkar, bandarískar, hol- lenzkar og kanadlskar útvarpsstöðvar." Þá segir Morgunblaðið frá því, að utan- rlkisráðherrarnir 12, sem undirrituðu sátt- málann, hafi verið fulltrúar 332 milljóna manna, er byggja Atlantshafsríkin. „Ráð- herrunum var fagnað ákaflega, er þeir gengu inn I sallnn, með Ernest Bevin I broddi fylk- ingar, og tóku sér sæti undir fánum hinna 12 þjóða", segir blaðið og heldur áfram: „Dean Acheson, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, bauð hina 11 starfsbræður slna velkomna með stuttri ræðu og sagði m.a.: „Þessi sáttmáli er aðvörun til þelrra, sem hafa I hyggju að leggja út á hina hættulegu braut árásarstyrjaldar." Og hann bætti við: „Atlantshafssáttmálinn er árangur af margra alda sameiginlegri hugsun — sprott- inn af blóði þúsunda hugrakkra karla og kvenna, sem úthellt hefur verið. Þjóðir hins nýja Atlantshafsbandalags munu ekki ein- asta öðlast aukinn styrk og aukið þrek með undirskrift sáttmálans, heldur allar þjóðir heims, sem vilja frelsi og frið sjálfum sér og öðrum þjóðum til handa. Sá atburður, sem nú er að gerast, mun hafa jákvæðar afleiðingar fyrir allar þjóðir, og í æ ríkara mæli eftir því sem tímar líða." Segja má að Dean Acheson hafi reynzt sannspár í þessum orðum, því að Atlants- hafsbandalagið hefur verið árvakur útvörður þeirra tiltölulega fáu lýðræðisríkja, sem enn eru í heiminum, og öflugur bakhjall þeim þjóðum, sem leitazt hafa við að sporna við útbreiðslu kommúnismans. XXX Bjarni Benediktsson var fimmti í röðinni þeirra ráðherra, er undirrituðu sáttmálann, og sagði þá: „Þjóðir þær, sem nú eru að ganga í þetta nýja bræðralag, eru að mörgu leyti ólíkar hver annarri. Sumar þeirra eru hinar mestu og voldugustu í heimi, aðrar eru smáar og lítils megandi. Engin er þó minni né má sín minna en þjóð mín — íslenzka þjóðin. islendingar eru vopnlausir og hafa verið vopnlausir síðan á dögum víkinganna, for- feðra okkar. Við höfum engan her og getum ekki haft. island hefur aldrei farið með hernaði gegn nokkru landi, og sem vopnlaust land hvorki getum við né munum segja nokkurri þjóð strið á hendur, svo sem við lýstum yfir, er við gerðumst ein af sameinuðu þjóðunum. Staðreynd er, að við getum alls ekki varið okkur gegn neinni erlendri vopnaðri árás. Við vorum þess vegna í vafa um, hvort við gætum gerzt aðilar þessa varnarbandalags, en svo getur staðið á að Island hafi úrslita- þýðingu um öryggi landanna við Norður Atlantshaf. 1 síðasta stríði tók Bretland að sér varnir íslands, og síðan gerðum við samning við stjórn Bandaríkjanna um hervarnir Islands meðan á stríðinu stóð. Aðild okkar að Norð- ur-Atlantshafssamningnum, sýnir að bæði sjálfra okkar vegna og annarra viljum við svipaða skipan og þá á vörnum landsins, ef ný styrjöld brýst út, sem við vonum og biðjum að ekki verði. Tilheyrum frjálsu samfélagi frjálsra þjóða En það er ekki aðeins þessi ástæða, sem ráðið hefur afstöðu okkar. Við viljum einnig láta það koma alveg ótvírætt fram, að við tilheyrum og viljum tilheyra því frjálsa sam- félagi frjálsra þjóða, sem nú er formlega verið að stofna. Að vísu er það rétt, sem ég áðan sagði, að aðilar þessa samnings eru ólíkir um margt. En það er einnig margt sem sam- einar okkur traustum böndum. Sama hættan ógnar okkur öllum í þeim heimi sem við lifum, þar sem fjarlægðirnar eru horfnar, er það áreiðanlegt að annað hvort njóta allir friðar — eða enginn. Allstaðar sömu upplausnaröflin að verki Sömu upplausnaröflin eru hvarvetna að sinni ömurlegu iðju. Allstaðar ásaka þau okkur, sem erum að vinna fyrir friðinn, um að við viljum spilla honum. Þegar samning- ur þessi var ræddur á Alþingi íslendinga, reyndu þessi öfl með valdi að hindra hina fornhelgu stofnun í starfi sinu. Slíkt ofbeldi hefur aldroi fyrr verið reynt gegn hinu þúsund ára gamla Alþingi Islend- inga. Sá afvega leiddi hópur, sem þetta reyndi, þóttist með köllum sinum vera að hrópa á frið. Þetta framferði að kasta grjóti með höndunum, en hrópa á frið með vör- unum, er hvorki í samræmi við arfleifð Is- lendinga né vestræna menningu. Allir vit- um við, hvar slíkir hættir eiga upptök sin. Heiminum stafar sannarlega ekki meiri hætta nú af öðru en þessu hugarfari. Tilheyrum sömu menningu En það er ekki aðeins þessi ógnun við heimsfriðinn og velferð mannkynsins, sem sameinar okkur. Það er heldur ekki einungis það, að lönd okkar eru öll í sama heims- hluta. Sterkari bönd tengja okkur saman. Allir tilheyrum við sömu menningunni, allir mundum við fremur kjósa að missa lífið en frelsið, hvort heldur frelsi sjálfra okkar eða þjóða okkar. Aliir trúum við á vinsamlega samvinnu þjóða í milli — allir óskum við heiminum friðar og mannkyninu velferðar. Þess vegna hittumst við hér í dag með góðar vonir í brjósti til að tengjast tryggða- böndum með undirskrift þessa samnings." XXX Poul Henri Spaak, utanrikisráðherra Belgiu, lagði í ávarpi sínu við undirskrift sáttmálans áherzlu á að enginn þyrfti að óttast sáttmálann „nema auðvitað sá maður — eða þeir menn — sem hafa á prjónunum þau glæpsamlegu áform að hefja árásar- stríð". Ráðherrann benti á að sáttmálinn væri aðeins viðauki við stofnskrá Samein- uðu þjóðanna og í fullu samræmi við anda hennar og bókstaf. Gustav Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að hann undirritaði sátt- málann vegna þess, að hann væri friðar- sáttmáli. Heimsfriður hefði alla tíð verið takmark Danmerkur. Robert Schuman, utanríkisráðherra Frakk lands, fullyrti í sinni ræðu, að samtök Sam- einuðu þjóðanna gætu ekki lengur gegnt því hlutverki að varðveita friðinn í heim- inum. Hann sagði að Frakkland hefði gerzt aðili að Atlantshafssáttmálanum vegna þess „ að það væri glæpsamlegt að léta sér úr greipum ganga nokkurt tækifæri til þess að stuðla að varðveizlu heimsfriðarins". Sforza, utanríkisráðherra Italíu, sagði að ef Atlantshafsbandalagið hefði verið til 1914 — hefðu ekki geisað bardagar á Italíu, Englandi, Frakklandi og Rússlandi. Hann benti á að „úthöfin væru að verða sem smá stöðuvötn" — og minna þessi orð okkur óþyrmilega á nærveru rússneska flotans á Atlantshafi undanfarna daga. Dirk Stikker, utanrikisráðherra Hollands, sagði m.a. í sínu ávarpi, að með undirskrift sáttmálans vaknaði ný von um að takast mætti að varðveita heimsfriðinn, og Lange, utanríkisráðherra Noregs, sagði að friðar- sáttmála Atlantshafsríkjanna væri ekki stefnt gegn nokkurri þjóð, „honum er að- eins stefnt gegn árás — vopnaðri árás", sagði ráðherrann. I þessum dúr töluðu aðrir ráðherrar við undirskrift sáttmálans, og verður sú saga ekki nánar rakin hér. XXX Ég bað Bjarna Benediktsson að skýra til- drögin að sáttmálanum og hvernig and- rúmsloftið hefði verið í röðum lýðræðis- sinna, þegar málið var í deiglunni, og loks lýsa undirskrift sáttmálans og þeim, sem þar komu helzt við sögu. Forsætisráðherra sagði: „Segja má að legið hafi í loftinu um vetur inn, að íslandi yrði boðin þátttaka i þessu samstarfi, og þess vegna m. a. kynntu menn sér viðhorf forystumanna í nágranna- löndunum, Danmörku, Noregi og Englandi. Þær fregnir, sem við fengum frá þessum löndum, urðu til þess að glæða áhuga okkar á málinu. Ég tel, að þátttaka Dana og Norð- manna hafi haft mikla þýðingu fyrir skoð- anamyndun hér á landi Ef þessi lönd hefðu ekki gerzt aðilar að Atlantshafsbandalaginu, er næstum því víst, að við hefðum ekki gert það heldur. Má segja að afstaða Norðmanna hafi haft úr- slitaáhrif á það, að við tækjum þátt í þessu samstarfi. Margir voru í fyrstu hikandi. Innan flokk- anna fóru fram mjög ítarlegar umræður, í þingflokki Sjálfstæðismanna urðu allir sam- mála, en misjafnlega áhugasamir eins og gengur. Um sjálfan mig get ég sagt, að ég hafi fylgzt mjög náið með öryggismálunum allt frá upphafi, því að ég tók þátt í undirbún- ingi þeirrar ákvörðunar um skipan mála, er tekin var hér strax eftir hernám Danmerk- ur. Þá vonuðum við, að sú ákvörðun, sem tekin var 10. apríl 1940, yrði til þess að tryggja hlutleysi Islands. — Það reyndust þó algjörar falsvonir, því að Bretar hernámu landið réttum mánuði siðar, eins og allir vita. Því hernámi var að vísu mótmælt, en mótmælin voru með öllu þýð- ingarlaus. Rúmu ári siðar var gerður herverndar- V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.