Morgunblaðið - 03.04.1969, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.04.1969, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRIL 1969 20 Ein af radarstöðvunum í Norður-IMoreai. Köfun undirbúin til rannsóknar neðansjávar. - NATO Frainhald af bls. 17 lega, að Sovétríkin eru að verða flotastór- veldi. Efnahagsörguðleikar leiða stöðugt til þess, að aðildarríki NATO stefna að því að hafa ekki fjölmennari her en nauðsyn kref- ur. Þá leiðir síflóknari gerð nýrra vopna til mjög aukinna útgjalda, eigi búnaður að standast tæknilega samkeppni. Hver ný gerð flugvélar er nokkrum sinnum dýrari en sú, sem áður var smíðuð. Ráðherrafundurinn, sem haldinn var eftir atburðina í Tékkósló- vakiu. leiddi í Ijós þá samhljóða skoðun, að tilraunir til afvopnunar hefðu ekki borið ár- angur, en þær yrðu samt sem áður eitt meginverkefnið framvegis. Sá dagur kann að koma, að samkomulag náist milli austurs og vesturs á ýmsum sviðum, þar sem hagsmunir beggja fara saman. Báðir aðilar eru þannig sammála um stöðvun kjamorkutilrauna í andrúmsloft- inu, og bann við frekari dreifingu kjarnorku- vopna. Vestrið hefur fram til þessa alltaf haft frumkvæðið í slíkum málum. Nú starf- ar sérstök afvopnunarnefnd á vegum Atl- antshafsbandalagsins; hún var stofnuð 1963. Fram kom, er Nixon, Bandaríkjaforseti, heimsótti Evrópu, í febrúar, að aðildrríki Atlantshafsbandalagsins mega vænta þess, að Bandaríkin haldi áfram viðræðum við Sovétríkin um afvopnun; um takmörkun venjulegra vopna, á sam hátt og samið hefur verið um gereyðingarvopn. Þó er nauðsyn þess að halda uppi öflugu starfi Atlantshafsbandalagsins, og tryggja jafnvægi þess og Sovétríkjanna og fylgi- rikja þess, meiri en nokkru sinni — vegna þeirra vandamála, sem rakin hafa verið, og annarra, sem til verða. Um frið verður ekki að ræða, án jafnvægis og öryggis. Þannig sagði i yfirlýsingu siðasta ráðherrafundar; „Leitin að friði byggir á þróun, sem hvílir á öryggi Vesturlanda, _á sviði afvopnunar og eftirlits, og frekari viðleitni til þess að leysa þau grundvallardeilumál, sem skilja að austur og vestur". Jafnframt sagði, að Atlantshafsbandalagið yrði framvegis, eins og hingað til, sú trygging öryggis, sem ekki yrði án verið, en jafnframt grundvöllur sátta í Evrópu. F-102 orustuþota frá Keflavíkurflugvelli fylgist með ferðum fjögurra hreyfla rússneskrar flugvélar. FÉLAGSSKAPURINN SÚM hef ur sett upp aðra myndlistarsýn- ingu sína frá stofnun samtak- anna og að þessu sinni í eigin sýningarsal að Vatnsstíg : í bafchúsi. Ellefu myndlistarmenn eiga verk á sýningunni og að sjálfsögðu flestir úr SÚM, en auk þess eru þar nokkrir gest- ir og ber þá fyrst að nefna fræg an svisslendinginn Diter Rot, sem nú telur sig í rauninni ís- lending. Þegar félagsskapurinn hélt sína fyrstu sýningu var ég staddur erlendis og fór hún því áð mes''- frsm hjá mér, get ég því ekki borið þessar sýningar saman þó að ýmsar myndir frá fyrri sýningu hafi orðið á vegi mínum. En þessi sýning mun um margt vera ólík hinni fyrri — fígúrurnar sem voru svo áberand; áður eru nú að mestu horfnar — Ijósmyndaleikurinn virðist kominn úr tízku um stund meðal þeirra félaga, þótt enn sé hann stundaður víða x margvíslegri mynd og n miklu þróaðri en áður. Ég sakna þess. bjá þessum mönnum að þeir velji sér viðfangsefni og vinni í því til verulegs árangurs, en láti ekki allt nýtt að utan feykja í burt allri eldri við- leitni jaFðharðan. Nýgræðingur- inn þarf að festa rætur, það verður rýr uppskera ef menn rífa hann upp þegar hann byrj- ar að festa rótum og skipa þar annari plöntu, sem þeir kunna frekar að gr íast. Það er ýmislegt að gerjast á þessari sýningu, einkum ber Diter Rot af, því að myndir hans hafa mestan andlegan bak- grunn — hann er mestur kunn- áttumaður og hefur hrærzt í margskonar tilraunastarfsemi um árabil —- bæði sem persónu- leiki og kennari, því lítur hann hlutina af stærri sjónarhóli en allir hinir. Myndir hans eru eins konar sálfræði, gerðar til að höfða til ákveðinna kennda áhorfandans og geta valdið margvíslegum og andstæðum hughrifum. Skyldur Diter Rot er Magnús Pálsson, sem í þetta sinn er ekki eins sterkur og á öðrum sýningum, sem hann hef- ur tekið þátt í á árinu, þótt mynd hans „Objekt-endurfæð- ing“ sé ágætlega gerð mynd — lifandi í formi. „Galti“ Sigurð- ar Guðmundssonar mun vafa- lítið vekja furðu og athygli manna, en er þó misheppnað framlag því myndin er einfald- lega svo illa gerð — tilgangs- lítil formleysa á góilfi — þetta sést erlendis og heyrir undir stefnu sem nefnist - „ný-natural- ismi“ og er nokkurskonar aft- urhvarf til náttúrunnar í bók- staflegum sl lningi, en er ekki alveg nýtt fyrirbæri — hefur í áratug verið að þróazt. Þekktur bóndi í Skagafirði var talinn snillingur í gerð heysáta. Form- kennd þessa manns mun hafa verið mjög rik. Þa'ð mun ein- mitt slík formkennd sem „ný- natúralistar" eru að reyna að laða frai.x hjá áhorfendunum> —■ svipað því sem margir nútíma- listamenn nota hversdagslega hluti í verk sín til þess að þvinga fram hugsun um um- hverfið. Tækni Kristjáns Guff- mundssonar bróður Sigurðar er vönduð í þessum myndum hans þarna og gefur þeim ákveðið gildi aul: þess sem formtilfinn- ing hans er auðsæ í þeim. Finnbogi Magnússon þarf að sannfæra meir í myndum sínum — hæfileikar eru ekki einhlýt- ir, það er jafnan eitthva'ð gott um myndir hans að segja og hann mun örugglega eiga eftir að láta að sér kveða ef svo heldur fram. Það fer lítið fyrir mynd- r um Jóninu Guffnadóítur, því að hinar stóru og órólegu myndir Hauks Dór yfirgnæfa þær. Af þessum myndum Hauks þykir mér „Mynd tvö“ athyglisverð- ust því að hún býr yfir mestu samræmi og hefði honum nægt að sýna hana eina — þessi ismi, kenndur við Bacon, hefur geng- ið eins og logi yfir akur meðal ungra málara á undanförnum árum í mörgum afbrig'ðum og hefur senn genigið sér til húðar. „Blóm“ Jóns Gunnars er mjög „organískt“ verk en er of rúm- frekt í svona litlu húsnæði, svo sem myndir Hauks, og nýtur sín varla. Myndir Magnúsar Tómas- sonar vekja furðu mína vegna þess hve þær eru tæfcnilega illa útfærðar. Einmitt þessi tækni krefst hárnákvæmrar útfærslu þar sem engu má skeifca ef áhrif- in eiga öll að koma til skila. Þá gæti Magnús lært af við- leitni Arnars Herbertssonar, sem er mjög sérstæður í þessum hópi fyrir alvarlega vinnu. Amar virðist hafa hæfileikann til að bæta við sig. Róska kem- ur á óvart með illa gerðar mynd ir og ósannfærandi, sem leiða hugann að perverskri erótífc, sem hún er ef til vill að sál- greina. Allavega er þetta engin hrein grafík, en ölilu vidðist mega gefa nafn nú á dögum þótt það sé mjög í ósamræmi við verkin. Það er vafalítið nokkur vaxt- arbroddur í þeim SÚM félögum, en þeir þurfa að sýna oftar og vera „aktívari“ með þátttöku á sýningum — samsýning þeirra þarf að vera árviss viðburður. Fullyrðingar sumra þeirra um ís- lenzka myndlist eru barnalegar, svo ekki sé meira sagt og fá sjaldn ast staðizf þar sem undirstöðu vantar. Þeim fer líkt og smið- unum, sem telja sig færa um að byrja á þakinu á bygging- unni áður en veggimir eru komn ir upp og varpa gjarnan fyrir borð öllum vi’ðteknum stað- reyndum. Þetta er gamla sagan um hagkvæmnina að fulilyrða að hlutir eins og t.d. tækni skipti engu máli af því að við- komandi eru sjálfir veikir á því sviði. — Að álíta sig hafna yfir kollega sína með því að hafa hugrekki til að hagnýta sér öll ný giidi í myndlist umbúða- laust, er stungið hafa upp koll- inum á undanförnum árum, án þess að þeir hafi sjálfir átt nokk urn þátt í þeirri þróun. En þeir I gær 2. apríl var opnuð í húsa kynnum Myndlista- og handiða- skóla Islands, sýning á grafík- myndum nemenda úr Valands listaháskólanum í Gautaborg. Þetta eru aills 51 verk, dúk- skurðarmyndir, litografíur, silfci- prentmyndir, þurrnálsmyndir, litraderingar og teikningar eftir 11 listamenn. Þar af eru tveir íslenzkir, fyrrverandi nemendur í Myndlista- og handfðaskóla Is- lands, sem nú eru að ljúka námi standa einungis á þröskuldi þess að geta það, ef þeir þá hafa út- hald og búa yfir varanlegum hæfileikum í þeim djarfa leik. Ennþá eru þeir túlkendur en efcki sikapendur — þeir eru flest- ir eins og menn sem læra áð leika lög annacra af nótum — en gera það ekki nógu vel. Það er ekki nóg að vera þátttak- andi ef sköpun er ekki með í leiknum. Það er mjög svo lofs- vert að vera djarfur og leitast við að veita nýjum straumum inn í íslenzka myndlist, vera þátttakandi í því að móta form- Framhald á bls. 30 við Valands skólann. En það er einmitt fyrir milligönigu þeirra Art’hurs Ólafssonar og Guðmund ar Sigurjónsisonar sem þessi sýn ing er haldin. Valands listáháskólinn var stofnaður 1865. Vonandi verður sýning þessi upphaf að gagmkvæmri kynn- ingu milli listaskóla á Norður- löndum. Sýningin er opin dag- lega fra kl. 14—22, til 8. apríl. Mynd á grafiksýningunni í Myndlista- og handiffaskólanum. Sýning ó groiíkmyndum nemendn úr listnhúskóla í Gontnborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.