Morgunblaðið - 09.04.1969, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1969
Vörnin sem Friörik valdi, kom
Guðmundi á óvart
SKÁKÞING íslendinga
hefir orðið sérstaklega at-
hyglisvert og spennandi,
vegna þess að okkar gam-
alkunna meistara, Friðriki
Ólafssyni hefir verið* alvar-
lega ógnað af ungum skák-
snillingi, Guðmundi Sigur-
jónssyni, sem aðeins er 21
árs að aldri. Mbl. sneri sér
til þeirra Friðriks og Guð-
mundar og spurði þá um
skákina, sem þeir tefldu á
annan dag páska. Friðrik
varð fyrst fyrir svörum.
Hann komst svo að orði:
— Þetta verður að teljast
„faktisk“ úrslitaskák milli
okkar Guðmundar, því til
þess að hann vinni hér eftir,
verð ég að tapa minni skák í
kvöld, en hann að vinna sína.
Auðvitáð tefldi hann þessa
skák okkar til vinnings. Ég
bauð honum hinsvegar jafn-
tefli eftir 25 leiki, en það
þáði hann ekki og ég skil
það vel. Um skákina sjálfa
get ég sagt það að hún var
fremur þung og erfið framan
af. Ég tefldi vörn, sem mun
hafa komið Guðmundi nokk-
uð á óvart, enda nota ég hana
sjaldan. Þetta er svonefnd
Alechíne-vöm, kennd við
gamla heimsmeistarann. Þetta
varnarafbrigði, sem ég beitti,
er þungt í vöfum og seinlegt.
Ég þurfti því að nota allmik-
inn tíma. Hins vegar var ég
með betri stöðu eftir 25 leiki,
og tel mig ekki hafa gert
neitt vafasamt tilbóð, er ég
bauð jafntefli. En ég valdi
hæpið framihald og komst í
hættulega aðstöðu og náði
Guðmundur þá undirtökun-
um og auk þess bættist það
svo við, að tíminn var far-
inn að hrjá mig. Mér tókst
hins vegar með lagni að kom-
ast fram'hjá öllum boðum og
tryggja mér jafntefli, þegar
tilskildum leikjafjölda var
náð.
Um mótið í heiid vildi ég
segja að þáð hefir verið
ágætt. Þarna eru márgir ung-
ir, sterkir skákmenn, sem
lofa góðu. Það er ekki ástæða
til að amast við þróuninni,
þótt hún bitni á manni sjálf-
um. Annars hefir aðalein-
kenni mótsins verið kapp-
hlaupið milli okkar Guðmund
ar. Ég vil svo að lokum
hvetja þessa ungu menn, sem
þarna tefldu, til frekari dáða
og vona að árangur þeirra á
þessu móti verði áfangi á
þeirri leið, sagði Fri'ðrik
Ólafsson.
Guðmundur Sigurjónsson
sagði svo um þessa skák:
— Eg varð að vinna þessa
skák til þess að eiga ein-
hverja möguleika á að vinna
mótið og út frá því sjónar-
miði tefldi óg. Friðrik er alls
ekki vanur að tefla þessa
vörn. Mér fannst skákin ekki
nógu jafnteflisleg, þegar B’rið-
rik bauð það, og ég tel að þá
hafi veri’ð mikið eftir af skák
inni, en hins vegar tel ég lík-
iegt að ég hefði tekið jafn-
tefli, ef staðan hefði ekki
verið þessi í mótinu. Svo fór
að skákin var tvísýn fyrir
Friðrik, nokkru fyrir lokin,
en síðar kom í ljós við nán-
Hápunktur Skákþings íslendinga var þegar Guðmundur (sitj
andi) og Friðrik mættust í 10. umferð. Skákin endaði með
jafntefli. Guðmundur, en hann er var íslandsmeistari 1968,
tapaði í 3. umf. fyrir Hauki Angantýssyni, hefur ekki tapað
nema einni skák í mótinu og hefur fylgt stórmeistaranum
eftir eins og skuggi allt mót ið, en alltaf verið á eftir. Frið-
rik hefur ekki tapað skák, og teflt af miklu öryggi.
ari athugun að skákin var
jafntefli, ef alltaf voru leikn-
ir beztu leikirnir hjá báðum.
Tímahrakið var einnig erfitt
fyrir Friðrik, og ýtti það
undir mig að tefia til vinn-
ins, sagði Guðmundur Sigur-
jónsson.
Skákþing íslands 1969:
Friðrik nær örugg-
ur sigurvegari
Cerð/ jafntefli við Guðmund Sigurjónsson
FRIÐRIK Ólafsson hefir nú
næstum tryggt sér sigur i lands-
liðsflokki á Skákþingi íslands,
en í 10. umfeið gerði hann jafn-
tefli við Guðmund Sigurjónsson
I fjörugri skák, sem hundruðir
áhorfenda fylgdust með. Aðeins
ein umferð er eftir og er staðan
þessi: Friðrik Ólafsson 8'/j, Guð-
mundur Sigurjónsson 7Vi, Björn
Þorsteinsson, Freysteinn Þor-
bergsson og Haukur Angantýs-
scm 6 hvor, Björn Sigurjónsson
5, Arinbjörn Guðmundsson og
Jón Hálfdánarson VÆ hvor, Jón
Kristinsson 3*4, Halldór Jónsson
og Jóhann Þórir Jónsson 3 hvor
og Jóhann Örn Sigurjónsson 2t4
vinning.
Skákþingið hefur staðið yfir
síðan laugardaginn 29. marz og
var teflt alla daga. Úrslit í
fyrstu umferðunum hafa áður
birzt í biaðinu, en hér fara á
eftir úrs.ií i 5. til 10. u-mferð,
ásamt biðskákuinum.
Biðskákir úr 2., 3. og 4. um-
ferð fóru þannig að Guðmund-
ur vann Freystein, Haukur vann
Halldór, Haldór vann Björn
Þo steins or,, Jóhann Örn vann
Björn Sigurjónsson, Friðrík
vann Jóhann Þóri og Björn Sig-
urjónsson vann Jón Kristinsson.
Freysteinn og Jón Kristinsron
gerðu jafntefli, þá gerðu og jafn-
tefli Guðmundur og Björn Þor-
steinsson og Halldór og Jón Hálf
dánarson.
5. umferð:
Arinbjörn vann Björn Sigur-
jónsson, Friðrik vann Jóhann
Örn, Jóhann Þórir vann Hall-
dór, Haukur vann Jón Kristins-
son og Guðmundur vann Jón
Hálfdánarron, en Björn Þor-
steinsson og Freysteinn gerðu
jafntefli.
6. umferð:
Jón Kristinsson vann Arin-
björn, Guðmundur vann Jóhann
Þóri, Jón HáLfdánarson vann
Freystein og Halldór vann
Jóhann Örn. Jafntefli gerðu
Friðrik og Björn Sigurjónsson
og Haukur og Björn Þorsteins-
son. Björn Sigurjónsson hinn
ungi Kópavogsbúi kom mjög á
óvart með jafntefli ge-gm stór-
meistaranum Friðrik.
Staðan eftir 6 umferðir var
þessi: Friðrik 5 vinn., Guðmund-
ur 4%, Arinbjörn 4, Björn Sig-
urjónsson og Haukur 3V2, Frey-
steinn 3, Björn Þoriteinsson og
Halldór 2V2, Jón Hálfdánarson,
Jón Kristinsson og Jóhann Örn 2
og Jóhann Þóri-r 1% vinning.
7. umferð:
Björn Þorsteinsson vann Jón
Kristinsson, Björn Sigurjónson
vann Halldór og Friðrik vann
Arimbjörn, en Jóhann Örn og
Guðmundur, Jóhann Þórir og
Freyyteinn og Jón Hálfdánarson
og Haukur gerðu jafntefli.
8. umferð:
Friðrik vann Jón Kristinsson,
Guðmundur vann Björn Sigur-
jónsson, Freysteinn vann Jóhann
Örn og Jóhann Þórir vann Hauk.
Björn Þorsteinsson og Jón Hálf-
dánarson og Halldór og Arin-
björn gerðu jafntefli.
9. umferð:
Friðrik vann Halldór, Guð-
mundur vann Arintbjörn, Hauk-
ur vann Jóhann Örn og Björn
Þorsteins.on vann Jóihann Þóri.
Jafntefli gerðu þeir Jón Hálf-
dánarson og Jón Kristinsson og
Björn Sigur jónsson og Frey-
steinn.
10. umferð:
Freysteinn vann Arinbjörn,
Haukur vann Björn Sigurjóns-
son.on, Björn Þorsteinsson vann
Jóhann Örn, Jón Hálfdánarson
vann Jóhann Þóri og Jón Krist-
insson vann Halldór, en Guð-
mundur og Fririk gerðu jafn-
tefli, sem fyrr segir.
Skák Guðmundar og Friðriksi
úr 10. umferð á Skákþingi ís-
lands í fyrradag:
Hvítt: Guðmundur
Svart: Friðrik
Aljechins-vörn.
1. e4, Rf6 2. e5, Rd5, 3. d4, d6j
4. Rf3, Bg4 5. Be2, e6 6. c4, Rb6
7. exd6, cxd6 8. 0-0, Be7 9. Rc3,
0-0 10. b3, Rc6 11. Be3, d5 12. c5,
Rc8 13. b4, a6 1'4. Hal, Bf6 15.
Dd2, Rce7 16. b5, axb5 17. Rxb5,
Rf5 18. Hlfdl, Ha4 19. Dto2, Bxf3
*20. Bxf3, Hb4 21. Da3, Hxbl 22.
Hxbl, Bxd4 23. Bxd4, Rfxd4 24.
Rxd4, Rxd4 25. Hxb7, Dc8 26.
Da7, Rxf3t 27. gxf3, d4 28. Hd7,
Dc6 29. Hxd4, Dxf3 30. Dd7, e5
31. Hd3, De4 32. c6, Delf 33. Kg2,
De4f 34. Hf3, g5 35. h3, g5 36.
Df5, Dxf5 37. Hxf5, f6 38. Hf3,
Kf7 39. Hc3, Ke7 40. Kf3, f5 41.
c7 (blindleikurinn). Hér var
samið um jafntefli án þers að
tefla frekar.
— sg.
Lokastaðan:
Friðrik
Bridge
ÍSLANDSMÓTIÐ i bridge árið
1969 fór fram I Reykjavík dag-
ana 29. marz til 5. apríl. íslandis-
meistari varð sveit Hjalita Elías-
sonar, en auk Hjalta eru í sveit
in.ni Ásmund'ur Pálsson, Einar
Þorfinnsson, Jakob Ármannsson,
Karl Sigurhjartarson og Jón As-
björnsson.
í meistaraflokki kepptu 10
sveitir og varð röð þeirra þessi:
1. sveit Hjalta Elíassonar
151 stig
2. sveit Benedikts Jóhannesson-
ar 143 stig
3. sveitStefáns J. Guðjohnsens
134 stig
4. sveit Hannesar Jónssonar
107 stig
5. sveit Guðlaugs Jóhannsson-
ar 99 stig
6. sveit Steinþórs Ásgeirsson-
ar 70 stig
7. sveit Vibekku Scheving
58 stig
8. sveit Alberts Þorsbeinsson-
ar 40 stig
9. sveit Birgis Sigurðssonar
14 stig
10. svei't Dagbjarts Frímssonar
14 stig
í 1. flokki kepptu 20 sveitir
og var þeim skipt í 2. riðla.
Úrslit urðu þessi:
A-riðill
1. sveit Harðar Steinbergsson-
ar 144 stig
2. sveit Guðmundar Ingólfsson-
ar 116 stig
B-riðill
1. sveit Sigurðar Emiflssonar
111 stig.
2. sveit Baldurs Ólafssonar
104 stig
Þar sem fyrirtougaðar eru
breytingar á keppnisreglum varð
andi íslandsmót er ekki vitað
hvaða sveitir muni skipa meist-
araflokk næsta ár, en samkvæmt
fyrri reglum hetfðu 4 neðstu sveilt
irnar fallið niður í 1. flokk, en 2
efstu úr hvonum riðli flutzt upp
í meiistaraflok'k.
Mótið fór vel fram og vom
áhorfendur margir. Verðlaun
voru afhent í mótslok sl. laiugar-
dag.
tIzkusAu ANDREU
MIÐSTRÆTI 7 SÍMI 1 9395
Guðmundur
T annlœkningastofa
mín er flutt að
Ingólfsstrœti 4. Sími 12632
FKIÐLEIFUR STEFÁNSSON, tannlæknir.
Iðnaðarhúsnœði
Til leigu frá næstu mánaðarmótum gott iðnaðarhúsnæði á
jarðhæð 300 ferm. að stærð með stórum aðkeyrsludyrum og
góðum gluggum.
Upplýsingar í síma 83621 eftir kl. 7.