Morgunblaðið - 09.04.1969, Síða 16

Morgunblaðið - 09.04.1969, Síða 16
li MORGUJSfBLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 191» ‘O’.taefandi H.f. Árvafcur, JReyfcjavÆk. Fnanafcvsemdaistióri Haraldur Sveinsson. 'Ritetjjórai1 Sigiurður Bjarniason frá Viguir. Maiithías Jdhanness'en. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjóm arfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Frétteistjóri Björn Jótiannsson. Auglýsinga'srtj óri Árni Garðar Kxistinsson. Ritstjórn ag afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími ÍD-IOO. Auiglýsing'ar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Ásfcriftargj'ald fcr. 150.0*0 á miánuði innanlands, í lausasjöitt kr. 10.00 eintakið. RITSKOÐUN í TÉKKÓSL Ó VAKÍU Sovétstjórnin heldur áfram að herða tökin á Tékkó- slóvakíu. Stjóm landsins hef- ur nú verið neydd til að taka upp harða ritskoðun á blöð- um og öðrum fjölmiðlunar- tækjum. Einstök blöð og tíma rit hafa þegar verið bönnuð um leið og ritfrelsi hefur ver ið afnumið í landinu. En það var einmitt ritfrelsið, sem Tékkar og Slóvakar fögnuðu mest þegar leiðtogar hennar hurfu að frjálslyndari stjóm arháttum á sl. ári. En nú er vérið að taka allar þessar ráð stafanir aftur. Samkv. skip- unum Rússa er verið að loka öllum gluggum í Tékkóslóvak íu. Þetta gerist undir hernámi Vars j árbandalagsrí k j anna með Sovétríkin í broddi fylk- ingar. Um leið og þetta gerist í Bæheimi halda Pravda og Isvestia, málgögn Sovétstjórn arinnar og rússneska komm- únistaflokksins áfram að boða Breshnevstefnuna. En hún er eins og kunnugt er, í því fólgin að Sovétstjórnin hafi rétt á því að blanda sér í innanríkismál annarra komm únistaríkja, ef hún telur að þeim skriki fótur á hinni „einu réttu línu.“ Leiðtogar tékkneska kommúnistaflokks ins voru mótfallnir þessari kenningu Breshnevs, aðalrit- ara rússneska kommúnista- flokksins. Þeir héldu að þeir gætu framkvæmt einhverja sjálfstæða stefnu og aukið frelsi. Það var þeirra mikla yfirsjón. Þess vegna réðust herir Varsjárbandalagsins inn í landið á sl. ári og her- námu það. Þess vegna er Tékkóslóvakía í dag hernum- ið og ófrjálst land. En leiðtogar Rúmena og Júgóslava reyna enn að fara bínu fram. Titó marskálkur hefur lengi verið sjálfstæðast Ur allra kommúnistaleiðtoga gagnvart páfanum í Kreml. En Rúmenar eru nú að reyna að feta í fótspor hans. Sóvét- stjómin lítur þá viðleitni ill- um augum. Hafa leiðtogar Rúmena hvað eftir annað verið kallaðir til Moskvu til ýfirheyrslu. Þeir hafa ekki ennþá látið bugast. Þeir hafa neitað ríkjum Varsjárbanda- lagsins um leyfi til þess að halda heræfingar í Rúmeníu, og þeir hafa lýst því yfir að þeir séu ekki reiðubúnir til þess að taka afstöðu í deilu rússneskra og kínverskra kommúnista. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur um að leiðtogum rússneskra komm- únista er þetta ekki geðþekkt atferli. Þess vegna telja ýmsir að svo kunni að fara að örlög Rúmeníu verði hin sömu og Tékkóslóvakíu. Sovétríkin muni ekki láta Rúmenum haldast það uppi að fara sínar eigin götu. Auðsætt er að að- staða Rúmena er miklu verri en Júgóslava til þess að standa upp í hárinu á Sovét- stjórninni, fyrst og fremst sakir legu landsins. En allar líkur benda til að Rúmenar muni leggja mikið kapp á að halda sinni sjálfstæðu stefnu. Viðskipti Rúmena við Vestur-Evrópu eru mikil og vaxandi. Þeir vilja að sjálf- sögðu góða sambúð við Sovét ríkin, en telja sér það lífs- hagsmunamál að geta treyst viðskiptatengsl sín við þjóðir Vestur-Evrópu. Af öllu þessu er auðsætt að mikill klofningur ríkir innan kommúnistaflokka Austur- Evrópu. Stöðugt fleira fólk gerir sér ljóst að stjórnin í Kreml rekur fyrst og fremst rússneska heimsveldisstefnu. *Þeir Breshnev og Kosygin feru fyrst og fremst að berjast ffyrir hagsmunum Sovétríkj- (anna. Þess vegna krefjast (þeir þess að hagsmunir iannarra kommúnistaríkja fverði ávallt látnir víkja fyrir (hagsmunum Sovét-Rússlands. (Þessa grundvallarstaðreynd (skilur nú vaxandi fjöldi fólks á Austur-Evrópu. Þess vegna íverður Rússum þar sífellt iþyngra undir fæti. GLÆSILEGT FRAMTAK EIN- STAKLINGA ¥ áratugi hefur það verið draumur áhugamanna um íþrótta- og æskulýðsmál að skautahöll yrði byggð í Reykjavík og aðstaða þar með tryggð til þess að iðka skautaíþróttina allt árið um kring og óháð misjöfnum veðrum. Nú hafa nokkrir einstaklingar gert þennan draum að veruleika. Skautahöllin, sem opnuð var fyrir rúmri viku er tví- mælalaust eitt merkasta framtak í íþrótta- og æsku- lýðsmálum höfuðborgarinnar hin síðari ár. Það hefur yfir- leitt fallið í hlut Reykjavíkur- borgar og félagssamtaka Élkvz&A 111 'AM IÍD UCIMI \%i»v U1 Hll Ull nUIVIK Viösjár með Ulbricht og Kreml-bændum Orðrómur á kreiki í Berlín að Kínverjar leiti ettir betri vináttu við A-Þjóðverja ÁREIÐANI^EGAR heimildir í Austur-Berlín bafa það fyrir satt, að kánverskir diplómatar þar í borg, reyni nú með öll- um_ brögðum að fá Austur- Þjóðverja til að lýsa eindreg- inni samstöðu með Kíniverj- um í deilum þeirra og Sovét- manr.i, Þó að engin staðfest- ing hafi ferugizt á þessu er þó 'hitt víst, að viðsjár erú að aukast með Ulbrieht, kiomm- únistaleiðtoga Austur-Þýzka- lands, og forystumönnum í Sovétríkjunuim og verður vik- ið að því innan tíðar. Kínversikur sendiráðssfarfs- maður sagði blaðamanni Ob- servers í Austur-Berlín ný- lega, að Kínverjar ættu vax- andi fylgi að fag,na meðal A- Þjóðverja. Ástæður fyrir þvi væru margar, meðal annars sá álitghnekkir, sem Sovét- ríkin hefðu beðið, er þeim tókst ekki að koma í veg fyr- ir, að Vestur-Þjóðverjar héldu forsetakosningar í Vestur- Berlín í fyrra mánuði. Aust- ur-Þjóðverjar eru margir þeirrar skoðunar, að svo náin samstaða sé að verða með Bandaríkjamönnum og Sovét- mönnum, að þeir síðarnefndu muni efeJki hika við að fórna tryggum bandamönnum sín- um, ef þörtf krefur. Kínverjar gera sér og ljóst að allt bend- ir til að fundur æðstu manna Sovétríkjanna og Bandarí'kja- manna standi áður en lamgt um líður. Þeir segjast verða æ sannfærðari um að fleiri og fleiri áhrifamenn í röðum a- þýzkra feommúnista, feomist á þá sfeoðun að Austur-Þjóð- verjar séu í efnalhagsmálum eins milklir leppar Sovétríkj- anna og þeir sjálfir staðhæfa, að Vestur-Þjóðverjar séu und irgefnir Bandarikjamönnum á efna/hagssviði m. a. Þó að Kín/verjar tali háitt um auikna vinsemd Austur- Þjóðverja í sinn garð er þó fátt sem bendir til að rót- tækra breytinga á samákipt- um landanna sé að vænta í náinni framtíð. Hitt er svo éfeki lengur neiitt launungar- mál, að vaxandi 3penna hefur komið upp í samskiptum UI- briehts og Kreml-leiðtoganna. Stjórnmálasérfræðingar segja að upphaf þeirrar spennu megi rekja til endurmats Sovétleiðtoganna á stefnunni -gagnvart Vestur-Þýzkalandi í Walter Ulbricht. Ijósi leynilegra viðræðna, sem hafa farið fram milli Bonn og Mosikvu síðan í desember. Þetta endurmat féfek auk- in-n byr í segl, að áliti fróðra manna, vegna átakanna á landamærum Kína og Sovét- ríkjanna. Það hefur einnig haft sín áhrif, að rúmenskir, ítalskir og ýmsir aðrir evr- ópskir kommúnistaleiðtogar, létu þá skoðun í Ijós á fiumd- inum í Búdapest nýskeð, að fleygja ætti fyrir borð harð- lín'ustefnu Ulbricihts og taika upp sveigjanlegri stefnu gagn- vart Vestur-Þvzka 1 andi, en einmitt sá an.di hefur verið ríikjandi á fuindum vestur- þýzkra og sovézkra embættis- manna. Walter Ulbriöht telur sig að sjálfsögðu efcki getað sætt sig við þessa stefnulbreyt- ingu.. Ulibricht er sá kommúnista- leiðtogi, sem verður einna tíð- förulastur til Moskvu og hetfur þeirra jafnan verið getið sem mikilla og gleðilegra viðburða. Nú brá svo við um síðustu heimsókn hans, að hennar var að litlu getið í sovézkum blöð uim og efeki er vitað til, að hann ha'fi femgið áheyrn hjá þeim Brezhnev og Kosygin. Um brottför hans var aðeins birt örlítil klausa og sagt að meðal þeirra, sem hafi fylgt hon-um til fLugvallar hafi ver- ið Arvid Pelshe og Konstan- tin KatuShev. Undir venjuleg- um ikringuimstæðum hefði það verið sjálfsögð kurteisis- skylda, að þeir Podgorny, for seti, og Brezhnev óskuðu hon- um í eigin persómu farar- heilla. Erindi Uibriohts til Moskvu nú síðast var að sitja ráð- stafnu, sem var haldin til minnin-gar um alþjóðasam- band komimúnista, sem starf- aði á ár-umum milli heims- styrjaldanna. Þeir Milkhail Suslov og Boris Ponomarev, flobksritarar, og Waliter Ul- briöbt, fluttu ailir ávörp á ráð stefnunni. Suslov sat síðan eikki nema fyrsta fundinn, eft- ir að þar 'kom til harðra orða- hnippinga -milli hans og Pono- marevs annars ve-gar og Ul- bricivts, hins vegar. Þó að ræðurnar þrjár væru verulega 'klipptar og skornar, þegar þær voru birtar í sov- éz'kum og austur-þýzlkuim fjöl- miðlunantækjum, gat þó eng- um d-ulizt skoðanaágreinmgur þeirra félaga. Þeir Ponomarev og Suslov töldu árásir Ul- bricbts á vestur-þýzka jafn- aðarmenn með eindæmum 'hörkuleigar og næsta fáránleg væri sú staðhæfing Ulbrichts að líta á vestur-þýz'ka jatfnað- armenn sem „erikióvininn“. Þó að Walter Ulbricht hafi af skiljanlegum ástæðum jafn an átt hauk í horni, þax sem þeir Kre'mlbændur eru, virð- ist nú ljóst að hann eiigi við mesta erfiðleika að glíma, síð an Niikita Krúsjeff bjóst til að steypa honum úr sessi, ákörj9nu fyrir fall hans sjálfs í oklóber 1964. Það er og merki um aug- ljósa óánægju Austur-Þjóð- verja að málgagn k'ommún- istaflokksins birti aðeins stuitt aral-egan útdrátt úr ræðum þeirra Ponomarevs og Suslovs og á forsíðumynd í blaðinu, þar sem ýmsir sovézkir for- ystumenn voru ásarnt Ulforicht í Modfevu, tilgreindi blaðið að ein-s nöfn tveggja þeirra, Kat- uShevs og Suslovs. íþróttamanna að koma upp íþróttamannvirkjum. En að þessu sinni eru hér að verki örfáir áhugamenn, sem hafa sýnt slíkan myndarskap og stórhug við þessa fram- kvæmd að með fádæmum er. Skautahöllin er sérstaklega vel úr garði gerð og líkleg til þess að verða vinsælt athvarf bæði ungra og gamalla. Með henni opnast nú einnig tækifæri til þess að skauta- menn okkar nái lengra í íþrótt sinni en áður og jafn- framt batnar aðstaða til iðk- unar íþróttagreina, sem hafa verið lítt þekktar hérlendis fram til þessa, svo sem ís- knattleiks, sem búast má við að verði vinsæl íþrótt hér sem annars staðar. Á undanförnum árum hafa mörg glæsileg íþróttamann- virki risið upp í höfuðborg- inni fyrir tilverknað borgar- yfirvalda og dugnað og fórn- fýsi félagsmanna í íþrótta- hreyfingunni, Skautahöllin bætist nú í hóp þeirra íþrótta mannvirkja, sem gera ungum sem öldnum kleift að stunda heilbrigðar og hollar íþróttir. Hún er jafnframt glæsilegt vitni um, hvers einstaklings- framtakið er megnugt. - PÖSTGÖNGUR Framhald af bls. 17 að póst- og símamálastjórnin gerir sér ævinlega far um að sinna kvörtunum fólks, en til þess að hægt sé að grafast fyrir um orsakir seinagangs í pósti, er nauðsynlegt að leggja fram um- búðir sendinga (umslög o.s.frv,), vegna þess að á þeim eru oft áletranir og stimplar er geta gef ið til kynna feril sendingarinn- ar eða hvort um mistök er að ræða. Reykjavík, 2. apríl 1969. Póst- og símamálastjómin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.